Umfjöllun og viðtöl: HK - Akureyri 30-27 Stefán Árni Pálsson í Digranesi skrifar 30. október 2011 00:01 HK vann fínan sigur gegn Akureyri, 30-27, í Digranesinu í dag, en leikurinn var sá síðasti í sjöttu umferð N1-deildar karla. Jafn var á með liðinum í fyrri hálfleiknum og staðan var 16-15 fyrir heimamenn í hálfleik. HK-ingar komu grimmir út í þann síðari og náðu fljótlega sex marka forystu, 26-20, en á þessum kafla gerðu Akureyringar sig seka um gríðarlega marga tæknifeila sem reyndust þeim dýrkeypt. Akureyri náði aðeins að klóra í bakkann undir lokin en það var ekki nóg og því vann HK fínan sigur. Bjarki Már Elísson átti stórleik í liði HK og skoraði tíu mörk. Bjarni Fritzson og Bergvin Gíslason gerðu 6 mörk fyrir Akureyri. Björn Ingi Friðþjófsson varði 22 skot í marki HK. Bjarki Már: Erum með lið til að fara alla leið„Þetta var frábær sigur hjá okkur í dag," sagði Bjarki Már Elísson, leikmaður HK, eftir sigurinn í dag. „Við gerum fullt af mistökum í þessum leik, en það er mjög svo sterkt að ná samt sem áður að vinna Akureyri". „Við náðum fínu forskoti í síðari hálfleiknum en hleyptum óþarfa spennu inn í leikinn rétt undir lokin. Mér fannst samt sigurinn aldrei vera í hættu". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Bjarka hér að ofan. Heimir Örn: Ég á langt í landHeimir Örn Árnason.Mynd/ValliHeimir Örn Árnason, leikmaður Akureyrar, átti óvænta innkomu í lið norðanmanna í gær, en hann meiddist illa fyrir stuttu og átti jafnvel að vera frá fram í janúar á næsta ári. „Ég ákveð að reyna hjálpa strákunum og koma inn í leikstjórnandastöðuna, en þetta var í raun verra en ég bjóst við," sagði Heimir. „Ég var allt of hægur og stirður, á þó nokkuð langt í land. Ég var samt ánægður með margt í okkar leik. Menn voru margir að leika vel í dag, en á móti svona sterku liði eins og HK þá verðum við allir að spila betur". „Menn eru hægt og bítandi að koma til baka úr meiðslum en það mun taka þá alla nokkrar vikur að komast í gott spilform. Við verðum ekki orðnir fullmannaðir fyrir eftir áramót. Mér finnst samt að við ættum að vera komnir með fleiri stig". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Heimi með því að ýta hér. Kristinn: Kannski ekki fallegasti boltinn en samt sem áður fínn sigurErlingur Richardsson og Kristinn Guðmundsson.Mynd/Valli„Þetta var frábær sigur því lið Akureyrar berst alltaf eins og ljón allan leikinn," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir sigurinn í dag. „Við erum kannski ekki að spila fallegan handbolta í kvöld, en náum upp fínu forskoti með því að berja okkur dálítið saman". „Við dreifðum álaginu mikið í kvöld og ég held að það hafi skilað okkur sigrinum. Bjarki (Már Elísson) nýtur góðs af því hversu góða vörn við erum að spila, en hann er að leika frábærlega og að mínu mati er hann einn af bestu tveim bestu hornamönnum deildarinnar". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Kristinn með því að ýta hér.Leiknum var lýst á Boltavaktinni hér fyrir neðan. Olís-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira
HK vann fínan sigur gegn Akureyri, 30-27, í Digranesinu í dag, en leikurinn var sá síðasti í sjöttu umferð N1-deildar karla. Jafn var á með liðinum í fyrri hálfleiknum og staðan var 16-15 fyrir heimamenn í hálfleik. HK-ingar komu grimmir út í þann síðari og náðu fljótlega sex marka forystu, 26-20, en á þessum kafla gerðu Akureyringar sig seka um gríðarlega marga tæknifeila sem reyndust þeim dýrkeypt. Akureyri náði aðeins að klóra í bakkann undir lokin en það var ekki nóg og því vann HK fínan sigur. Bjarki Már Elísson átti stórleik í liði HK og skoraði tíu mörk. Bjarni Fritzson og Bergvin Gíslason gerðu 6 mörk fyrir Akureyri. Björn Ingi Friðþjófsson varði 22 skot í marki HK. Bjarki Már: Erum með lið til að fara alla leið„Þetta var frábær sigur hjá okkur í dag," sagði Bjarki Már Elísson, leikmaður HK, eftir sigurinn í dag. „Við gerum fullt af mistökum í þessum leik, en það er mjög svo sterkt að ná samt sem áður að vinna Akureyri". „Við náðum fínu forskoti í síðari hálfleiknum en hleyptum óþarfa spennu inn í leikinn rétt undir lokin. Mér fannst samt sigurinn aldrei vera í hættu". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Bjarka hér að ofan. Heimir Örn: Ég á langt í landHeimir Örn Árnason.Mynd/ValliHeimir Örn Árnason, leikmaður Akureyrar, átti óvænta innkomu í lið norðanmanna í gær, en hann meiddist illa fyrir stuttu og átti jafnvel að vera frá fram í janúar á næsta ári. „Ég ákveð að reyna hjálpa strákunum og koma inn í leikstjórnandastöðuna, en þetta var í raun verra en ég bjóst við," sagði Heimir. „Ég var allt of hægur og stirður, á þó nokkuð langt í land. Ég var samt ánægður með margt í okkar leik. Menn voru margir að leika vel í dag, en á móti svona sterku liði eins og HK þá verðum við allir að spila betur". „Menn eru hægt og bítandi að koma til baka úr meiðslum en það mun taka þá alla nokkrar vikur að komast í gott spilform. Við verðum ekki orðnir fullmannaðir fyrir eftir áramót. Mér finnst samt að við ættum að vera komnir með fleiri stig". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Heimi með því að ýta hér. Kristinn: Kannski ekki fallegasti boltinn en samt sem áður fínn sigurErlingur Richardsson og Kristinn Guðmundsson.Mynd/Valli„Þetta var frábær sigur því lið Akureyrar berst alltaf eins og ljón allan leikinn," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir sigurinn í dag. „Við erum kannski ekki að spila fallegan handbolta í kvöld, en náum upp fínu forskoti með því að berja okkur dálítið saman". „Við dreifðum álaginu mikið í kvöld og ég held að það hafi skilað okkur sigrinum. Bjarki (Már Elísson) nýtur góðs af því hversu góða vörn við erum að spila, en hann er að leika frábærlega og að mínu mati er hann einn af bestu tveim bestu hornamönnum deildarinnar". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Kristinn með því að ýta hér.Leiknum var lýst á Boltavaktinni hér fyrir neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira