Barni bjargað í dag Engilbert Guðmundsson skrifar 27. júlí 2011 06:00 Í austanverðri Afríku er fjöldi barna nú illa haldinn af hungri og mörg þeirra hafa þegar dáið eða munu deyja innan skamms. Þarna verður vafalaust einhver mesti mannlegi harmleikur sem við höfum séð í langan tíma – nema nægjanleg hjálp berist í tæka tíð. Orsakir hörmunganna eru margvíslegar. Náttúrulegar veðurfarssveiflur hafa magnast að tíðni og hörku vegna gróðurhúsaáhrifa þannig að þurrkar sem áður urðu að jafnaði einu sinni á áratug eða svo verða nú á nokkurra ára fresti. Vegna mannfjölgunar hefur ásókn í land, skóga og vatn vaxið verulega og ýtt undir gróðureyðingu. Í einu landanna, Sómalíu, hefur lengi ríkt pólitísk óstjórn og grimmilegt ættbálkastríð. Hvort tveggja hefur grafið undan möguleikum venjulegs fólks til að sjá sér farborða. Ástandið í landinu hefur líka komið í veg fyrir að hægt væri að bjóða upp á þróunaraðstoð sem gæti komið að gagni. Af nógu er því að taka þegar finna skal skýringar og útdeila ábyrgð. En eitt er dagljóst: Börnin sem þjást af hungri og þorsta og halda í líftóruna með veikum fingrum eiga þarna enga sök! Samviska okkar hlýtur að kalla á að við réttum þeim hjálparhönd. Sem betur fer eigum við hér á Íslandi góðra kosta völ þegar við viljum veita aðstoð. Hin afbragðsgóðu félagasamtök Unicef á Íslandi, Rauði Krossinn og Barnaheill hafa hafið söfnun til hjálpar fórnarlömbum þurrkanna. Hjá þessum samtökum starfar fólk sem hefur viljann og getuna til að láta framlög okkar koma að sem mestu gagni. Við getum látið peningana okkar í hendur þeirra fullviss um að peningarnir komast á leiðarenda og verða notaðir með faglegum og ábyrgum hætti til að fæða börn og forða þeim frá verstu hungurvofunni. Þau kunna sem sé að bjarga börnum. Fátt er eins gott fyrir sálina og samviskuna og að hjálpa nauðstöddum. Hér gefst tækifæri sem er bæði fljótvirkt og einfalt og kostar ekki meira en það sem þú telur þig hafa efni á. Taktu upp símann eða farðu í tölvuna og gefðu peninga í söfnun fyrir börnin sem eru að deyja úr hungri. Þú getur verið þess fullviss að framlag þitt fer í að bjarga barnslífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í austanverðri Afríku er fjöldi barna nú illa haldinn af hungri og mörg þeirra hafa þegar dáið eða munu deyja innan skamms. Þarna verður vafalaust einhver mesti mannlegi harmleikur sem við höfum séð í langan tíma – nema nægjanleg hjálp berist í tæka tíð. Orsakir hörmunganna eru margvíslegar. Náttúrulegar veðurfarssveiflur hafa magnast að tíðni og hörku vegna gróðurhúsaáhrifa þannig að þurrkar sem áður urðu að jafnaði einu sinni á áratug eða svo verða nú á nokkurra ára fresti. Vegna mannfjölgunar hefur ásókn í land, skóga og vatn vaxið verulega og ýtt undir gróðureyðingu. Í einu landanna, Sómalíu, hefur lengi ríkt pólitísk óstjórn og grimmilegt ættbálkastríð. Hvort tveggja hefur grafið undan möguleikum venjulegs fólks til að sjá sér farborða. Ástandið í landinu hefur líka komið í veg fyrir að hægt væri að bjóða upp á þróunaraðstoð sem gæti komið að gagni. Af nógu er því að taka þegar finna skal skýringar og útdeila ábyrgð. En eitt er dagljóst: Börnin sem þjást af hungri og þorsta og halda í líftóruna með veikum fingrum eiga þarna enga sök! Samviska okkar hlýtur að kalla á að við réttum þeim hjálparhönd. Sem betur fer eigum við hér á Íslandi góðra kosta völ þegar við viljum veita aðstoð. Hin afbragðsgóðu félagasamtök Unicef á Íslandi, Rauði Krossinn og Barnaheill hafa hafið söfnun til hjálpar fórnarlömbum þurrkanna. Hjá þessum samtökum starfar fólk sem hefur viljann og getuna til að láta framlög okkar koma að sem mestu gagni. Við getum látið peningana okkar í hendur þeirra fullviss um að peningarnir komast á leiðarenda og verða notaðir með faglegum og ábyrgum hætti til að fæða börn og forða þeim frá verstu hungurvofunni. Þau kunna sem sé að bjarga börnum. Fátt er eins gott fyrir sálina og samviskuna og að hjálpa nauðstöddum. Hér gefst tækifæri sem er bæði fljótvirkt og einfalt og kostar ekki meira en það sem þú telur þig hafa efni á. Taktu upp símann eða farðu í tölvuna og gefðu peninga í söfnun fyrir börnin sem eru að deyja úr hungri. Þú getur verið þess fullviss að framlag þitt fer í að bjarga barnslífi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun