Tómlæti er ekki í boði Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 5. ágúst 2011 07:30 Frá því á föstudaginn langa 22. júlí hef ég fylgst af vaxandi aðdáun með því hvernig Norðmenn hafa brugðist við ólýsanlegum hörmungum af reisn, yfirvegun og mannkærleika. Á Íslandi getur engum dulist að hryðjuverkin í Noregi færa illskuna sem þrífst í sálum fjöldamorðingja á borð við Anders Behring-Breivik óþægilega nálægt okkur. En samstaða Norðmanna gegn ofbeldi og illsku er til eftirbreytni og hún hefur vakið athygli um allan heim. Hún gefur okkur von. Von um að hryllilegum hryðjuverkum sé hægt að svara með öðru en blóðhefnd. Allir hafa val um viðbrögð við voðaverkum sem þessum. Norsk stjórnvöld völdu erfiðari leiðina; þá að taka ekki upp orðræðu haturs og hefnda; en standa heldur vörð um lýðræðið, frelsið og fjölbreytni samfélagsins. Þessi leið býður ekki upp á barnalegt andvaraleysi um öflin sem þrífast í samfélögum okkar, eins og einhver kynni að halda. Andúð á útlendingum, jafnvel botnlaust hatur, og hræðslan við það óþekkta þrífst alls staðar. Líka á Íslandi. Það er óþægileg staðreynd sem hvorki má mæta með tómlæti eða afneitun. Hér hafa allir hlutverki að gegna; almennir borgarar, skólar, kjörnir fulltrúar, fjölmiðlar, trúfélög – í raun allir sem vilja standa vörð um lýðræðið, frelsið og fjölbreytnina. Verkefni okkar allra er að skapa ekki jarðveginn fyrir hatrið og illskuna í opinberri umræðu. Það gerum við m.a. með því að skapa alvöru fjölmenningarsamfélag þar sem fólk nýtur verðleika sinna en geldur ekki fyrir uppruna sinn. Við gerum það með því að kenna börnum okkar að ofbeldi leysir engan vanda, heldur skapar nýjan og verri vanda. Við getum notað hina skelfilegu atburði í Noregi til þess að horfast í augu við sjálf okkur og samfélagið sem við byggjum. Við þessar aðstæður spyrja börn af visku sinni spurninganna sem máli skipta. Hver eru svörin við eldhúsborð landsmanna? Stöndum við keik í hinni barnalegu fullvissu okkar að Ísland sé öðruvísi – betra? – en nágrannalöndin? Varla. Og tómlæti er ekki í boði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því á föstudaginn langa 22. júlí hef ég fylgst af vaxandi aðdáun með því hvernig Norðmenn hafa brugðist við ólýsanlegum hörmungum af reisn, yfirvegun og mannkærleika. Á Íslandi getur engum dulist að hryðjuverkin í Noregi færa illskuna sem þrífst í sálum fjöldamorðingja á borð við Anders Behring-Breivik óþægilega nálægt okkur. En samstaða Norðmanna gegn ofbeldi og illsku er til eftirbreytni og hún hefur vakið athygli um allan heim. Hún gefur okkur von. Von um að hryllilegum hryðjuverkum sé hægt að svara með öðru en blóðhefnd. Allir hafa val um viðbrögð við voðaverkum sem þessum. Norsk stjórnvöld völdu erfiðari leiðina; þá að taka ekki upp orðræðu haturs og hefnda; en standa heldur vörð um lýðræðið, frelsið og fjölbreytni samfélagsins. Þessi leið býður ekki upp á barnalegt andvaraleysi um öflin sem þrífast í samfélögum okkar, eins og einhver kynni að halda. Andúð á útlendingum, jafnvel botnlaust hatur, og hræðslan við það óþekkta þrífst alls staðar. Líka á Íslandi. Það er óþægileg staðreynd sem hvorki má mæta með tómlæti eða afneitun. Hér hafa allir hlutverki að gegna; almennir borgarar, skólar, kjörnir fulltrúar, fjölmiðlar, trúfélög – í raun allir sem vilja standa vörð um lýðræðið, frelsið og fjölbreytnina. Verkefni okkar allra er að skapa ekki jarðveginn fyrir hatrið og illskuna í opinberri umræðu. Það gerum við m.a. með því að skapa alvöru fjölmenningarsamfélag þar sem fólk nýtur verðleika sinna en geldur ekki fyrir uppruna sinn. Við gerum það með því að kenna börnum okkar að ofbeldi leysir engan vanda, heldur skapar nýjan og verri vanda. Við getum notað hina skelfilegu atburði í Noregi til þess að horfast í augu við sjálf okkur og samfélagið sem við byggjum. Við þessar aðstæður spyrja börn af visku sinni spurninganna sem máli skipta. Hver eru svörin við eldhúsborð landsmanna? Stöndum við keik í hinni barnalegu fullvissu okkar að Ísland sé öðruvísi – betra? – en nágrannalöndin? Varla. Og tómlæti er ekki í boði.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun