Flugvöllurinn – djásn í Vatnsmýri Hjálmtýr Guðmundsson skrifar 25. nóvember 2011 06:00 Örn Sigurðsson arkitekt og Gunnar H. Gunnarsson verkfræðingur skrifuðu hinn 11.11.2011 grein í Fréttablaðið sem á að vera um flugvöllinn í Vatnsmýrinni en er ekki síður um Ómar Ragnarsson sem er fjölhæfur snillingur, stjórnlagaþingsmaður, Reykvíkingur, flugrekandi og flugvélaeigandi ef marka má þessa grein. Þeir telja hann hafa mikilla hagsmuna að gæta persónulega. „Þar telur Ómar sig ugglaust eiga persónulegra hagsmuna að gæta sem flugrekandi og flugvélareigandi,“ stendur í þessari grein þeirra. Það verður að sjálfsögðu ekki sagt um greinarhöfunda sem eru arkitekt og verkfræðingur að þeir hafi hagsmuna að gæta enda kemur hvorugt málinu neitt við. Þarf öll umræða hér að vera um ákveðnar persónur en ekki um málefnið? Ef þeir væru í fótbolta með Ómari eða móti Ómari mundu þeir sennilega sparka í margumræddan Ómar en ekki í boltann. Þeir nefna atkvæðagreiðslu sem var ómarktæk og fara ekki rétt með staðreyndir um tilurð Reykjavíkurflugvallar sem auðvelt er að fletta upp. Í grein þeirra stendur „Ómar getur þess ekki að Reykvíkingar fengu full yfirráð yfir kjörlendi sínu í Vatnsmýri þann 1. janúar 1932 til þess eins að þróa þar áfram ört stækkandi höfuðborg. Þetta var níu árum áður en Bretar byggðu herflugvöll í Vatnsmýri og 14 árum áður en ríkið gerði hann með valdi að borgaralegum flugvelli í stríðslok gegn brýnustu hagsmunum og vilja Reykvíkinga.“ Í fyrsta lagi hefur þetta svæði nú vart talist kjörlendi til bygginga lengst af og í öðru lagi hófst flugrekstur þarna árið 1919. Eitthvað er líka dularfullt við arðsemisútreikningana. Það er hægt að slá fram alls konar tölum eins og „ .. verður þjóðarbúið af a.m.k. 3.500.000.000 kr. á hverju því ári......aðrir telja það 14 milljarða.“ Þetta minnir nú á Sölva Helgason þegar hann var að reikna og reikna. Kannski reiknuðu menn einhver gríðarleg verð fyrir væntanlegar lóðir þarna, en nú er ekki 2005 eða 2007. Gleymdist kannski að reikna kostnaðinn við að breyta svæðinu í byggingarland? Hvað með hagræðið af flugvellinum? Árið 2008 fóru 426.971 flugfarþegar um völlinn í innanlandsflugi og 36.918 í millilandaflugi. Síðan koma svona hrollvekjur eins og „...neyðast til að setjast að í nýjum úthverfum utan við núverandi jaðar höfuðborgarsvæðisins, einkum í nágrannasveitarfélögunum“, og sú fullyrðing að það séu brýnustu hagsmunir höfuðborgarbúa að losna við flugvöllinn! og svo órökstuddar fullyrðingar um að hægt sé að selja þetta á 35 milljarða. Held það gerist ekki alveg á næstunni þannig að Ómar getur flogið og lent þarna fram í rauðann dauðann ef hann vill og ef það er aðalatriðið í málinu. Það fyndnasta í greininni er þetta: „Vatnsmýrin er eins konar ormagryfja lýðveldisins. Í umræðum um hana mætist flest það versta í íslenskum stjórnmálum og samræðuhefð. Þar rekast á sýndarhagsmunir dreifðra byggða og gamla bændasamfélagsins annars vegar og hins vegar meginhagsmunir hins unga borgarsamfélags.“ Þetta eru sem sagt málefnaleg skrif, ekki „það versta í íslenskum stjórnmálum og samræðuhefð“ og svo endar greinin á þessu (fyrir þá sem ekki lásu hana). „Í málflutningi sínum byggir þessi hópur á þröngum einkahagsmunum, tilfinningatengdum rökleysum, órökstuddum fullyrðingum, tilbúningi og útúrsnúningum en sniðgengur um leið grundvallaratriði samræðunnar, þ.e. rökstuðning, sanngirni og fagleg vinnubrögð. Skrif Ómars Ragnarssonar flugrekanda bera öll þessi einkenni.“ Þetta eru sko rök sem segja sex og málefnaleg í ofanálag! Hjálmtýr Guðmundsson (ekki flugrekandi, ekki flugmaður, hef þarna engra hagsmuna að gæta og flýg næstum aldrei innanlands) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Örn Sigurðsson arkitekt og Gunnar H. Gunnarsson verkfræðingur skrifuðu hinn 11.11.2011 grein í Fréttablaðið sem á að vera um flugvöllinn í Vatnsmýrinni en er ekki síður um Ómar Ragnarsson sem er fjölhæfur snillingur, stjórnlagaþingsmaður, Reykvíkingur, flugrekandi og flugvélaeigandi ef marka má þessa grein. Þeir telja hann hafa mikilla hagsmuna að gæta persónulega. „Þar telur Ómar sig ugglaust eiga persónulegra hagsmuna að gæta sem flugrekandi og flugvélareigandi,“ stendur í þessari grein þeirra. Það verður að sjálfsögðu ekki sagt um greinarhöfunda sem eru arkitekt og verkfræðingur að þeir hafi hagsmuna að gæta enda kemur hvorugt málinu neitt við. Þarf öll umræða hér að vera um ákveðnar persónur en ekki um málefnið? Ef þeir væru í fótbolta með Ómari eða móti Ómari mundu þeir sennilega sparka í margumræddan Ómar en ekki í boltann. Þeir nefna atkvæðagreiðslu sem var ómarktæk og fara ekki rétt með staðreyndir um tilurð Reykjavíkurflugvallar sem auðvelt er að fletta upp. Í grein þeirra stendur „Ómar getur þess ekki að Reykvíkingar fengu full yfirráð yfir kjörlendi sínu í Vatnsmýri þann 1. janúar 1932 til þess eins að þróa þar áfram ört stækkandi höfuðborg. Þetta var níu árum áður en Bretar byggðu herflugvöll í Vatnsmýri og 14 árum áður en ríkið gerði hann með valdi að borgaralegum flugvelli í stríðslok gegn brýnustu hagsmunum og vilja Reykvíkinga.“ Í fyrsta lagi hefur þetta svæði nú vart talist kjörlendi til bygginga lengst af og í öðru lagi hófst flugrekstur þarna árið 1919. Eitthvað er líka dularfullt við arðsemisútreikningana. Það er hægt að slá fram alls konar tölum eins og „ .. verður þjóðarbúið af a.m.k. 3.500.000.000 kr. á hverju því ári......aðrir telja það 14 milljarða.“ Þetta minnir nú á Sölva Helgason þegar hann var að reikna og reikna. Kannski reiknuðu menn einhver gríðarleg verð fyrir væntanlegar lóðir þarna, en nú er ekki 2005 eða 2007. Gleymdist kannski að reikna kostnaðinn við að breyta svæðinu í byggingarland? Hvað með hagræðið af flugvellinum? Árið 2008 fóru 426.971 flugfarþegar um völlinn í innanlandsflugi og 36.918 í millilandaflugi. Síðan koma svona hrollvekjur eins og „...neyðast til að setjast að í nýjum úthverfum utan við núverandi jaðar höfuðborgarsvæðisins, einkum í nágrannasveitarfélögunum“, og sú fullyrðing að það séu brýnustu hagsmunir höfuðborgarbúa að losna við flugvöllinn! og svo órökstuddar fullyrðingar um að hægt sé að selja þetta á 35 milljarða. Held það gerist ekki alveg á næstunni þannig að Ómar getur flogið og lent þarna fram í rauðann dauðann ef hann vill og ef það er aðalatriðið í málinu. Það fyndnasta í greininni er þetta: „Vatnsmýrin er eins konar ormagryfja lýðveldisins. Í umræðum um hana mætist flest það versta í íslenskum stjórnmálum og samræðuhefð. Þar rekast á sýndarhagsmunir dreifðra byggða og gamla bændasamfélagsins annars vegar og hins vegar meginhagsmunir hins unga borgarsamfélags.“ Þetta eru sem sagt málefnaleg skrif, ekki „það versta í íslenskum stjórnmálum og samræðuhefð“ og svo endar greinin á þessu (fyrir þá sem ekki lásu hana). „Í málflutningi sínum byggir þessi hópur á þröngum einkahagsmunum, tilfinningatengdum rökleysum, órökstuddum fullyrðingum, tilbúningi og útúrsnúningum en sniðgengur um leið grundvallaratriði samræðunnar, þ.e. rökstuðning, sanngirni og fagleg vinnubrögð. Skrif Ómars Ragnarssonar flugrekanda bera öll þessi einkenni.“ Þetta eru sko rök sem segja sex og málefnaleg í ofanálag! Hjálmtýr Guðmundsson (ekki flugrekandi, ekki flugmaður, hef þarna engra hagsmuna að gæta og flýg næstum aldrei innanlands)
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar