Skýr leið að alþjóðlegu loftslagssamkomulagi Connie Hedegaard skrifar 25. nóvember 2011 06:00 Samkoma ráðherra og samningamanna alls staðar að úr heiminum í Suður-Afríku í lok mánaðarins í tilefni af ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar getur skipt sköpum fyrir framgang hinnar alþjóðlegu baráttu gegn loftslagsbreytingum. Sumir kynnu að spyrja: Getum við ekki hinkrað aðeins og tekist á við loftslagsbreytingar þegar við höfum leyst skuldavanda Evrópu og hagvöxtur er hafinn á ný? Svarið er nei. Flóð í Taílandi og þurrkar í Texas og Norðaustur-Afríku eru nokkrar nýlegar áminningar um að loftslagsáskorunin sé brýnni en nokkru sinni fyrr og að loftslagsbreytingarnar fari versnandi. Nýleg skýrsla Alþjóða orkumálastofnunarinnar um horfur í jarðefniseldsneytismálum er enn eitt ákallið: Fresturinn er að renna út og reikningurinn margfaldast einfaldlega ef við bregðumst ekki strax við. En hvaða árangri getum við náð í Durban? Ef marka má fjölmiðla mætti ætla að aðeins væri einn mælikvarði á árangur: Hvort takist að fá þróuðu löndin til að skrifa undir nýjan skuldbindingartíma á Kyoto-bókuninni, en fyrra tímabilinu lýkur árið 2012. Ég vil taka eitt skýrt fram: Evrópusambandið styður Kyoto-bókunina. Við höfum byggt löggjöf okkar á meginreglum Kyoto og erum það svæði sem er með metnaðarfyllstu markmiðin samkvæmt bókuninni – og erum að ná þeim. Reyndar stefnir í að við gerum gott betur en það. En Kyoto-bókunin byggir á skarpri aðgreiningu milli þróunar- og þróaðra ríkja og krefst einungis aðgerða af hálfu hinna þróuðu þjóða. Finnst þér ekki að þróun efnahagsmála undanfarna tvo áratugi hafi að miklu leyti máð þann greinarmun út? Tökum sem dæmi Singapúr og Suður-Kóreu. Þetta eru öflug útflutningslönd með samkeppnishæfum iðnaði sem skipa sér ofarlega á lista SÞ um þróun lífskjara (e. Human Development Index). Þrátt fyrir það teljast þau þróunarlönd í Kyoto-sáttmálanum. Brasilía er annað dæmi um kröftugt hagkerfi á uppleið. Þar blómstrar iðnaður, landið er ríkt af náttúruauðlindum og laun hærri á hvern íbúa en til dæmis í Búlgaríu eða Rúmeníu. Aðgreiningin milli þróunarríkja og þróaðra ríkja er einnig ógreinileg þegar mynstur mengunar er skoðað. Samkvæmt Alþjóða orkumálastofnuninni stafar aukin koltvísýringsmengun fyrst og fremst frá hagkerfum í vexti sem reiða sig á kol. Og þessi þróun heldur bara áfram. Fram til 2035 munu 90% af aukningu orkuþarfar heimsins koma frá löndum utan OECD. Sem dæmi hefur orkutengd losun í Kína þrefaldast frá 1990, sem gerir það að því landi í heiminum sem losar mest af mengandi efnum. Að meðaltali losar kínverskur borgari meira af mengunarefnum en til dæmis Portúgali, Svíi eða Ungverji. Heimurinn getur þar af leiðandi ekki barist gegn loftslagsbreytingum á áhrifaríkan hátt án þess að Kína og önnur hagkerfi í örum vexti taki þátt í því. Önnur áskorun er að Bandaríkin hafa ekki skrifað undir Kyoto-sáttmálann – og munu aldrei gera – og að Japan, Rússland og Kanada hafa lýst því yfir að þau ætli sér ekki að skrifa undir nýjan skuldbindingartíma. Það þýðir að ef ESB vill taka upp nýjan skuldbindingartíma á Kyoto ásamt nokkrum öðrum þróuðum hagkerfum næði það ekki til nema 16% af losun heimsins, á meðan fyrra tímabilið náði til um þriðjungs. Hvernig getur þetta talist góður árangur í loftslagsmálum? Með öðrum orðun, Kyoto-bókunin ein og sér dugar engan veginn til að halda aukningu á meðalhita undir 2 °C, eins og alþjóðasamfélagið hefur viðurkennt að þurfi að vera sameiginlegt takmark okkar. Til þess að eiga möguleika á að ná því markmiði þurfum við alþjóðlegan aðgerðarramma með þátttöku allra stóru hagkerfanna, hvort sem þau eru þróuð eða í þróun. Aðgerðarramma sem endurspeglar heiminn á 21. öldinni og þar sem skuldbindingar allra vega jafn mikið. Evrópusambandið er tilbúið að taka þátt í næsta gildistímabili Kyoto svo fremi sem umhverfislegt réttmæti sáttmálans verði bætt og á ráðstefnunni í Durban verði samþykkt bæði skýr stefna og tímamörk til að ganga frá þessum aðgerðarramma á allra næstu árum svo hann taki gildi eigi síðar en árið 2020. Ég vona að öll lönd sýni bæði pólitískan vilja og leiðtogahæfni sem þarf til að framfylgja slíkum ákvörðunum í Durban. Í Kaupmannahöfn skuldbundu leiðtogar sig til að halda sig fyrir neðan 2 °C markið. Nú er tíminn kominn að þeir sýni það í verki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samkoma ráðherra og samningamanna alls staðar að úr heiminum í Suður-Afríku í lok mánaðarins í tilefni af ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar getur skipt sköpum fyrir framgang hinnar alþjóðlegu baráttu gegn loftslagsbreytingum. Sumir kynnu að spyrja: Getum við ekki hinkrað aðeins og tekist á við loftslagsbreytingar þegar við höfum leyst skuldavanda Evrópu og hagvöxtur er hafinn á ný? Svarið er nei. Flóð í Taílandi og þurrkar í Texas og Norðaustur-Afríku eru nokkrar nýlegar áminningar um að loftslagsáskorunin sé brýnni en nokkru sinni fyrr og að loftslagsbreytingarnar fari versnandi. Nýleg skýrsla Alþjóða orkumálastofnunarinnar um horfur í jarðefniseldsneytismálum er enn eitt ákallið: Fresturinn er að renna út og reikningurinn margfaldast einfaldlega ef við bregðumst ekki strax við. En hvaða árangri getum við náð í Durban? Ef marka má fjölmiðla mætti ætla að aðeins væri einn mælikvarði á árangur: Hvort takist að fá þróuðu löndin til að skrifa undir nýjan skuldbindingartíma á Kyoto-bókuninni, en fyrra tímabilinu lýkur árið 2012. Ég vil taka eitt skýrt fram: Evrópusambandið styður Kyoto-bókunina. Við höfum byggt löggjöf okkar á meginreglum Kyoto og erum það svæði sem er með metnaðarfyllstu markmiðin samkvæmt bókuninni – og erum að ná þeim. Reyndar stefnir í að við gerum gott betur en það. En Kyoto-bókunin byggir á skarpri aðgreiningu milli þróunar- og þróaðra ríkja og krefst einungis aðgerða af hálfu hinna þróuðu þjóða. Finnst þér ekki að þróun efnahagsmála undanfarna tvo áratugi hafi að miklu leyti máð þann greinarmun út? Tökum sem dæmi Singapúr og Suður-Kóreu. Þetta eru öflug útflutningslönd með samkeppnishæfum iðnaði sem skipa sér ofarlega á lista SÞ um þróun lífskjara (e. Human Development Index). Þrátt fyrir það teljast þau þróunarlönd í Kyoto-sáttmálanum. Brasilía er annað dæmi um kröftugt hagkerfi á uppleið. Þar blómstrar iðnaður, landið er ríkt af náttúruauðlindum og laun hærri á hvern íbúa en til dæmis í Búlgaríu eða Rúmeníu. Aðgreiningin milli þróunarríkja og þróaðra ríkja er einnig ógreinileg þegar mynstur mengunar er skoðað. Samkvæmt Alþjóða orkumálastofnuninni stafar aukin koltvísýringsmengun fyrst og fremst frá hagkerfum í vexti sem reiða sig á kol. Og þessi þróun heldur bara áfram. Fram til 2035 munu 90% af aukningu orkuþarfar heimsins koma frá löndum utan OECD. Sem dæmi hefur orkutengd losun í Kína þrefaldast frá 1990, sem gerir það að því landi í heiminum sem losar mest af mengandi efnum. Að meðaltali losar kínverskur borgari meira af mengunarefnum en til dæmis Portúgali, Svíi eða Ungverji. Heimurinn getur þar af leiðandi ekki barist gegn loftslagsbreytingum á áhrifaríkan hátt án þess að Kína og önnur hagkerfi í örum vexti taki þátt í því. Önnur áskorun er að Bandaríkin hafa ekki skrifað undir Kyoto-sáttmálann – og munu aldrei gera – og að Japan, Rússland og Kanada hafa lýst því yfir að þau ætli sér ekki að skrifa undir nýjan skuldbindingartíma. Það þýðir að ef ESB vill taka upp nýjan skuldbindingartíma á Kyoto ásamt nokkrum öðrum þróuðum hagkerfum næði það ekki til nema 16% af losun heimsins, á meðan fyrra tímabilið náði til um þriðjungs. Hvernig getur þetta talist góður árangur í loftslagsmálum? Með öðrum orðun, Kyoto-bókunin ein og sér dugar engan veginn til að halda aukningu á meðalhita undir 2 °C, eins og alþjóðasamfélagið hefur viðurkennt að þurfi að vera sameiginlegt takmark okkar. Til þess að eiga möguleika á að ná því markmiði þurfum við alþjóðlegan aðgerðarramma með þátttöku allra stóru hagkerfanna, hvort sem þau eru þróuð eða í þróun. Aðgerðarramma sem endurspeglar heiminn á 21. öldinni og þar sem skuldbindingar allra vega jafn mikið. Evrópusambandið er tilbúið að taka þátt í næsta gildistímabili Kyoto svo fremi sem umhverfislegt réttmæti sáttmálans verði bætt og á ráðstefnunni í Durban verði samþykkt bæði skýr stefna og tímamörk til að ganga frá þessum aðgerðarramma á allra næstu árum svo hann taki gildi eigi síðar en árið 2020. Ég vona að öll lönd sýni bæði pólitískan vilja og leiðtogahæfni sem þarf til að framfylgja slíkum ákvörðunum í Durban. Í Kaupmannahöfn skuldbundu leiðtogar sig til að halda sig fyrir neðan 2 °C markið. Nú er tíminn kominn að þeir sýni það í verki.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun