Telja lögreglu þurfa auknar rannsóknarheimildir 16. febrúar 2011 05:30 Lögreglan þarf auknar rannsóknarheimildir, segja níu þingmenn. „Lögregla hér þarf að hafa sömu fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir og starfsbræður hennar í nágrannalöndunum." Þetta segir Siv Friðleifsdóttir, fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir lögreglu. Auk Sivjar standa átta þingmenn úr þremur flokkum að tillögunni. „Á síðustu árum hef ég fylgst með málefnum lögreglu, bæði fyrir hönd framsóknarmanna og í þinginu almennt," útskýrir Siv. „Jafnframt hef ég fylgst með því sem verið er að gera í stjórnkerfinu varðandi skipulagða glæpastarfsemi. Það er alveg ljóst að lengi hefur verið rætt um að það skorti auknar heimildir til handa lögreglu til að fara í þessar fyrirbyggjandi rannsóknir. Þessar heimildir hafa lögreglulið hinna Norðurlandaríkjanna og víðast hvar í Evrópu. Við Íslendingar höfum alltaf viljað trúa því að svona skipulagða glæpastarfsemi reki ekki á okkar fjörur því við séum vernduð hér úti í norðurhafi." Siv segir, að þrátt fyrir þetta hafi sést hér á landi dæmi, sem hafi farið fjölgandi, um skipulagða glæpastarfsemi. Hún kveðst einkum leggja þar áherslu á mansal, sem menn hefðu ekki átt von á að kæmi upp hér þótt reyndin hefði orðið önnur, svo og skipulagðan innflutning á fíkniefnum. „Almenn skipulögð glæpastarfsemi virðir engin landamæri," segir Siv enn fremur. „Við erum í miklu samstarfi við nágrannalöndin og þurfum að geta tekið vel á málum þegar brotamenn fara á milli landa." Siv undirstrikar að lokum að skýrt eftirlit þurfi að fylgja beitingu rannsóknarheimildanna.- jss Tengdar fréttir Lögreglumenn fái auknar heimildir Níu þingmenn þriggja stjórnmálaflokka vilja að lögreglan fái auknar heimildir sem eru sambærilegar við þær heimildir sem lögregla í öðrum norrænum ríkjum hefur til að rannsaka og grípa til gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Um svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir er að ræða. 14. febrúar 2011 17:39 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Sjá meira
„Lögregla hér þarf að hafa sömu fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir og starfsbræður hennar í nágrannalöndunum." Þetta segir Siv Friðleifsdóttir, fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir lögreglu. Auk Sivjar standa átta þingmenn úr þremur flokkum að tillögunni. „Á síðustu árum hef ég fylgst með málefnum lögreglu, bæði fyrir hönd framsóknarmanna og í þinginu almennt," útskýrir Siv. „Jafnframt hef ég fylgst með því sem verið er að gera í stjórnkerfinu varðandi skipulagða glæpastarfsemi. Það er alveg ljóst að lengi hefur verið rætt um að það skorti auknar heimildir til handa lögreglu til að fara í þessar fyrirbyggjandi rannsóknir. Þessar heimildir hafa lögreglulið hinna Norðurlandaríkjanna og víðast hvar í Evrópu. Við Íslendingar höfum alltaf viljað trúa því að svona skipulagða glæpastarfsemi reki ekki á okkar fjörur því við séum vernduð hér úti í norðurhafi." Siv segir, að þrátt fyrir þetta hafi sést hér á landi dæmi, sem hafi farið fjölgandi, um skipulagða glæpastarfsemi. Hún kveðst einkum leggja þar áherslu á mansal, sem menn hefðu ekki átt von á að kæmi upp hér þótt reyndin hefði orðið önnur, svo og skipulagðan innflutning á fíkniefnum. „Almenn skipulögð glæpastarfsemi virðir engin landamæri," segir Siv enn fremur. „Við erum í miklu samstarfi við nágrannalöndin og þurfum að geta tekið vel á málum þegar brotamenn fara á milli landa." Siv undirstrikar að lokum að skýrt eftirlit þurfi að fylgja beitingu rannsóknarheimildanna.- jss
Tengdar fréttir Lögreglumenn fái auknar heimildir Níu þingmenn þriggja stjórnmálaflokka vilja að lögreglan fái auknar heimildir sem eru sambærilegar við þær heimildir sem lögregla í öðrum norrænum ríkjum hefur til að rannsaka og grípa til gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Um svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir er að ræða. 14. febrúar 2011 17:39 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Sjá meira
Lögreglumenn fái auknar heimildir Níu þingmenn þriggja stjórnmálaflokka vilja að lögreglan fái auknar heimildir sem eru sambærilegar við þær heimildir sem lögregla í öðrum norrænum ríkjum hefur til að rannsaka og grípa til gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Um svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir er að ræða. 14. febrúar 2011 17:39