Að bera fyrir sig börn Finnur Þór Vilhjálmsson skrifar 7. apríl 2011 07:00 Umræðan um Icesave hefur reynst frjó að einu – og aðeins einu – leyti: hjá sumum virðist hún alltaf enda með barni. Í Icesave-umræðunni hefur töluvert borið á misyfirveguðum upphrópunum um Börnin – með stórum staf. Varð þessi þróun að yfirlögðu ráði eða bara óvart? Hver ákvað að Börnin skyldu dregin burt úr sínu náttúrlega umhverfi, ef svo má segja, og gerð að bitru vopni í öðrum hverjum leðjuslag eða hitamáli sem í gangi er þá og þá stundina? Jújú, Icesave varðar vissulega framtíðarfjárskuldbindingar þjóðarinnar, reyndar sífellt minna ef marka má nýjustu tölur. En mörg mál eru því marki brennd, og það mun fremur en Icesave, eins og ýmsir hafa bent á. Við tölum um alls konar hluti sem varða bæði framtíð og skuldir þjóðarinnar, saman eða í sitt hvoru lagi, sem og ýmsar aðrar meginstoðir og -málefni samfélagsins, án þess að Börnin séu einlægt dregin inn í málið með þeim eindregna hætti sem tíðkast hefur í þessu máli. Og almennt séð, ef horft er á mál úr nógu mikilli hæð, má þá ekki yfirleitt einhvern veginn komast að banalli en þó rökstuddri niðurstöðu að þau snúist endanlega með einum eða öðrum hætti um hag barnanna? Að tala um börn er góð skemmtun, en á kannski ekki alls staðar jafnvel heima. Hvers vegna allt þetta barnatal í Icesave-umræðunni? Svarið er svo sem engin nýlunda en þolir endurtekningu: Börnin eru hér nýtt sem tilfinningalegir Trójuhestar. Þau eru stýriflaugar fyrir áróður. Með þeim er komið við kvikuna í fólki. Þau eru hergagn, klippt og skorið. Þeir sem óðast berja þessa bumbu þykjast heilagri en aðrir en hitta því miður varla nema sjálfa sig fyrir. Að lágmarki, alveg fyrir utan hversu viðeigandi þessi orðræða þykir: Má sættast á að hún hafi gengið agnarögn of langt? Hún fór til þess að gera pent af stað með tali um litlar herðar og stórar byrðar, þróaðist svo í fjálglegra myndmál um sligun og hlekki og þess háttar. Nú hafa útvarpsauglýsingar básúnað beinum hliðstæðum við barnaþrælkun, barnaánauð, barnasölu til forna. Barnaþetta, barnahitt – grófustu senum er fleygt upp fyrir fólki, allt í þágu málstaðarins. Eða var það ef til vill bara grínaktugur gjörningur, absúrdleikhús? Eins og fjögurra ára sonur vina minna sagði við mig um síðustu helgi, eftir það sem hann taldi fremur þunnt spaug af minni hálfu: Fyrirgefðu – en sérðu mig brosa? Þau taki það til sín sem vilja, í Icesave og reyndar fleiri málum sem reynt hefur verið að barnvæða umfram eðli þeirra og/eða réttmætt tilefni: Í fyllstu vinsemd, með glassúr og glimmer, í málum sem snerta þau ekki sérstaklega eða varla umfram svo ótalmargt annað varðandi fjármál og framtíðina –gætuð þið látið vera að bera börnin fyrir ykkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræðan um Icesave hefur reynst frjó að einu – og aðeins einu – leyti: hjá sumum virðist hún alltaf enda með barni. Í Icesave-umræðunni hefur töluvert borið á misyfirveguðum upphrópunum um Börnin – með stórum staf. Varð þessi þróun að yfirlögðu ráði eða bara óvart? Hver ákvað að Börnin skyldu dregin burt úr sínu náttúrlega umhverfi, ef svo má segja, og gerð að bitru vopni í öðrum hverjum leðjuslag eða hitamáli sem í gangi er þá og þá stundina? Jújú, Icesave varðar vissulega framtíðarfjárskuldbindingar þjóðarinnar, reyndar sífellt minna ef marka má nýjustu tölur. En mörg mál eru því marki brennd, og það mun fremur en Icesave, eins og ýmsir hafa bent á. Við tölum um alls konar hluti sem varða bæði framtíð og skuldir þjóðarinnar, saman eða í sitt hvoru lagi, sem og ýmsar aðrar meginstoðir og -málefni samfélagsins, án þess að Börnin séu einlægt dregin inn í málið með þeim eindregna hætti sem tíðkast hefur í þessu máli. Og almennt séð, ef horft er á mál úr nógu mikilli hæð, má þá ekki yfirleitt einhvern veginn komast að banalli en þó rökstuddri niðurstöðu að þau snúist endanlega með einum eða öðrum hætti um hag barnanna? Að tala um börn er góð skemmtun, en á kannski ekki alls staðar jafnvel heima. Hvers vegna allt þetta barnatal í Icesave-umræðunni? Svarið er svo sem engin nýlunda en þolir endurtekningu: Börnin eru hér nýtt sem tilfinningalegir Trójuhestar. Þau eru stýriflaugar fyrir áróður. Með þeim er komið við kvikuna í fólki. Þau eru hergagn, klippt og skorið. Þeir sem óðast berja þessa bumbu þykjast heilagri en aðrir en hitta því miður varla nema sjálfa sig fyrir. Að lágmarki, alveg fyrir utan hversu viðeigandi þessi orðræða þykir: Má sættast á að hún hafi gengið agnarögn of langt? Hún fór til þess að gera pent af stað með tali um litlar herðar og stórar byrðar, þróaðist svo í fjálglegra myndmál um sligun og hlekki og þess háttar. Nú hafa útvarpsauglýsingar básúnað beinum hliðstæðum við barnaþrælkun, barnaánauð, barnasölu til forna. Barnaþetta, barnahitt – grófustu senum er fleygt upp fyrir fólki, allt í þágu málstaðarins. Eða var það ef til vill bara grínaktugur gjörningur, absúrdleikhús? Eins og fjögurra ára sonur vina minna sagði við mig um síðustu helgi, eftir það sem hann taldi fremur þunnt spaug af minni hálfu: Fyrirgefðu – en sérðu mig brosa? Þau taki það til sín sem vilja, í Icesave og reyndar fleiri málum sem reynt hefur verið að barnvæða umfram eðli þeirra og/eða réttmætt tilefni: Í fyllstu vinsemd, með glassúr og glimmer, í málum sem snerta þau ekki sérstaklega eða varla umfram svo ótalmargt annað varðandi fjármál og framtíðina –gætuð þið látið vera að bera börnin fyrir ykkur?
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun