Vika 43 - Virðum rétt barna! 29. október 2011 06:00 Í Evrópusáttmála um áfengisneyslu segir að börn og unglingar eigi rétt á að alast upp vernduð fyrir neikvæðum afleiðingum áfengisneyslu og og markaðssetningu á áfengum drykkjum eins og mögulegt er. Þar er einnig tiltekið að ungt fólk eigi rétt á hlutlausum og áreiðanlegum upplýsingum og fræðslu strax í æsku um afleiðingar áfengisneyslu á heilsu, fjölskyldulíf og samfélag. Í ár er Vika 43 – vímuvarnarvikan, helguð þessari vernd undir yfirskriftinni „Virðum rétt barna til lífs án neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu". Enginn efast lengur um að hægt sé að ná árangri með öflugu forvarnarstarfi og viðhorfsbreytingum þegar kemur að áfengis– og vímuefnaneyslu ungs fólks. Umhverfi unglinga hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, unga fólkið er upplýstara og árangur hefur náðst í forvörnum gegn unglingadrykkju. Unglingar taka virkari þátt í skipulögðu tómstundastarfi og verja meiri tíma með foreldrum sínum en áður. Foreldrar eru nú virkari þátttakendur í lífi barna sinna og afstaða almennings til áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga hefur sem betur fer breyst mikið. Í umræðunni undanfarna áratugi hefur margoft komið fram að samstaða foreldra skiptir máli og mikilvægi stuðnings foreldra við börnin þegar kemur að því að standast hópþrýsting. Foreldrar eru kallaðir til ábyrgðar og hvattir til að leyfa ekki eftirlitslaus partí og að kaupa ekki áfengi fyrir ungt fólk eða veita ungu fólki undir lögaldri (20 ára) áfenga drykki. Aukið eftirlit er á skólaböllum og foreldrar taka virkan þátt í forvörnum með þeim aðilum sem starfa með börnum og unglingum hvort heldur er í frístundastarfi eða skólum. Með samstilltu átaki vinnur fólk þannig saman að því að vernda börn fyrir neikvæðum afleiðingum áfengis- og vímuefnaneyslu. Forvarnarstarfið hefur einkum beinst að nemendum í efstu bekkjum grunnskóla og þar hefur árangur náðst. Fjölmörg félagasamtök og stofnanir hafa látið málið sig varða. Stofnuð hafa verið samtök foreldra gegn áfengisauglýsingum og umhyggja, aðhald og eftirlit foreldra skilað sér í heilbrigðari æsku. Foreldrar eru hvattir til að sleppa ekki hendinni of fljótt af unglingnum og áréttuð hefur verið 18 ára ábyrgð foreldra. Þó er einn hængur á. Forvarnir á framhaldsskólastiginu og hvað varðar ungt fólk á aldrinum 16–20 ára hafa ekki verið eins afgerandi eins og á grunnskólastiginu og þarf þar að gera bragarbót á. Nú hafa framhaldsskólar látið málið til sín taka með þátttöku í forvarnardeginum en betur má ef duga skal og er mikilvægt að hugur fylgi þar verki. Stöðuhlutfall forvarnarfulltrúa í framhaldsskólum þarf að auka og jafningjafræðslan þarf meiri kynningu og stuðning. Foreldraráð í framhaldsskólum þurfa að bretta upp ermarnar. Láttu til þín taka í forvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í Evrópusáttmála um áfengisneyslu segir að börn og unglingar eigi rétt á að alast upp vernduð fyrir neikvæðum afleiðingum áfengisneyslu og og markaðssetningu á áfengum drykkjum eins og mögulegt er. Þar er einnig tiltekið að ungt fólk eigi rétt á hlutlausum og áreiðanlegum upplýsingum og fræðslu strax í æsku um afleiðingar áfengisneyslu á heilsu, fjölskyldulíf og samfélag. Í ár er Vika 43 – vímuvarnarvikan, helguð þessari vernd undir yfirskriftinni „Virðum rétt barna til lífs án neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu". Enginn efast lengur um að hægt sé að ná árangri með öflugu forvarnarstarfi og viðhorfsbreytingum þegar kemur að áfengis– og vímuefnaneyslu ungs fólks. Umhverfi unglinga hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, unga fólkið er upplýstara og árangur hefur náðst í forvörnum gegn unglingadrykkju. Unglingar taka virkari þátt í skipulögðu tómstundastarfi og verja meiri tíma með foreldrum sínum en áður. Foreldrar eru nú virkari þátttakendur í lífi barna sinna og afstaða almennings til áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga hefur sem betur fer breyst mikið. Í umræðunni undanfarna áratugi hefur margoft komið fram að samstaða foreldra skiptir máli og mikilvægi stuðnings foreldra við börnin þegar kemur að því að standast hópþrýsting. Foreldrar eru kallaðir til ábyrgðar og hvattir til að leyfa ekki eftirlitslaus partí og að kaupa ekki áfengi fyrir ungt fólk eða veita ungu fólki undir lögaldri (20 ára) áfenga drykki. Aukið eftirlit er á skólaböllum og foreldrar taka virkan þátt í forvörnum með þeim aðilum sem starfa með börnum og unglingum hvort heldur er í frístundastarfi eða skólum. Með samstilltu átaki vinnur fólk þannig saman að því að vernda börn fyrir neikvæðum afleiðingum áfengis- og vímuefnaneyslu. Forvarnarstarfið hefur einkum beinst að nemendum í efstu bekkjum grunnskóla og þar hefur árangur náðst. Fjölmörg félagasamtök og stofnanir hafa látið málið sig varða. Stofnuð hafa verið samtök foreldra gegn áfengisauglýsingum og umhyggja, aðhald og eftirlit foreldra skilað sér í heilbrigðari æsku. Foreldrar eru hvattir til að sleppa ekki hendinni of fljótt af unglingnum og áréttuð hefur verið 18 ára ábyrgð foreldra. Þó er einn hængur á. Forvarnir á framhaldsskólastiginu og hvað varðar ungt fólk á aldrinum 16–20 ára hafa ekki verið eins afgerandi eins og á grunnskólastiginu og þarf þar að gera bragarbót á. Nú hafa framhaldsskólar látið málið til sín taka með þátttöku í forvarnardeginum en betur má ef duga skal og er mikilvægt að hugur fylgi þar verki. Stöðuhlutfall forvarnarfulltrúa í framhaldsskólum þarf að auka og jafningjafræðslan þarf meiri kynningu og stuðning. Foreldraráð í framhaldsskólum þurfa að bretta upp ermarnar. Láttu til þín taka í forvörnum.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun