Flugvöllurinn – djásn í Vatnsmýri Hjálmtýr Guðmundsson skrifar 25. nóvember 2011 06:00 Örn Sigurðsson arkitekt og Gunnar H. Gunnarsson verkfræðingur skrifuðu hinn 11.11.2011 grein í Fréttablaðið sem á að vera um flugvöllinn í Vatnsmýrinni en er ekki síður um Ómar Ragnarsson sem er fjölhæfur snillingur, stjórnlagaþingsmaður, Reykvíkingur, flugrekandi og flugvélaeigandi ef marka má þessa grein. Þeir telja hann hafa mikilla hagsmuna að gæta persónulega. „Þar telur Ómar sig ugglaust eiga persónulegra hagsmuna að gæta sem flugrekandi og flugvélareigandi,“ stendur í þessari grein þeirra. Það verður að sjálfsögðu ekki sagt um greinarhöfunda sem eru arkitekt og verkfræðingur að þeir hafi hagsmuna að gæta enda kemur hvorugt málinu neitt við. Þarf öll umræða hér að vera um ákveðnar persónur en ekki um málefnið? Ef þeir væru í fótbolta með Ómari eða móti Ómari mundu þeir sennilega sparka í margumræddan Ómar en ekki í boltann. Þeir nefna atkvæðagreiðslu sem var ómarktæk og fara ekki rétt með staðreyndir um tilurð Reykjavíkurflugvallar sem auðvelt er að fletta upp. Í grein þeirra stendur „Ómar getur þess ekki að Reykvíkingar fengu full yfirráð yfir kjörlendi sínu í Vatnsmýri þann 1. janúar 1932 til þess eins að þróa þar áfram ört stækkandi höfuðborg. Þetta var níu árum áður en Bretar byggðu herflugvöll í Vatnsmýri og 14 árum áður en ríkið gerði hann með valdi að borgaralegum flugvelli í stríðslok gegn brýnustu hagsmunum og vilja Reykvíkinga.“ Í fyrsta lagi hefur þetta svæði nú vart talist kjörlendi til bygginga lengst af og í öðru lagi hófst flugrekstur þarna árið 1919. Eitthvað er líka dularfullt við arðsemisútreikningana. Það er hægt að slá fram alls konar tölum eins og „ .. verður þjóðarbúið af a.m.k. 3.500.000.000 kr. á hverju því ári......aðrir telja það 14 milljarða.“ Þetta minnir nú á Sölva Helgason þegar hann var að reikna og reikna. Kannski reiknuðu menn einhver gríðarleg verð fyrir væntanlegar lóðir þarna, en nú er ekki 2005 eða 2007. Gleymdist kannski að reikna kostnaðinn við að breyta svæðinu í byggingarland? Hvað með hagræðið af flugvellinum? Árið 2008 fóru 426.971 flugfarþegar um völlinn í innanlandsflugi og 36.918 í millilandaflugi. Síðan koma svona hrollvekjur eins og „...neyðast til að setjast að í nýjum úthverfum utan við núverandi jaðar höfuðborgarsvæðisins, einkum í nágrannasveitarfélögunum“, og sú fullyrðing að það séu brýnustu hagsmunir höfuðborgarbúa að losna við flugvöllinn! og svo órökstuddar fullyrðingar um að hægt sé að selja þetta á 35 milljarða. Held það gerist ekki alveg á næstunni þannig að Ómar getur flogið og lent þarna fram í rauðann dauðann ef hann vill og ef það er aðalatriðið í málinu. Það fyndnasta í greininni er þetta: „Vatnsmýrin er eins konar ormagryfja lýðveldisins. Í umræðum um hana mætist flest það versta í íslenskum stjórnmálum og samræðuhefð. Þar rekast á sýndarhagsmunir dreifðra byggða og gamla bændasamfélagsins annars vegar og hins vegar meginhagsmunir hins unga borgarsamfélags.“ Þetta eru sem sagt málefnaleg skrif, ekki „það versta í íslenskum stjórnmálum og samræðuhefð“ og svo endar greinin á þessu (fyrir þá sem ekki lásu hana). „Í málflutningi sínum byggir þessi hópur á þröngum einkahagsmunum, tilfinningatengdum rökleysum, órökstuddum fullyrðingum, tilbúningi og útúrsnúningum en sniðgengur um leið grundvallaratriði samræðunnar, þ.e. rökstuðning, sanngirni og fagleg vinnubrögð. Skrif Ómars Ragnarssonar flugrekanda bera öll þessi einkenni.“ Þetta eru sko rök sem segja sex og málefnaleg í ofanálag! Hjálmtýr Guðmundsson (ekki flugrekandi, ekki flugmaður, hef þarna engra hagsmuna að gæta og flýg næstum aldrei innanlands) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Örn Sigurðsson arkitekt og Gunnar H. Gunnarsson verkfræðingur skrifuðu hinn 11.11.2011 grein í Fréttablaðið sem á að vera um flugvöllinn í Vatnsmýrinni en er ekki síður um Ómar Ragnarsson sem er fjölhæfur snillingur, stjórnlagaþingsmaður, Reykvíkingur, flugrekandi og flugvélaeigandi ef marka má þessa grein. Þeir telja hann hafa mikilla hagsmuna að gæta persónulega. „Þar telur Ómar sig ugglaust eiga persónulegra hagsmuna að gæta sem flugrekandi og flugvélareigandi,“ stendur í þessari grein þeirra. Það verður að sjálfsögðu ekki sagt um greinarhöfunda sem eru arkitekt og verkfræðingur að þeir hafi hagsmuna að gæta enda kemur hvorugt málinu neitt við. Þarf öll umræða hér að vera um ákveðnar persónur en ekki um málefnið? Ef þeir væru í fótbolta með Ómari eða móti Ómari mundu þeir sennilega sparka í margumræddan Ómar en ekki í boltann. Þeir nefna atkvæðagreiðslu sem var ómarktæk og fara ekki rétt með staðreyndir um tilurð Reykjavíkurflugvallar sem auðvelt er að fletta upp. Í grein þeirra stendur „Ómar getur þess ekki að Reykvíkingar fengu full yfirráð yfir kjörlendi sínu í Vatnsmýri þann 1. janúar 1932 til þess eins að þróa þar áfram ört stækkandi höfuðborg. Þetta var níu árum áður en Bretar byggðu herflugvöll í Vatnsmýri og 14 árum áður en ríkið gerði hann með valdi að borgaralegum flugvelli í stríðslok gegn brýnustu hagsmunum og vilja Reykvíkinga.“ Í fyrsta lagi hefur þetta svæði nú vart talist kjörlendi til bygginga lengst af og í öðru lagi hófst flugrekstur þarna árið 1919. Eitthvað er líka dularfullt við arðsemisútreikningana. Það er hægt að slá fram alls konar tölum eins og „ .. verður þjóðarbúið af a.m.k. 3.500.000.000 kr. á hverju því ári......aðrir telja það 14 milljarða.“ Þetta minnir nú á Sölva Helgason þegar hann var að reikna og reikna. Kannski reiknuðu menn einhver gríðarleg verð fyrir væntanlegar lóðir þarna, en nú er ekki 2005 eða 2007. Gleymdist kannski að reikna kostnaðinn við að breyta svæðinu í byggingarland? Hvað með hagræðið af flugvellinum? Árið 2008 fóru 426.971 flugfarþegar um völlinn í innanlandsflugi og 36.918 í millilandaflugi. Síðan koma svona hrollvekjur eins og „...neyðast til að setjast að í nýjum úthverfum utan við núverandi jaðar höfuðborgarsvæðisins, einkum í nágrannasveitarfélögunum“, og sú fullyrðing að það séu brýnustu hagsmunir höfuðborgarbúa að losna við flugvöllinn! og svo órökstuddar fullyrðingar um að hægt sé að selja þetta á 35 milljarða. Held það gerist ekki alveg á næstunni þannig að Ómar getur flogið og lent þarna fram í rauðann dauðann ef hann vill og ef það er aðalatriðið í málinu. Það fyndnasta í greininni er þetta: „Vatnsmýrin er eins konar ormagryfja lýðveldisins. Í umræðum um hana mætist flest það versta í íslenskum stjórnmálum og samræðuhefð. Þar rekast á sýndarhagsmunir dreifðra byggða og gamla bændasamfélagsins annars vegar og hins vegar meginhagsmunir hins unga borgarsamfélags.“ Þetta eru sem sagt málefnaleg skrif, ekki „það versta í íslenskum stjórnmálum og samræðuhefð“ og svo endar greinin á þessu (fyrir þá sem ekki lásu hana). „Í málflutningi sínum byggir þessi hópur á þröngum einkahagsmunum, tilfinningatengdum rökleysum, órökstuddum fullyrðingum, tilbúningi og útúrsnúningum en sniðgengur um leið grundvallaratriði samræðunnar, þ.e. rökstuðning, sanngirni og fagleg vinnubrögð. Skrif Ómars Ragnarssonar flugrekanda bera öll þessi einkenni.“ Þetta eru sko rök sem segja sex og málefnaleg í ofanálag! Hjálmtýr Guðmundsson (ekki flugrekandi, ekki flugmaður, hef þarna engra hagsmuna að gæta og flýg næstum aldrei innanlands)
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun