Kæri litli kraftaverkastrákur! Sigríður Sigmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2011 14:40 Hér ligg ég og velti síðustu 8 vikum fyrir mér. Fyrir rúmlega 8 vikum byrjaði að blæða hjá mér og ég var bara gengin 18 vikur. Þú skilur þetta kannski ekki en meðganga er u.þ.b. 40 vikur. Ég er búin að liggja í rúminu allan janúar og nú er lok febrúar og þú fæddur eftir aðeins 26 vikur og 6 daga. Ástæða blæðingarinnar var fylgjulos en við vorum heppin því við hefðum bæði getað verið í mikilli lífshættu og þú e.t.v. ekki lifað. Ég var lögð inn á Meðgöngu og sængurkvennadeild gengin 24 vikur og 2 daga til að halda þér inni í bumbunni eins lengi og hægt var. Á þessum 18 dögum hefur heimur minn farið úr því að hafa allt á hreinu með alla bolta á loft í að hugsa um þig og mig og ekkert annað. Starfsfólkið á deildinni er yndislegt og gerir allt sem það getur til að létta mér og fjölskyldunni lífið. Aðstaðan er til fyrirmyndar, ég er búin að vera ein á stofu allan tímann. Fyrst var ég sett í litla stofu við hliðina á vaktinni en þegar það stefndi í langa dvöl hér á spítalanum var ég færð á stærri stofu með flatskjá, Lazy- boy, Tempur dýnu, fékk sjúkranudd og pabbi mátti gista ef það hentaði. Einnig fékk ég frjálsan heimsóknartíma því ég var búin að vera svo lengi á deildinni og var eina ófríska konan.Við pabbi þinn ákváðum hins vegar að ég myndi einbeita mér að þér og hann myndi einbeita sér að systkynum þínum, heimilinu og vinnunni. Þetta er ekki búin að vera auðveldur tími en ég ákvað að vera jákvæð og ekki eyða orku í neikvæðni og svartsýni. Pabbi þinn kom til mín á hverjum degi og systkyni þín þegar vel stóð á. Þeim fannst reyndar ekkert sérstakt að koma til mín því þau söknuðu mín og vildu fá mig heim. Verst var samt að liggja á spítala þegar systir þín átti afmæli en þau komu til mín og sýndu mér nýja hjólið sem við gáfum henni í 7 ára afmælisgjöf. Þau lögðu bílnum beint fyrir neðan gluggann minn svo ég gæti séð það því ég mátti ekki labba neitt. Eftir gott kósíkvöld með heimatilbúna pizzu, fullt af nammi og knúsi frá stóru systkynum þínum missti ég vatnið gengin 26 vikur og 5daga. Næsta verkefni var að hefjast. Fæðingin gekk hratt fyrir sig og þú komst í heiminn, yndislegur og fullskapaður en pínulítill. Þú varst aðeins 1170 gr og 37 cm en það fallegasta sem við höfðum augum litið. Ég fékk að dvelja á spítalanum í 3 daga eftir fæðinguna og ljósmæðurnar hvöttu mig áfram til að koma brjóstagjöfinni í gang og ég hefði ekki getað hugsað mér yndislegri manneskjur til að hafa í kringum mig enda kvaddi ég þær með tárin í augunum. Ég vissi hreinlega ekki hvernig ég ætti að geta tekist á við lífið og allt sem því fylgir án þeirra. Á þeim 59 dögum sem við dvöldum á Vökudeildinni kíktu ljósurnar mínar á okkur og veittu mér stuðning á ótrúlegustu tímum. Þegar komið var að heimför í lok apríl gátum við ekki kvatt Landspítalann án þess að koma við á deild 22A og sýna þeim litla kraftaverkið okkar. Á heimleið eftir rúmlega 3 mánaða dvöl á spítalanum kvöddum við fólkið sem hélt okkur gangandi og það var ekki laust við að hjartað fylltist söknuði. Þarna kvöddum við fólkið sem gerði okkur kleift að takast á við aðstæður sem í fyrstu virtust óyfirstíganlegar en með stuðningi og alúð kenndu okkur að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Kæri lesandi, vonandi hefur þessi lesning veitt þér örlitla innsýn í dvöl á meðgöngu og sængurkvennadeild. Því miður eru ekki allar konur eins „heppnar“ og ég með aðbúnað því enn er helmingur deildarinnar óbreyttur síðan 1975. Árið 2011 eru konur enn þrjár saman á stofu með nýfædd börn sín og geta ekki fengið stuðning frá mökum því ekki er gert ráð fyrir þeim á deildinni. Deild 22A er ekki einungis fyrir konur heldur fjölskyldurnar í landinu. Veittu stuðning, gefðu líf! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Hér ligg ég og velti síðustu 8 vikum fyrir mér. Fyrir rúmlega 8 vikum byrjaði að blæða hjá mér og ég var bara gengin 18 vikur. Þú skilur þetta kannski ekki en meðganga er u.þ.b. 40 vikur. Ég er búin að liggja í rúminu allan janúar og nú er lok febrúar og þú fæddur eftir aðeins 26 vikur og 6 daga. Ástæða blæðingarinnar var fylgjulos en við vorum heppin því við hefðum bæði getað verið í mikilli lífshættu og þú e.t.v. ekki lifað. Ég var lögð inn á Meðgöngu og sængurkvennadeild gengin 24 vikur og 2 daga til að halda þér inni í bumbunni eins lengi og hægt var. Á þessum 18 dögum hefur heimur minn farið úr því að hafa allt á hreinu með alla bolta á loft í að hugsa um þig og mig og ekkert annað. Starfsfólkið á deildinni er yndislegt og gerir allt sem það getur til að létta mér og fjölskyldunni lífið. Aðstaðan er til fyrirmyndar, ég er búin að vera ein á stofu allan tímann. Fyrst var ég sett í litla stofu við hliðina á vaktinni en þegar það stefndi í langa dvöl hér á spítalanum var ég færð á stærri stofu með flatskjá, Lazy- boy, Tempur dýnu, fékk sjúkranudd og pabbi mátti gista ef það hentaði. Einnig fékk ég frjálsan heimsóknartíma því ég var búin að vera svo lengi á deildinni og var eina ófríska konan.Við pabbi þinn ákváðum hins vegar að ég myndi einbeita mér að þér og hann myndi einbeita sér að systkynum þínum, heimilinu og vinnunni. Þetta er ekki búin að vera auðveldur tími en ég ákvað að vera jákvæð og ekki eyða orku í neikvæðni og svartsýni. Pabbi þinn kom til mín á hverjum degi og systkyni þín þegar vel stóð á. Þeim fannst reyndar ekkert sérstakt að koma til mín því þau söknuðu mín og vildu fá mig heim. Verst var samt að liggja á spítala þegar systir þín átti afmæli en þau komu til mín og sýndu mér nýja hjólið sem við gáfum henni í 7 ára afmælisgjöf. Þau lögðu bílnum beint fyrir neðan gluggann minn svo ég gæti séð það því ég mátti ekki labba neitt. Eftir gott kósíkvöld með heimatilbúna pizzu, fullt af nammi og knúsi frá stóru systkynum þínum missti ég vatnið gengin 26 vikur og 5daga. Næsta verkefni var að hefjast. Fæðingin gekk hratt fyrir sig og þú komst í heiminn, yndislegur og fullskapaður en pínulítill. Þú varst aðeins 1170 gr og 37 cm en það fallegasta sem við höfðum augum litið. Ég fékk að dvelja á spítalanum í 3 daga eftir fæðinguna og ljósmæðurnar hvöttu mig áfram til að koma brjóstagjöfinni í gang og ég hefði ekki getað hugsað mér yndislegri manneskjur til að hafa í kringum mig enda kvaddi ég þær með tárin í augunum. Ég vissi hreinlega ekki hvernig ég ætti að geta tekist á við lífið og allt sem því fylgir án þeirra. Á þeim 59 dögum sem við dvöldum á Vökudeildinni kíktu ljósurnar mínar á okkur og veittu mér stuðning á ótrúlegustu tímum. Þegar komið var að heimför í lok apríl gátum við ekki kvatt Landspítalann án þess að koma við á deild 22A og sýna þeim litla kraftaverkið okkar. Á heimleið eftir rúmlega 3 mánaða dvöl á spítalanum kvöddum við fólkið sem hélt okkur gangandi og það var ekki laust við að hjartað fylltist söknuði. Þarna kvöddum við fólkið sem gerði okkur kleift að takast á við aðstæður sem í fyrstu virtust óyfirstíganlegar en með stuðningi og alúð kenndu okkur að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Kæri lesandi, vonandi hefur þessi lesning veitt þér örlitla innsýn í dvöl á meðgöngu og sængurkvennadeild. Því miður eru ekki allar konur eins „heppnar“ og ég með aðbúnað því enn er helmingur deildarinnar óbreyttur síðan 1975. Árið 2011 eru konur enn þrjár saman á stofu með nýfædd börn sín og geta ekki fengið stuðning frá mökum því ekki er gert ráð fyrir þeim á deildinni. Deild 22A er ekki einungis fyrir konur heldur fjölskyldurnar í landinu. Veittu stuðning, gefðu líf!
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun