Ungmennaráð í Reykjavíkurborg - félagsmiðstöðvadagurinn 2. nóvember 4. nóvember 2011 10:49 Guðbjörg Magnúsdóttir Ungmennaráð er ráð sem er starfrækt er í öllum hverfum Reykjavíkur. Það er ungmennanna sjálfra í hverjum skóla að útnefnda í ráðið, gjarnan er verið að leita eftir áhugasömum ungmennum sem hafa skoðanir og áhuga á samfélaginu, eru á aldrinum 14-18 ára. Ungmennaráðið hittist að jafnaði hálfsmánaðarlega. Í ungmennaráði miðborgar og hlíða sitja í ráðinu ungmenni frá sjö skólum: Hlíðaskóli, Háteigsskóli, Tjarnarskóli, Austurbæjarskóli, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskólinn í Reykjavík og Kvennaskólinn í Reykjavík. Tveir starfsmenn borgarinnar sitja fundina með þeim, einn frá Þjónstumiðstöðinni Miðborgar og Hlíðar og annar frá Frístundamiðstöðinni Kampur. Það þarf ekki að kvíða framtíðinni þegar horft er til þessa flottu ungmenna sem hafa áhuga á því að breyta samfélaginu til góðs. Ungmennaráð miðborgar og hlíða fékk í fyrra styrk frá Evrópu unga fólksins til að gera fræðslumyndband um einelti. Ungmennin sömdu handritið, léku flest hlutverkin, sáu um klippingu og framsetningu efnisins og fengu faglega ráðgjöf frá kvikmyndaleikstjóra við allt ferlið. Einnig fengu þau áhugaleikara með sér í lið sem léku hin ýmsu fullorðinshlutverk í myndunum. Afraksturinn var sendur á alla grunnskóla landsins þeim til frjálsra afnota í kennslu. Myndböndin má sjá á youtube.com undir ,,Einelti er ekkert grín". Ráðið hefur nú hist að nýju þennan veturinn og er margt sem þau vilja hafa áhrif á t.d. vilja þau sjá að hugsað sé meira um Hverfisgötuna, að húsin séu máluð á skemmtilegum litum. Þau voru ánægð með lokun gatna í miðbænum í sumar og sóttu meira bæinn vegna þessa. Með því að mæta vel á fundi ungmennaráðsins er hægt að hafa margskonar áhrif. Til dæmis hefur þeim verið boðið að sitja í ungmennaráði umboðsmanns barna, verið fulltrúar unga fólksins á umhverfisþingi á vegum Umhverfisráðuneytisins, fengið að segja álit sitt á lagafrumvarpi um ábyrgð nemenda og áhrif á skólabrag, vegna nýrra laga um grunnskólana frá Menntamálaráðuneytinu svo eitthvað sé nefnt. Tveir úr ráðinu fengu að vera fulltrúar á Stjórnlagaþingi unga fólksins í vor og annar þeirra fer nú í nóvember á ráðstefnu í Mónakó til að segja frá fyrirkomulagi stjórnlagaþings unga fólksins. Hvert ungmennaráð er einstakt, hvert ráð er mismunandi milli ára og milli hverfa og það sem hvílir á ungmennum í einu hverfinu hvílir ekki á öðrum ráðum. Ekki má gleyma því að stundum er einfaldlega skemmtilegast að setjast niður og spjalla um daginn og veginn. Hugmyndin með ungmennaráði er fyrst og fremst að rödd ungmenna fái að heyrast og hafi áhrif inn í borgarkerfið og á annan vettvang. Starfsfólk ráðanna ber að vera þeim innan handa við að koma skoðunum sínum áfram. Það er margt sem þau læra í ungmennaráði og velt er við mörgum steinum s.s. hvernig fara formlegir fundir fram, hvernig er gott að stýra fundum þannig að raddir og skoðanir allra komi fram? Hvernig er hægt að hlusta eftir röddum allra ungmenna í sínu hverfi? Hvernig eru lýðræðislegar ákvarðanir teknar í þessu landi og þessari borg? Tveir fulltrúar í hverju ungmennaráði sitja einnig í Reykjavíkurráði og Reykjavíkurráð fær að sitja borgarstjórnarfundi á hverju vori og flytja mál sitt fyrir borgarstjóra og borgarfulltrúa, þá gjarnan mál sem hafa verið mikið rædd inn í hverju ungmennaráði og fær þar með formlega meðferð í borgarkerfinu. 2. nóvember er Félagsmiðstöðvadagur haldin hátíðlegur um allt land og er öllum borgarbúum boðið í félagsmiðstöðvar landsins. Þar er unga fólkið okkar að skemmta sér og þér er boðið með. Upp úr þessu starfi er ungmennaráðin sprottin og ýmislegt annað gott frístundastarf borgarinnar s.s. Músiktilraunir, góðgerðavikur, jólagjafasmiðjur, drullumall og svo framvegis. Þarna fá ungmennin að njóta sín á eigin forsendum, ólíkir hæfileikar og eiginleikar blómstra og finna sér óvæntan farveg. Stundum njóta sín ungmenni á þessum vettvangi sem ekki njóta sín í skólakerfinu. Þannið styður frístundastarf skólastarf og öfugt. Í félagsmiðstöð þroska ungmennin með sér félagsþroska, tilfinningaþroska, fá hvatningu til framkvæmdar, umhyggju og stuðning. Til hamingju með félagsmistöðvarnar kæru ungmenni, samtarfsfólk og borgaryfirvöld. Guðbjörg Magnúsdóttir og Hrefna Guðmundsdóttir starfsmenn ungmennaráðs miðborgar og hlíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Guðbjörg Magnúsdóttir Ungmennaráð er ráð sem er starfrækt er í öllum hverfum Reykjavíkur. Það er ungmennanna sjálfra í hverjum skóla að útnefnda í ráðið, gjarnan er verið að leita eftir áhugasömum ungmennum sem hafa skoðanir og áhuga á samfélaginu, eru á aldrinum 14-18 ára. Ungmennaráðið hittist að jafnaði hálfsmánaðarlega. Í ungmennaráði miðborgar og hlíða sitja í ráðinu ungmenni frá sjö skólum: Hlíðaskóli, Háteigsskóli, Tjarnarskóli, Austurbæjarskóli, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskólinn í Reykjavík og Kvennaskólinn í Reykjavík. Tveir starfsmenn borgarinnar sitja fundina með þeim, einn frá Þjónstumiðstöðinni Miðborgar og Hlíðar og annar frá Frístundamiðstöðinni Kampur. Það þarf ekki að kvíða framtíðinni þegar horft er til þessa flottu ungmenna sem hafa áhuga á því að breyta samfélaginu til góðs. Ungmennaráð miðborgar og hlíða fékk í fyrra styrk frá Evrópu unga fólksins til að gera fræðslumyndband um einelti. Ungmennin sömdu handritið, léku flest hlutverkin, sáu um klippingu og framsetningu efnisins og fengu faglega ráðgjöf frá kvikmyndaleikstjóra við allt ferlið. Einnig fengu þau áhugaleikara með sér í lið sem léku hin ýmsu fullorðinshlutverk í myndunum. Afraksturinn var sendur á alla grunnskóla landsins þeim til frjálsra afnota í kennslu. Myndböndin má sjá á youtube.com undir ,,Einelti er ekkert grín". Ráðið hefur nú hist að nýju þennan veturinn og er margt sem þau vilja hafa áhrif á t.d. vilja þau sjá að hugsað sé meira um Hverfisgötuna, að húsin séu máluð á skemmtilegum litum. Þau voru ánægð með lokun gatna í miðbænum í sumar og sóttu meira bæinn vegna þessa. Með því að mæta vel á fundi ungmennaráðsins er hægt að hafa margskonar áhrif. Til dæmis hefur þeim verið boðið að sitja í ungmennaráði umboðsmanns barna, verið fulltrúar unga fólksins á umhverfisþingi á vegum Umhverfisráðuneytisins, fengið að segja álit sitt á lagafrumvarpi um ábyrgð nemenda og áhrif á skólabrag, vegna nýrra laga um grunnskólana frá Menntamálaráðuneytinu svo eitthvað sé nefnt. Tveir úr ráðinu fengu að vera fulltrúar á Stjórnlagaþingi unga fólksins í vor og annar þeirra fer nú í nóvember á ráðstefnu í Mónakó til að segja frá fyrirkomulagi stjórnlagaþings unga fólksins. Hvert ungmennaráð er einstakt, hvert ráð er mismunandi milli ára og milli hverfa og það sem hvílir á ungmennum í einu hverfinu hvílir ekki á öðrum ráðum. Ekki má gleyma því að stundum er einfaldlega skemmtilegast að setjast niður og spjalla um daginn og veginn. Hugmyndin með ungmennaráði er fyrst og fremst að rödd ungmenna fái að heyrast og hafi áhrif inn í borgarkerfið og á annan vettvang. Starfsfólk ráðanna ber að vera þeim innan handa við að koma skoðunum sínum áfram. Það er margt sem þau læra í ungmennaráði og velt er við mörgum steinum s.s. hvernig fara formlegir fundir fram, hvernig er gott að stýra fundum þannig að raddir og skoðanir allra komi fram? Hvernig er hægt að hlusta eftir röddum allra ungmenna í sínu hverfi? Hvernig eru lýðræðislegar ákvarðanir teknar í þessu landi og þessari borg? Tveir fulltrúar í hverju ungmennaráði sitja einnig í Reykjavíkurráði og Reykjavíkurráð fær að sitja borgarstjórnarfundi á hverju vori og flytja mál sitt fyrir borgarstjóra og borgarfulltrúa, þá gjarnan mál sem hafa verið mikið rædd inn í hverju ungmennaráði og fær þar með formlega meðferð í borgarkerfinu. 2. nóvember er Félagsmiðstöðvadagur haldin hátíðlegur um allt land og er öllum borgarbúum boðið í félagsmiðstöðvar landsins. Þar er unga fólkið okkar að skemmta sér og þér er boðið með. Upp úr þessu starfi er ungmennaráðin sprottin og ýmislegt annað gott frístundastarf borgarinnar s.s. Músiktilraunir, góðgerðavikur, jólagjafasmiðjur, drullumall og svo framvegis. Þarna fá ungmennin að njóta sín á eigin forsendum, ólíkir hæfileikar og eiginleikar blómstra og finna sér óvæntan farveg. Stundum njóta sín ungmenni á þessum vettvangi sem ekki njóta sín í skólakerfinu. Þannið styður frístundastarf skólastarf og öfugt. Í félagsmiðstöð þroska ungmennin með sér félagsþroska, tilfinningaþroska, fá hvatningu til framkvæmdar, umhyggju og stuðning. Til hamingju með félagsmistöðvarnar kæru ungmenni, samtarfsfólk og borgaryfirvöld. Guðbjörg Magnúsdóttir og Hrefna Guðmundsdóttir starfsmenn ungmennaráðs miðborgar og hlíða.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar