Áhættan er mest á Íslandi meðal Vestur-Evrópuþjóða 21. janúar 2011 11:23 Ísland var meðal þeirra ríkja sem Aon Risk Solutions mat áhættuna meiri fyrir fjárfesta nú en árið 2010, og er jafnframt fyrsta ríkið í Vestur-Evrópu þar sem fyrirtækið metur áhættuna í meðallagi. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka en visir.is greindi frá mati Aon fyrr í vikunni. Í Morgunkorninu segir að samkvæmt áhætturöðun fyrirtækisins er áhætta sem metin er í meðallagi sú þriðja minnsta af þeim 6 flokkum sem fyrirtækið skiptir áhættunni upp í. Fyrirtækið metur áhættu allra annarra Vestur-Evrópuríkja litla sem er minnsta áhættan á þessum skala fyrirtækisins. Þau ríki sem falla í sama flokk og Ísland eru t.d. Rússland, Lettland, Albanía og Tyrkland svo einhver séu nefnd. Þegar litið er á einstaka þætti sem fyrirtækið metur áhættu fyrir hvað Ísland varðar þá er ljóst að hættan á pólitískum inngripum er orsakavaldur þess að áhættan hefur aukist hér á landi frá árinu 2010. Aðrir þættir sem fyrirtækið telur sérstaka áhættu á hér á landi, og eru jafnframt þeir sömu og nefndir voru til sögunnar árið 2010, eru gjaldeyrisáhætta, hætta á greiðslufalli hins opinbera og svo borgaralegur óróleiki. Síðastnefndi áhættuþátturinn er þó mjög algengur og þá einnig á meðal vestrænna ríkja, og af ríkjum Vestur Evrópu er hann oftar en ekki nefndur til sögunnar. Í raun eru þau afar fá ríkin þar sem engir áhættuþættir eru nefndir til sögunnar og af ríkjum Vestur Evrópu á það bara við Noreg, Danmörk, Finnland, Sviss og Lúxemborg. Aðeins þrjú önnur Vestur-Evrópuríki en Ísland eru talin búa yfir áhættu á greiðslufalli hins opinbera en þau eru Portúgal, Grikkland og Írland, sem kemur ekki spánskt fyrir sjónir miðað við það fjölmiðlafár sem verið hefur um skuldastöðu þessara ríkja. „Augljóslega er mat á pólitískri áhættu, líkt og fyrirtækið Aon metur, huglægt í eðli sínu og þar með rétt að taka slíku mati með fyrirvara frá einstökum stofnunum eða fyrirtækjum sem meta slíkt," segir í Morgunkorninu. „Engu að síður skiptir mat alþjóðasamfélagsins á slíkri áhættu verulegu máli og getur slík framvinda eins og orðið hefur hér á landi, að áhættan sé talin meiri fyrir fjárfesta að eiga í viðskiptum hér en áður haft neikvæð efnahagsleg áhrif. Má hér nefna að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins nefndi í haustspá sinni á síðasta ári að pólitískur óstöðugleiki væri einn af þeim þáttum sem gæti hrakið erlenda fjárfesta frá og þar með að einhver töf gæti orðið á fjármunamyndun hér á landi sem aftur hefur augljóslega áhrif á hagvöxt." Við þetta má bæta að pólitísk áhætta er einn sá þáttur sem lánshæfismatsfyrirtækin taka tillit til þegar þau meta lánshæfi ríkja. Þar vísar áhættan af pólitískum toga í þá áhættu að stjórnvöld geti skort bæði pólitíska getu sem og vilja til þess að standa við fjárhagslegar skuldbindingar ríkisins. „Þó má geta þess hér að sú áhætta sem fyrirtækið Aon metur er ekki skilgreind með sama hætti og þegar matsfyrirtækin meta lánshæfi einstakra ríkja, enda er Aon að meta áhættu fyrir fjárfesta að eiga viðskipti innan landamæra ríkjanna en ekki við ríkin sjálf. Þó er ljóst að töluverð fylgni er þarna á milli enda eru ríki gjarnan með hærri lánshæfiseinkunn eftir því sem þau búa yfir minni áhættu að mati Aon," segir í Morgunkorninu. Tengdar fréttir Aon: Pólitísk áhætta fyrir fjárfesta hefur aukist á Íslandi Samkvæmt nýju áliti frá alþjóðlega áhættumatsfyrirtækinu Aon Risk Solutions hefur pólitísk áhætta fyrir viðskipti og fjárfestingar aukist á Íslandi á þessu ári. Áhættan er metin í meðallagi (medium) en hún var í lægra meðallagi (medium low) í fyrra og árið 2009 en lítil (low) árið 2008. 19. janúar 2011 13:40 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Sjá meira
Ísland var meðal þeirra ríkja sem Aon Risk Solutions mat áhættuna meiri fyrir fjárfesta nú en árið 2010, og er jafnframt fyrsta ríkið í Vestur-Evrópu þar sem fyrirtækið metur áhættuna í meðallagi. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka en visir.is greindi frá mati Aon fyrr í vikunni. Í Morgunkorninu segir að samkvæmt áhætturöðun fyrirtækisins er áhætta sem metin er í meðallagi sú þriðja minnsta af þeim 6 flokkum sem fyrirtækið skiptir áhættunni upp í. Fyrirtækið metur áhættu allra annarra Vestur-Evrópuríkja litla sem er minnsta áhættan á þessum skala fyrirtækisins. Þau ríki sem falla í sama flokk og Ísland eru t.d. Rússland, Lettland, Albanía og Tyrkland svo einhver séu nefnd. Þegar litið er á einstaka þætti sem fyrirtækið metur áhættu fyrir hvað Ísland varðar þá er ljóst að hættan á pólitískum inngripum er orsakavaldur þess að áhættan hefur aukist hér á landi frá árinu 2010. Aðrir þættir sem fyrirtækið telur sérstaka áhættu á hér á landi, og eru jafnframt þeir sömu og nefndir voru til sögunnar árið 2010, eru gjaldeyrisáhætta, hætta á greiðslufalli hins opinbera og svo borgaralegur óróleiki. Síðastnefndi áhættuþátturinn er þó mjög algengur og þá einnig á meðal vestrænna ríkja, og af ríkjum Vestur Evrópu er hann oftar en ekki nefndur til sögunnar. Í raun eru þau afar fá ríkin þar sem engir áhættuþættir eru nefndir til sögunnar og af ríkjum Vestur Evrópu á það bara við Noreg, Danmörk, Finnland, Sviss og Lúxemborg. Aðeins þrjú önnur Vestur-Evrópuríki en Ísland eru talin búa yfir áhættu á greiðslufalli hins opinbera en þau eru Portúgal, Grikkland og Írland, sem kemur ekki spánskt fyrir sjónir miðað við það fjölmiðlafár sem verið hefur um skuldastöðu þessara ríkja. „Augljóslega er mat á pólitískri áhættu, líkt og fyrirtækið Aon metur, huglægt í eðli sínu og þar með rétt að taka slíku mati með fyrirvara frá einstökum stofnunum eða fyrirtækjum sem meta slíkt," segir í Morgunkorninu. „Engu að síður skiptir mat alþjóðasamfélagsins á slíkri áhættu verulegu máli og getur slík framvinda eins og orðið hefur hér á landi, að áhættan sé talin meiri fyrir fjárfesta að eiga í viðskiptum hér en áður haft neikvæð efnahagsleg áhrif. Má hér nefna að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins nefndi í haustspá sinni á síðasta ári að pólitískur óstöðugleiki væri einn af þeim þáttum sem gæti hrakið erlenda fjárfesta frá og þar með að einhver töf gæti orðið á fjármunamyndun hér á landi sem aftur hefur augljóslega áhrif á hagvöxt." Við þetta má bæta að pólitísk áhætta er einn sá þáttur sem lánshæfismatsfyrirtækin taka tillit til þegar þau meta lánshæfi ríkja. Þar vísar áhættan af pólitískum toga í þá áhættu að stjórnvöld geti skort bæði pólitíska getu sem og vilja til þess að standa við fjárhagslegar skuldbindingar ríkisins. „Þó má geta þess hér að sú áhætta sem fyrirtækið Aon metur er ekki skilgreind með sama hætti og þegar matsfyrirtækin meta lánshæfi einstakra ríkja, enda er Aon að meta áhættu fyrir fjárfesta að eiga viðskipti innan landamæra ríkjanna en ekki við ríkin sjálf. Þó er ljóst að töluverð fylgni er þarna á milli enda eru ríki gjarnan með hærri lánshæfiseinkunn eftir því sem þau búa yfir minni áhættu að mati Aon," segir í Morgunkorninu.
Tengdar fréttir Aon: Pólitísk áhætta fyrir fjárfesta hefur aukist á Íslandi Samkvæmt nýju áliti frá alþjóðlega áhættumatsfyrirtækinu Aon Risk Solutions hefur pólitísk áhætta fyrir viðskipti og fjárfestingar aukist á Íslandi á þessu ári. Áhættan er metin í meðallagi (medium) en hún var í lægra meðallagi (medium low) í fyrra og árið 2009 en lítil (low) árið 2008. 19. janúar 2011 13:40 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Sjá meira
Aon: Pólitísk áhætta fyrir fjárfesta hefur aukist á Íslandi Samkvæmt nýju áliti frá alþjóðlega áhættumatsfyrirtækinu Aon Risk Solutions hefur pólitísk áhætta fyrir viðskipti og fjárfestingar aukist á Íslandi á þessu ári. Áhættan er metin í meðallagi (medium) en hún var í lægra meðallagi (medium low) í fyrra og árið 2009 en lítil (low) árið 2008. 19. janúar 2011 13:40
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent