Ýkjur um afskriftir í fjölmiðlum Sigurður Magnússon skrifar 4. nóvember 2011 06:00 Fjölmiðlar hafa flutt fréttir af fjögurra milljarða afskriftum skulda hjá Sveitarfélaginu Álftanesi. Hér er verið að ýkja og líklegra að samningar náist um einn milljarð í afskriftir, eða leiðréttingu bankalána og eru þá meðtalin lán Fasteignar vegna Álftaneslaugar. Gegnir furðu að bæjaryfirvöld skuli ekki leiðrétta þennan fréttaflutning og gefa íbúum Álftaness réttar upplýsingar um stöðu mála. Þöggunin á þeim bæ getur ekki þjónað hagsmunum íbúanna þótt að sjálfsögðu þurfi að virða trúnað um einstök samningsgögn. Erlend lán vafalaust ólögleg miðað við dómaAuk samninga um bankalán vinnur fjárhaldsstjórnin að öðrum samningum við endurskipulagningu fjármála. Áformað er að kaupa sund- og íþróttamiðstöð af Fasteign. Kaupin breyta eigna- og skuldfærslu í bókhaldi um einn milljarð þar sem lán færast með öðrum hætti en leigusamningar. Rifta á samningum við Búmenn um uppbyggingu á miðsvæðinu og lækka þá skuldbindingar bæjarsjóðs um milljarð. Á-listinn hefur gagnrýnt riftun þessara samninga, enda skapa þeir bæjarsjóði nýjar tekjur sem verða hærri en skuldbindingin. Að lokum kemur milljarður frá Jöfnunarsjóði. Greiðslurnar frá Jöfnunarsjóði má líta á sem síðbúna leiðréttingu á margra ára misrétti sem Álftanes hefur búið við. Heildaráhrif þessara fjárhaldsgjörninga kunna að vera rúmir fjórir milljarðar, en afskriftir skulda eða leiðrétting lána eru um milljarður. Reyndar er eðlilegra að tala um leiðréttingu bankalána en afskriftir vegna þess að erlend lán sveitarfélagsins eru ólögleg, sé tekið mið af nýlegum dómum. Tjón sveitarfélagsins vegna erlendra lána er rúmlega sú leiðrétting sem verið er að semja um. KlíkustjórnsýslaHverjir hafa hagsmuni af því að ljúga afskriftum upp á Álftanes og segja einn milljarð vera fjóra og eiga greiðan aðgang að fjölmiðlum? Eru þetta sömu aðilar og sögðu skuldirnar vera sjö milljarða 2009 þegar nær var að tala um rúma fimm? Á þessi fréttaflutningur að draga kjark úr Álftnesingum? Getur verið að þetta séu sömu öfl og hafa lagt áhersu á að sameina Álftanes og Garðabæ? Það er ekki gleymt að tveir af þremur fulltrúum í Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaganna sem D-listinn kallaði til eftir að meirihluti Á-lista féll, haustið 2009, hafði fyrir fram mótaðar skoðanir um sameiningu við Garðabæ. Formaður var að auki endurskoðandi Garðabæjar til margra ára. Dæmigerð íslensk klíkustjórnsýsla sem þyrfti að rannsaka. Heildstæð sameining og friðun við SkerjafjörðÞegar samningum fjárhaldsstjórnar lýkur á næstu vikum munu sameiningarviðræður við Garðabæ hefjast aftur eftir hlé. Betra væri þó, í samráði við íbúana, að skoða málin upp á nýtt. Eins og aðstæður eru á höfuðborgarsvæðinu ætti að ræða heildstæða sameiningu. Samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum má hlutfall skulda af tekjum ekki vera hærra en 150%. Mörg sveitarfélög eru þó yfirskuldsett, s.s. í þéttbýlinu. Þannig er skuldahlutfall t.d. hjá Kópavogi, Reykjavík og Hafnarfirði á bilinu 250-350%. Hagræðing er því aðkallandi um leið og verja þarf þjónustu við íbúana. Stór sameining opnar líka ný tækifæri í skipulags- og umhverfismálum. Í viðræðum um sameiningu þyrftu Álftnesingar að semja um bætta nærþjónustu og atvinnu í heimabyggð með uppbyggingu á „grænum miðbæ“ sem búið er að skipuleggja. Semja þarf um verndun einstakrar náttúru á Álftanesi og að unnið verði með Umhverfisstofnun að friðun Bessastaðaness og strandsvæða. Fjöldi skuldsettra sveitarfélaga og ný lögNýsamþykkt sveitarstjórnarlög boða íbúalýðræði og er það fagnaðarefni. Í þeim eru einnig ákvæði um hámarksskuldsetningu sveitarfélaga, hliðstætt þeirri forskrift sem fylgt er við endurskipulagningu fjármála á Álftanesi. Munur er þó á. Lögin gera ráð fyrir reglugerð sem heimilar aðlögun skuldsettra sveitarfélaga í allt að tíu ár meðan Álftanes á að uppfylla þetta ákvæði strax, eða að öðrum kosti sameinast öðru sveitarfélagi. Fyrirhuguð reglugerð ætti að gera kleift að endurskoða áætlanir á Álftanesi, s.s. um uppbyggingu á miðsvæðinu. Hvernig sem ræðst úr sameiningarmálum á markmiðið að vera sjálfbær byggð á Álftanesi með góða nærþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa flutt fréttir af fjögurra milljarða afskriftum skulda hjá Sveitarfélaginu Álftanesi. Hér er verið að ýkja og líklegra að samningar náist um einn milljarð í afskriftir, eða leiðréttingu bankalána og eru þá meðtalin lán Fasteignar vegna Álftaneslaugar. Gegnir furðu að bæjaryfirvöld skuli ekki leiðrétta þennan fréttaflutning og gefa íbúum Álftaness réttar upplýsingar um stöðu mála. Þöggunin á þeim bæ getur ekki þjónað hagsmunum íbúanna þótt að sjálfsögðu þurfi að virða trúnað um einstök samningsgögn. Erlend lán vafalaust ólögleg miðað við dómaAuk samninga um bankalán vinnur fjárhaldsstjórnin að öðrum samningum við endurskipulagningu fjármála. Áformað er að kaupa sund- og íþróttamiðstöð af Fasteign. Kaupin breyta eigna- og skuldfærslu í bókhaldi um einn milljarð þar sem lán færast með öðrum hætti en leigusamningar. Rifta á samningum við Búmenn um uppbyggingu á miðsvæðinu og lækka þá skuldbindingar bæjarsjóðs um milljarð. Á-listinn hefur gagnrýnt riftun þessara samninga, enda skapa þeir bæjarsjóði nýjar tekjur sem verða hærri en skuldbindingin. Að lokum kemur milljarður frá Jöfnunarsjóði. Greiðslurnar frá Jöfnunarsjóði má líta á sem síðbúna leiðréttingu á margra ára misrétti sem Álftanes hefur búið við. Heildaráhrif þessara fjárhaldsgjörninga kunna að vera rúmir fjórir milljarðar, en afskriftir skulda eða leiðrétting lána eru um milljarður. Reyndar er eðlilegra að tala um leiðréttingu bankalána en afskriftir vegna þess að erlend lán sveitarfélagsins eru ólögleg, sé tekið mið af nýlegum dómum. Tjón sveitarfélagsins vegna erlendra lána er rúmlega sú leiðrétting sem verið er að semja um. KlíkustjórnsýslaHverjir hafa hagsmuni af því að ljúga afskriftum upp á Álftanes og segja einn milljarð vera fjóra og eiga greiðan aðgang að fjölmiðlum? Eru þetta sömu aðilar og sögðu skuldirnar vera sjö milljarða 2009 þegar nær var að tala um rúma fimm? Á þessi fréttaflutningur að draga kjark úr Álftnesingum? Getur verið að þetta séu sömu öfl og hafa lagt áhersu á að sameina Álftanes og Garðabæ? Það er ekki gleymt að tveir af þremur fulltrúum í Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaganna sem D-listinn kallaði til eftir að meirihluti Á-lista féll, haustið 2009, hafði fyrir fram mótaðar skoðanir um sameiningu við Garðabæ. Formaður var að auki endurskoðandi Garðabæjar til margra ára. Dæmigerð íslensk klíkustjórnsýsla sem þyrfti að rannsaka. Heildstæð sameining og friðun við SkerjafjörðÞegar samningum fjárhaldsstjórnar lýkur á næstu vikum munu sameiningarviðræður við Garðabæ hefjast aftur eftir hlé. Betra væri þó, í samráði við íbúana, að skoða málin upp á nýtt. Eins og aðstæður eru á höfuðborgarsvæðinu ætti að ræða heildstæða sameiningu. Samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum má hlutfall skulda af tekjum ekki vera hærra en 150%. Mörg sveitarfélög eru þó yfirskuldsett, s.s. í þéttbýlinu. Þannig er skuldahlutfall t.d. hjá Kópavogi, Reykjavík og Hafnarfirði á bilinu 250-350%. Hagræðing er því aðkallandi um leið og verja þarf þjónustu við íbúana. Stór sameining opnar líka ný tækifæri í skipulags- og umhverfismálum. Í viðræðum um sameiningu þyrftu Álftnesingar að semja um bætta nærþjónustu og atvinnu í heimabyggð með uppbyggingu á „grænum miðbæ“ sem búið er að skipuleggja. Semja þarf um verndun einstakrar náttúru á Álftanesi og að unnið verði með Umhverfisstofnun að friðun Bessastaðaness og strandsvæða. Fjöldi skuldsettra sveitarfélaga og ný lögNýsamþykkt sveitarstjórnarlög boða íbúalýðræði og er það fagnaðarefni. Í þeim eru einnig ákvæði um hámarksskuldsetningu sveitarfélaga, hliðstætt þeirri forskrift sem fylgt er við endurskipulagningu fjármála á Álftanesi. Munur er þó á. Lögin gera ráð fyrir reglugerð sem heimilar aðlögun skuldsettra sveitarfélaga í allt að tíu ár meðan Álftanes á að uppfylla þetta ákvæði strax, eða að öðrum kosti sameinast öðru sveitarfélagi. Fyrirhuguð reglugerð ætti að gera kleift að endurskoða áætlanir á Álftanesi, s.s. um uppbyggingu á miðsvæðinu. Hvernig sem ræðst úr sameiningarmálum á markmiðið að vera sjálfbær byggð á Álftanesi með góða nærþjónustu.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar