Fiskveiðar sem atvinnubótavinna Tryggvi Þór Herbertsson skrifar 4. maí 2011 06:00 Heildaraflaverðmæti á síðasta ári nam um 138 milljörðum króna. Af þessari upphæð fóru um 55 milljarðar í laun og tengd gjöld (þ.a.m. tryggingagjald) til um 4.500 sjómanna Þetta gerir rúmar 12 milljónir á hvert starf að meðaltali. Margir halda því fram að með því að leyfa ólympískar (óheftar) veiðar megi fjölga störfum um allt að helming. Laun og tengd gjöld á hvern sjómann myndu þá væntanlega lækka í um 6 milljónir króna. Nú getur hver og einn metið fyrir sjálfan sig hvort að það væri góð ráðstöfun. Önnur hlið á því máli er að við ólympískar fiskveiðar yrði offjárfest í fjármunum til að stunda útgerð. Þetta sjáum við vel í strandveiðunum sem innleiddar voru á síðasta fiskveiðiári. Auðlindaarðinum sem ég fjallaði um hér í blaðinu í gær yrði sóað og sjávarútvegur gegndi ekki lengur því lykilhlutverki í verðmætasköpun sem hann hefur gert frá upptöku kvótakerfisins. En er ekki ósanngjarnt að dugmiklir einstaklingar sem vilja stunda útgerð geti ekki gert það vegna einkaréttar útvalinna á að stunda sjósókn? Kvótakerfið hindrar allar veiðar án kvóta og nýliðar verða að kaupa kvóta af þeim sem fyrir eru til þess að hefja veiðar. Þannig er nýliðun án kvótakaupa hindruð. Mörgum Íslendingum finnst mikilvægt að fisknir einstaklingar geti keypt bát og hafið útgerð og unnið sig upp eins og verið hefur frá alda öðli. Að þeirra mati hindrar kvótakerfið þetta ferli. Óvíst er þó að hægt sé að finna fiskveiðistjórnunarkerfi sem myndi ekki hindra innkomu nýrra aðila með einhverjum hætti. Ef aðgangur er frjáls og veiðarnar eru arðsamar fjölgar nýliðum þar til fiskistofnarnir hrynja. Sóknarmarkskerfi, til að mynda, hlýtur að vera byggt á einhvers konar takmörkunum. Annað hvort með því að takmarka sóknargetuna með tæknilegum hindrunum, þ.e. banna skipum að fjárfesta í búnaði, eða hindra aðgang nýrra skipa. Hér áður fyrr gat nýtt skip t.a.m. aðeins bæst í flotann ef gamalt skip var úrelt. Ef það er ekki gert er aðeins hægt bregðast við með því að stytta veiðitímann þar til arðsemi er ekki lengur til staðar í greininni og nýir aðilar hætta að streyma inn. Stundum er þetta þó ekki nóg. Veiðum á Kyrrahafslúðu, undan strönd N-Ameríku, var t.d. um árabil stjórnað með sóknarmarki. Fjöldi skipa sem kom á vettvang og veiddi leyfilegan hámarksafla var slíkur að lúðan veiddist á endanum upp á einum degi. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um langtíma áhrif sóknarmarkskerfis á fiskveiðarnar ef nýliðun er ekki takmörkuð. Með aflmarkskerfinu verður kvótinn aðeins hluti af þeirri fjárfestingu sem þarf til þess að hefja útgerð. Svipaður kostnaður myndi sennilega leggjast til í sóknarmarkskerfi fyrstu árin þar sem réttindin til þess að veiða eru þá innifalin í verði skipsins sem verður að kaupa til þessa að geta hafið útgerð. Þetta sést best á því að undanfarið ár hafa bátar sem henta til strandveiða gengið kaupum og sölum á verði sem er langt yfir raunverðmæti bátanna – hver rafturinn á fætur öðrum hefur verið dreginn á flot. Tilraunir sjávarútvegsráðherra til að búa til nýtt kerfi með strandveiðum eru sama marki brenndar og fyrri tilraunir. Þær leiða til sóunar vegna offjárfestingar og lágra launa þeirra sem veiðarnar stunda. Spá mín er að á endanum verði kerfinu lokað og þeir útgerðamenn sem þá verða innan þess muni selja kvótann á markaði, nákvæmlega eins og þeir gerðu sem voru í kerfunum sem hafa verið til hliðar við kvótakerfið undanfarna áratugi. Niðurstaðan er að meðallaun í greininni hafa lækkað tímabundið og offjárfest hefur verið í skipum og bátum – auðlindaarðinum hefur verið sóað. Á morgun mun ég fjalla um meint áhrif kvótakerfisins á byggðirnar í landinu og hvort eitthvað sé til í því að það hafi leitt til landflótta frá hinum dreifðu byggðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Heildaraflaverðmæti á síðasta ári nam um 138 milljörðum króna. Af þessari upphæð fóru um 55 milljarðar í laun og tengd gjöld (þ.a.m. tryggingagjald) til um 4.500 sjómanna Þetta gerir rúmar 12 milljónir á hvert starf að meðaltali. Margir halda því fram að með því að leyfa ólympískar (óheftar) veiðar megi fjölga störfum um allt að helming. Laun og tengd gjöld á hvern sjómann myndu þá væntanlega lækka í um 6 milljónir króna. Nú getur hver og einn metið fyrir sjálfan sig hvort að það væri góð ráðstöfun. Önnur hlið á því máli er að við ólympískar fiskveiðar yrði offjárfest í fjármunum til að stunda útgerð. Þetta sjáum við vel í strandveiðunum sem innleiddar voru á síðasta fiskveiðiári. Auðlindaarðinum sem ég fjallaði um hér í blaðinu í gær yrði sóað og sjávarútvegur gegndi ekki lengur því lykilhlutverki í verðmætasköpun sem hann hefur gert frá upptöku kvótakerfisins. En er ekki ósanngjarnt að dugmiklir einstaklingar sem vilja stunda útgerð geti ekki gert það vegna einkaréttar útvalinna á að stunda sjósókn? Kvótakerfið hindrar allar veiðar án kvóta og nýliðar verða að kaupa kvóta af þeim sem fyrir eru til þess að hefja veiðar. Þannig er nýliðun án kvótakaupa hindruð. Mörgum Íslendingum finnst mikilvægt að fisknir einstaklingar geti keypt bát og hafið útgerð og unnið sig upp eins og verið hefur frá alda öðli. Að þeirra mati hindrar kvótakerfið þetta ferli. Óvíst er þó að hægt sé að finna fiskveiðistjórnunarkerfi sem myndi ekki hindra innkomu nýrra aðila með einhverjum hætti. Ef aðgangur er frjáls og veiðarnar eru arðsamar fjölgar nýliðum þar til fiskistofnarnir hrynja. Sóknarmarkskerfi, til að mynda, hlýtur að vera byggt á einhvers konar takmörkunum. Annað hvort með því að takmarka sóknargetuna með tæknilegum hindrunum, þ.e. banna skipum að fjárfesta í búnaði, eða hindra aðgang nýrra skipa. Hér áður fyrr gat nýtt skip t.a.m. aðeins bæst í flotann ef gamalt skip var úrelt. Ef það er ekki gert er aðeins hægt bregðast við með því að stytta veiðitímann þar til arðsemi er ekki lengur til staðar í greininni og nýir aðilar hætta að streyma inn. Stundum er þetta þó ekki nóg. Veiðum á Kyrrahafslúðu, undan strönd N-Ameríku, var t.d. um árabil stjórnað með sóknarmarki. Fjöldi skipa sem kom á vettvang og veiddi leyfilegan hámarksafla var slíkur að lúðan veiddist á endanum upp á einum degi. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um langtíma áhrif sóknarmarkskerfis á fiskveiðarnar ef nýliðun er ekki takmörkuð. Með aflmarkskerfinu verður kvótinn aðeins hluti af þeirri fjárfestingu sem þarf til þess að hefja útgerð. Svipaður kostnaður myndi sennilega leggjast til í sóknarmarkskerfi fyrstu árin þar sem réttindin til þess að veiða eru þá innifalin í verði skipsins sem verður að kaupa til þessa að geta hafið útgerð. Þetta sést best á því að undanfarið ár hafa bátar sem henta til strandveiða gengið kaupum og sölum á verði sem er langt yfir raunverðmæti bátanna – hver rafturinn á fætur öðrum hefur verið dreginn á flot. Tilraunir sjávarútvegsráðherra til að búa til nýtt kerfi með strandveiðum eru sama marki brenndar og fyrri tilraunir. Þær leiða til sóunar vegna offjárfestingar og lágra launa þeirra sem veiðarnar stunda. Spá mín er að á endanum verði kerfinu lokað og þeir útgerðamenn sem þá verða innan þess muni selja kvótann á markaði, nákvæmlega eins og þeir gerðu sem voru í kerfunum sem hafa verið til hliðar við kvótakerfið undanfarna áratugi. Niðurstaðan er að meðallaun í greininni hafa lækkað tímabundið og offjárfest hefur verið í skipum og bátum – auðlindaarðinum hefur verið sóað. Á morgun mun ég fjalla um meint áhrif kvótakerfisins á byggðirnar í landinu og hvort eitthvað sé til í því að það hafi leitt til landflótta frá hinum dreifðu byggðum.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun