Alonso ætlaði að sækja til sigurs 30. maí 2011 08:36 Fernando Alonso á fréttamannafundinum í Mónakó í gær eftir kappaksturinn. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Fernando Alonso varð annar í Formúlu 1 mótinu í Mónakó í gær á Ferrari, eftir harðan slag við Sebastian Vettel á Red Bull og Jenson Button á McLaren á lokasprettinum. Hann hugðist sækja til sigurs, en óhapp í lok mótsins varð til þess að það gekk ekki upp. Alonso er núna fimmti í stigamóti ökumanna, en Vettel efstur eftir fimm sigra í sex mótum. Jamie Alguersuari á Torro Rosso og Vitaly Petrov stöðvuðust í brautinni eftir árekstur og kalla þurfti út öryggisbílinn. Þetta þýddi að sókn Alonso á Vettel stöðvaðist á meðan hlé var gert á keppninni og Vettel gat skipt um dekk, sem voru orðinn slitinn. Hann hafði telft á tæpasta vað varðandi dekkjanotkun, en hafði samt náð að halda aftur af Alonso sem var á minna slitnum dekkjum. Alonso hugði gott til glóðarinnar hvað þetta varðar á lokasprettinum. Alonso var engu að síður ánægður með árangur hans og Ferrari og sagði þetta á fréttamannafundi í gær. „Við ræstum fjórðu af stað og þetta er besti árangurinn á árinu. Við vorum í þriðja sæti í Tyrklandi og í öðru hérna. Þetta var því góð helgi. Við vorum fljótir á fimmtudag og fljótir í tímatökunni og í keppninni", sagði Alonso. Alonso sagði að lið hans hefði verið heppið þegar kalla þurfti út öryggisbílinn fyrr í keppninni vegna óhapps, því annars hefði Button kannski verið á leið til sigurs. Sjálfur hefði hann þá aðeins átt möguleika á þriðja sæti. Hann taldi því sig hafa grætt sæti á fyrra óhappinu, en síðan hefði hann hugsanlega tapað af mögulegum sigri, þegar öryggisbíllinn kom út í seinna skiptið. Aðspurður um hvort hann hefði ætlað að sækja að Vettel á lokasprettinum sagði Alonso: „Að sjálfsögðu. Ég hafði engu að tapa. Ég er ekki í forystu í stigamótinu og vildi því reyna að sigra. Ef við lendum í árekstri, þá lendum við í árekstri", sagði Alonso. Alonso sagði líka að síðustu vikur hefðu verið Ferrari erfiðar og að liðið hefði þurft á hagstæðum úrslitum að halda og mótshelgin í Mónakó hefði verið hvatning fyrir liðið. Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Fernando Alonso varð annar í Formúlu 1 mótinu í Mónakó í gær á Ferrari, eftir harðan slag við Sebastian Vettel á Red Bull og Jenson Button á McLaren á lokasprettinum. Hann hugðist sækja til sigurs, en óhapp í lok mótsins varð til þess að það gekk ekki upp. Alonso er núna fimmti í stigamóti ökumanna, en Vettel efstur eftir fimm sigra í sex mótum. Jamie Alguersuari á Torro Rosso og Vitaly Petrov stöðvuðust í brautinni eftir árekstur og kalla þurfti út öryggisbílinn. Þetta þýddi að sókn Alonso á Vettel stöðvaðist á meðan hlé var gert á keppninni og Vettel gat skipt um dekk, sem voru orðinn slitinn. Hann hafði telft á tæpasta vað varðandi dekkjanotkun, en hafði samt náð að halda aftur af Alonso sem var á minna slitnum dekkjum. Alonso hugði gott til glóðarinnar hvað þetta varðar á lokasprettinum. Alonso var engu að síður ánægður með árangur hans og Ferrari og sagði þetta á fréttamannafundi í gær. „Við ræstum fjórðu af stað og þetta er besti árangurinn á árinu. Við vorum í þriðja sæti í Tyrklandi og í öðru hérna. Þetta var því góð helgi. Við vorum fljótir á fimmtudag og fljótir í tímatökunni og í keppninni", sagði Alonso. Alonso sagði að lið hans hefði verið heppið þegar kalla þurfti út öryggisbílinn fyrr í keppninni vegna óhapps, því annars hefði Button kannski verið á leið til sigurs. Sjálfur hefði hann þá aðeins átt möguleika á þriðja sæti. Hann taldi því sig hafa grætt sæti á fyrra óhappinu, en síðan hefði hann hugsanlega tapað af mögulegum sigri, þegar öryggisbíllinn kom út í seinna skiptið. Aðspurður um hvort hann hefði ætlað að sækja að Vettel á lokasprettinum sagði Alonso: „Að sjálfsögðu. Ég hafði engu að tapa. Ég er ekki í forystu í stigamótinu og vildi því reyna að sigra. Ef við lendum í árekstri, þá lendum við í árekstri", sagði Alonso. Alonso sagði líka að síðustu vikur hefðu verið Ferrari erfiðar og að liðið hefði þurft á hagstæðum úrslitum að halda og mótshelgin í Mónakó hefði verið hvatning fyrir liðið.
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira