Íþróttir og tóbaksnotkun Reynir Björn Björnsson skrifar 27. desember 2011 06:00 Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan ég byrjaði mína knattspyrnuiðkun í kringum 1973-74. Þá var algengt að reykt væri á hliðarlínunni á kappleikjum barna og unglinga og íþróttasvæði voru ekki reyklaus. Nánast allir þjálfarar sem ég hafði frá átta ára aldri, þar til ég var kominn í meistaraflokk, reyktu. Frá 12-13 ára aldri voru alltaf nokkrir í liðinu sem reyktu að staðaldri og hafði maður á tilfinningunni að meira væri reykt í hópíþróttum en í einstaklingsgreinum. Á undanförnum tveimur áratugum hafa reykingar meðal íþróttafólks, eins og almennt á Íslandi, dregist verulega saman. Stærstu stjörnurnar í íþróttaheiminum hérlendis sem erlendis eru almennt reyklausar. Enginn vafi er lengur um skaðsemi reykinga og vitneskjan um tengsl við krabbamein, lungna-, hjarta- og æðasjúkdóma er orðin almenn og byggð á sterkum vísindalegum grunni. Reykingar valda samdrætti í sléttum vöðvum í æðum og berkjum sem dregur úr blóðflæði og súrefnisflutningi til vöðva og getur valdið öndunarerfiðleikum hjá íþróttamönnum, sérstaklega ef þeir eru viðkvæmir fyrir, hafa t.d. astma eða ofnæmi. Reykingar geta þar með komið niður á árangri og þeir sem reykja eru oft lengur að ná sér eftir venjulegar öndunarfærasýkingar, sem einnig kemur niður á æfingum og keppni. Langvinnar afleiðingar reykinga (berkjubólga, lungnaþemba, hjarta- og æðasjúkdómar) koma fram síðar og hafa því ekki áhrif á íþróttafólk í byrjun. Við erum hins vegar í meiri mæli farin að stunda íþróttir og almenna hreyfingu eins lengi og okkur er unnt og byrjum jafnvel íþróttaiðkun seint á ævinni, því geta reykingar fyrr á árum hamlað getu okkar til þess. Á síðari árum hefur mikil áhersla verið lögð á fræðslu um skaðsemi reykinga og margvíslegar forvarnir. Þekktir einstaklingar hafa tekið þátt í reykleysisherferðum, tóbaksauglýsingar hafa verið bannaðar, verð á tóbaki hefur hækkað mikið og smátt og smátt hefur verið þrengt að þeim sem reykja með því að banna reykingar víða í samfélaginu, m.a. á íþróttasvæðum. Einnig erum við orðin meðvitaðri um áhrif óbeinna reykinga. Það eru ekki mörg ár síðan íslenska karlalandsliðið í handknattleik spilaði í Austur-Evrópu þar sem reykt var í íþróttahöllinni og fengu leikmenn og starfsfólk íslenska liðsins yfir sig ösku og reyk frá æstum áhorfendum sem sátu næst þeim. Frá því að ég byrjaði að fylgja mínum börnum eftir í íþróttaiðkun frá 1997 hafa þau einungis haft reyklausa þjálfara og fyrirmyndir og hef ég ekki orðið þess áskynja að foreldrar eða aðrir reyki á íþróttasvæðunum. Núna heyrir það til algerra undantekninga ef einhver reykir í yngri flokkum í knattspyrnu og það sama á við í öðrum íþróttagreinum. Árið 1998 reyktu 23% 10. bekkinga daglega en einungis 5% árið 2011. Það má hins vegar ekki gleyma því að 50% unglinga prófa að reykja og eiga þar með á hættu að verða háðir nikótíni. Í dag er litið á reykingar hjá börnum og unglingum sem áhættuhegðun sem geti þróast út í neyslu sterkari fíkniefna og því er mikilvægt að við séum ávallt vakandi og öflugt forvarnastarf haldi áfram. Aukin tóbaksnotkun í vörina hefur ekki farið framhjá neinum síðustu ár en