Athugasemd við birtingu á vísu 28. október 2011 06:00 Í Fréttablaðinu í gær er birt vísa, sem sögð er „vísa Ómars“, þ. e. undirritaðs. Ekki var haft við mig samband út af birtingunni vegna höfundarréttar né heldur vísan sett í samhengi sitt. Það var slæmt, því vísan er ekki eftir mig heldur þrjá höfunda (reyndar alger undantekning hjá mér að fá að nota vísur eftir aðra), og samhengið stórum villandi. Hið rétta er þetta: Vegna samskipta forsætisráðherra og forseta datt mér í hug að búa til spjall í skemmtidagskrá minni um hugsanlegt framhald stigmagnaðra samskipta, þar sem fengnir yrðu hagyrðingar til að annast hnútukastið með þekktum stílbrögðum, samanber hendingar K.N: „skammastu þín, svei þér / go to hell and stay there“, en fornvinur minn Hermann Jóhannesson hafði einmitt notað slíkt í nýrri vísu auk annarrar gamallar hendingar. Skilyrði í hnútukastinu yrði að nota a. m. k. eitt erlent orð í hverri vísu. Pistill minn fól í sér þrjár vísur en ekki þá einu sem birt var í gær. 1. Bréf til Jóhönnu frá Ólafi: „Andúð mín nú á þér vex alltaf með þitt röfl og pex, - táknmynd anda leiðinlegs. Láttu mig vera, grimma heks!“ 2. Jóhanna svarar: „Öllum við því hugur hrýs hvernig þú til ills ert vís. Ólafur Ragnar Grímsson grís go to hell and stay there, please!“ 3. Að lokum takast þó sættir með sameiginlegri vísu beggja hagyrðinga í anda þess þegar Magnús Torfason sýslumaður á Ísafirði leysti illskeytt meiðyrðamál: „Sáttaviljinn sífellt vex, sæt og blíð er Jóka heks. Ólafur Ragnar Grímsson grís, gefðu"henni nú kossinn, please!“ Yfirbragð framangreinds pistils er allt annað þegar jafnvægis er gætt í honum sem heildar heldur en þegar ein rangfeðruð vísa er slitin úr samhengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu í gær er birt vísa, sem sögð er „vísa Ómars“, þ. e. undirritaðs. Ekki var haft við mig samband út af birtingunni vegna höfundarréttar né heldur vísan sett í samhengi sitt. Það var slæmt, því vísan er ekki eftir mig heldur þrjá höfunda (reyndar alger undantekning hjá mér að fá að nota vísur eftir aðra), og samhengið stórum villandi. Hið rétta er þetta: Vegna samskipta forsætisráðherra og forseta datt mér í hug að búa til spjall í skemmtidagskrá minni um hugsanlegt framhald stigmagnaðra samskipta, þar sem fengnir yrðu hagyrðingar til að annast hnútukastið með þekktum stílbrögðum, samanber hendingar K.N: „skammastu þín, svei þér / go to hell and stay there“, en fornvinur minn Hermann Jóhannesson hafði einmitt notað slíkt í nýrri vísu auk annarrar gamallar hendingar. Skilyrði í hnútukastinu yrði að nota a. m. k. eitt erlent orð í hverri vísu. Pistill minn fól í sér þrjár vísur en ekki þá einu sem birt var í gær. 1. Bréf til Jóhönnu frá Ólafi: „Andúð mín nú á þér vex alltaf með þitt röfl og pex, - táknmynd anda leiðinlegs. Láttu mig vera, grimma heks!“ 2. Jóhanna svarar: „Öllum við því hugur hrýs hvernig þú til ills ert vís. Ólafur Ragnar Grímsson grís go to hell and stay there, please!“ 3. Að lokum takast þó sættir með sameiginlegri vísu beggja hagyrðinga í anda þess þegar Magnús Torfason sýslumaður á Ísafirði leysti illskeytt meiðyrðamál: „Sáttaviljinn sífellt vex, sæt og blíð er Jóka heks. Ólafur Ragnar Grímsson grís, gefðu"henni nú kossinn, please!“ Yfirbragð framangreinds pistils er allt annað þegar jafnvægis er gætt í honum sem heildar heldur en þegar ein rangfeðruð vísa er slitin úr samhengi.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar