ESB-aðild þýðir meiri landbúnaðarstuðning 15. nóvember 2011 06:00 Íslenskir kúabændur njóta beinna styrkja frá ríkinu. Stuðningur við mjólkurframleiðslu er hverfandi innan Evrópusambandsins.fréttablaðið/stefán Auka þarf stuðning við íslenskan landbúnaðar um fimm milljarða króna verði Ísland aðili að Evrópusambandinu og innflutningsvernd afnumin. Ella versnar afkoma bænda. Stuðningurinn nemur í dag níu milljörðum. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Skýrsluhöfundar, Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði við HÍ, og Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, setja þann fyrirvara við útreikninga sína að gengisþróun ráði miklu um útkomuna. Stuðningsgreiðslur til bænda í Evrópusambandinu eru árlegar eingreiðslur. Framleiðsluákvarðanir hvers bónda hafa ekki áhrif á hlut hans í framlögum hins opinbera. Markaðsskilyrði eiga því einungis að ráða þeim ákvörðunum. Að mati OECD er stuðningur við íslenskan landbúnað með því mesta sem gerist í heiminum. Hér skiptist stuðningurinn að stærstum hluta í tvennt; markaðsstuðning í formi tollaverndar og beinar greiðslur til bænda. Samkvæmt tölum OECD eru um 48 prósent tekna bænda í formi stuðnings. Afnám tollaverndar eykur, að mati skýrsluhöfunda, svigrúm smásölunnar til að afla sér aðfanga annars staðar og bæta stöðu sína á kostnað bænda. Þetta muni að öllum líkindum leiða til þess að smásalan fái stærri hluta af verðmyndun búvara. Skýrsluhöfundar telja að innganga í Evrópusambandið mundi ekki hafa mikil áhrif á sauðfjárbændur, ekki yrði þörf á verðlækkun dilkakjöts þrátt fyrir afnám tollaverndar. „Gögn OECD benda til þess að verð lækki mikið á kjúklingum, eggjum, mjólk og mjólkurvörum, svínakjöti og blómum ef tollar falla niður á innflutningi frá Evrópusambandslöndum. Langmest yrði verðlækkunin á kjúklingum, rúm 50%, en 44% á eggjum og tæplega 25% á mjólkurvörum. Svínakjötsverð myndi lækka um 41% ef marka má þessa útreikninga,“ segir í skýrslunni. Matvöruverð úr búð er að jafnaði um 30 prósentum lægra í Evrópusambandinu en á Íslandi. Það er um einu prósenti lægra í Danmörku en hér, 14 prósentum í Finnlandi og 26 prósentum í Svíþjóð. Skýrsluhöfundar meta reynslu Finna af inngöngu í ESB og komast að því að verð til bænda þar í landi hafi lækkað um 40 til 50 prósent strax við inngönguna. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Sjá meira
Auka þarf stuðning við íslenskan landbúnaðar um fimm milljarða króna verði Ísland aðili að Evrópusambandinu og innflutningsvernd afnumin. Ella versnar afkoma bænda. Stuðningurinn nemur í dag níu milljörðum. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Skýrsluhöfundar, Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði við HÍ, og Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, setja þann fyrirvara við útreikninga sína að gengisþróun ráði miklu um útkomuna. Stuðningsgreiðslur til bænda í Evrópusambandinu eru árlegar eingreiðslur. Framleiðsluákvarðanir hvers bónda hafa ekki áhrif á hlut hans í framlögum hins opinbera. Markaðsskilyrði eiga því einungis að ráða þeim ákvörðunum. Að mati OECD er stuðningur við íslenskan landbúnað með því mesta sem gerist í heiminum. Hér skiptist stuðningurinn að stærstum hluta í tvennt; markaðsstuðning í formi tollaverndar og beinar greiðslur til bænda. Samkvæmt tölum OECD eru um 48 prósent tekna bænda í formi stuðnings. Afnám tollaverndar eykur, að mati skýrsluhöfunda, svigrúm smásölunnar til að afla sér aðfanga annars staðar og bæta stöðu sína á kostnað bænda. Þetta muni að öllum líkindum leiða til þess að smásalan fái stærri hluta af verðmyndun búvara. Skýrsluhöfundar telja að innganga í Evrópusambandið mundi ekki hafa mikil áhrif á sauðfjárbændur, ekki yrði þörf á verðlækkun dilkakjöts þrátt fyrir afnám tollaverndar. „Gögn OECD benda til þess að verð lækki mikið á kjúklingum, eggjum, mjólk og mjólkurvörum, svínakjöti og blómum ef tollar falla niður á innflutningi frá Evrópusambandslöndum. Langmest yrði verðlækkunin á kjúklingum, rúm 50%, en 44% á eggjum og tæplega 25% á mjólkurvörum. Svínakjötsverð myndi lækka um 41% ef marka má þessa útreikninga,“ segir í skýrslunni. Matvöruverð úr búð er að jafnaði um 30 prósentum lægra í Evrópusambandinu en á Íslandi. Það er um einu prósenti lægra í Danmörku en hér, 14 prósentum í Finnlandi og 26 prósentum í Svíþjóð. Skýrsluhöfundar meta reynslu Finna af inngöngu í ESB og komast að því að verð til bænda þar í landi hafi lækkað um 40 til 50 prósent strax við inngönguna. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Sjá meira