Annar leikur St. Louis Cardinals og Texas Rangers í World Series var bæði hundleiðinlegur og afar dramatískur. Honum lauk með dramatískum sigri Texas sem stal sigrinum í lokin og jafnaði þar með rimmu liðanna í 1-1.
Nákvæmlega ekkert gerðist í fyrstu sex lotum leiksins. Þá meina ég ekki neitt. Við erum að tala um tvo tíma af ævintýralegum leiðindum.
Í sjöundu lotu tókst Cardinals aftur á móti að skora eitt stig og komast í vænlega stöðu enda hvorugt liðanna að gera nokkuð.
Í níundu lotu hrökk Texas þó loks í gírinn og náði að skora tvö dramatísk stig. Því náði Cardinals ekki að svara.
Staðan er því 1-1 eins og áður segir og liðin ferðast nú til Texas þar sem næstu þrír leikir fara fram.
Texas stal sigrinum í St. Louis

Mest lesið


„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn

„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti

