Lífið

Sakar Richardson um ósiðsamlegt boð

aftur á kreik? Fyrirsætan Felice Fawn segir ljósmyndarann Terry Richardson hafa lofað henni frægð og frama gegn því að sofa hjá honum.nordicphotos/getty
aftur á kreik? Fyrirsætan Felice Fawn segir ljósmyndarann Terry Richardson hafa lofað henni frægð og frama gegn því að sofa hjá honum.nordicphotos/getty
Ljósmyndarinn Terry Richardson hefur aftur verið sakaður um kynferðislegt áreiti af ungri fyrirsætu. Vefsíðan Fashionista.com greinir frá því að fyrirsætan Felice Fawn hafi fengið ósiðsamlegt boð frá Richardson í gegnum spjallþráð. Stúlkan birti samtalið á bloggsíðu sinni fyrir stuttu en tók hana niður stuttu síðar. Samtalið má þó finna í heild sinni á síðu Fashionista.com.

Svo virðist sem Richardson hafi haft frumkvæðið að samskiptum þeirra og byrjar á því að hrósa stúlkunni fyrir unglegt útlit. Hann segist svo vera tilbúinn til að gera hana að stjörnu gegn því að hún sofi hjá honum. „Fyrirsætubransinn er kynlíf, fíkniefni og rokk og ról. Ekki segja mér að þú vitir það ekki?“ spyr ljósmyndarinn og Fawn svarar; „Ég er meðvituð um það. En ég neyti ekki fíkniefna og mun alls ekki sofa hjá til að öðlast frægð.“ Richardson þakkar Fawn þá fyrir samtalið og óskar henni góðs gengis í framtíðinni.

Árið 2010 ásakaði danska fyrirsætan Rie Rasmussen ljósmyndarann um að misnota aðstöðu sína gangvart ungum og óreyndum fyrirsætum. Fyrirsætan Jamie Peck kom fram stuttu síðar og sagði Richardson hafa hegðað sér mjög ósæmilega gagnvart henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.