virðist ekki algengari meðal íþróttafólks en annarra hópa, þótt hún sé sýnilegri. Í munntóbaki er nikótín, eins og í reyktóbaki, sem gerir viðkomandi háðan því, fíkinn í það. Slík efni eiga að sjálfsögðu ekki heima í íþróttum frekar en annars staðar. Fyrir utan svokallað „hamsturs-útlit“ er notkun munntóbaks subbuleg og óaðlaðandi. Sýnt hefur verið fram á skaðsemi af völdum munntóbaks. Það hefur slæm áhrif á tannhold og munnslímhúð, getur haft áhrif á hjarta og æðakerfi og er jafnvel talið auka hættu á krabbameini í brisi. Erlendis finnast munntóbakstegundir sem geta verið skaðlegri en þær sem eru seldar hér á landi. Jafningjafræðslan, Lýðheilsustöð og KSÍ hafa staðið fyrir átaki gegn munntóbaksnotkun sem nefnist „Bagg er bögg“ og núna stendur yfir átak sem nefnist „Fyrirmyndarleikmaðurinn“ þar sem ÍSÍ, KSÍ og ÁTVR taka höndum saman gegn munntóbaksnotkun. Mikilvægt er að halda fræðslu áfram og stefna að því að íþróttirnar verði lausar við allt tóbak, hvort sem það er reykt, tekið í vörina eða nefið. Hér skipta fyrirmyndirnar mjög miklu máli, þ.e. þjálfarar, íþróttamenn og -konur sem hafa náð langt í sinni íþróttagrein, en einnig þeir sem vinna með íþróttafólki og börnunum okkar. Tóbaksnotkun þjóðþekkts íþróttafólks er ekki bara einkamál þess þegar það er orðið að átrúnaðargoðum hundraða eða þúsunda krakka og unglinga. Það fylgir því mikil ábyrgð að vera fyrirmynd barna og unglinga, ekki bara m.t.t. tóbaks, heldur einnig annarra vímugjafa, svo sem áfengis. Áhrif fjölmiðla, Facebook og spjallsíðna á veraldarvefnum eru mikil og ástæða fyrir okkur öll að gæta orða okkar og athafna þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan ég byrjaði mína knattspyrnuiðkun í kringum 1973-74. Þá var algengt að reykt væri á hliðarlínunni á kappleikjum barna og unglinga og íþróttasvæði voru ekki reyklaus. Nánast allir þjálfarar sem ég hafði frá átta ára aldri, þar til ég var kominn í meistaraflokk, reyktu. Frá 12-13 ára aldri voru alltaf nokkrir í liðinu sem reyktu að staðaldri og hafði maður á tilfinningunni að meira væri reykt í hópíþróttum en í einstaklingsgreinum. Á undanförnum tveimur áratugum hafa reykingar meðal íþróttafólks, eins og almennt á Íslandi, dregist verulega saman. Stærstu stjörnurnar í íþróttaheiminum hérlendis sem erlendis eru almennt reyklausar. Enginn vafi er lengur um skaðsemi reykinga og vitneskjan um tengsl við krabbamein, lungna-, hjarta- og æðasjúkdóma er orðin almenn og byggð á sterkum vísindalegum grunni. Reykingar valda samdrætti í sléttum vöðvum í æðum og berkjum sem dregur úr blóðflæði og súrefnisflutningi til vöðva og getur valdið öndunarerfiðleikum hjá íþróttamönnum, sérstaklega ef þeir eru viðkvæmir fyrir, hafa t.d. astma eða ofnæmi. Reykingar geta þar með komið niður á árangri og þeir sem reykja eru oft lengur að ná sér eftir venjulegar öndunarfærasýkingar, sem einnig kemur niður á æfingum og keppni. Langvinnar afleiðingar reykinga (berkjubólga, lungnaþemba, hjarta- og æðasjúkdómar) koma fram síðar og hafa því ekki áhrif á íþróttafólk í byrjun. Við erum hins vegar í meiri mæli farin að stunda íþróttir og almenna hreyfingu eins lengi og okkur er unnt og byrjum jafnvel íþróttaiðkun seint á ævinni, því geta reykingar fyrr á árum hamlað getu okkar til þess. Á síðari árum hefur mikil áhersla verið lögð á fræðslu um skaðsemi reykinga og margvíslegar forvarnir. Þekktir einstaklingar hafa tekið þátt í reykleysisherferðum, tóbaksauglýsingar hafa verið bannaðar, verð á tóbaki hefur hækkað mikið og smátt og smátt hefur verið þrengt að þeim sem reykja með því að banna reykingar víða í samfélaginu, m.a. á íþróttasvæðum. Einnig erum við orðin meðvitaðri um áhrif óbeinna reykinga. Það eru ekki mörg ár síðan íslenska karlalandsliðið í handknattleik spilaði í Austur-Evrópu þar sem reykt var í íþróttahöllinni og fengu leikmenn og starfsfólk íslenska liðsins yfir sig ösku og reyk frá æstum áhorfendum sem sátu næst þeim. Frá því að ég byrjaði að fylgja mínum börnum eftir í íþróttaiðkun frá 1997 hafa þau einungis haft reyklausa þjálfara og fyrirmyndir og hef ég ekki orðið þess áskynja að foreldrar eða aðrir reyki á íþróttasvæðunum. Núna heyrir það til algerra undantekninga ef einhver reykir í yngri flokkum í knattspyrnu og það sama á við í öðrum íþróttagreinum. Árið 1998 reyktu 23% 10. bekkinga daglega en einungis 5% árið 2011. Það má hins vegar ekki gleyma því að 50% unglinga prófa að reykja og eiga þar með á hættu að verða háðir nikótíni. Í dag er litið á reykingar hjá börnum og unglingum sem áhættuhegðun sem geti þróast út í neyslu sterkari fíkniefna og því er mikilvægt að við séum ávallt vakandi og öflugt forvarnastarf haldi áfram. Aukin tóbaksnotkun í vörina hefur ekki farið framhjá neinum síðustu ár en virðist ekki algengari meðal íþróttafólks en annarra hópa, þótt hún sé sýnilegri. Í munntóbaki er nikótín, eins og í reyktóbaki, sem gerir viðkomandi háðan því, fíkinn í það. Slík efni eiga að sjálfsögðu ekki heima í íþróttum frekar en annars staðar. Fyrir utan svokallað „hamsturs-útlit“ er notkun munntóbaks subbuleg og óaðlaðandi. Sýnt hefur verið fram á skaðsemi af völdum munntóbaks. Það hefur slæm áhrif á tannhold og munnslímhúð, getur haft áhrif á hjarta og æðakerfi og er jafnvel talið auka hættu á krabbameini í brisi. Erlendis finnast munntóbakstegundir sem geta verið skaðlegri en þær sem eru seldar hér á landi. Jafningjafræðslan, Lýðheilsustöð og KSÍ hafa staðið fyrir átaki gegn munntóbaksnotkun sem nefnist „Bagg er bögg“ og núna stendur yfir átak sem nefnist „Fyrirmyndarleikmaðurinn“ þar sem ÍSÍ, KSÍ og ÁTVR taka höndum saman gegn munntóbaksnotkun. Mikilvægt er að halda fræðslu áfram og stefna að því að íþróttirnar verði lausar við allt tóbak, hvort sem það er reykt, tekið í vörina eða nefið. Hér skipta fyrirmyndirnar mjög miklu máli, þ.e. þjálfarar, íþróttamenn og -konur sem hafa náð langt í sinni íþróttagrein, en einnig þeir sem vinna með íþróttafólki og börnunum okkar. Tóbaksnotkun þjóðþekkts íþróttafólks er ekki bara einkamál þess þegar það er orðið að átrúnaðargoðum hundraða eða þúsunda krakka og unglinga. Það fylgir því mikil ábyrgð að vera fyrirmynd barna og unglinga, ekki bara m.t.t. tóbaks, heldur einnig annarra vímugjafa, svo sem áfengis. Áhrif fjölmiðla, Facebook og spjallsíðna á veraldarvefnum eru mikil og ástæða fyrir okkur öll að gæta orða okkar og athafna þar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun