Opið bréf frá foreldrum til fræðslustjóra Ásta Kristrún Ólafsdóttir, Jóna Á. Gísladóttir, Nick A. Cathcart-Jones og Róbert Jack og Svafa Arnardóttir skrifa 5. apríl 2011 07:00 Kæri Ragnar. Við biðlum til þín um að sýna miskunn og mannúð og sjá til þess að öllum börnum með þroskahömlun standi til boða skólavist í sérskóla. Ekki bara sumum.Við gerum athugasemdir við skýringar frá menntasviði á þrengdum inntökuskilyrðum í Öskjuhlíðarskóla: 1. Sagt er að ný inntökuskilyrði í Öskjuhlíðarskóla séu ekkert annað en staðfesting á því hvernig nemendahópurinn sé nú. Þetta er ekki rétt. Í skólanum eru börn sem falla utan ramma núgildandi skilyrða. Auk þess hefur börnum verið synjað um skólavist á forsendum nýju skilyrðanna. 2. Sagt er að þróunin sé og verði sú að börn með þroskahömlun gangi í almennan skóla. Af hverju er menntasviðið svona visst um þessa þróun? Er það af því að það sér fram í tímann eða af því að það telur sig hafa fundið hina einu sönnu menntastefnu um aldur og ævi? Hvorugt getur talist boðlegt. Foreldrar hljóta að eiga að koma að þessari þróun. 3. Sagt er að „skóli fyrir alla" sé stefna borgarinnar í skólamálum. Sú stefna felur ekki í sér að það megi eða eigi að meina þroskaheftum börnum um skólavist í sérskóla. Það er hins vegar brot á grunnskólalögum að bjóða þessum sömu börnum hvorki uppá sérdeild né sérskóla (sjá 17. grein grunnskólalaga frá 2008 og 2. grein reglugerðar frá 2010 um nemendur með sérþarfir) og það stríðir gegn 76. grein stjórnarskrárinnar um rétt allra til fræðslu við sitt hæfi. 4. Sagt er að mörg lönd í kringum okkur hafi tekið upp þessa stefnu. Sú staðreynd að einhver hallist að einhverri stefnu eru ekki næg rök fyrir því að hún sé alls staðar og alltaf við hæfi. Það verður að vera sveigjanleiki í kerfinu og eins verður að svara málefnalegum rökum þegar þau eru borin fram, sérstaklega þegar reynslan sýnir að hlutirnir ganga ekki upp og mörg þroskaskert börn njóta sín ekki sem skyldi í almennum skólum. Með samanburði við önnur lönd má þó benda á að yfirvöld í Noregi, sem fóru með þessa stefnu yfir strikið fyrir um það bil tveimur áratugum, eru að átta sig á mistökunum og þar er nú rætt um að endurreisa sérskóla. Þá eru sérskólar víða annars staðar við lýði, til dæmis í Hollandi ganga um það bil 9,6% barna í sérskóla vegna hverskyns námsörðugleika og þar þykja sérskólar sjálfsögð og eðlileg þjónusta. 5. Sagt er að almenni skólinn muni ekki sinna þroskahömluðum börnum af alvöru meðan sérskólar séu í boði. Þessi skýring gefur til kynna að fólk í almennum skólum hafi ekki trú á sérskólalausu skólakerfi, en jafnframt að búið sé að ákveða niðurstöðuna og það eigi að þvinga fólk til fylgilags við hana. Geta það talist boðleg lýðræðisleg vinnubrögð? Ef þú lumar á góðum og gildum rökum fyrir því að meina þroskaheftum börnum um skólavist í sérskóla fyrir þroskahefta, viljum við gjarnan fá að heyra þau. Annars biðjum við þig vinsamlegast að leiðrétta inntökuskilyrði í Öskjuhlíðarskóla þannig að öll þroskaheft börn hafi aðgang að skólanum, ekki bara sum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kæri Ragnar. Við biðlum til þín um að sýna miskunn og mannúð og sjá til þess að öllum börnum með þroskahömlun standi til boða skólavist í sérskóla. Ekki bara sumum.Við gerum athugasemdir við skýringar frá menntasviði á þrengdum inntökuskilyrðum í Öskjuhlíðarskóla: 1. Sagt er að ný inntökuskilyrði í Öskjuhlíðarskóla séu ekkert annað en staðfesting á því hvernig nemendahópurinn sé nú. Þetta er ekki rétt. Í skólanum eru börn sem falla utan ramma núgildandi skilyrða. Auk þess hefur börnum verið synjað um skólavist á forsendum nýju skilyrðanna. 2. Sagt er að þróunin sé og verði sú að börn með þroskahömlun gangi í almennan skóla. Af hverju er menntasviðið svona visst um þessa þróun? Er það af því að það sér fram í tímann eða af því að það telur sig hafa fundið hina einu sönnu menntastefnu um aldur og ævi? Hvorugt getur talist boðlegt. Foreldrar hljóta að eiga að koma að þessari þróun. 3. Sagt er að „skóli fyrir alla" sé stefna borgarinnar í skólamálum. Sú stefna felur ekki í sér að það megi eða eigi að meina þroskaheftum börnum um skólavist í sérskóla. Það er hins vegar brot á grunnskólalögum að bjóða þessum sömu börnum hvorki uppá sérdeild né sérskóla (sjá 17. grein grunnskólalaga frá 2008 og 2. grein reglugerðar frá 2010 um nemendur með sérþarfir) og það stríðir gegn 76. grein stjórnarskrárinnar um rétt allra til fræðslu við sitt hæfi. 4. Sagt er að mörg lönd í kringum okkur hafi tekið upp þessa stefnu. Sú staðreynd að einhver hallist að einhverri stefnu eru ekki næg rök fyrir því að hún sé alls staðar og alltaf við hæfi. Það verður að vera sveigjanleiki í kerfinu og eins verður að svara málefnalegum rökum þegar þau eru borin fram, sérstaklega þegar reynslan sýnir að hlutirnir ganga ekki upp og mörg þroskaskert börn njóta sín ekki sem skyldi í almennum skólum. Með samanburði við önnur lönd má þó benda á að yfirvöld í Noregi, sem fóru með þessa stefnu yfir strikið fyrir um það bil tveimur áratugum, eru að átta sig á mistökunum og þar er nú rætt um að endurreisa sérskóla. Þá eru sérskólar víða annars staðar við lýði, til dæmis í Hollandi ganga um það bil 9,6% barna í sérskóla vegna hverskyns námsörðugleika og þar þykja sérskólar sjálfsögð og eðlileg þjónusta. 5. Sagt er að almenni skólinn muni ekki sinna þroskahömluðum börnum af alvöru meðan sérskólar séu í boði. Þessi skýring gefur til kynna að fólk í almennum skólum hafi ekki trú á sérskólalausu skólakerfi, en jafnframt að búið sé að ákveða niðurstöðuna og það eigi að þvinga fólk til fylgilags við hana. Geta það talist boðleg lýðræðisleg vinnubrögð? Ef þú lumar á góðum og gildum rökum fyrir því að meina þroskaheftum börnum um skólavist í sérskóla fyrir þroskahefta, viljum við gjarnan fá að heyra þau. Annars biðjum við þig vinsamlegast að leiðrétta inntökuskilyrði í Öskjuhlíðarskóla þannig að öll þroskaheft börn hafi aðgang að skólanum, ekki bara sum.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun