Nafnabirting mismunar umsækjendum Gunnar Haugen skrifar 5. ágúst 2011 08:00 Nýlegur úrskurður Persónuverndar um nafnabirtingu umsækjenda í sumarstarf hjá RÚV sýnir enn og aftur þær villigötur sem nafnabirtingar í opinberum ráðningum leiða opinber fyrirtæki á. Umsækjandi um starfið vildi ekki að nafn hans yrði birt, enda starfandi hjá samkeppnisaðila RÚV. Persónuvernd úrskurðaði engu að síður að birting nafns, heimilisfangs og starfsheitis umsækjanda væri í samræmi við lög. Umsækjandinn stendur því líkt og margir aðrir, sem íhuga að sækja um störf hjá hinu opinbera, frammi fyrir tveimur kostum. Að sækja um og eiga á hættu að umsóknin geti haft neikvæð áhrif á framgang hans í núverandi starfi þegar og ef af umsókninni fréttist, eða sleppa því hreinlega að sækja um starfið. Báðir kostirnir eru slæmir fyrir umsækjandann. Annað hvort þarf hann að leggja framgang sinn í núverandi starfi að veði eða fórna þeim starfstækifærum sem í boði eru hjá opinberum fyrirtækjum. Því miður er það svo að fjöldi hæfra umsækjenda um opinber störf velur þann kost að draga umsóknina til baka frekar en að eiga á hættu að fá nafn sitt til umfjöllunar í fjölmiðlum, á ættarmótum og annars staðar þar sem fólk kemur saman. Reynsla okkar hjá Capacent sýnir að um 15-20% umsækjenda um opinber störf draga umsókn sína til baka þegar kemur að opinberri nafnabirtingu. Þessu til viðbótar eru svo þeir sem leggja ekki inn umsókn vegna reglna um nafnabirtingar. Stærð þess hóps er óþekkt en vafalaust er þar um nokkurn fjölda að ræða. Þetta þýðir að í landinu eru að myndast tveir hópar; þeir sem geta sótt um opinberar stöður og þeir sem geta það ekki. Þetta hefur annars vegar í för með sér að opinber fyrirtæki missa af hæfum umsækjendum og hins vegar að tilteknum hópi einstaklinga er haldið utan opinberra starfa. Að baki nafnabirtingar liggur m.a. sú hugmyndafræði að almenningur geti séð hverjir sækja um starf og þannig dragi úr þeim tilvikum þar sem því er haldið fram að hæfasti einstaklingurinn hafi verið ráðinn, án þess að almenningur viti hverjir voru til samanburðar. Gagnsæi er mikilvægt en það má ekki leiða til mismununar – nafnabirting umsækjenda býður upp á mismunun. Sumir geta sótt um, aðrir ekki. Ekki er við Persónuvernd að sakast í þessu máli, enda hlutverk hennar að túlka og framfylgja fyrirliggjandi lögum og reglugerðum um nafnabirtingar. Þeim verður að breyta þannig að allir hafi tök á að sækja um opinber störf án þess eiga á hættu að fórna núverandi starfi. Markmiði laganna þarf að ná fram með öðrum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nýlegur úrskurður Persónuverndar um nafnabirtingu umsækjenda í sumarstarf hjá RÚV sýnir enn og aftur þær villigötur sem nafnabirtingar í opinberum ráðningum leiða opinber fyrirtæki á. Umsækjandi um starfið vildi ekki að nafn hans yrði birt, enda starfandi hjá samkeppnisaðila RÚV. Persónuvernd úrskurðaði engu að síður að birting nafns, heimilisfangs og starfsheitis umsækjanda væri í samræmi við lög. Umsækjandinn stendur því líkt og margir aðrir, sem íhuga að sækja um störf hjá hinu opinbera, frammi fyrir tveimur kostum. Að sækja um og eiga á hættu að umsóknin geti haft neikvæð áhrif á framgang hans í núverandi starfi þegar og ef af umsókninni fréttist, eða sleppa því hreinlega að sækja um starfið. Báðir kostirnir eru slæmir fyrir umsækjandann. Annað hvort þarf hann að leggja framgang sinn í núverandi starfi að veði eða fórna þeim starfstækifærum sem í boði eru hjá opinberum fyrirtækjum. Því miður er það svo að fjöldi hæfra umsækjenda um opinber störf velur þann kost að draga umsóknina til baka frekar en að eiga á hættu að fá nafn sitt til umfjöllunar í fjölmiðlum, á ættarmótum og annars staðar þar sem fólk kemur saman. Reynsla okkar hjá Capacent sýnir að um 15-20% umsækjenda um opinber störf draga umsókn sína til baka þegar kemur að opinberri nafnabirtingu. Þessu til viðbótar eru svo þeir sem leggja ekki inn umsókn vegna reglna um nafnabirtingar. Stærð þess hóps er óþekkt en vafalaust er þar um nokkurn fjölda að ræða. Þetta þýðir að í landinu eru að myndast tveir hópar; þeir sem geta sótt um opinberar stöður og þeir sem geta það ekki. Þetta hefur annars vegar í för með sér að opinber fyrirtæki missa af hæfum umsækjendum og hins vegar að tilteknum hópi einstaklinga er haldið utan opinberra starfa. Að baki nafnabirtingar liggur m.a. sú hugmyndafræði að almenningur geti séð hverjir sækja um starf og þannig dragi úr þeim tilvikum þar sem því er haldið fram að hæfasti einstaklingurinn hafi verið ráðinn, án þess að almenningur viti hverjir voru til samanburðar. Gagnsæi er mikilvægt en það má ekki leiða til mismununar – nafnabirting umsækjenda býður upp á mismunun. Sumir geta sótt um, aðrir ekki. Ekki er við Persónuvernd að sakast í þessu máli, enda hlutverk hennar að túlka og framfylgja fyrirliggjandi lögum og reglugerðum um nafnabirtingar. Þeim verður að breyta þannig að allir hafi tök á að sækja um opinber störf án þess eiga á hættu að fórna núverandi starfi. Markmiði laganna þarf að ná fram með öðrum hætti.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar