Vika 43 - Virðum rétt barna! 29. október 2011 06:00 Í Evrópusáttmála um áfengisneyslu segir að börn og unglingar eigi rétt á að alast upp vernduð fyrir neikvæðum afleiðingum áfengisneyslu og og markaðssetningu á áfengum drykkjum eins og mögulegt er. Þar er einnig tiltekið að ungt fólk eigi rétt á hlutlausum og áreiðanlegum upplýsingum og fræðslu strax í æsku um afleiðingar áfengisneyslu á heilsu, fjölskyldulíf og samfélag. Í ár er Vika 43 – vímuvarnarvikan, helguð þessari vernd undir yfirskriftinni „Virðum rétt barna til lífs án neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu". Enginn efast lengur um að hægt sé að ná árangri með öflugu forvarnarstarfi og viðhorfsbreytingum þegar kemur að áfengis– og vímuefnaneyslu ungs fólks. Umhverfi unglinga hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, unga fólkið er upplýstara og árangur hefur náðst í forvörnum gegn unglingadrykkju. Unglingar taka virkari þátt í skipulögðu tómstundastarfi og verja meiri tíma með foreldrum sínum en áður. Foreldrar eru nú virkari þátttakendur í lífi barna sinna og afstaða almennings til áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga hefur sem betur fer breyst mikið. Í umræðunni undanfarna áratugi hefur margoft komið fram að samstaða foreldra skiptir máli og mikilvægi stuðnings foreldra við börnin þegar kemur að því að standast hópþrýsting. Foreldrar eru kallaðir til ábyrgðar og hvattir til að leyfa ekki eftirlitslaus partí og að kaupa ekki áfengi fyrir ungt fólk eða veita ungu fólki undir lögaldri (20 ára) áfenga drykki. Aukið eftirlit er á skólaböllum og foreldrar taka virkan þátt í forvörnum með þeim aðilum sem starfa með börnum og unglingum hvort heldur er í frístundastarfi eða skólum. Með samstilltu átaki vinnur fólk þannig saman að því að vernda börn fyrir neikvæðum afleiðingum áfengis- og vímuefnaneyslu. Forvarnarstarfið hefur einkum beinst að nemendum í efstu bekkjum grunnskóla og þar hefur árangur náðst. Fjölmörg félagasamtök og stofnanir hafa látið málið sig varða. Stofnuð hafa verið samtök foreldra gegn áfengisauglýsingum og umhyggja, aðhald og eftirlit foreldra skilað sér í heilbrigðari æsku. Foreldrar eru hvattir til að sleppa ekki hendinni of fljótt af unglingnum og áréttuð hefur verið 18 ára ábyrgð foreldra. Þó er einn hængur á. Forvarnir á framhaldsskólastiginu og hvað varðar ungt fólk á aldrinum 16–20 ára hafa ekki verið eins afgerandi eins og á grunnskólastiginu og þarf þar að gera bragarbót á. Nú hafa framhaldsskólar látið málið til sín taka með þátttöku í forvarnardeginum en betur má ef duga skal og er mikilvægt að hugur fylgi þar verki. Stöðuhlutfall forvarnarfulltrúa í framhaldsskólum þarf að auka og jafningjafræðslan þarf meiri kynningu og stuðning. Foreldraráð í framhaldsskólum þurfa að bretta upp ermarnar. Láttu til þín taka í forvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Evrópusáttmála um áfengisneyslu segir að börn og unglingar eigi rétt á að alast upp vernduð fyrir neikvæðum afleiðingum áfengisneyslu og og markaðssetningu á áfengum drykkjum eins og mögulegt er. Þar er einnig tiltekið að ungt fólk eigi rétt á hlutlausum og áreiðanlegum upplýsingum og fræðslu strax í æsku um afleiðingar áfengisneyslu á heilsu, fjölskyldulíf og samfélag. Í ár er Vika 43 – vímuvarnarvikan, helguð þessari vernd undir yfirskriftinni „Virðum rétt barna til lífs án neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu". Enginn efast lengur um að hægt sé að ná árangri með öflugu forvarnarstarfi og viðhorfsbreytingum þegar kemur að áfengis– og vímuefnaneyslu ungs fólks. Umhverfi unglinga hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, unga fólkið er upplýstara og árangur hefur náðst í forvörnum gegn unglingadrykkju. Unglingar taka virkari þátt í skipulögðu tómstundastarfi og verja meiri tíma með foreldrum sínum en áður. Foreldrar eru nú virkari þátttakendur í lífi barna sinna og afstaða almennings til áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga hefur sem betur fer breyst mikið. Í umræðunni undanfarna áratugi hefur margoft komið fram að samstaða foreldra skiptir máli og mikilvægi stuðnings foreldra við börnin þegar kemur að því að standast hópþrýsting. Foreldrar eru kallaðir til ábyrgðar og hvattir til að leyfa ekki eftirlitslaus partí og að kaupa ekki áfengi fyrir ungt fólk eða veita ungu fólki undir lögaldri (20 ára) áfenga drykki. Aukið eftirlit er á skólaböllum og foreldrar taka virkan þátt í forvörnum með þeim aðilum sem starfa með börnum og unglingum hvort heldur er í frístundastarfi eða skólum. Með samstilltu átaki vinnur fólk þannig saman að því að vernda börn fyrir neikvæðum afleiðingum áfengis- og vímuefnaneyslu. Forvarnarstarfið hefur einkum beinst að nemendum í efstu bekkjum grunnskóla og þar hefur árangur náðst. Fjölmörg félagasamtök og stofnanir hafa látið málið sig varða. Stofnuð hafa verið samtök foreldra gegn áfengisauglýsingum og umhyggja, aðhald og eftirlit foreldra skilað sér í heilbrigðari æsku. Foreldrar eru hvattir til að sleppa ekki hendinni of fljótt af unglingnum og áréttuð hefur verið 18 ára ábyrgð foreldra. Þó er einn hængur á. Forvarnir á framhaldsskólastiginu og hvað varðar ungt fólk á aldrinum 16–20 ára hafa ekki verið eins afgerandi eins og á grunnskólastiginu og þarf þar að gera bragarbót á. Nú hafa framhaldsskólar látið málið til sín taka með þátttöku í forvarnardeginum en betur má ef duga skal og er mikilvægt að hugur fylgi þar verki. Stöðuhlutfall forvarnarfulltrúa í framhaldsskólum þarf að auka og jafningjafræðslan þarf meiri kynningu og stuðning. Foreldraráð í framhaldsskólum þurfa að bretta upp ermarnar. Láttu til þín taka í forvörnum.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar