Nafnabirting mismunar umsækjendum Gunnar Haugen skrifar 5. ágúst 2011 08:00 Nýlegur úrskurður Persónuverndar um nafnabirtingu umsækjenda í sumarstarf hjá RÚV sýnir enn og aftur þær villigötur sem nafnabirtingar í opinberum ráðningum leiða opinber fyrirtæki á. Umsækjandi um starfið vildi ekki að nafn hans yrði birt, enda starfandi hjá samkeppnisaðila RÚV. Persónuvernd úrskurðaði engu að síður að birting nafns, heimilisfangs og starfsheitis umsækjanda væri í samræmi við lög. Umsækjandinn stendur því líkt og margir aðrir, sem íhuga að sækja um störf hjá hinu opinbera, frammi fyrir tveimur kostum. Að sækja um og eiga á hættu að umsóknin geti haft neikvæð áhrif á framgang hans í núverandi starfi þegar og ef af umsókninni fréttist, eða sleppa því hreinlega að sækja um starfið. Báðir kostirnir eru slæmir fyrir umsækjandann. Annað hvort þarf hann að leggja framgang sinn í núverandi starfi að veði eða fórna þeim starfstækifærum sem í boði eru hjá opinberum fyrirtækjum. Því miður er það svo að fjöldi hæfra umsækjenda um opinber störf velur þann kost að draga umsóknina til baka frekar en að eiga á hættu að fá nafn sitt til umfjöllunar í fjölmiðlum, á ættarmótum og annars staðar þar sem fólk kemur saman. Reynsla okkar hjá Capacent sýnir að um 15-20% umsækjenda um opinber störf draga umsókn sína til baka þegar kemur að opinberri nafnabirtingu. Þessu til viðbótar eru svo þeir sem leggja ekki inn umsókn vegna reglna um nafnabirtingar. Stærð þess hóps er óþekkt en vafalaust er þar um nokkurn fjölda að ræða. Þetta þýðir að í landinu eru að myndast tveir hópar; þeir sem geta sótt um opinberar stöður og þeir sem geta það ekki. Þetta hefur annars vegar í för með sér að opinber fyrirtæki missa af hæfum umsækjendum og hins vegar að tilteknum hópi einstaklinga er haldið utan opinberra starfa. Að baki nafnabirtingar liggur m.a. sú hugmyndafræði að almenningur geti séð hverjir sækja um starf og þannig dragi úr þeim tilvikum þar sem því er haldið fram að hæfasti einstaklingurinn hafi verið ráðinn, án þess að almenningur viti hverjir voru til samanburðar. Gagnsæi er mikilvægt en það má ekki leiða til mismununar – nafnabirting umsækjenda býður upp á mismunun. Sumir geta sótt um, aðrir ekki. Ekki er við Persónuvernd að sakast í þessu máli, enda hlutverk hennar að túlka og framfylgja fyrirliggjandi lögum og reglugerðum um nafnabirtingar. Þeim verður að breyta þannig að allir hafi tök á að sækja um opinber störf án þess eiga á hættu að fórna núverandi starfi. Markmiði laganna þarf að ná fram með öðrum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Nýlegur úrskurður Persónuverndar um nafnabirtingu umsækjenda í sumarstarf hjá RÚV sýnir enn og aftur þær villigötur sem nafnabirtingar í opinberum ráðningum leiða opinber fyrirtæki á. Umsækjandi um starfið vildi ekki að nafn hans yrði birt, enda starfandi hjá samkeppnisaðila RÚV. Persónuvernd úrskurðaði engu að síður að birting nafns, heimilisfangs og starfsheitis umsækjanda væri í samræmi við lög. Umsækjandinn stendur því líkt og margir aðrir, sem íhuga að sækja um störf hjá hinu opinbera, frammi fyrir tveimur kostum. Að sækja um og eiga á hættu að umsóknin geti haft neikvæð áhrif á framgang hans í núverandi starfi þegar og ef af umsókninni fréttist, eða sleppa því hreinlega að sækja um starfið. Báðir kostirnir eru slæmir fyrir umsækjandann. Annað hvort þarf hann að leggja framgang sinn í núverandi starfi að veði eða fórna þeim starfstækifærum sem í boði eru hjá opinberum fyrirtækjum. Því miður er það svo að fjöldi hæfra umsækjenda um opinber störf velur þann kost að draga umsóknina til baka frekar en að eiga á hættu að fá nafn sitt til umfjöllunar í fjölmiðlum, á ættarmótum og annars staðar þar sem fólk kemur saman. Reynsla okkar hjá Capacent sýnir að um 15-20% umsækjenda um opinber störf draga umsókn sína til baka þegar kemur að opinberri nafnabirtingu. Þessu til viðbótar eru svo þeir sem leggja ekki inn umsókn vegna reglna um nafnabirtingar. Stærð þess hóps er óþekkt en vafalaust er þar um nokkurn fjölda að ræða. Þetta þýðir að í landinu eru að myndast tveir hópar; þeir sem geta sótt um opinberar stöður og þeir sem geta það ekki. Þetta hefur annars vegar í för með sér að opinber fyrirtæki missa af hæfum umsækjendum og hins vegar að tilteknum hópi einstaklinga er haldið utan opinberra starfa. Að baki nafnabirtingar liggur m.a. sú hugmyndafræði að almenningur geti séð hverjir sækja um starf og þannig dragi úr þeim tilvikum þar sem því er haldið fram að hæfasti einstaklingurinn hafi verið ráðinn, án þess að almenningur viti hverjir voru til samanburðar. Gagnsæi er mikilvægt en það má ekki leiða til mismununar – nafnabirting umsækjenda býður upp á mismunun. Sumir geta sótt um, aðrir ekki. Ekki er við Persónuvernd að sakast í þessu máli, enda hlutverk hennar að túlka og framfylgja fyrirliggjandi lögum og reglugerðum um nafnabirtingar. Þeim verður að breyta þannig að allir hafi tök á að sækja um opinber störf án þess eiga á hættu að fórna núverandi starfi. Markmiði laganna þarf að ná fram með öðrum hætti.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun