Konur, heilsurækt og grindarbotninn Þorgerður Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Nú að nýafstöðnu Reykjavíkurmaraþoni getum við öll verið sammála um að sigurvegararnir voru þar margir. Flestir einstaklingarnir sem tóku þátt höfðu sín markmið, komust yfir misstórar hindranir og unnu sigur með þátttökunni. Sem sjúkraþjálfari á sviði kvennaheilsu og þvagfæravandamála hef ég kynnst mörgum konum, ungum sem öldnum, sem leita sér aðstoðar vegna veikleika sem í sumum tilfellum (en ekki öllum) tengjast barneignum og hafa dregið úr styrk grindarbotnsvöðva svo fátt eitt sé talið. Það getur skapað vandamál sem draga úr lífsgæðum og frelsi kvenna til þátttöku í athöfnum sem krefjast áreynslu. Að hverfa frá athöfnum sem reyna á mann er ekki gott og sem betur fer er mikil vitundarvakning á sviði heilsuræktar og konur jafnt sem karlar gera kröfu um gott form, góða heilsu. Við erum jú öll ábyrg fyrir heilsu okkar, okkur ber skylda til að varðveita heilsuna eftir bestu getu og þekkingu, jafnvel þótt við höfum orðið fyrir hnjaski eða tjóni á heilsunni. Það er í raun ekki valkostur að gefast upp fyrir heilsuleysi. Nýafstaðið maraþon sýndi svo um munaði að hvort sem hetjurnar höfðu misst útlimi, glímdu við erfiða krabbameinsmeðferð eða báru önnur mein, misáberandi, þá er hægt að sigrast á mörgu ef hugurinn og eljan er til staðar. Flestir öðlast betri heilsu með einhverri hreyfingu, hún þarf að sjálfsögðu að vera við hæfi hvers og eins. Fyrir mig var fyrsta vika í vinnu eftir sumarfrí sérstaklega gleðileg. Þrír af mínum skjólstæðingum eða viðskiptavinum (ekki vil ég kalla þá sjúklinga) komu sérstaklega glaðir (lesist: glaðar) í bragði. Þær áttu það allar sameiginlegt að hafa hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu, ein þeirra 10 km og tvær höfðu farið hálft maraþon. Þær höfðu sigrast á því mótlæti að geta ekki reynt á sig án þess að finna fyrir áreynsluþvagleka. Skv. rannsóknum þjást um það bil 40% kvenna af þvagleka, mismiklum og af mismunandi toga. Oft er það þannig að í daglegu lífi verður viðkomandi ekki var við veikleika en við aukið álag birtist hann. Hlaup, hopp, sipp, stökk, trampólín, fimleikaiðkun og margt fleira reynir mikið á grindarbotninn. Í sumum íþróttagreinum hefur áreynsluþvagleki mælst hjá hátt í 80% kvenkyns þátttakenda. Það er í flestum tilvikum hjá ungum konum sem ekki hafa fætt börn en eru undir miklu álagi í sinni grein. Það er ekki mikið talað um þessa hluti en staðreyndirnar tala sínu máli. Margar konur vita hvað ég er að tala um, hafa farið af stað en fundið fyrir veikleika sem stundum lagast af sjálfu sér en stundum ekki. En það er hægt að takast á við vandann, oftast með réttu æfingunum og rétta æfingaálaginu. Þó hafa rannsóknir sýnt að u.þ.b. 30% kvenna geta ekki spennt grindarbotninn með einföldum leiðbeiningum, heldur þurfa hjálp og leiðsögn til að finna vöðvana. Grindarbotnsæfingar eru ekki tískufyrirbæri, heldur sígilt lag sem ætti að spila sem oftast. Við eigum að elska okkur sjálfar og gera kröfur um lífsgæði. Það er ALDREI ástæða til að hætta að hreyfa sig vegna þessara mála. Það er alltaf betra að fara af stað en sleppa því. Oft þarf þó að sníða sér stakk eftir vexti í upphafi og forðast yfirgengilegt álag á botninn. Láta sér frekar vaxa ásmegin í iðkuninni og fá aðstoð sjúkraþjálfara ef ekki gengur að takast á við vandamálið sjálfur. Sjúkraþjálfarar eru jú sérfræðingar í skoðun og mati á stoðkerfi mannsins. Nú er bara að fara af stað og byrja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Sigurðardóttir Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Sjá meira
Nú að nýafstöðnu Reykjavíkurmaraþoni getum við öll verið sammála um að sigurvegararnir voru þar margir. Flestir einstaklingarnir sem tóku þátt höfðu sín markmið, komust yfir misstórar hindranir og unnu sigur með þátttökunni. Sem sjúkraþjálfari á sviði kvennaheilsu og þvagfæravandamála hef ég kynnst mörgum konum, ungum sem öldnum, sem leita sér aðstoðar vegna veikleika sem í sumum tilfellum (en ekki öllum) tengjast barneignum og hafa dregið úr styrk grindarbotnsvöðva svo fátt eitt sé talið. Það getur skapað vandamál sem draga úr lífsgæðum og frelsi kvenna til þátttöku í athöfnum sem krefjast áreynslu. Að hverfa frá athöfnum sem reyna á mann er ekki gott og sem betur fer er mikil vitundarvakning á sviði heilsuræktar og konur jafnt sem karlar gera kröfu um gott form, góða heilsu. Við erum jú öll ábyrg fyrir heilsu okkar, okkur ber skylda til að varðveita heilsuna eftir bestu getu og þekkingu, jafnvel þótt við höfum orðið fyrir hnjaski eða tjóni á heilsunni. Það er í raun ekki valkostur að gefast upp fyrir heilsuleysi. Nýafstaðið maraþon sýndi svo um munaði að hvort sem hetjurnar höfðu misst útlimi, glímdu við erfiða krabbameinsmeðferð eða báru önnur mein, misáberandi, þá er hægt að sigrast á mörgu ef hugurinn og eljan er til staðar. Flestir öðlast betri heilsu með einhverri hreyfingu, hún þarf að sjálfsögðu að vera við hæfi hvers og eins. Fyrir mig var fyrsta vika í vinnu eftir sumarfrí sérstaklega gleðileg. Þrír af mínum skjólstæðingum eða viðskiptavinum (ekki vil ég kalla þá sjúklinga) komu sérstaklega glaðir (lesist: glaðar) í bragði. Þær áttu það allar sameiginlegt að hafa hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu, ein þeirra 10 km og tvær höfðu farið hálft maraþon. Þær höfðu sigrast á því mótlæti að geta ekki reynt á sig án þess að finna fyrir áreynsluþvagleka. Skv. rannsóknum þjást um það bil 40% kvenna af þvagleka, mismiklum og af mismunandi toga. Oft er það þannig að í daglegu lífi verður viðkomandi ekki var við veikleika en við aukið álag birtist hann. Hlaup, hopp, sipp, stökk, trampólín, fimleikaiðkun og margt fleira reynir mikið á grindarbotninn. Í sumum íþróttagreinum hefur áreynsluþvagleki mælst hjá hátt í 80% kvenkyns þátttakenda. Það er í flestum tilvikum hjá ungum konum sem ekki hafa fætt börn en eru undir miklu álagi í sinni grein. Það er ekki mikið talað um þessa hluti en staðreyndirnar tala sínu máli. Margar konur vita hvað ég er að tala um, hafa farið af stað en fundið fyrir veikleika sem stundum lagast af sjálfu sér en stundum ekki. En það er hægt að takast á við vandann, oftast með réttu æfingunum og rétta æfingaálaginu. Þó hafa rannsóknir sýnt að u.þ.b. 30% kvenna geta ekki spennt grindarbotninn með einföldum leiðbeiningum, heldur þurfa hjálp og leiðsögn til að finna vöðvana. Grindarbotnsæfingar eru ekki tískufyrirbæri, heldur sígilt lag sem ætti að spila sem oftast. Við eigum að elska okkur sjálfar og gera kröfur um lífsgæði. Það er ALDREI ástæða til að hætta að hreyfa sig vegna þessara mála. Það er alltaf betra að fara af stað en sleppa því. Oft þarf þó að sníða sér stakk eftir vexti í upphafi og forðast yfirgengilegt álag á botninn. Láta sér frekar vaxa ásmegin í iðkuninni og fá aðstoð sjúkraþjálfara ef ekki gengur að takast á við vandamálið sjálfur. Sjúkraþjálfarar eru jú sérfræðingar í skoðun og mati á stoðkerfi mannsins. Nú er bara að fara af stað og byrja.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar