Telja lögreglu þurfa auknar rannsóknarheimildir 16. febrúar 2011 05:30 Lögreglan þarf auknar rannsóknarheimildir, segja níu þingmenn. „Lögregla hér þarf að hafa sömu fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir og starfsbræður hennar í nágrannalöndunum." Þetta segir Siv Friðleifsdóttir, fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir lögreglu. Auk Sivjar standa átta þingmenn úr þremur flokkum að tillögunni. „Á síðustu árum hef ég fylgst með málefnum lögreglu, bæði fyrir hönd framsóknarmanna og í þinginu almennt," útskýrir Siv. „Jafnframt hef ég fylgst með því sem verið er að gera í stjórnkerfinu varðandi skipulagða glæpastarfsemi. Það er alveg ljóst að lengi hefur verið rætt um að það skorti auknar heimildir til handa lögreglu til að fara í þessar fyrirbyggjandi rannsóknir. Þessar heimildir hafa lögreglulið hinna Norðurlandaríkjanna og víðast hvar í Evrópu. Við Íslendingar höfum alltaf viljað trúa því að svona skipulagða glæpastarfsemi reki ekki á okkar fjörur því við séum vernduð hér úti í norðurhafi." Siv segir, að þrátt fyrir þetta hafi sést hér á landi dæmi, sem hafi farið fjölgandi, um skipulagða glæpastarfsemi. Hún kveðst einkum leggja þar áherslu á mansal, sem menn hefðu ekki átt von á að kæmi upp hér þótt reyndin hefði orðið önnur, svo og skipulagðan innflutning á fíkniefnum. „Almenn skipulögð glæpastarfsemi virðir engin landamæri," segir Siv enn fremur. „Við erum í miklu samstarfi við nágrannalöndin og þurfum að geta tekið vel á málum þegar brotamenn fara á milli landa." Siv undirstrikar að lokum að skýrt eftirlit þurfi að fylgja beitingu rannsóknarheimildanna.- jss Tengdar fréttir Lögreglumenn fái auknar heimildir Níu þingmenn þriggja stjórnmálaflokka vilja að lögreglan fái auknar heimildir sem eru sambærilegar við þær heimildir sem lögregla í öðrum norrænum ríkjum hefur til að rannsaka og grípa til gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Um svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir er að ræða. 14. febrúar 2011 17:39 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
„Lögregla hér þarf að hafa sömu fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir og starfsbræður hennar í nágrannalöndunum." Þetta segir Siv Friðleifsdóttir, fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir lögreglu. Auk Sivjar standa átta þingmenn úr þremur flokkum að tillögunni. „Á síðustu árum hef ég fylgst með málefnum lögreglu, bæði fyrir hönd framsóknarmanna og í þinginu almennt," útskýrir Siv. „Jafnframt hef ég fylgst með því sem verið er að gera í stjórnkerfinu varðandi skipulagða glæpastarfsemi. Það er alveg ljóst að lengi hefur verið rætt um að það skorti auknar heimildir til handa lögreglu til að fara í þessar fyrirbyggjandi rannsóknir. Þessar heimildir hafa lögreglulið hinna Norðurlandaríkjanna og víðast hvar í Evrópu. Við Íslendingar höfum alltaf viljað trúa því að svona skipulagða glæpastarfsemi reki ekki á okkar fjörur því við séum vernduð hér úti í norðurhafi." Siv segir, að þrátt fyrir þetta hafi sést hér á landi dæmi, sem hafi farið fjölgandi, um skipulagða glæpastarfsemi. Hún kveðst einkum leggja þar áherslu á mansal, sem menn hefðu ekki átt von á að kæmi upp hér þótt reyndin hefði orðið önnur, svo og skipulagðan innflutning á fíkniefnum. „Almenn skipulögð glæpastarfsemi virðir engin landamæri," segir Siv enn fremur. „Við erum í miklu samstarfi við nágrannalöndin og þurfum að geta tekið vel á málum þegar brotamenn fara á milli landa." Siv undirstrikar að lokum að skýrt eftirlit þurfi að fylgja beitingu rannsóknarheimildanna.- jss
Tengdar fréttir Lögreglumenn fái auknar heimildir Níu þingmenn þriggja stjórnmálaflokka vilja að lögreglan fái auknar heimildir sem eru sambærilegar við þær heimildir sem lögregla í öðrum norrænum ríkjum hefur til að rannsaka og grípa til gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Um svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir er að ræða. 14. febrúar 2011 17:39 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Lögreglumenn fái auknar heimildir Níu þingmenn þriggja stjórnmálaflokka vilja að lögreglan fái auknar heimildir sem eru sambærilegar við þær heimildir sem lögregla í öðrum norrænum ríkjum hefur til að rannsaka og grípa til gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Um svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir er að ræða. 14. febrúar 2011 17:39