Viðskipti innlent

Actavis enn með í kaupum á Polfa Warszawa

Actavis er eitt þriggja fyrirtækja sem halda áfram viðræðum við pólsk yfirvöld um kaupin á Polfa Warszawa. Hin tvö eru Polish Polpharma og Adamed.

Fjallað er um málið á vefsíðu Actavis. Þar segir að gangi kaupin eftir verður Pólland þriðji stærsti markaður Actavis, næst á eftir Bandaríkjunum og Bretlandi. Félagið myndi einnig eignast ampúluverksmiðju, sem myndi breyta Polfa Warszawa í hnattræna tæknimiðstöð, þaðan sem samstæðan gæti flutt út vörur á aðra markaði.

Forstjóri Actavis Group, Claudio Albrecht, segir að hugsanleg kaup myndu ekki aðeins styrkja Actavis á hinum mikilvæga pólska markaði, heldur yrðu einnig veruleg samlegðaráhrif vegna núverandi starfsemi Actavis í Rússlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×