Palestína - verkin tala Össur Skarphéðinsson skrifar 29. nóvember 2011 06:00 Í dag verða greidd atkvæði á Alþingi um tillögu mína um að Ísland viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Palestínu miðað við landamærin eins og þau voru fyrir 1967. Tillagan var lögð fram með einróma samþykki stjórnarflokkanna, Samfylkingar og Vinstri-Grænna. Eftir vinnslu hennar í utanríkismálanefnd undir styrkri forystu Árna Þórs Sigurðssonar formanns er hún einnig studd af Hreyfingunni og Framsóknarflokknum. Það er þeim flokkum til mikils sóma. Daglega eru brotin mannréttindi í Palestínu. Land þeirra er hersetið. Gaza er haldið í herkví í trássi við alþjóðleg mannúðarlög. Vesturbakkinn er sundurristur af háum múrveggjum sem tálma almenningi aðgengi að ökrum sínum. Skipulega ræna Ísraelsmenn þá landi, ekki síst til að sölsa undir sig lífsnauðsynleg vatnsból. Desmond Tutu, erkibiskupinn suður-afríski, hefur líkt stefnu Ísraela gagnvart Palestínumönnum sem aðskilnaðarstefnu. Ísland er fyrsta landið úr hópi gróinna lýðræðisríkja Vesturlanda sem viðurkennir fullveldi Palestínu. Við erum fyrst Norðurlandanna til að stíga þetta sögulega skref. Fyrir baráttu Palestínu, sem helst skortir stuðning ríkja á Vesturlöndum, skiptir það gríðarlega miklu máli að Ísland, sem er stofnþjóð að Atlantshafsbandalaginu, og umsóknarríki að Evrópusambandinu, viðurkenni fullveldi ríkisins. Ég hef sem utanríkisráðherra farið víða til að tala máli Palestínumanna. Mörgum sinnum með þungyrtum ræðum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, á fundum norrænna utanríkisráðherra, hjá EFTA, og í EES-ráðinu. Ótaldir eru þá fjölmargir tvíhliða fundir þar sem ég hef tekið málstað þeirra upp. Þar er ógleymanlegastur fundur með tyrkneska utanríkisráðherranum, Achmed Davitoglu, sem reyndist ráðagóður. Ferð mín fyrr á árinu til Gaza, Vesturbakkans og Austur-Jerúsalem var farin eingöngu til að styrkja málstað Palestínu. Næsti áfangastaður í stuðningsför Íslands við Palestínu er á Alþingi í dag, þegar tillaga um viðurkenningu á fullveldi hennar verður lögð undir atkvæði. Orð eru vissulega til alls fyrst. Nú tala verkin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag verða greidd atkvæði á Alþingi um tillögu mína um að Ísland viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Palestínu miðað við landamærin eins og þau voru fyrir 1967. Tillagan var lögð fram með einróma samþykki stjórnarflokkanna, Samfylkingar og Vinstri-Grænna. Eftir vinnslu hennar í utanríkismálanefnd undir styrkri forystu Árna Þórs Sigurðssonar formanns er hún einnig studd af Hreyfingunni og Framsóknarflokknum. Það er þeim flokkum til mikils sóma. Daglega eru brotin mannréttindi í Palestínu. Land þeirra er hersetið. Gaza er haldið í herkví í trássi við alþjóðleg mannúðarlög. Vesturbakkinn er sundurristur af háum múrveggjum sem tálma almenningi aðgengi að ökrum sínum. Skipulega ræna Ísraelsmenn þá landi, ekki síst til að sölsa undir sig lífsnauðsynleg vatnsból. Desmond Tutu, erkibiskupinn suður-afríski, hefur líkt stefnu Ísraela gagnvart Palestínumönnum sem aðskilnaðarstefnu. Ísland er fyrsta landið úr hópi gróinna lýðræðisríkja Vesturlanda sem viðurkennir fullveldi Palestínu. Við erum fyrst Norðurlandanna til að stíga þetta sögulega skref. Fyrir baráttu Palestínu, sem helst skortir stuðning ríkja á Vesturlöndum, skiptir það gríðarlega miklu máli að Ísland, sem er stofnþjóð að Atlantshafsbandalaginu, og umsóknarríki að Evrópusambandinu, viðurkenni fullveldi ríkisins. Ég hef sem utanríkisráðherra farið víða til að tala máli Palestínumanna. Mörgum sinnum með þungyrtum ræðum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, á fundum norrænna utanríkisráðherra, hjá EFTA, og í EES-ráðinu. Ótaldir eru þá fjölmargir tvíhliða fundir þar sem ég hef tekið málstað þeirra upp. Þar er ógleymanlegastur fundur með tyrkneska utanríkisráðherranum, Achmed Davitoglu, sem reyndist ráðagóður. Ferð mín fyrr á árinu til Gaza, Vesturbakkans og Austur-Jerúsalem var farin eingöngu til að styrkja málstað Palestínu. Næsti áfangastaður í stuðningsför Íslands við Palestínu er á Alþingi í dag, þegar tillaga um viðurkenningu á fullveldi hennar verður lögð undir atkvæði. Orð eru vissulega til alls fyrst. Nú tala verkin.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar