Kolefnisgjald – hvað er það? Þorsteinn Hannesson skrifar 25. nóvember 2011 06:00 Undanfarna daga hafa spunnist miklar umræður í þjóðfélaginu um álagningu kolefnisgjalda á jarðefnaeldsneyti. Umræðurnar hafa að mestu snúist um álagningu kolefnisgjalda á föst kolefni, s.s. kol, koks og rafskaut. Þetta má rekja til frumvarps ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Þar er m.a. lagt til að á árinu 2013 verði lagt kolefnisgjald á eldsneyti í föstu formi, það er gjald fyrir notkun á kolum, koksi og rafskautaefni. Eftir þau fjárhagslegu áföll sem dunið hafa yfir þjóðina við hrun bankakerfisins er ljóst að ríkissjóður þarf að afla meiri tekna, um það er ekki deilt. Deilt er hins vegar um hvaða leiðir séu vænlegastar til árangurs. Ekki skal lagt mat á það hér. En hvað eru kolefnagjöld, hvernig og hvers vegna eru þau lögð á í nágrannalöndum okkar? Ein mesta umhverfisvá sem blasir við mannkyninu eru afleiðingar af hlýnun loftslags. Það er vel þekkt að þessa hlýnun má að mestu rekja til stóraukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda. Það er sameiginleg skylda allra að stuðla að minnkun þessarar losunar. Í Evrópu hefur verið valin sú leið að nota sem mest fjárhagslega hvata til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hér er stuðst við þá einföldu aðferðafræði að sá sem mengi skuli greiða fyrir það. En hvernig er þá unnt að mæla mengun hvers og eins? Innan Evrópusambandsins eru notaðar tvær mismunandi aðferðir. Sú fyrri snýr að einstaklingum, heimilum og minni fyrirtækjum. Hér er ógerningur að meta losun hvers og eins. Því er valin sú leið að leggja gjöld á öll þau aðföng sem valda losun gróðurhúsalofttegunda, svo sem á allt eldsneyti. Fjárhagslegur ávinningur hvers og eins felst síðan í því að draga sem mest úr orkunotkun eða auka notkun á endurnýjanlegri orku. Þarna fer því saman fjárhagslegur ávinningur og minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Seinni aðferðin sem er notuð snýr að stærri notendum jarðefnaeldsneytis. Hér er unnt að mæla beint eða óbeint alla losun gróðurhúsalofttegunda. Öll þau fyrirtæki sem falla undir þennan flokk verða að fá losunarleyfi. Síðan þurfa þessi fyrirtæki að fá losunarheimildir fyrir hvert tonn gróðurhúsalofttegunda sem þau losa. Ríki sambandsins ráða síðan yfir tilteknum fjölda losunarheimilda. Þessar heimildir eru settar á uppboðsmarkað, þar sem handhafar losunarleyfa geta boðið í þær. Á þennan hátt er settur upp fjárhagslegur hvati til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er í grófum dráttum verslunarkerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (EU ETS). Noregur og Ísland verða að hluta til aðilar að þessu kerfi þegar það tekur að fullu gildi árið 2013. En hér er nokkuð að varast. Þetta verslunarkerfi er ekki alþjóðlegt heldur einungis svæðisbundið. Því er viss hætta á að iðnaður sem þarf að kaupa mikið af heimildum færi sig um set þangað þar sem engar takmarkanir eru settar á losun gróðurhúsalofttegunda. Við þetta minnkar vissulega losun innan sambandsins en hún færist einungis til þannig að losun á heimsvísu er jöfn og áður. Þetta er kallaður kolefnisleki (e. Carbon leakage). Í verslunarkerfi sambandsins eru því fyrirvarar vegna kolefnisleka. Þessir fyrirvarar felast í því að öll fyrirtæki sem eru í alþjóðlegri samkeppni, þar sem hætta er á kolefnisleka, eiga fullan rétt á úthlutun gjaldfrjálsra losunarheimilda fyrir allt að 97% af losun gróðurhúsalofttegunda eftir tilteknum reglum. Þær iðngreinar sem eiga rétt á gjaldfrjálsri úthlutun heimilda innan ETS kerfisins eru nánar tilgreindar í tilskipun, en þar er meðal annars að finna framleiðslu á kísiljárni, kísilmálmi og á áli. Áætlanir um kolefnisgjald hér á landi til viðbótar við innleiðingu ETS kerfisins ganga því þvert á þessa meginreglu ETS kerfisins. Að leggja á bæði kolefnisgjald og innleiða ETS kerfið fyrir sömu fyrirtækin er augljóslega tvöföld gjaldtaka sem er ígildi tvísköttunar. Auk þess skekkir þetta verulega samkeppnisstöðu þeirra íslensku fyrirtækja sem í hlut eiga, þar sem keppinautar þeirra í Evrópu þurfa ekki að borga neitt kolefnisgjald. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa spunnist miklar umræður í þjóðfélaginu um álagningu kolefnisgjalda á jarðefnaeldsneyti. Umræðurnar hafa að mestu snúist um álagningu kolefnisgjalda á föst kolefni, s.s. kol, koks og rafskaut. Þetta má rekja til frumvarps ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Þar er m.a. lagt til að á árinu 2013 verði lagt kolefnisgjald á eldsneyti í föstu formi, það er gjald fyrir notkun á kolum, koksi og rafskautaefni. Eftir þau fjárhagslegu áföll sem dunið hafa yfir þjóðina við hrun bankakerfisins er ljóst að ríkissjóður þarf að afla meiri tekna, um það er ekki deilt. Deilt er hins vegar um hvaða leiðir séu vænlegastar til árangurs. Ekki skal lagt mat á það hér. En hvað eru kolefnagjöld, hvernig og hvers vegna eru þau lögð á í nágrannalöndum okkar? Ein mesta umhverfisvá sem blasir við mannkyninu eru afleiðingar af hlýnun loftslags. Það er vel þekkt að þessa hlýnun má að mestu rekja til stóraukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda. Það er sameiginleg skylda allra að stuðla að minnkun þessarar losunar. Í Evrópu hefur verið valin sú leið að nota sem mest fjárhagslega hvata til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hér er stuðst við þá einföldu aðferðafræði að sá sem mengi skuli greiða fyrir það. En hvernig er þá unnt að mæla mengun hvers og eins? Innan Evrópusambandsins eru notaðar tvær mismunandi aðferðir. Sú fyrri snýr að einstaklingum, heimilum og minni fyrirtækjum. Hér er ógerningur að meta losun hvers og eins. Því er valin sú leið að leggja gjöld á öll þau aðföng sem valda losun gróðurhúsalofttegunda, svo sem á allt eldsneyti. Fjárhagslegur ávinningur hvers og eins felst síðan í því að draga sem mest úr orkunotkun eða auka notkun á endurnýjanlegri orku. Þarna fer því saman fjárhagslegur ávinningur og minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Seinni aðferðin sem er notuð snýr að stærri notendum jarðefnaeldsneytis. Hér er unnt að mæla beint eða óbeint alla losun gróðurhúsalofttegunda. Öll þau fyrirtæki sem falla undir þennan flokk verða að fá losunarleyfi. Síðan þurfa þessi fyrirtæki að fá losunarheimildir fyrir hvert tonn gróðurhúsalofttegunda sem þau losa. Ríki sambandsins ráða síðan yfir tilteknum fjölda losunarheimilda. Þessar heimildir eru settar á uppboðsmarkað, þar sem handhafar losunarleyfa geta boðið í þær. Á þennan hátt er settur upp fjárhagslegur hvati til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er í grófum dráttum verslunarkerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (EU ETS). Noregur og Ísland verða að hluta til aðilar að þessu kerfi þegar það tekur að fullu gildi árið 2013. En hér er nokkuð að varast. Þetta verslunarkerfi er ekki alþjóðlegt heldur einungis svæðisbundið. Því er viss hætta á að iðnaður sem þarf að kaupa mikið af heimildum færi sig um set þangað þar sem engar takmarkanir eru settar á losun gróðurhúsalofttegunda. Við þetta minnkar vissulega losun innan sambandsins en hún færist einungis til þannig að losun á heimsvísu er jöfn og áður. Þetta er kallaður kolefnisleki (e. Carbon leakage). Í verslunarkerfi sambandsins eru því fyrirvarar vegna kolefnisleka. Þessir fyrirvarar felast í því að öll fyrirtæki sem eru í alþjóðlegri samkeppni, þar sem hætta er á kolefnisleka, eiga fullan rétt á úthlutun gjaldfrjálsra losunarheimilda fyrir allt að 97% af losun gróðurhúsalofttegunda eftir tilteknum reglum. Þær iðngreinar sem eiga rétt á gjaldfrjálsri úthlutun heimilda innan ETS kerfisins eru nánar tilgreindar í tilskipun, en þar er meðal annars að finna framleiðslu á kísiljárni, kísilmálmi og á áli. Áætlanir um kolefnisgjald hér á landi til viðbótar við innleiðingu ETS kerfisins ganga því þvert á þessa meginreglu ETS kerfisins. Að leggja á bæði kolefnisgjald og innleiða ETS kerfið fyrir sömu fyrirtækin er augljóslega tvöföld gjaldtaka sem er ígildi tvísköttunar. Auk þess skekkir þetta verulega samkeppnisstöðu þeirra íslensku fyrirtækja sem í hlut eiga, þar sem keppinautar þeirra í Evrópu þurfa ekki að borga neitt kolefnisgjald.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun