Ýkjur um afskriftir í fjölmiðlum Sigurður Magnússon skrifar 4. nóvember 2011 06:00 Fjölmiðlar hafa flutt fréttir af fjögurra milljarða afskriftum skulda hjá Sveitarfélaginu Álftanesi. Hér er verið að ýkja og líklegra að samningar náist um einn milljarð í afskriftir, eða leiðréttingu bankalána og eru þá meðtalin lán Fasteignar vegna Álftaneslaugar. Gegnir furðu að bæjaryfirvöld skuli ekki leiðrétta þennan fréttaflutning og gefa íbúum Álftaness réttar upplýsingar um stöðu mála. Þöggunin á þeim bæ getur ekki þjónað hagsmunum íbúanna þótt að sjálfsögðu þurfi að virða trúnað um einstök samningsgögn. Erlend lán vafalaust ólögleg miðað við dómaAuk samninga um bankalán vinnur fjárhaldsstjórnin að öðrum samningum við endurskipulagningu fjármála. Áformað er að kaupa sund- og íþróttamiðstöð af Fasteign. Kaupin breyta eigna- og skuldfærslu í bókhaldi um einn milljarð þar sem lán færast með öðrum hætti en leigusamningar. Rifta á samningum við Búmenn um uppbyggingu á miðsvæðinu og lækka þá skuldbindingar bæjarsjóðs um milljarð. Á-listinn hefur gagnrýnt riftun þessara samninga, enda skapa þeir bæjarsjóði nýjar tekjur sem verða hærri en skuldbindingin. Að lokum kemur milljarður frá Jöfnunarsjóði. Greiðslurnar frá Jöfnunarsjóði má líta á sem síðbúna leiðréttingu á margra ára misrétti sem Álftanes hefur búið við. Heildaráhrif þessara fjárhaldsgjörninga kunna að vera rúmir fjórir milljarðar, en afskriftir skulda eða leiðrétting lána eru um milljarður. Reyndar er eðlilegra að tala um leiðréttingu bankalána en afskriftir vegna þess að erlend lán sveitarfélagsins eru ólögleg, sé tekið mið af nýlegum dómum. Tjón sveitarfélagsins vegna erlendra lána er rúmlega sú leiðrétting sem verið er að semja um. KlíkustjórnsýslaHverjir hafa hagsmuni af því að ljúga afskriftum upp á Álftanes og segja einn milljarð vera fjóra og eiga greiðan aðgang að fjölmiðlum? Eru þetta sömu aðilar og sögðu skuldirnar vera sjö milljarða 2009 þegar nær var að tala um rúma fimm? Á þessi fréttaflutningur að draga kjark úr Álftnesingum? Getur verið að þetta séu sömu öfl og hafa lagt áhersu á að sameina Álftanes og Garðabæ? Það er ekki gleymt að tveir af þremur fulltrúum í Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaganna sem D-listinn kallaði til eftir að meirihluti Á-lista féll, haustið 2009, hafði fyrir fram mótaðar skoðanir um sameiningu við Garðabæ. Formaður var að auki endurskoðandi Garðabæjar til margra ára. Dæmigerð íslensk klíkustjórnsýsla sem þyrfti að rannsaka. Heildstæð sameining og friðun við SkerjafjörðÞegar samningum fjárhaldsstjórnar lýkur á næstu vikum munu sameiningarviðræður við Garðabæ hefjast aftur eftir hlé. Betra væri þó, í samráði við íbúana, að skoða málin upp á nýtt. Eins og aðstæður eru á höfuðborgarsvæðinu ætti að ræða heildstæða sameiningu. Samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum má hlutfall skulda af tekjum ekki vera hærra en 150%. Mörg sveitarfélög eru þó yfirskuldsett, s.s. í þéttbýlinu. Þannig er skuldahlutfall t.d. hjá Kópavogi, Reykjavík og Hafnarfirði á bilinu 250-350%. Hagræðing er því aðkallandi um leið og verja þarf þjónustu við íbúana. Stór sameining opnar líka ný tækifæri í skipulags- og umhverfismálum. Í viðræðum um sameiningu þyrftu Álftnesingar að semja um bætta nærþjónustu og atvinnu í heimabyggð með uppbyggingu á „grænum miðbæ“ sem búið er að skipuleggja. Semja þarf um verndun einstakrar náttúru á Álftanesi og að unnið verði með Umhverfisstofnun að friðun Bessastaðaness og strandsvæða. Fjöldi skuldsettra sveitarfélaga og ný lögNýsamþykkt sveitarstjórnarlög boða íbúalýðræði og er það fagnaðarefni. Í þeim eru einnig ákvæði um hámarksskuldsetningu sveitarfélaga, hliðstætt þeirri forskrift sem fylgt er við endurskipulagningu fjármála á Álftanesi. Munur er þó á. Lögin gera ráð fyrir reglugerð sem heimilar aðlögun skuldsettra sveitarfélaga í allt að tíu ár meðan Álftanes á að uppfylla þetta ákvæði strax, eða að öðrum kosti sameinast öðru sveitarfélagi. Fyrirhuguð reglugerð ætti að gera kleift að endurskoða áætlanir á Álftanesi, s.s. um uppbyggingu á miðsvæðinu. Hvernig sem ræðst úr sameiningarmálum á markmiðið að vera sjálfbær byggð á Álftanesi með góða nærþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa flutt fréttir af fjögurra milljarða afskriftum skulda hjá Sveitarfélaginu Álftanesi. Hér er verið að ýkja og líklegra að samningar náist um einn milljarð í afskriftir, eða leiðréttingu bankalána og eru þá meðtalin lán Fasteignar vegna Álftaneslaugar. Gegnir furðu að bæjaryfirvöld skuli ekki leiðrétta þennan fréttaflutning og gefa íbúum Álftaness réttar upplýsingar um stöðu mála. Þöggunin á þeim bæ getur ekki þjónað hagsmunum íbúanna þótt að sjálfsögðu þurfi að virða trúnað um einstök samningsgögn. Erlend lán vafalaust ólögleg miðað við dómaAuk samninga um bankalán vinnur fjárhaldsstjórnin að öðrum samningum við endurskipulagningu fjármála. Áformað er að kaupa sund- og íþróttamiðstöð af Fasteign. Kaupin breyta eigna- og skuldfærslu í bókhaldi um einn milljarð þar sem lán færast með öðrum hætti en leigusamningar. Rifta á samningum við Búmenn um uppbyggingu á miðsvæðinu og lækka þá skuldbindingar bæjarsjóðs um milljarð. Á-listinn hefur gagnrýnt riftun þessara samninga, enda skapa þeir bæjarsjóði nýjar tekjur sem verða hærri en skuldbindingin. Að lokum kemur milljarður frá Jöfnunarsjóði. Greiðslurnar frá Jöfnunarsjóði má líta á sem síðbúna leiðréttingu á margra ára misrétti sem Álftanes hefur búið við. Heildaráhrif þessara fjárhaldsgjörninga kunna að vera rúmir fjórir milljarðar, en afskriftir skulda eða leiðrétting lána eru um milljarður. Reyndar er eðlilegra að tala um leiðréttingu bankalána en afskriftir vegna þess að erlend lán sveitarfélagsins eru ólögleg, sé tekið mið af nýlegum dómum. Tjón sveitarfélagsins vegna erlendra lána er rúmlega sú leiðrétting sem verið er að semja um. KlíkustjórnsýslaHverjir hafa hagsmuni af því að ljúga afskriftum upp á Álftanes og segja einn milljarð vera fjóra og eiga greiðan aðgang að fjölmiðlum? Eru þetta sömu aðilar og sögðu skuldirnar vera sjö milljarða 2009 þegar nær var að tala um rúma fimm? Á þessi fréttaflutningur að draga kjark úr Álftnesingum? Getur verið að þetta séu sömu öfl og hafa lagt áhersu á að sameina Álftanes og Garðabæ? Það er ekki gleymt að tveir af þremur fulltrúum í Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaganna sem D-listinn kallaði til eftir að meirihluti Á-lista féll, haustið 2009, hafði fyrir fram mótaðar skoðanir um sameiningu við Garðabæ. Formaður var að auki endurskoðandi Garðabæjar til margra ára. Dæmigerð íslensk klíkustjórnsýsla sem þyrfti að rannsaka. Heildstæð sameining og friðun við SkerjafjörðÞegar samningum fjárhaldsstjórnar lýkur á næstu vikum munu sameiningarviðræður við Garðabæ hefjast aftur eftir hlé. Betra væri þó, í samráði við íbúana, að skoða málin upp á nýtt. Eins og aðstæður eru á höfuðborgarsvæðinu ætti að ræða heildstæða sameiningu. Samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum má hlutfall skulda af tekjum ekki vera hærra en 150%. Mörg sveitarfélög eru þó yfirskuldsett, s.s. í þéttbýlinu. Þannig er skuldahlutfall t.d. hjá Kópavogi, Reykjavík og Hafnarfirði á bilinu 250-350%. Hagræðing er því aðkallandi um leið og verja þarf þjónustu við íbúana. Stór sameining opnar líka ný tækifæri í skipulags- og umhverfismálum. Í viðræðum um sameiningu þyrftu Álftnesingar að semja um bætta nærþjónustu og atvinnu í heimabyggð með uppbyggingu á „grænum miðbæ“ sem búið er að skipuleggja. Semja þarf um verndun einstakrar náttúru á Álftanesi og að unnið verði með Umhverfisstofnun að friðun Bessastaðaness og strandsvæða. Fjöldi skuldsettra sveitarfélaga og ný lögNýsamþykkt sveitarstjórnarlög boða íbúalýðræði og er það fagnaðarefni. Í þeim eru einnig ákvæði um hámarksskuldsetningu sveitarfélaga, hliðstætt þeirri forskrift sem fylgt er við endurskipulagningu fjármála á Álftanesi. Munur er þó á. Lögin gera ráð fyrir reglugerð sem heimilar aðlögun skuldsettra sveitarfélaga í allt að tíu ár meðan Álftanes á að uppfylla þetta ákvæði strax, eða að öðrum kosti sameinast öðru sveitarfélagi. Fyrirhuguð reglugerð ætti að gera kleift að endurskoða áætlanir á Álftanesi, s.s. um uppbyggingu á miðsvæðinu. Hvernig sem ræðst úr sameiningarmálum á markmiðið að vera sjálfbær byggð á Álftanesi með góða nærþjónustu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar