Sameinaðir föllum við - sundraðir stöndum við Þröstur Ólafsson skrifar 2. ágúst 2011 06:00 Mér hefur löngum verið það ráðgáta hvernig frjálshyggjusinnar annars vegar og fylgjendur vinstri átrúnaðar hins vegar hafa getað marserað saman í málum sem snerta kjarna lífsviðhorfa okkar, þ.e. sýn okkar á einstaklinginn og stöðu hans í samfélaginu. Hér er um að ræða grundvallarafstöðu um sýn okkar á fyrirbærið maður. Áhangendur þessara tveggja stjórnmálastefna, sem sumir hafa talið vera á öndverðum meiði, eru með sameiginlegan málatilbúnað, m.a. þegar kemur að spurningunni um inngöngu landsins í ESB. Öðru vísi mér áður brá. Ég fór því að velta þessari þverstæðu fyrir mér, því þarna hlaut að liggja þyngri fiskur undir steini. Við verðum að spyrja okkur hver sé sýn þessara hópa á manninn í samfélaginu og hver hafa orðið áhrif nýfrjálshyggjunnar á samfélagið? Hún vegsamar markaðinn sem burðarás samfélagsins. Starfsemi hans verður að inntaki, verður miðsvæð lífssýn. Þar með bregður nýfrjálshyggjan út af inntaki borgaralegra gilda, þar sem einstaklingurinn, framtakssemi hans og fjölskylda voru aðalatriðið. Markaðurinn var tæki hins framtaksama einstaklings til að ná árangri í viðskiptum. Nýfrjálshyggjan sneri þessu á haus. Hún útrýmir borgaralegri sýn á stöðu einstaklingsins um leið og hún leysir upp samstöðu og samtryggingu almennings. Hún gerir það ekki með því að leggja til að almannatryggingar verði lagðar niður, heldur gerir hún einstaklinginn ábyrgan fyrir veikindum sínum og örkumlan. Maðurinn er í augum nýfrjálshyggjunnar frjáls, engum háður og einsamall. Samfélag frjálshyggjunnar hefur sömu eiginleika. Afstaða ysta vinstris.Það er erfiðara að vinna með hugtakið vinstri, því undir það geta heyrt fjölmargar breytilegar útgáfur. Hér er hins vegar fyrst og fremst verið að fást við þá tegund vinstrimanna sem deila hugmyndinni um einstaklinginn með nýfrjálsum, þó á öðrum forsendum sé, og marsera hugprúðir með þeim í andstöðu gegn ESB, svo dæmi sé tekið. Hvað sameinar sýn þessara, að því er þeir segja sjálfir, annars ólíku hópa? Ysta vinstrið hefur ekki verið mjög aðlögunarhæft við að bregðast við breyttum heimi. Það virðist sitja fast í þeim jafnréttiskenningum sem uxu upp úr hreyfingu 68-kynslóðarinnar erlendis, sem segir að maðurinn sé frjáls, svo fremi engir utanaðkomandi aðilar hafi áhrif á gerðir hans. Þetta sjónarmið kom skýrt fram í skrifi innanríkisráðherrans nýlega. Hann sagði að það væru ekki endilega gjörningarnir frá Brussel sem mótuðu afstöðu hans, heldur að það væru aðrir en hann (Íslendingar) sem ákvæðu. Við erum þannig aðeins frjáls sem einstaklingar og sem þjóð, að við séum eingöngu upp á okkur sjálf komin og deilum engu með öðrum né tökum við neinu frá öðrum. Þessi einstaklingur er líka frjáls, engum háður og einsamall. Úr þessari sýn má smíða margar fínar kenningar um lýðfrelsi og fullveldi. Sama lífssýninÞótt málsrökin séu önnur er grunnurinn sá sami, bæði hjá nýfrjálsum sem og þeim lengst til vinstri – hinn óháði, einstæði einstaklingur. Hér hefur þessi tegund vinstristefnu haft endaskipti á alþjóðahyggju og samstöðu (sólidarítet) einstaklinga og þjóða, sem frumkvöðlar sósíalismans börðust fyrir. Þessi sýn hefur öðlast endurvakið líf innan ESB með samstöðutryggingu sem birtist í tilurð mikilla tilfærslusjóða til verr staddra þjóða. Á sama hátt umturnaði nýfrjálshyggjan klassískum borgaralegum gildum. Sýn þessara baráttufélaga er ekki samhyggja einstaklinga, þar sem kjörum er deilt, fengið og gefið á víxl, heldur sérhyggja þar sem hver stendur einn og deilir kjörum með sjálfum sér. Þeir eru sammála í sýn sinni á manninn. Þessir samherjar segja afstöðu sína sprottna af þjóðernishyggju. Ekki skal deila um það. Þjóðernishyggja er andstæða við alþjóðahyggju og deilir sömu sýn á stöðu þjóða og á stöðu einstaklinga eins og gert var að viðfangsefni hér að framan. Þjóðir skulu, eins og einstaklingar, standa einar og sér og taka ákvarðanir einar og sér, án þess að deila neinu með utanaðkomandi þjóðum. Þannig hvöttu þeir þjóðina til að afgreiða Icesave. Á þessari lífssýn byggja þeir sameiginlega andstöðu sína gagnvart þátttöku í ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Mér hefur löngum verið það ráðgáta hvernig frjálshyggjusinnar annars vegar og fylgjendur vinstri átrúnaðar hins vegar hafa getað marserað saman í málum sem snerta kjarna lífsviðhorfa okkar, þ.e. sýn okkar á einstaklinginn og stöðu hans í samfélaginu. Hér er um að ræða grundvallarafstöðu um sýn okkar á fyrirbærið maður. Áhangendur þessara tveggja stjórnmálastefna, sem sumir hafa talið vera á öndverðum meiði, eru með sameiginlegan málatilbúnað, m.a. þegar kemur að spurningunni um inngöngu landsins í ESB. Öðru vísi mér áður brá. Ég fór því að velta þessari þverstæðu fyrir mér, því þarna hlaut að liggja þyngri fiskur undir steini. Við verðum að spyrja okkur hver sé sýn þessara hópa á manninn í samfélaginu og hver hafa orðið áhrif nýfrjálshyggjunnar á samfélagið? Hún vegsamar markaðinn sem burðarás samfélagsins. Starfsemi hans verður að inntaki, verður miðsvæð lífssýn. Þar með bregður nýfrjálshyggjan út af inntaki borgaralegra gilda, þar sem einstaklingurinn, framtakssemi hans og fjölskylda voru aðalatriðið. Markaðurinn var tæki hins framtaksama einstaklings til að ná árangri í viðskiptum. Nýfrjálshyggjan sneri þessu á haus. Hún útrýmir borgaralegri sýn á stöðu einstaklingsins um leið og hún leysir upp samstöðu og samtryggingu almennings. Hún gerir það ekki með því að leggja til að almannatryggingar verði lagðar niður, heldur gerir hún einstaklinginn ábyrgan fyrir veikindum sínum og örkumlan. Maðurinn er í augum nýfrjálshyggjunnar frjáls, engum háður og einsamall. Samfélag frjálshyggjunnar hefur sömu eiginleika. Afstaða ysta vinstris.Það er erfiðara að vinna með hugtakið vinstri, því undir það geta heyrt fjölmargar breytilegar útgáfur. Hér er hins vegar fyrst og fremst verið að fást við þá tegund vinstrimanna sem deila hugmyndinni um einstaklinginn með nýfrjálsum, þó á öðrum forsendum sé, og marsera hugprúðir með þeim í andstöðu gegn ESB, svo dæmi sé tekið. Hvað sameinar sýn þessara, að því er þeir segja sjálfir, annars ólíku hópa? Ysta vinstrið hefur ekki verið mjög aðlögunarhæft við að bregðast við breyttum heimi. Það virðist sitja fast í þeim jafnréttiskenningum sem uxu upp úr hreyfingu 68-kynslóðarinnar erlendis, sem segir að maðurinn sé frjáls, svo fremi engir utanaðkomandi aðilar hafi áhrif á gerðir hans. Þetta sjónarmið kom skýrt fram í skrifi innanríkisráðherrans nýlega. Hann sagði að það væru ekki endilega gjörningarnir frá Brussel sem mótuðu afstöðu hans, heldur að það væru aðrir en hann (Íslendingar) sem ákvæðu. Við erum þannig aðeins frjáls sem einstaklingar og sem þjóð, að við séum eingöngu upp á okkur sjálf komin og deilum engu með öðrum né tökum við neinu frá öðrum. Þessi einstaklingur er líka frjáls, engum háður og einsamall. Úr þessari sýn má smíða margar fínar kenningar um lýðfrelsi og fullveldi. Sama lífssýninÞótt málsrökin séu önnur er grunnurinn sá sami, bæði hjá nýfrjálsum sem og þeim lengst til vinstri – hinn óháði, einstæði einstaklingur. Hér hefur þessi tegund vinstristefnu haft endaskipti á alþjóðahyggju og samstöðu (sólidarítet) einstaklinga og þjóða, sem frumkvöðlar sósíalismans börðust fyrir. Þessi sýn hefur öðlast endurvakið líf innan ESB með samstöðutryggingu sem birtist í tilurð mikilla tilfærslusjóða til verr staddra þjóða. Á sama hátt umturnaði nýfrjálshyggjan klassískum borgaralegum gildum. Sýn þessara baráttufélaga er ekki samhyggja einstaklinga, þar sem kjörum er deilt, fengið og gefið á víxl, heldur sérhyggja þar sem hver stendur einn og deilir kjörum með sjálfum sér. Þeir eru sammála í sýn sinni á manninn. Þessir samherjar segja afstöðu sína sprottna af þjóðernishyggju. Ekki skal deila um það. Þjóðernishyggja er andstæða við alþjóðahyggju og deilir sömu sýn á stöðu þjóða og á stöðu einstaklinga eins og gert var að viðfangsefni hér að framan. Þjóðir skulu, eins og einstaklingar, standa einar og sér og taka ákvarðanir einar og sér, án þess að deila neinu með utanaðkomandi þjóðum. Þannig hvöttu þeir þjóðina til að afgreiða Icesave. Á þessari lífssýn byggja þeir sameiginlega andstöðu sína gagnvart þátttöku í ESB.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar