Mikill ávinningur af skuldalækkun Steinþór Pálsson skrifar 27. júní 2011 03:00 Landsbankinn kynnti nýlega nýjar og endurbættar leiðir til lækkunar skulda viðskiptavina. Þær felast í því að rýmka mjög um skilyrði fyrir 110% leið bankans, í endurskipulagningu og niðurfærslu ýmissa annarra skulda en fasteignaskulda og síðast en ekki síst í endurgreiðslu vaxta til skil-vísra viðskiptavina. Viðbrögðin við þessu hafa verið einstaklega góð. Þau sýna svo ekki verður um villst að hér erum við á réttri leið. Við hvetjum þá viðskiptavini okkar sem enn eiga eftir að kynna sér þessar lausnir, til að hafa samband við bankann og fara yfir sína stöðu. Frestur til að sækja um niðurfellingu annarra skulda en íbúðaskulda rennur út 15. júlí. Þeir sem eiga yfirveðsett húsnæði en hafa veðsett það fleirum en Landsbankanum þurfa að sækja um 110% leiðina fyrir 1. júlí. Þeir sem eru með öll lán sín með veð í fasteign hjá Landsbankanum þurfa ekki að sækja um. Um endurgreiðslu vaxta þarf ekki að sækja. Öflugri aðgerðir eru nauðsynlegarÞær leiðir sem hingað til hafa verið í boði hafa ekki verið fullnægjandi að okkar mati, þó þær séu ágætar um margt. Það er stefna bankans að taka myndarlega á skuldavanda heimila og fyrirtækja og við teljum það langmikilvægasta verkefni bankans sem stendur. Með öflugri aðgerðum næst að leysa vanda mun fleiri en áður, og fólk ræður betur við endurgreiðslur lána. Um leið er markmiðið að tryggja gott og farsælt samband við viðskiptavini því á slíku sambandi vill bankinn byggja framtíð sína. Þetta er með öðrum orðum mikilvæg viðskiptaleg ákvörðun sem byggir á traustri fjárhagsstöðu Landsbankans. Sameiginlegur ávinningurVið áætlum að sú búbót sem viðskiptavinir bankans muni njóta með nýjum aðgerðum sé á bilinu 20 – 30 milljarðar króna ef allir nýta sér sinn rétt. Til að mæta þessum aðgerðum hefur Landsbankinn gjaldfært á fyrsta ársfjórðungi þessa árs verulegar fjárhæðir til viðbótar þeim varúðarsjóðum sem bankinn bjó yfir eftir að hann keypti lánin frá þrotabúi gamla bankans. Það eru framtíðarhagsmunir Landsbankans að grípa til aðgerða eins og þessara og tryggja með þeim sameiginlegan ávinning samfélags, viðskiptavina og eigenda. Góð ávöxtun fyrir hluthafaLandsbankinn hefur verið rekinn með góðum hagnaði sem skilað hefur sér í ávinningi fyrir hluthafana. Ríkissjóður lagði Landsbankanum hf. til 122 milljarða króna í nýtt eigið fé þegar efnahagsreikningur hans lá fyrir í desember 2009. Bankinn hefur ávaxtað það fjármagn mjög vel og eigið fé bankans hefur aukist verulega frá stofnun. Hlutur ríkisins hefur nú vaxið um 19 milljarða króna umfram þann fjármagnskostnað sem það hefur orðið fyrir vegna framlags síns til bankans. Landsbankinn er mun verðmætari nú en hann var í upphafi og ríkissjóður mun uppskera samkvæmt því þegar eigendastefnu ríkisins um að Landsbankinn hf. eigi að vera í dreifðri eignaraðild verður hrint í framkvæmd. LokaorðLandsbankinn er hlutafélag. Daglegur rekstur bankans er í höndum stjórnenda hans. Þeir taka ákvarðanir um mikilvæg viðskiptaleg málefni rétt eins og stjórnendur annarra hlutafélaga. Þær ákvarðanir sem hér er fjallað um eru teknar á viðskiptalegum forsendum. Hagsmunir viðskiptavina og bankans fara saman þegar kemur að aðgerðum í skuldamálum heimilanna. Það er hagur bankans að viðskiptamenn hans standi vel. Um þetta ríkir enginn ágreiningur eins og fram hefur komið af hálfu talsmanna þeirra sem fara með eignarhlut í Landsbankanum. Ég vil að endingu ítreka við viðskiptavini bankans, sem eiga eftir að sækja um lækkun skulda, að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara og sækja um áður en frestur rennur út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Landsbankinn kynnti nýlega nýjar og endurbættar leiðir til lækkunar skulda viðskiptavina. Þær felast í því að rýmka mjög um skilyrði fyrir 110% leið bankans, í endurskipulagningu og niðurfærslu ýmissa annarra skulda en fasteignaskulda og síðast en ekki síst í endurgreiðslu vaxta til skil-vísra viðskiptavina. Viðbrögðin við þessu hafa verið einstaklega góð. Þau sýna svo ekki verður um villst að hér erum við á réttri leið. Við hvetjum þá viðskiptavini okkar sem enn eiga eftir að kynna sér þessar lausnir, til að hafa samband við bankann og fara yfir sína stöðu. Frestur til að sækja um niðurfellingu annarra skulda en íbúðaskulda rennur út 15. júlí. Þeir sem eiga yfirveðsett húsnæði en hafa veðsett það fleirum en Landsbankanum þurfa að sækja um 110% leiðina fyrir 1. júlí. Þeir sem eru með öll lán sín með veð í fasteign hjá Landsbankanum þurfa ekki að sækja um. Um endurgreiðslu vaxta þarf ekki að sækja. Öflugri aðgerðir eru nauðsynlegarÞær leiðir sem hingað til hafa verið í boði hafa ekki verið fullnægjandi að okkar mati, þó þær séu ágætar um margt. Það er stefna bankans að taka myndarlega á skuldavanda heimila og fyrirtækja og við teljum það langmikilvægasta verkefni bankans sem stendur. Með öflugri aðgerðum næst að leysa vanda mun fleiri en áður, og fólk ræður betur við endurgreiðslur lána. Um leið er markmiðið að tryggja gott og farsælt samband við viðskiptavini því á slíku sambandi vill bankinn byggja framtíð sína. Þetta er með öðrum orðum mikilvæg viðskiptaleg ákvörðun sem byggir á traustri fjárhagsstöðu Landsbankans. Sameiginlegur ávinningurVið áætlum að sú búbót sem viðskiptavinir bankans muni njóta með nýjum aðgerðum sé á bilinu 20 – 30 milljarðar króna ef allir nýta sér sinn rétt. Til að mæta þessum aðgerðum hefur Landsbankinn gjaldfært á fyrsta ársfjórðungi þessa árs verulegar fjárhæðir til viðbótar þeim varúðarsjóðum sem bankinn bjó yfir eftir að hann keypti lánin frá þrotabúi gamla bankans. Það eru framtíðarhagsmunir Landsbankans að grípa til aðgerða eins og þessara og tryggja með þeim sameiginlegan ávinning samfélags, viðskiptavina og eigenda. Góð ávöxtun fyrir hluthafaLandsbankinn hefur verið rekinn með góðum hagnaði sem skilað hefur sér í ávinningi fyrir hluthafana. Ríkissjóður lagði Landsbankanum hf. til 122 milljarða króna í nýtt eigið fé þegar efnahagsreikningur hans lá fyrir í desember 2009. Bankinn hefur ávaxtað það fjármagn mjög vel og eigið fé bankans hefur aukist verulega frá stofnun. Hlutur ríkisins hefur nú vaxið um 19 milljarða króna umfram þann fjármagnskostnað sem það hefur orðið fyrir vegna framlags síns til bankans. Landsbankinn er mun verðmætari nú en hann var í upphafi og ríkissjóður mun uppskera samkvæmt því þegar eigendastefnu ríkisins um að Landsbankinn hf. eigi að vera í dreifðri eignaraðild verður hrint í framkvæmd. LokaorðLandsbankinn er hlutafélag. Daglegur rekstur bankans er í höndum stjórnenda hans. Þeir taka ákvarðanir um mikilvæg viðskiptaleg málefni rétt eins og stjórnendur annarra hlutafélaga. Þær ákvarðanir sem hér er fjallað um eru teknar á viðskiptalegum forsendum. Hagsmunir viðskiptavina og bankans fara saman þegar kemur að aðgerðum í skuldamálum heimilanna. Það er hagur bankans að viðskiptamenn hans standi vel. Um þetta ríkir enginn ágreiningur eins og fram hefur komið af hálfu talsmanna þeirra sem fara með eignarhlut í Landsbankanum. Ég vil að endingu ítreka við viðskiptavini bankans, sem eiga eftir að sækja um lækkun skulda, að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara og sækja um áður en frestur rennur út.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar