Enginn uppgjöf hjá Webber 18. apríl 2011 14:42 Mark Webber á Sjanghæ brautinni í Kína. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Óhætt er að segja að Mark Webber hafi sýnt framúrskarandi hæfileika í Formúlu 1 mótinu í Sjanghæ í gær. Hann var átjándi á ráslínu, en vann sig upp í þriðja sæti, á eftir þeim Lewis Hamilton og Sebastian Vettel. Webber ók hvern keppinautinn upp á fætur öðrum í mótinu og sýndi að hann ætlar ekki að gefa eftir í stigamótinu, þó liðsfélagi hans Vettel hafi unnið tvö fyrstu mót ársins. Webber gekk ekki vel í tímatökunni á laugardaginn, komst ekki upp úr fyrstu umferð af þremur og hafði því verk að vinna í mótinu á sunnudag. Webber hóf keppnina á sunnudag á hörðum dekkjum frá Pirelli, en nýtti svo mýkri útgáfu dekkja og tók þrjú þjónustuhlé í mótinu, Vettel notaði tvö, en sigurvegarinn Hamilton þrjú. „Þegar maður sér P17 (sautjánda sæti) á skiltinu eftir 15 hringi, þá hefur maður ekki mikla trú. En skyndilega leið mér vel með bílinn. Ég átti dekk afgangs frá tímatökunni, sem hjálpaði til. Kannski er þetta leiðin. Missa af tímatökunni og spila á stöðuna miðað við það", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull eftir keppnina. „En grínlaust, þá unnu strákarnir frábæra vinnu. Það voru tvö mót í röð og okkur hefur ekki gengið sem best með bílinn, en ég hef ekki gefist upp. Aksturinn í dag var fyrir strákanna og alla í bækistöðinni. Hamingjuóskir til Lewis og dagurinn var góður fyrir okkur hvað stig til liðsins varðar", sagði Webber. Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 68 stig, Hamilton er með 47, Jenson Button 38, Webber 37, Fernando Alonso 26 og Felipe Massa 24. Formúla Íþróttir Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Óhætt er að segja að Mark Webber hafi sýnt framúrskarandi hæfileika í Formúlu 1 mótinu í Sjanghæ í gær. Hann var átjándi á ráslínu, en vann sig upp í þriðja sæti, á eftir þeim Lewis Hamilton og Sebastian Vettel. Webber ók hvern keppinautinn upp á fætur öðrum í mótinu og sýndi að hann ætlar ekki að gefa eftir í stigamótinu, þó liðsfélagi hans Vettel hafi unnið tvö fyrstu mót ársins. Webber gekk ekki vel í tímatökunni á laugardaginn, komst ekki upp úr fyrstu umferð af þremur og hafði því verk að vinna í mótinu á sunnudag. Webber hóf keppnina á sunnudag á hörðum dekkjum frá Pirelli, en nýtti svo mýkri útgáfu dekkja og tók þrjú þjónustuhlé í mótinu, Vettel notaði tvö, en sigurvegarinn Hamilton þrjú. „Þegar maður sér P17 (sautjánda sæti) á skiltinu eftir 15 hringi, þá hefur maður ekki mikla trú. En skyndilega leið mér vel með bílinn. Ég átti dekk afgangs frá tímatökunni, sem hjálpaði til. Kannski er þetta leiðin. Missa af tímatökunni og spila á stöðuna miðað við það", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull eftir keppnina. „En grínlaust, þá unnu strákarnir frábæra vinnu. Það voru tvö mót í röð og okkur hefur ekki gengið sem best með bílinn, en ég hef ekki gefist upp. Aksturinn í dag var fyrir strákanna og alla í bækistöðinni. Hamingjuóskir til Lewis og dagurinn var góður fyrir okkur hvað stig til liðsins varðar", sagði Webber. Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 68 stig, Hamilton er með 47, Jenson Button 38, Webber 37, Fernando Alonso 26 og Felipe Massa 24.
Formúla Íþróttir Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira