Frá Sachsenhausen og STASI til ESB Margrét S. Björnsdóttir skrifar 2. ágúst 2011 06:00 Fjöldamorðin í Noregi sýna okkur hvert sjúklegar hugmyndir um yfirburði tiltekinnar trúar, þjóðar eða kynþáttar geta leitt. Á 20. öldinni voru milljónir Evrópubúa drepnir eða ofsóttir í nafni slíkra hugmynda. Berlín er áhrifamikil áminning um þá atburði. Þeir sem heimsækja söfn hennar um fortíðina (s.s. Sachsenhausen, STASI-safnið, leifar Berlínarmúrsins) verða ekki ósnortnir. Árið 1936 voru reistar fyrstu útrýmingar- og þrælkunarbúðir nasista, Sachsenhausen í aðeins 35 km fjarlægð. Þaðan var útrýmingarbúðum nasista í öðrum Evrópulöndum stjórnað af þýskri skipulagshæfni. Árið 1945 tók sovéska og seinna austur-þýska leynilögreglan Sachsenhausen-búðirnar yfir og hýstu þar 60 þúsund pólitíska fanga og stríðsfanga. 20 þúsund þeirra létu þar lífið. Í miðborg A-Berlínar stóð hið alræmda innanríkisöryggisráðuneyti A-Þýskalands, STASI. Þaðan njósnuðu 91 þúsund A-Þjóðverjar, þegar mest var, um samborgara sína, auk 150 þúsund sjálfboðaliða sem njósnuðu um vinnufélaga, vini og nágranna. Og Berlínarmúrinn lokaði af fyrir 50 árum það sem nefnt var fjölmennustu fangabúðir sögunnar. Evrópska stál- og kolabandalagið, undanfari Evrópusambandsins, var stofnað 1952 um þær tvær atvinnugreinar til þess að það „að heyja stríð yrði ekki aðeins óhugsandi heldur efnislega ómögulegt“ (Robert Schumann 1950). Í dag er Evrópa friðsamlegri og blómlegri en nokkru sinni, þrátt fyrir erfiðleika. Þjóðir ESB eru helstu viðskiptalönd Íslands og í norður og þar liggja rætur menningar okkar. Með inngöngu í ESB leggur Ísland sitt af mörkum til þess að friður vari í Evrópu og ég fagna því hversu vel utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson heldur á samningaferlinu. Þegar Berlínarmúrinn féll sóttu A-Evrópuríkin hvert af öðru um inngöngu í Evrópusambandið. Ísland á að styðja að þær þjóðir A-Evrópu sem enn eru utan ESB fái inngöngu eða tengist því nánum böndum. Þannig njóti þær sömu lýðræðis-, mannréttinda- og efnahagsþróunar og aðrar Evrópuþjóðir. STASI, Sachsenhausen, Berlínarmúr eða viðlíka brot gegn mannhelgi og frelsi af hálfu heilla þjóðríkja geta heyrt sögunni til í Evrópu. Þeir sem halda að það sé sjálfgefið, sagan muni ekki endurtaka sig á okkar menningarsvæði, líti til átaka og fjöldamorða í löndum Júgóslavíu fyrir aðeins 15 árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Fjöldamorðin í Noregi sýna okkur hvert sjúklegar hugmyndir um yfirburði tiltekinnar trúar, þjóðar eða kynþáttar geta leitt. Á 20. öldinni voru milljónir Evrópubúa drepnir eða ofsóttir í nafni slíkra hugmynda. Berlín er áhrifamikil áminning um þá atburði. Þeir sem heimsækja söfn hennar um fortíðina (s.s. Sachsenhausen, STASI-safnið, leifar Berlínarmúrsins) verða ekki ósnortnir. Árið 1936 voru reistar fyrstu útrýmingar- og þrælkunarbúðir nasista, Sachsenhausen í aðeins 35 km fjarlægð. Þaðan var útrýmingarbúðum nasista í öðrum Evrópulöndum stjórnað af þýskri skipulagshæfni. Árið 1945 tók sovéska og seinna austur-þýska leynilögreglan Sachsenhausen-búðirnar yfir og hýstu þar 60 þúsund pólitíska fanga og stríðsfanga. 20 þúsund þeirra létu þar lífið. Í miðborg A-Berlínar stóð hið alræmda innanríkisöryggisráðuneyti A-Þýskalands, STASI. Þaðan njósnuðu 91 þúsund A-Þjóðverjar, þegar mest var, um samborgara sína, auk 150 þúsund sjálfboðaliða sem njósnuðu um vinnufélaga, vini og nágranna. Og Berlínarmúrinn lokaði af fyrir 50 árum það sem nefnt var fjölmennustu fangabúðir sögunnar. Evrópska stál- og kolabandalagið, undanfari Evrópusambandsins, var stofnað 1952 um þær tvær atvinnugreinar til þess að það „að heyja stríð yrði ekki aðeins óhugsandi heldur efnislega ómögulegt“ (Robert Schumann 1950). Í dag er Evrópa friðsamlegri og blómlegri en nokkru sinni, þrátt fyrir erfiðleika. Þjóðir ESB eru helstu viðskiptalönd Íslands og í norður og þar liggja rætur menningar okkar. Með inngöngu í ESB leggur Ísland sitt af mörkum til þess að friður vari í Evrópu og ég fagna því hversu vel utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson heldur á samningaferlinu. Þegar Berlínarmúrinn féll sóttu A-Evrópuríkin hvert af öðru um inngöngu í Evrópusambandið. Ísland á að styðja að þær þjóðir A-Evrópu sem enn eru utan ESB fái inngöngu eða tengist því nánum böndum. Þannig njóti þær sömu lýðræðis-, mannréttinda- og efnahagsþróunar og aðrar Evrópuþjóðir. STASI, Sachsenhausen, Berlínarmúr eða viðlíka brot gegn mannhelgi og frelsi af hálfu heilla þjóðríkja geta heyrt sögunni til í Evrópu. Þeir sem halda að það sé sjálfgefið, sagan muni ekki endurtaka sig á okkar menningarsvæði, líti til átaka og fjöldamorða í löndum Júgóslavíu fyrir aðeins 15 árum.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun