Ýkjur um afskriftir í fjölmiðlum Sigurður Magnússon skrifar 4. nóvember 2011 06:00 Fjölmiðlar hafa flutt fréttir af fjögurra milljarða afskriftum skulda hjá Sveitarfélaginu Álftanesi. Hér er verið að ýkja og líklegra að samningar náist um einn milljarð í afskriftir, eða leiðréttingu bankalána og eru þá meðtalin lán Fasteignar vegna Álftaneslaugar. Gegnir furðu að bæjaryfirvöld skuli ekki leiðrétta þennan fréttaflutning og gefa íbúum Álftaness réttar upplýsingar um stöðu mála. Þöggunin á þeim bæ getur ekki þjónað hagsmunum íbúanna þótt að sjálfsögðu þurfi að virða trúnað um einstök samningsgögn. Erlend lán vafalaust ólögleg miðað við dómaAuk samninga um bankalán vinnur fjárhaldsstjórnin að öðrum samningum við endurskipulagningu fjármála. Áformað er að kaupa sund- og íþróttamiðstöð af Fasteign. Kaupin breyta eigna- og skuldfærslu í bókhaldi um einn milljarð þar sem lán færast með öðrum hætti en leigusamningar. Rifta á samningum við Búmenn um uppbyggingu á miðsvæðinu og lækka þá skuldbindingar bæjarsjóðs um milljarð. Á-listinn hefur gagnrýnt riftun þessara samninga, enda skapa þeir bæjarsjóði nýjar tekjur sem verða hærri en skuldbindingin. Að lokum kemur milljarður frá Jöfnunarsjóði. Greiðslurnar frá Jöfnunarsjóði má líta á sem síðbúna leiðréttingu á margra ára misrétti sem Álftanes hefur búið við. Heildaráhrif þessara fjárhaldsgjörninga kunna að vera rúmir fjórir milljarðar, en afskriftir skulda eða leiðrétting lána eru um milljarður. Reyndar er eðlilegra að tala um leiðréttingu bankalána en afskriftir vegna þess að erlend lán sveitarfélagsins eru ólögleg, sé tekið mið af nýlegum dómum. Tjón sveitarfélagsins vegna erlendra lána er rúmlega sú leiðrétting sem verið er að semja um. KlíkustjórnsýslaHverjir hafa hagsmuni af því að ljúga afskriftum upp á Álftanes og segja einn milljarð vera fjóra og eiga greiðan aðgang að fjölmiðlum? Eru þetta sömu aðilar og sögðu skuldirnar vera sjö milljarða 2009 þegar nær var að tala um rúma fimm? Á þessi fréttaflutningur að draga kjark úr Álftnesingum? Getur verið að þetta séu sömu öfl og hafa lagt áhersu á að sameina Álftanes og Garðabæ? Það er ekki gleymt að tveir af þremur fulltrúum í Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaganna sem D-listinn kallaði til eftir að meirihluti Á-lista féll, haustið 2009, hafði fyrir fram mótaðar skoðanir um sameiningu við Garðabæ. Formaður var að auki endurskoðandi Garðabæjar til margra ára. Dæmigerð íslensk klíkustjórnsýsla sem þyrfti að rannsaka. Heildstæð sameining og friðun við SkerjafjörðÞegar samningum fjárhaldsstjórnar lýkur á næstu vikum munu sameiningarviðræður við Garðabæ hefjast aftur eftir hlé. Betra væri þó, í samráði við íbúana, að skoða málin upp á nýtt. Eins og aðstæður eru á höfuðborgarsvæðinu ætti að ræða heildstæða sameiningu. Samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum má hlutfall skulda af tekjum ekki vera hærra en 150%. Mörg sveitarfélög eru þó yfirskuldsett, s.s. í þéttbýlinu. Þannig er skuldahlutfall t.d. hjá Kópavogi, Reykjavík og Hafnarfirði á bilinu 250-350%. Hagræðing er því aðkallandi um leið og verja þarf þjónustu við íbúana. Stór sameining opnar líka ný tækifæri í skipulags- og umhverfismálum. Í viðræðum um sameiningu þyrftu Álftnesingar að semja um bætta nærþjónustu og atvinnu í heimabyggð með uppbyggingu á „grænum miðbæ“ sem búið er að skipuleggja. Semja þarf um verndun einstakrar náttúru á Álftanesi og að unnið verði með Umhverfisstofnun að friðun Bessastaðaness og strandsvæða. Fjöldi skuldsettra sveitarfélaga og ný lögNýsamþykkt sveitarstjórnarlög boða íbúalýðræði og er það fagnaðarefni. Í þeim eru einnig ákvæði um hámarksskuldsetningu sveitarfélaga, hliðstætt þeirri forskrift sem fylgt er við endurskipulagningu fjármála á Álftanesi. Munur er þó á. Lögin gera ráð fyrir reglugerð sem heimilar aðlögun skuldsettra sveitarfélaga í allt að tíu ár meðan Álftanes á að uppfylla þetta ákvæði strax, eða að öðrum kosti sameinast öðru sveitarfélagi. Fyrirhuguð reglugerð ætti að gera kleift að endurskoða áætlanir á Álftanesi, s.s. um uppbyggingu á miðsvæðinu. Hvernig sem ræðst úr sameiningarmálum á markmiðið að vera sjálfbær byggð á Álftanesi með góða nærþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa flutt fréttir af fjögurra milljarða afskriftum skulda hjá Sveitarfélaginu Álftanesi. Hér er verið að ýkja og líklegra að samningar náist um einn milljarð í afskriftir, eða leiðréttingu bankalána og eru þá meðtalin lán Fasteignar vegna Álftaneslaugar. Gegnir furðu að bæjaryfirvöld skuli ekki leiðrétta þennan fréttaflutning og gefa íbúum Álftaness réttar upplýsingar um stöðu mála. Þöggunin á þeim bæ getur ekki þjónað hagsmunum íbúanna þótt að sjálfsögðu þurfi að virða trúnað um einstök samningsgögn. Erlend lán vafalaust ólögleg miðað við dómaAuk samninga um bankalán vinnur fjárhaldsstjórnin að öðrum samningum við endurskipulagningu fjármála. Áformað er að kaupa sund- og íþróttamiðstöð af Fasteign. Kaupin breyta eigna- og skuldfærslu í bókhaldi um einn milljarð þar sem lán færast með öðrum hætti en leigusamningar. Rifta á samningum við Búmenn um uppbyggingu á miðsvæðinu og lækka þá skuldbindingar bæjarsjóðs um milljarð. Á-listinn hefur gagnrýnt riftun þessara samninga, enda skapa þeir bæjarsjóði nýjar tekjur sem verða hærri en skuldbindingin. Að lokum kemur milljarður frá Jöfnunarsjóði. Greiðslurnar frá Jöfnunarsjóði má líta á sem síðbúna leiðréttingu á margra ára misrétti sem Álftanes hefur búið við. Heildaráhrif þessara fjárhaldsgjörninga kunna að vera rúmir fjórir milljarðar, en afskriftir skulda eða leiðrétting lána eru um milljarður. Reyndar er eðlilegra að tala um leiðréttingu bankalána en afskriftir vegna þess að erlend lán sveitarfélagsins eru ólögleg, sé tekið mið af nýlegum dómum. Tjón sveitarfélagsins vegna erlendra lána er rúmlega sú leiðrétting sem verið er að semja um. KlíkustjórnsýslaHverjir hafa hagsmuni af því að ljúga afskriftum upp á Álftanes og segja einn milljarð vera fjóra og eiga greiðan aðgang að fjölmiðlum? Eru þetta sömu aðilar og sögðu skuldirnar vera sjö milljarða 2009 þegar nær var að tala um rúma fimm? Á þessi fréttaflutningur að draga kjark úr Álftnesingum? Getur verið að þetta séu sömu öfl og hafa lagt áhersu á að sameina Álftanes og Garðabæ? Það er ekki gleymt að tveir af þremur fulltrúum í Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaganna sem D-listinn kallaði til eftir að meirihluti Á-lista féll, haustið 2009, hafði fyrir fram mótaðar skoðanir um sameiningu við Garðabæ. Formaður var að auki endurskoðandi Garðabæjar til margra ára. Dæmigerð íslensk klíkustjórnsýsla sem þyrfti að rannsaka. Heildstæð sameining og friðun við SkerjafjörðÞegar samningum fjárhaldsstjórnar lýkur á næstu vikum munu sameiningarviðræður við Garðabæ hefjast aftur eftir hlé. Betra væri þó, í samráði við íbúana, að skoða málin upp á nýtt. Eins og aðstæður eru á höfuðborgarsvæðinu ætti að ræða heildstæða sameiningu. Samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum má hlutfall skulda af tekjum ekki vera hærra en 150%. Mörg sveitarfélög eru þó yfirskuldsett, s.s. í þéttbýlinu. Þannig er skuldahlutfall t.d. hjá Kópavogi, Reykjavík og Hafnarfirði á bilinu 250-350%. Hagræðing er því aðkallandi um leið og verja þarf þjónustu við íbúana. Stór sameining opnar líka ný tækifæri í skipulags- og umhverfismálum. Í viðræðum um sameiningu þyrftu Álftnesingar að semja um bætta nærþjónustu og atvinnu í heimabyggð með uppbyggingu á „grænum miðbæ“ sem búið er að skipuleggja. Semja þarf um verndun einstakrar náttúru á Álftanesi og að unnið verði með Umhverfisstofnun að friðun Bessastaðaness og strandsvæða. Fjöldi skuldsettra sveitarfélaga og ný lögNýsamþykkt sveitarstjórnarlög boða íbúalýðræði og er það fagnaðarefni. Í þeim eru einnig ákvæði um hámarksskuldsetningu sveitarfélaga, hliðstætt þeirri forskrift sem fylgt er við endurskipulagningu fjármála á Álftanesi. Munur er þó á. Lögin gera ráð fyrir reglugerð sem heimilar aðlögun skuldsettra sveitarfélaga í allt að tíu ár meðan Álftanes á að uppfylla þetta ákvæði strax, eða að öðrum kosti sameinast öðru sveitarfélagi. Fyrirhuguð reglugerð ætti að gera kleift að endurskoða áætlanir á Álftanesi, s.s. um uppbyggingu á miðsvæðinu. Hvernig sem ræðst úr sameiningarmálum á markmiðið að vera sjálfbær byggð á Álftanesi með góða nærþjónustu.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun