Atlagan að St. Jósefsspítala Árni Gunnlaugsson skrifar 20. október 2011 06:00 Þegar fjórtán þúsund Hafnfirðingar mótmæltu í byrjun árs 2009 þeim áformum þáverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, að skerða sjúkraþjónustu á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði bjóst enginn við, að það yrði síðar hlutskipti ráðherra í velferðarstjórn, Guðbjarts Hannessonar, að taka ákvörðun um lokun St. Jósefsspítalans og það gegn hans eigin fyrri fyrirheitum um áframhald þeirrar starfsemi spítalans, sem nú hefur verið tekin ákvörðun um að hætta. En í yfirlýsingu ráðherrans, sem hann sendi frá sér 31. janúar sl. og kynnt var á bæjarstjórnarfundi 12. október sl. felst viðurkenning hans á því, að legudeild almennra lyflækninga verði áfram í húsnæði St. Jósefsspítalans. Forveri ráðherrans, Ögmundur Jónasson, hafði einmitt lagt áherslu á slíka nýtingu spítalans. Það er óþolandi, að ráðherra svíki fyrri fyrirheit sín í máli því, sem hér um ræðir og óverjandi að leggja niður alla starfsemi á virtri sjúkrastofnun, sem í 85 ár hefur af viðurkenndum myndarbrag þjónað Hafnfirðingum og ótal fleirum. Ólögmæt ráðstöfunSamkvæmt þinglýstu afsali á Hafnarfjarðarbær 15% eignarhluta í St. Jósefsspítalanum. Sá hluti var keyptur á þeim forsendum St. Jósefssystra við sölu spítalans, að áfram yrði sjúkrahússrekstur í húsnæði spítalans. Það vildi bærinn tryggja með kaupum sínum á eignarhlutanum. Þar sem húsnæði spítalans er í sameign bæjarins og ríkissjóðs bar viðkomandi ráðherra að mínum dómi skylda til að hafa samráð við bæjaryfirvöld um það áform sitt að breyta nýtingu húsnæðisins með því að leggja þar niður alla sjúkraþjónustu. Bæjarstjóri upplýsti á fundi bæjarstjórnar 12. október sl., að hann hefði fyrst í fréttum útvarps kvöldið áður heyrt um ákvörðun ráðherrans að loka ætti St. Jósefsspítalanum. Framkoman gagnvart Hafnarfjarðarbæ í þessu máli er óafsakanleg og ráðstöfunin að ljúka allri starfsemi spítalans án samþykkis eða samráðs við bæinn sem meðeiganda er að mínu mati ólögmæt. Óvirðing sýnd St. JósefssystrumÞegar St. Jósefssystur seldu spítalann árið 1987 eftir 60 ára rekstur, sem mótaðist af hagsýni og fórnfýsi, fór salan fram á þeim forsendum systranna, að „spítalinn yrði áfram rekinn með svipuðu sniði og verið hafði“ eins fram kemur í skráðum heimildum. Var mér sem ráðgjafa systranna við söluna og í stjórn spítalans um árabil vel kunnugt um þá áherslu systranna, að spítalinn gegndi áfram sama hlutverki og verið hafði allt frá stofnun hans árið 1926. Þegar gengið var frá sölu spítalans féllst þáverandi heilbrigðisráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, og Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra á þá eindregnu ósk bæjaryfirvalda í Hafnarfirði, að starfsemi spítalans skyldi haldið áfram á sem flestum sviðum. Að ætla sér nú að leggja niður alla starfsemi St. Jósefsspítalans yrði því á sinn hátt svik við St. Jósefssystur og óvirðing við minningu þeirra. Engan veginn er ljóst, að ráðherra getið sparað ríkissjóði peninga með því að leggja niður núverandi starfssemi á St. Jósefsspítala og flytja á aðra staði. Þá er ekkert tillit tekið til annarra verðmæta, sem við það glatast og aldrei verða metin til fjár. Hér er átt við mikilvægi nærþjónustu og það örugga athvarf, sem St. Jósefsspítali hefur verið okkur Hafnfirðingum og mörgum fleiri og ekki síst þann einstaka anda, sem ætíð hefur ríkt á spítalanum og rekja má beint til Jósefssystranna og þeirra fórnfúsa og kærleiksríka líknarstarfs. En orð fer af því, hversu frábær og persónuleg öll hjúkrunarþjónusta hefur ætíð verið á St. Jósefsspítala. Áskorun til þingmannaHér með er skorað á þingmenn að hindra, að atlagan að St. Jósefsspítala takist og með því standa vörð um þá mikilvægu hagsmuni sjúklinga að fá áfram notið ómetanlegrar aðhlynningar á þeim spítala, sem er eitt besta og elsta sjúkrahús landsins, sameiginlegt hjarta og stolt okkar Hafnfirðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fjórtán þúsund Hafnfirðingar mótmæltu í byrjun árs 2009 þeim áformum þáverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, að skerða sjúkraþjónustu á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði bjóst enginn við, að það yrði síðar hlutskipti ráðherra í velferðarstjórn, Guðbjarts Hannessonar, að taka ákvörðun um lokun St. Jósefsspítalans og það gegn hans eigin fyrri fyrirheitum um áframhald þeirrar starfsemi spítalans, sem nú hefur verið tekin ákvörðun um að hætta. En í yfirlýsingu ráðherrans, sem hann sendi frá sér 31. janúar sl. og kynnt var á bæjarstjórnarfundi 12. október sl. felst viðurkenning hans á því, að legudeild almennra lyflækninga verði áfram í húsnæði St. Jósefsspítalans. Forveri ráðherrans, Ögmundur Jónasson, hafði einmitt lagt áherslu á slíka nýtingu spítalans. Það er óþolandi, að ráðherra svíki fyrri fyrirheit sín í máli því, sem hér um ræðir og óverjandi að leggja niður alla starfsemi á virtri sjúkrastofnun, sem í 85 ár hefur af viðurkenndum myndarbrag þjónað Hafnfirðingum og ótal fleirum. Ólögmæt ráðstöfunSamkvæmt þinglýstu afsali á Hafnarfjarðarbær 15% eignarhluta í St. Jósefsspítalanum. Sá hluti var keyptur á þeim forsendum St. Jósefssystra við sölu spítalans, að áfram yrði sjúkrahússrekstur í húsnæði spítalans. Það vildi bærinn tryggja með kaupum sínum á eignarhlutanum. Þar sem húsnæði spítalans er í sameign bæjarins og ríkissjóðs bar viðkomandi ráðherra að mínum dómi skylda til að hafa samráð við bæjaryfirvöld um það áform sitt að breyta nýtingu húsnæðisins með því að leggja þar niður alla sjúkraþjónustu. Bæjarstjóri upplýsti á fundi bæjarstjórnar 12. október sl., að hann hefði fyrst í fréttum útvarps kvöldið áður heyrt um ákvörðun ráðherrans að loka ætti St. Jósefsspítalanum. Framkoman gagnvart Hafnarfjarðarbæ í þessu máli er óafsakanleg og ráðstöfunin að ljúka allri starfsemi spítalans án samþykkis eða samráðs við bæinn sem meðeiganda er að mínu mati ólögmæt. Óvirðing sýnd St. JósefssystrumÞegar St. Jósefssystur seldu spítalann árið 1987 eftir 60 ára rekstur, sem mótaðist af hagsýni og fórnfýsi, fór salan fram á þeim forsendum systranna, að „spítalinn yrði áfram rekinn með svipuðu sniði og verið hafði“ eins fram kemur í skráðum heimildum. Var mér sem ráðgjafa systranna við söluna og í stjórn spítalans um árabil vel kunnugt um þá áherslu systranna, að spítalinn gegndi áfram sama hlutverki og verið hafði allt frá stofnun hans árið 1926. Þegar gengið var frá sölu spítalans féllst þáverandi heilbrigðisráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, og Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra á þá eindregnu ósk bæjaryfirvalda í Hafnarfirði, að starfsemi spítalans skyldi haldið áfram á sem flestum sviðum. Að ætla sér nú að leggja niður alla starfsemi St. Jósefsspítalans yrði því á sinn hátt svik við St. Jósefssystur og óvirðing við minningu þeirra. Engan veginn er ljóst, að ráðherra getið sparað ríkissjóði peninga með því að leggja niður núverandi starfssemi á St. Jósefsspítala og flytja á aðra staði. Þá er ekkert tillit tekið til annarra verðmæta, sem við það glatast og aldrei verða metin til fjár. Hér er átt við mikilvægi nærþjónustu og það örugga athvarf, sem St. Jósefsspítali hefur verið okkur Hafnfirðingum og mörgum fleiri og ekki síst þann einstaka anda, sem ætíð hefur ríkt á spítalanum og rekja má beint til Jósefssystranna og þeirra fórnfúsa og kærleiksríka líknarstarfs. En orð fer af því, hversu frábær og persónuleg öll hjúkrunarþjónusta hefur ætíð verið á St. Jósefsspítala. Áskorun til þingmannaHér með er skorað á þingmenn að hindra, að atlagan að St. Jósefsspítala takist og með því standa vörð um þá mikilvægu hagsmuni sjúklinga að fá áfram notið ómetanlegrar aðhlynningar á þeim spítala, sem er eitt besta og elsta sjúkrahús landsins, sameiginlegt hjarta og stolt okkar Hafnfirðinga.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun