Kolefnisgjald – hvað er það? Þorsteinn Hannesson skrifar 25. nóvember 2011 06:00 Undanfarna daga hafa spunnist miklar umræður í þjóðfélaginu um álagningu kolefnisgjalda á jarðefnaeldsneyti. Umræðurnar hafa að mestu snúist um álagningu kolefnisgjalda á föst kolefni, s.s. kol, koks og rafskaut. Þetta má rekja til frumvarps ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Þar er m.a. lagt til að á árinu 2013 verði lagt kolefnisgjald á eldsneyti í föstu formi, það er gjald fyrir notkun á kolum, koksi og rafskautaefni. Eftir þau fjárhagslegu áföll sem dunið hafa yfir þjóðina við hrun bankakerfisins er ljóst að ríkissjóður þarf að afla meiri tekna, um það er ekki deilt. Deilt er hins vegar um hvaða leiðir séu vænlegastar til árangurs. Ekki skal lagt mat á það hér. En hvað eru kolefnagjöld, hvernig og hvers vegna eru þau lögð á í nágrannalöndum okkar? Ein mesta umhverfisvá sem blasir við mannkyninu eru afleiðingar af hlýnun loftslags. Það er vel þekkt að þessa hlýnun má að mestu rekja til stóraukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda. Það er sameiginleg skylda allra að stuðla að minnkun þessarar losunar. Í Evrópu hefur verið valin sú leið að nota sem mest fjárhagslega hvata til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hér er stuðst við þá einföldu aðferðafræði að sá sem mengi skuli greiða fyrir það. En hvernig er þá unnt að mæla mengun hvers og eins? Innan Evrópusambandsins eru notaðar tvær mismunandi aðferðir. Sú fyrri snýr að einstaklingum, heimilum og minni fyrirtækjum. Hér er ógerningur að meta losun hvers og eins. Því er valin sú leið að leggja gjöld á öll þau aðföng sem valda losun gróðurhúsalofttegunda, svo sem á allt eldsneyti. Fjárhagslegur ávinningur hvers og eins felst síðan í því að draga sem mest úr orkunotkun eða auka notkun á endurnýjanlegri orku. Þarna fer því saman fjárhagslegur ávinningur og minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Seinni aðferðin sem er notuð snýr að stærri notendum jarðefnaeldsneytis. Hér er unnt að mæla beint eða óbeint alla losun gróðurhúsalofttegunda. Öll þau fyrirtæki sem falla undir þennan flokk verða að fá losunarleyfi. Síðan þurfa þessi fyrirtæki að fá losunarheimildir fyrir hvert tonn gróðurhúsalofttegunda sem þau losa. Ríki sambandsins ráða síðan yfir tilteknum fjölda losunarheimilda. Þessar heimildir eru settar á uppboðsmarkað, þar sem handhafar losunarleyfa geta boðið í þær. Á þennan hátt er settur upp fjárhagslegur hvati til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er í grófum dráttum verslunarkerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (EU ETS). Noregur og Ísland verða að hluta til aðilar að þessu kerfi þegar það tekur að fullu gildi árið 2013. En hér er nokkuð að varast. Þetta verslunarkerfi er ekki alþjóðlegt heldur einungis svæðisbundið. Því er viss hætta á að iðnaður sem þarf að kaupa mikið af heimildum færi sig um set þangað þar sem engar takmarkanir eru settar á losun gróðurhúsalofttegunda. Við þetta minnkar vissulega losun innan sambandsins en hún færist einungis til þannig að losun á heimsvísu er jöfn og áður. Þetta er kallaður kolefnisleki (e. Carbon leakage). Í verslunarkerfi sambandsins eru því fyrirvarar vegna kolefnisleka. Þessir fyrirvarar felast í því að öll fyrirtæki sem eru í alþjóðlegri samkeppni, þar sem hætta er á kolefnisleka, eiga fullan rétt á úthlutun gjaldfrjálsra losunarheimilda fyrir allt að 97% af losun gróðurhúsalofttegunda eftir tilteknum reglum. Þær iðngreinar sem eiga rétt á gjaldfrjálsri úthlutun heimilda innan ETS kerfisins eru nánar tilgreindar í tilskipun, en þar er meðal annars að finna framleiðslu á kísiljárni, kísilmálmi og á áli. Áætlanir um kolefnisgjald hér á landi til viðbótar við innleiðingu ETS kerfisins ganga því þvert á þessa meginreglu ETS kerfisins. Að leggja á bæði kolefnisgjald og innleiða ETS kerfið fyrir sömu fyrirtækin er augljóslega tvöföld gjaldtaka sem er ígildi tvísköttunar. Auk þess skekkir þetta verulega samkeppnisstöðu þeirra íslensku fyrirtækja sem í hlut eiga, þar sem keppinautar þeirra í Evrópu þurfa ekki að borga neitt kolefnisgjald. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa spunnist miklar umræður í þjóðfélaginu um álagningu kolefnisgjalda á jarðefnaeldsneyti. Umræðurnar hafa að mestu snúist um álagningu kolefnisgjalda á föst kolefni, s.s. kol, koks og rafskaut. Þetta má rekja til frumvarps ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Þar er m.a. lagt til að á árinu 2013 verði lagt kolefnisgjald á eldsneyti í föstu formi, það er gjald fyrir notkun á kolum, koksi og rafskautaefni. Eftir þau fjárhagslegu áföll sem dunið hafa yfir þjóðina við hrun bankakerfisins er ljóst að ríkissjóður þarf að afla meiri tekna, um það er ekki deilt. Deilt er hins vegar um hvaða leiðir séu vænlegastar til árangurs. Ekki skal lagt mat á það hér. En hvað eru kolefnagjöld, hvernig og hvers vegna eru þau lögð á í nágrannalöndum okkar? Ein mesta umhverfisvá sem blasir við mannkyninu eru afleiðingar af hlýnun loftslags. Það er vel þekkt að þessa hlýnun má að mestu rekja til stóraukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda. Það er sameiginleg skylda allra að stuðla að minnkun þessarar losunar. Í Evrópu hefur verið valin sú leið að nota sem mest fjárhagslega hvata til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hér er stuðst við þá einföldu aðferðafræði að sá sem mengi skuli greiða fyrir það. En hvernig er þá unnt að mæla mengun hvers og eins? Innan Evrópusambandsins eru notaðar tvær mismunandi aðferðir. Sú fyrri snýr að einstaklingum, heimilum og minni fyrirtækjum. Hér er ógerningur að meta losun hvers og eins. Því er valin sú leið að leggja gjöld á öll þau aðföng sem valda losun gróðurhúsalofttegunda, svo sem á allt eldsneyti. Fjárhagslegur ávinningur hvers og eins felst síðan í því að draga sem mest úr orkunotkun eða auka notkun á endurnýjanlegri orku. Þarna fer því saman fjárhagslegur ávinningur og minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Seinni aðferðin sem er notuð snýr að stærri notendum jarðefnaeldsneytis. Hér er unnt að mæla beint eða óbeint alla losun gróðurhúsalofttegunda. Öll þau fyrirtæki sem falla undir þennan flokk verða að fá losunarleyfi. Síðan þurfa þessi fyrirtæki að fá losunarheimildir fyrir hvert tonn gróðurhúsalofttegunda sem þau losa. Ríki sambandsins ráða síðan yfir tilteknum fjölda losunarheimilda. Þessar heimildir eru settar á uppboðsmarkað, þar sem handhafar losunarleyfa geta boðið í þær. Á þennan hátt er settur upp fjárhagslegur hvati til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er í grófum dráttum verslunarkerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (EU ETS). Noregur og Ísland verða að hluta til aðilar að þessu kerfi þegar það tekur að fullu gildi árið 2013. En hér er nokkuð að varast. Þetta verslunarkerfi er ekki alþjóðlegt heldur einungis svæðisbundið. Því er viss hætta á að iðnaður sem þarf að kaupa mikið af heimildum færi sig um set þangað þar sem engar takmarkanir eru settar á losun gróðurhúsalofttegunda. Við þetta minnkar vissulega losun innan sambandsins en hún færist einungis til þannig að losun á heimsvísu er jöfn og áður. Þetta er kallaður kolefnisleki (e. Carbon leakage). Í verslunarkerfi sambandsins eru því fyrirvarar vegna kolefnisleka. Þessir fyrirvarar felast í því að öll fyrirtæki sem eru í alþjóðlegri samkeppni, þar sem hætta er á kolefnisleka, eiga fullan rétt á úthlutun gjaldfrjálsra losunarheimilda fyrir allt að 97% af losun gróðurhúsalofttegunda eftir tilteknum reglum. Þær iðngreinar sem eiga rétt á gjaldfrjálsri úthlutun heimilda innan ETS kerfisins eru nánar tilgreindar í tilskipun, en þar er meðal annars að finna framleiðslu á kísiljárni, kísilmálmi og á áli. Áætlanir um kolefnisgjald hér á landi til viðbótar við innleiðingu ETS kerfisins ganga því þvert á þessa meginreglu ETS kerfisins. Að leggja á bæði kolefnisgjald og innleiða ETS kerfið fyrir sömu fyrirtækin er augljóslega tvöföld gjaldtaka sem er ígildi tvísköttunar. Auk þess skekkir þetta verulega samkeppnisstöðu þeirra íslensku fyrirtækja sem í hlut eiga, þar sem keppinautar þeirra í Evrópu þurfa ekki að borga neitt kolefnisgjald.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun