Kylfusveinn á Masters í 50 ár Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. apríl 2011 22:45 Jackson brosmildur á æfingu um helgina. Masters-mótið um helgina verður afar sérstakt fyrir Carl Jackson, kylfusvein Ben Crenshaw. Mótið um helgina verður það fimmtugasta í röðinni hjá þessum aldna heiðursmanni. Sagt er að hann sé jafn nauðsynlegur fylgihluti mótsins og græni jakkinn og Magnolia Lane. Þegar Crenshaw byrjaði að vinna sem kylfusveinn á Masters voru allir leikmennirnir hvítir og þeir urðu að nota svarta kylfusveina sem voru í vinnu fyrir golfklúbbinn. Kylfusveinarnir urðu þess utan að klæðast hvítum heilgöllum og er enn haldið í þá hefð. Hún er reyndar umdeild enda er afar heitt þegar mótið fer fram og heilgallarnir gera kylfusveinunum erfitt fyrir í hitanum. Þykir mörgum sem tengingin í þrælatímabilið sé enn of sterk í Augusta. Öll sú umræða truflar þó ekki Jackson sem á ekkert nema góðar minningar frá Masters. "Ég hugsa oft til baka og á mjög margar góðar minningar frá þessu móti," sagði Jackson sem var aðeins 14 ára er hann bar kylfurnar fyrir Billy Burke árið 1961. Síðan þá hefur hann aðeins misst af einu Masters-móti. "50 ár er heil lífstíð. Það hefur verið mikð um blóð, svita og tár á þessum 50 árum," sagði Ben Crenshaw en Jackson hefur borið kylfurnar hans síðan 1976. Þetta verður í 35. skipti sem þeir fara saman á Masters. Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Masters-mótið um helgina verður afar sérstakt fyrir Carl Jackson, kylfusvein Ben Crenshaw. Mótið um helgina verður það fimmtugasta í röðinni hjá þessum aldna heiðursmanni. Sagt er að hann sé jafn nauðsynlegur fylgihluti mótsins og græni jakkinn og Magnolia Lane. Þegar Crenshaw byrjaði að vinna sem kylfusveinn á Masters voru allir leikmennirnir hvítir og þeir urðu að nota svarta kylfusveina sem voru í vinnu fyrir golfklúbbinn. Kylfusveinarnir urðu þess utan að klæðast hvítum heilgöllum og er enn haldið í þá hefð. Hún er reyndar umdeild enda er afar heitt þegar mótið fer fram og heilgallarnir gera kylfusveinunum erfitt fyrir í hitanum. Þykir mörgum sem tengingin í þrælatímabilið sé enn of sterk í Augusta. Öll sú umræða truflar þó ekki Jackson sem á ekkert nema góðar minningar frá Masters. "Ég hugsa oft til baka og á mjög margar góðar minningar frá þessu móti," sagði Jackson sem var aðeins 14 ára er hann bar kylfurnar fyrir Billy Burke árið 1961. Síðan þá hefur hann aðeins misst af einu Masters-móti. "50 ár er heil lífstíð. Það hefur verið mikð um blóð, svita og tár á þessum 50 árum," sagði Ben Crenshaw en Jackson hefur borið kylfurnar hans síðan 1976. Þetta verður í 35. skipti sem þeir fara saman á Masters.
Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira