Heilsubúðir Herbert Mckenzie skrifar 7. júlí 2011 10:00 Þegar við förum í grunnskóla þá fáum við kennslu í fræðum sem við eigum að geta nýtt okkur yfir ævina. Okkur er kennt að margfalda og deila, skrifa og lesa og svo framvegis en okkur er ekki kennt hvernig og hvað við eigum að borða og af hverju það er mikilvægt. Heilsufarsvandamál tengd mataræði eru að færast í vöxt ár hvert í okkar samfélagi og mér finnst það skylda okkar að nýta skólakerfið þar sem við getum náð til allra barna til þess að fræða þau. Það þýðir ekki að segja við krakka að borða salat og svo þegar hann spyr “af hverju?“ að þá sé svarið „því það er hollt”. Þetta er ekki fræðsla. Við þurfum að útskýra af hverju og hvers vegna. Við eigum að bera ábyrgð á ákveðnu upplýsingaflæði til krakkanna. Okkur ber skylda til að segja þeim og kenna þeim afleiðingar af óhollu mataræði og hreyfingarleysi. Mín hugmynd er eftirfarandi og mér þætti vænt um ef þetta yrði okkar „hugmynd” og við myndum framkvæma hana í sameiningu. Ein vika þar sem krakkar í ákveðnum árgangi fara út á land í einhverja náttúruperlu og verja þar einni viku í að kynnast HVAÐAN maturinn sem þau borða kemur og HVERS VEGNA við borðum hann. HVAÐA efni inniheldur hann og HVERS KONAR hreyfing er mikilvæg/nauðsynleg fyrir líkamlega og ekki síst andlega vellíðan. Lærðir næringafræðingar gætu kennt krökkunum að elda og útskýrt hversu mikilvægt það er að borða ákveðin næringarefni svo að líkaminn nái að vera í toppformi. Hérna er hægt að kenna krökkum að gera uppáhaldsskyndibitann sinn heima og jafnvel að hafa hann hollann. Almenn fræðsla um matreiðslu. Fólk frá félögum eins og Bootcamp, Crossfit og Mjölni gæti komið og haft prufutíma þar sem útskýrðar eru aðaláherlsurnar. Sumir einblína á snerpu og styrk, aðrir á uppbyggingu vöðvamassa og svo framvegis. Uppskera hefur fylgt manninum frá örófi alda. Athöfnin að sá fræjum og sjá svo afraksturinn. Leyfa þeim aðeins að óhreinka sig. Krakkarnir á undan geta sáð fræjum og hópurinn sem kemur á eftir þeim sér svo afraksturinn. Hugleiðsla, mikilvægur hlutur sem virðist oft gleymast. Við erum mjög andlegar verur og þurfum að rækta okkar andlegu hlið, sérstaklega í samfélagi sem verður hraðskreiðara með hverjum deginum. Læknar geta verið með fyrirlestur og útskýrt allar þær hættur sem tengjast of feitum mat og hversu mikilvægt það er að hreyfa sig. Krakkar eru enn að byrja að reykja, læknirinn getur komið inn á það ásamt því að útskýra hættur áfengis og hversu mikilvægt það er að passa upp á heilann í sér á meðan hann er að þroskast. Mjög mikilvægt er samt sem áður að hafa engan hræðsluáróður. Krakkar í dag hafa enga þolinmæði fyrir slíku, þú segir barninu þínu að eitthvað sé óhollt, það fer á netið og finnur út að það er skaðlaust, þá byrjar það efast um allt sem þú segir. Það er engin þolinmæði fyrir kjaftæði hjá krökkum í dag. Sem er gott. Sniðugast væri líklegast að hafa ungt fólk til að sjá um þetta því líklegra er að þau nái til þeirra en ásamt því þá býður þetta upp á fullt af flottum gestafyrirlesurum. Um að gera að nýta okkur allt þetta sprenglærða unga fólk sem við eigum. Hægt er að sýna þeim sniðugar myndir um mat, t.d. Food inc, Supersize me og fleira. Hafa þetta spennandi og skemmtilegt. Því að „fullorðið” fólk vill oft útskýra fyrir börnum út frá sínu eigin sjónarmiði. Það hefur ekki reynst alltof vel. Á þessum stað er reynt að nálgast börnin út frá þeirra sjónarmiði og einfaldlega útskýra fyrir þeim af hverju það er mikilvægt að borða hollt og hreyfa sig. Ekki neyða þau til neins heldur einungis opna huga þeirra fyrir því að þau þurfa að hugsa sig um tvisvar áður en þau panta sér næstu hamborgaramáltíð eða allavega viti afleiðingarnar. Hversu yndislegt væri það ef barnið kæmi heim úr þessum heilsubúðum og tæki snakkskálina úr fanginu á mömmu sinni og segði „veistu hvað þú ert að setja ofan í þig?” Ábyrgðin er okkar að fræða krakkana um hætturnar í samfélaginu. Við erum að bregðast. Gerum þetta í sameiningu fyrr en seinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þegar við förum í grunnskóla þá fáum við kennslu í fræðum sem við eigum að geta nýtt okkur yfir ævina. Okkur er kennt að margfalda og deila, skrifa og lesa og svo framvegis en okkur er ekki kennt hvernig og hvað við eigum að borða og af hverju það er mikilvægt. Heilsufarsvandamál tengd mataræði eru að færast í vöxt ár hvert í okkar samfélagi og mér finnst það skylda okkar að nýta skólakerfið þar sem við getum náð til allra barna til þess að fræða þau. Það þýðir ekki að segja við krakka að borða salat og svo þegar hann spyr “af hverju?“ að þá sé svarið „því það er hollt”. Þetta er ekki fræðsla. Við þurfum að útskýra af hverju og hvers vegna. Við eigum að bera ábyrgð á ákveðnu upplýsingaflæði til krakkanna. Okkur ber skylda til að segja þeim og kenna þeim afleiðingar af óhollu mataræði og hreyfingarleysi. Mín hugmynd er eftirfarandi og mér þætti vænt um ef þetta yrði okkar „hugmynd” og við myndum framkvæma hana í sameiningu. Ein vika þar sem krakkar í ákveðnum árgangi fara út á land í einhverja náttúruperlu og verja þar einni viku í að kynnast HVAÐAN maturinn sem þau borða kemur og HVERS VEGNA við borðum hann. HVAÐA efni inniheldur hann og HVERS KONAR hreyfing er mikilvæg/nauðsynleg fyrir líkamlega og ekki síst andlega vellíðan. Lærðir næringafræðingar gætu kennt krökkunum að elda og útskýrt hversu mikilvægt það er að borða ákveðin næringarefni svo að líkaminn nái að vera í toppformi. Hérna er hægt að kenna krökkum að gera uppáhaldsskyndibitann sinn heima og jafnvel að hafa hann hollann. Almenn fræðsla um matreiðslu. Fólk frá félögum eins og Bootcamp, Crossfit og Mjölni gæti komið og haft prufutíma þar sem útskýrðar eru aðaláherlsurnar. Sumir einblína á snerpu og styrk, aðrir á uppbyggingu vöðvamassa og svo framvegis. Uppskera hefur fylgt manninum frá örófi alda. Athöfnin að sá fræjum og sjá svo afraksturinn. Leyfa þeim aðeins að óhreinka sig. Krakkarnir á undan geta sáð fræjum og hópurinn sem kemur á eftir þeim sér svo afraksturinn. Hugleiðsla, mikilvægur hlutur sem virðist oft gleymast. Við erum mjög andlegar verur og þurfum að rækta okkar andlegu hlið, sérstaklega í samfélagi sem verður hraðskreiðara með hverjum deginum. Læknar geta verið með fyrirlestur og útskýrt allar þær hættur sem tengjast of feitum mat og hversu mikilvægt það er að hreyfa sig. Krakkar eru enn að byrja að reykja, læknirinn getur komið inn á það ásamt því að útskýra hættur áfengis og hversu mikilvægt það er að passa upp á heilann í sér á meðan hann er að þroskast. Mjög mikilvægt er samt sem áður að hafa engan hræðsluáróður. Krakkar í dag hafa enga þolinmæði fyrir slíku, þú segir barninu þínu að eitthvað sé óhollt, það fer á netið og finnur út að það er skaðlaust, þá byrjar það efast um allt sem þú segir. Það er engin þolinmæði fyrir kjaftæði hjá krökkum í dag. Sem er gott. Sniðugast væri líklegast að hafa ungt fólk til að sjá um þetta því líklegra er að þau nái til þeirra en ásamt því þá býður þetta upp á fullt af flottum gestafyrirlesurum. Um að gera að nýta okkur allt þetta sprenglærða unga fólk sem við eigum. Hægt er að sýna þeim sniðugar myndir um mat, t.d. Food inc, Supersize me og fleira. Hafa þetta spennandi og skemmtilegt. Því að „fullorðið” fólk vill oft útskýra fyrir börnum út frá sínu eigin sjónarmiði. Það hefur ekki reynst alltof vel. Á þessum stað er reynt að nálgast börnin út frá þeirra sjónarmiði og einfaldlega útskýra fyrir þeim af hverju það er mikilvægt að borða hollt og hreyfa sig. Ekki neyða þau til neins heldur einungis opna huga þeirra fyrir því að þau þurfa að hugsa sig um tvisvar áður en þau panta sér næstu hamborgaramáltíð eða allavega viti afleiðingarnar. Hversu yndislegt væri það ef barnið kæmi heim úr þessum heilsubúðum og tæki snakkskálina úr fanginu á mömmu sinni og segði „veistu hvað þú ert að setja ofan í þig?” Ábyrgðin er okkar að fræða krakkana um hætturnar í samfélaginu. Við erum að bregðast. Gerum þetta í sameiningu fyrr en seinna.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar