Skattar, spilling og stjórnmál Jóhannes Karlsson skrifar 18. apríl 2011 06:00 Mig rak í rogastans þegar ég sá að skattyfirvöld höfðu ráðið auglýsingarfyrirtæki til að kynna og túlka skattastefnu sína. Auglýsingastofan hélt því fram í nafni skattyfirvalda að skattar á almenning hefðu lækkað mikið frá upptöku staðgreiðslunnar og fram til ársins 2007, samhliða auknum kaupmætti og jöfnuði, en einkum var látið í veðri vaka að beint samband væri á milli lækkunar skatthlutfalls fyrirtækja og aukinna skatttekna af þeim. Var þetta orðað þannig að betri væri lítil sneið af stórri köku en stór sneið af lítilli köku og stefndu skattyfirvöld á að lækka skatta á fyrirtæki enn frekar til að auka skatttekjurnar þegar innviðir stjórnsýslunnar hrundu. Þegar rýnt er ofan í þessa túlkun skattyfirvalda á breytingum skatta hjá einstaklingum kemur allt annað í ljós. Á umræddu tímabili voru barnabætur aflagðar og tekjuviðmið barnabótarviðauka og vaxtagreiðslna lækkuð um 40%. Samhliða lækkaði persónuafsláttur um allt að 20% og skatthlutfall hækkaði um allt að 30%. Skattar á lágar og meðaltekjur jukust því mikið og ójöfnuður jókst í þjóðfélaginu. Inni í þessum tölum eru ekki fjármagnstekjur, en eðli málsins samkvæmt njóta þeir sem betur mega sín í þjóðfélaginu bróðurparts þeirra. Þegar þær eru teknar með jókst ójöfnuðurinn enn frekar. Svipaða sögu er af segja af sköttum á fyrirtæki en ekkert samband er á milli lækkunar skatthlutfalls fyrirtækja og hærri skatttekna af fyrirtækjum. Í kjölfar Þjóðarsáttarinnar árið 1990 var ráðist í gagngerar endurbætur á skattkerfinu, sem eiga rætur að rekja til gagnrýni OECD. Megintilgangur stjórnvalda var að færa skattbyrðina af fyrirtækjum yfir á fólkið í landinu með hækkun á tekjuskatti og útsvari til að hjálpa fyrirtækjunum sem voru vonavöl. Skattkerfið var einfaldað og lagað að evrópskri hugsun m.a. var aðstöðugjaldið lagt af, en eins og kunnugt er komst það á með efnahagsaðgerðum Viðreisnarstjórnarinnar. Samhliða var fyrirtækjum meinað að nýta sér uppsafnað tap, sem þau höfðu velt á undan sér svo árum skipti að fullu verðtryggt. Þegar fyrirtækin fóru loksins að greiða skatta, einkum útgerðarfyrirtækin sem höfðu varla greitt nokkurn skatt svo áratugum skipti, var skatthlutfall fyrirtækja lækkað. Skattgreiðslur þeirra sem hlutfall af þjóðartekjum jukust samt ekki fyrr en bóluárin 2006 og 2007. Hliðaráhrifin voru þau að útgerðin fór loksins að sýna hagnað. Spilling hefur alltaf verið viðloðandi skatta en fór fyrir alvöru að gera vart við sig innan skattkerfisins á þriðja áratug síðustu aldar. Spillingu má mæla og hefur hún mörg andlit en einkum kemur hún fram í embættisveitingum og í framhaldinu af því skattsvikum án viðurlaga. Baráttan gegn spillingu hefur fyrst og fremst verið leidd áfram af verkalýðshreyfingunni og stjórnmálaflokkum henni tengdri en vegna smæðar þjóðfélagsins hefur helsta aðstoðin komið frá alþjóðastofnunum, sbr. skýrslur AGS, OECD o.fl. frá miðri 20. öld og áfram, en ekkert virðist duga. Nú síðast drógu skattyfirvöld úr öllu skatteftirliti og lögðu það svo niður árið 2007, eins og fréttir af starfi sérstaks saksóknara bera með sér, en núverandi stjórnvöld endurvöktu efirlitið. Skattyfirvöld úthrópuðu þá, sem bentu á þetta í aðdraganda kreppunnar og greinilegt að þau höfðu engu gleymt frá dögum kaldastríðsins þegar skattkerfinu var hvað grimmast beitt gegn pólitískum andstæðingum. Það er ekkert nýtt að stjórnvöld, einkum skattyfirvöld, nýti sér tölfræðina til að túlka söguna sér í vil. Slíku ber háskólasamfélaginu að berjast á móti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Mig rak í rogastans þegar ég sá að skattyfirvöld höfðu ráðið auglýsingarfyrirtæki til að kynna og túlka skattastefnu sína. Auglýsingastofan hélt því fram í nafni skattyfirvalda að skattar á almenning hefðu lækkað mikið frá upptöku staðgreiðslunnar og fram til ársins 2007, samhliða auknum kaupmætti og jöfnuði, en einkum var látið í veðri vaka að beint samband væri á milli lækkunar skatthlutfalls fyrirtækja og aukinna skatttekna af þeim. Var þetta orðað þannig að betri væri lítil sneið af stórri köku en stór sneið af lítilli köku og stefndu skattyfirvöld á að lækka skatta á fyrirtæki enn frekar til að auka skatttekjurnar þegar innviðir stjórnsýslunnar hrundu. Þegar rýnt er ofan í þessa túlkun skattyfirvalda á breytingum skatta hjá einstaklingum kemur allt annað í ljós. Á umræddu tímabili voru barnabætur aflagðar og tekjuviðmið barnabótarviðauka og vaxtagreiðslna lækkuð um 40%. Samhliða lækkaði persónuafsláttur um allt að 20% og skatthlutfall hækkaði um allt að 30%. Skattar á lágar og meðaltekjur jukust því mikið og ójöfnuður jókst í þjóðfélaginu. Inni í þessum tölum eru ekki fjármagnstekjur, en eðli málsins samkvæmt njóta þeir sem betur mega sín í þjóðfélaginu bróðurparts þeirra. Þegar þær eru teknar með jókst ójöfnuðurinn enn frekar. Svipaða sögu er af segja af sköttum á fyrirtæki en ekkert samband er á milli lækkunar skatthlutfalls fyrirtækja og hærri skatttekna af fyrirtækjum. Í kjölfar Þjóðarsáttarinnar árið 1990 var ráðist í gagngerar endurbætur á skattkerfinu, sem eiga rætur að rekja til gagnrýni OECD. Megintilgangur stjórnvalda var að færa skattbyrðina af fyrirtækjum yfir á fólkið í landinu með hækkun á tekjuskatti og útsvari til að hjálpa fyrirtækjunum sem voru vonavöl. Skattkerfið var einfaldað og lagað að evrópskri hugsun m.a. var aðstöðugjaldið lagt af, en eins og kunnugt er komst það á með efnahagsaðgerðum Viðreisnarstjórnarinnar. Samhliða var fyrirtækjum meinað að nýta sér uppsafnað tap, sem þau höfðu velt á undan sér svo árum skipti að fullu verðtryggt. Þegar fyrirtækin fóru loksins að greiða skatta, einkum útgerðarfyrirtækin sem höfðu varla greitt nokkurn skatt svo áratugum skipti, var skatthlutfall fyrirtækja lækkað. Skattgreiðslur þeirra sem hlutfall af þjóðartekjum jukust samt ekki fyrr en bóluárin 2006 og 2007. Hliðaráhrifin voru þau að útgerðin fór loksins að sýna hagnað. Spilling hefur alltaf verið viðloðandi skatta en fór fyrir alvöru að gera vart við sig innan skattkerfisins á þriðja áratug síðustu aldar. Spillingu má mæla og hefur hún mörg andlit en einkum kemur hún fram í embættisveitingum og í framhaldinu af því skattsvikum án viðurlaga. Baráttan gegn spillingu hefur fyrst og fremst verið leidd áfram af verkalýðshreyfingunni og stjórnmálaflokkum henni tengdri en vegna smæðar þjóðfélagsins hefur helsta aðstoðin komið frá alþjóðastofnunum, sbr. skýrslur AGS, OECD o.fl. frá miðri 20. öld og áfram, en ekkert virðist duga. Nú síðast drógu skattyfirvöld úr öllu skatteftirliti og lögðu það svo niður árið 2007, eins og fréttir af starfi sérstaks saksóknara bera með sér, en núverandi stjórnvöld endurvöktu efirlitið. Skattyfirvöld úthrópuðu þá, sem bentu á þetta í aðdraganda kreppunnar og greinilegt að þau höfðu engu gleymt frá dögum kaldastríðsins þegar skattkerfinu var hvað grimmast beitt gegn pólitískum andstæðingum. Það er ekkert nýtt að stjórnvöld, einkum skattyfirvöld, nýti sér tölfræðina til að túlka söguna sér í vil. Slíku ber háskólasamfélaginu að berjast á móti.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun