„Ránstannlæknir“ játar… Gunnar Rósarsson skrifar 7. desember 2011 06:00 …að hann harmar að foreldrar örvænti ef óvænt þarf að sinna tannlækningum barna. …að hann harmar marklausan fréttaflutning um tannlækningar. …að hann undrast tregðu yfirvalda til að greiða fyrir tannlækningar. …að hann er undrandi á að tannlækningar barna á spítala skuli ekki vera greiddar af skattfé hér eins og á hinum Norðurlöndunum. …að hann undrast þörf margra, þ.á.m. ráðamanna, fyrir að níða tannlæknastéttina. …að honum finnst vart lægra komist í „frétta“flutningi en með „frétt“ sem birtist undir fyrirsögninni „Tannlæknir vildi 143 þúsund fyrir að gera við skemmda tönn í 8 ára dreng – Ránstilraun“ á Pressan.is þann 10. nóv. sl. „Fréttin“ er ekki birt undir nafni. Megnið af innihaldi hennar er ósatt. Svona umfjöllun um tannlækningar er reglan fremur en undantekningin. Fara ráðherrar, þingmenn og embættismenn framarlega. – Og eftir höfðinu dansa limirnir. Gera má þá kröfu á alvöru fréttamiðil eins og Pressan.is vill væntanlega teljast vera, að fréttaflutningurinn rísi ögn hærra en nafnlaust, ósatt bloggtuð. Svona „frétta“flutningur er beinlínis skaðlegur „móral“ þjóðarinnar. Við erum öll á sama báti (nema örfáir). Við þurfum á því að halda núna að geta treyst og haft trú hvert á öðru. Skortur á gagnkvæmu trausti lamar samfélagið. Svona „fréttir“ hamla trausti. Undirritaður er sá tannlæknir sem þessi „frétt“ fjallar um og getur ekki orða bundist. Ef einhver „ránstilraun“ var framin af mér þarna, þá eru allir þjónustuaðilar og verktakar á landinu sífellt með ránstilraunir. Trúi menn því er illa komið. Þjónustuaðstæður tannlækninga eru þannig hér á landi, einu Norðurlanda, að þær bjóða upp á þetta. Forsagan er sú að einhverft barn fær tannpínu. Í ljósi fyrri reynslu og með velferð barnsins í huga liggur fyrir að svæfa þurfi það til að sinna því. Fyrir utan tannpínutönnina kom í ljós að tvær aðrar voru skemmdar. Einnig að setja þurfti plastfyllur í aðrar þrjár. Alls 6 tennur, sem sýnir sannleiksást blaðamannsins nafnlausa er skrifar fyrirsögnina. Þó kemur þetta glöggt fram í sundurliðun er fylgir „fréttinni“. Nú er ólöglegt að svæfa einstaklinga nema á löggiltri svæfingaraðstöðu. Tannlæknar fá inni á slíkri aðstöðu gegn gjaldi og þurfa að koma með sér nánast öll sín efni og tæki. Auk þess þarf aðstoðarmann hvers laun tannsar greiða sjálfir. Á meðan bíður tannlæknastofan á stökkbreyttri kaupleigu. Svæfingum fylgir áhætta og álag fyrir þolandann. Því er enginn svæfður oftar en nauðsynlegt er og ef svæfa þarf einstakling fyrir aðgerð, þá er allt gert sem gera þarf, svo að ekki þurfi að svæfa aftur fyrr en eftir eins langan tíma og kostur er. Kostnaðaráætlun var gerð sem rekur lið fyrir lið meðferðina og kostnaðinn. Þessi áætlun dúkkar síðan skyndilega upp á Pressan.is sem hluti af ofangreindri „frétt“. Einhver hefur örvænt. Erfitt er að lá honum það. Þótt mér hafi orðið um og ó er ég sá þetta og mörgum blöskrað fyrir mína hönd, fannst mér rétt að láta eitthvað gagnlegt af þessu leiða og velta fyrir mér aðstæðum. Stjórnvöld munda nú niðurskurðarhnífinn sem aldrei fyrr. Þegar hnífurinn sá stöðvast stendur hann í barka tannlækninga. Þar hefur hann staðið í 20 ár. Almenningur sýpur, að vanda, seyðið af þessu. Og er á meðan, af ráðamönnum, talin trú um að vondu tannlæknarnir séu að blóðmjólka hann og ríkið með okri. Þetta básuna fréttamiðlar síðan gagnrýnislaust. Þetta gerðist ekki ef Ísland væri að sönnu „norrænt velferðarríki“ eins og tönnlast er á „spari“. Ef hér væri einhver langtímastefna, metnaður og úrbótavilji í tannheilsumálum og eftirfylgni af hálfu hins opinbera, þá væri þetta ekki svona. Á sl. tuttugu árum hefur endurgreiðsla vegna tannlæknaþjónustu aðeins hækkað um 2%. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 134%. Ekkert er endurgreitt sérstaklega fyrir þann aukakostnað sem hlýst af að gera almennar tannlæknisaðgerðir í svæfingu á spítala eins og á hinum Norðurlöndunum. Þær eru örfáar og kosta því ekki mikið. Áhugi yfirvalda á að setja pening í tannlækningar í „gróðærinu“ var enginn. Hvað þá núna í „kreppunni“. Á meðan útgjöld vegna tannlækninga hafa hækkað um 2% hafa útgjöld vegna læknisverka hækkað um 270%, lyfja um 350% og hjálpartækja um 300%. Er þarna kannske hin raunverulega „ránstilraun“ í tannlækningum? Hví er annars svona vinsælt að argast í tannlæknum? – Sem ná sjaldnast að svara fyrir sig. Margir túlka þessa þögn tannlækna sem þeir hafi eitthvað að fela. Staðreyndin er sú að fjölmiðlar hafa engan áhuga á viðbrögðum tannlækna. Varnarræður útrásarvíkinga seljast betur. Líklegasta skýringin er sú að tannlæknar veita kostnaðarsama heilbrigðisþjónustu. Þjónustan er mann-, tækja-, húsnæðis- og efnafrek. Lykilatriði er þó að, ólíkt annarri heilbrigðisþjónustu, birtist allur tannlæknakostnaðurinn þiggjandanum á reikningi tannlæknis og hann greiðir hann úr eigin vasa. Hann er einungis í fáum tilvikum niðurgreiddur og þá skv. gjaldskrá úr fornritum. Tannlækningar virðast því dýrar samanborið við aðra heilbrigðisþjónustu en þar er kostnaður flestum, ef ekki öllum, hulinn. Hann er þarna samt, heldur betur, til staðar en er greiddur af okkur skattborgurum eftir krókaleiðum. – Og 143.000 þykir lág upphæð þegar laga á beyglu á bíl! Önnur skýring er ef til vill sú að fyrir áratugum voru tannlæknar með mjög góðar tekjur. Fæstir tannlæknar er starfa í dag muna þá tíð. En goðsögnin lifir og sumir óttast mjög að tannlæknar hafi enn há laun. Það hefur löngum verið hefð hjá landanum að andskotast í þeim sem hann heldur að gangi vel. Nú ganga stjórnvöld á undan með fordæmi þar. Rýni menn í „tekjublöð“ blasir við að tekjur almennra tannlækna eru mjög í lægri kantinum meðal heilbrigðisstétta. Það er staðreynd. Ég vona að þessi skrif verði til þess að einhverjir fái sér saltkorn með, er þeir lesa um óstjórnlega glæpahneigð íslenskra tannlækna. Einnig til hins að skjólstæðingar sem eiga rétt á endurgreiðslu frá SÍ geri sér grein fyrir því að það eru þeirra hagsmunir en ekki tannlækna að ríkið hækki endurgreiðslur vegna tannlækninga. Þeir peningar sem ríkið leggur til tannlækninga renna nefnilega ekki til tannlæknastofanna. SÍ endurgreiðir jú skjólstæðingunum útlagðan kostnað. Það er kominn tími til að þeir öðlist rödd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
…að hann harmar að foreldrar örvænti ef óvænt þarf að sinna tannlækningum barna. …að hann harmar marklausan fréttaflutning um tannlækningar. …að hann undrast tregðu yfirvalda til að greiða fyrir tannlækningar. …að hann er undrandi á að tannlækningar barna á spítala skuli ekki vera greiddar af skattfé hér eins og á hinum Norðurlöndunum. …að hann undrast þörf margra, þ.á.m. ráðamanna, fyrir að níða tannlæknastéttina. …að honum finnst vart lægra komist í „frétta“flutningi en með „frétt“ sem birtist undir fyrirsögninni „Tannlæknir vildi 143 þúsund fyrir að gera við skemmda tönn í 8 ára dreng – Ránstilraun“ á Pressan.is þann 10. nóv. sl. „Fréttin“ er ekki birt undir nafni. Megnið af innihaldi hennar er ósatt. Svona umfjöllun um tannlækningar er reglan fremur en undantekningin. Fara ráðherrar, þingmenn og embættismenn framarlega. – Og eftir höfðinu dansa limirnir. Gera má þá kröfu á alvöru fréttamiðil eins og Pressan.is vill væntanlega teljast vera, að fréttaflutningurinn rísi ögn hærra en nafnlaust, ósatt bloggtuð. Svona „frétta“flutningur er beinlínis skaðlegur „móral“ þjóðarinnar. Við erum öll á sama báti (nema örfáir). Við þurfum á því að halda núna að geta treyst og haft trú hvert á öðru. Skortur á gagnkvæmu trausti lamar samfélagið. Svona „fréttir“ hamla trausti. Undirritaður er sá tannlæknir sem þessi „frétt“ fjallar um og getur ekki orða bundist. Ef einhver „ránstilraun“ var framin af mér þarna, þá eru allir þjónustuaðilar og verktakar á landinu sífellt með ránstilraunir. Trúi menn því er illa komið. Þjónustuaðstæður tannlækninga eru þannig hér á landi, einu Norðurlanda, að þær bjóða upp á þetta. Forsagan er sú að einhverft barn fær tannpínu. Í ljósi fyrri reynslu og með velferð barnsins í huga liggur fyrir að svæfa þurfi það til að sinna því. Fyrir utan tannpínutönnina kom í ljós að tvær aðrar voru skemmdar. Einnig að setja þurfti plastfyllur í aðrar þrjár. Alls 6 tennur, sem sýnir sannleiksást blaðamannsins nafnlausa er skrifar fyrirsögnina. Þó kemur þetta glöggt fram í sundurliðun er fylgir „fréttinni“. Nú er ólöglegt að svæfa einstaklinga nema á löggiltri svæfingaraðstöðu. Tannlæknar fá inni á slíkri aðstöðu gegn gjaldi og þurfa að koma með sér nánast öll sín efni og tæki. Auk þess þarf aðstoðarmann hvers laun tannsar greiða sjálfir. Á meðan bíður tannlæknastofan á stökkbreyttri kaupleigu. Svæfingum fylgir áhætta og álag fyrir þolandann. Því er enginn svæfður oftar en nauðsynlegt er og ef svæfa þarf einstakling fyrir aðgerð, þá er allt gert sem gera þarf, svo að ekki þurfi að svæfa aftur fyrr en eftir eins langan tíma og kostur er. Kostnaðaráætlun var gerð sem rekur lið fyrir lið meðferðina og kostnaðinn. Þessi áætlun dúkkar síðan skyndilega upp á Pressan.is sem hluti af ofangreindri „frétt“. Einhver hefur örvænt. Erfitt er að lá honum það. Þótt mér hafi orðið um og ó er ég sá þetta og mörgum blöskrað fyrir mína hönd, fannst mér rétt að láta eitthvað gagnlegt af þessu leiða og velta fyrir mér aðstæðum. Stjórnvöld munda nú niðurskurðarhnífinn sem aldrei fyrr. Þegar hnífurinn sá stöðvast stendur hann í barka tannlækninga. Þar hefur hann staðið í 20 ár. Almenningur sýpur, að vanda, seyðið af þessu. Og er á meðan, af ráðamönnum, talin trú um að vondu tannlæknarnir séu að blóðmjólka hann og ríkið með okri. Þetta básuna fréttamiðlar síðan gagnrýnislaust. Þetta gerðist ekki ef Ísland væri að sönnu „norrænt velferðarríki“ eins og tönnlast er á „spari“. Ef hér væri einhver langtímastefna, metnaður og úrbótavilji í tannheilsumálum og eftirfylgni af hálfu hins opinbera, þá væri þetta ekki svona. Á sl. tuttugu árum hefur endurgreiðsla vegna tannlæknaþjónustu aðeins hækkað um 2%. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 134%. Ekkert er endurgreitt sérstaklega fyrir þann aukakostnað sem hlýst af að gera almennar tannlæknisaðgerðir í svæfingu á spítala eins og á hinum Norðurlöndunum. Þær eru örfáar og kosta því ekki mikið. Áhugi yfirvalda á að setja pening í tannlækningar í „gróðærinu“ var enginn. Hvað þá núna í „kreppunni“. Á meðan útgjöld vegna tannlækninga hafa hækkað um 2% hafa útgjöld vegna læknisverka hækkað um 270%, lyfja um 350% og hjálpartækja um 300%. Er þarna kannske hin raunverulega „ránstilraun“ í tannlækningum? Hví er annars svona vinsælt að argast í tannlæknum? – Sem ná sjaldnast að svara fyrir sig. Margir túlka þessa þögn tannlækna sem þeir hafi eitthvað að fela. Staðreyndin er sú að fjölmiðlar hafa engan áhuga á viðbrögðum tannlækna. Varnarræður útrásarvíkinga seljast betur. Líklegasta skýringin er sú að tannlæknar veita kostnaðarsama heilbrigðisþjónustu. Þjónustan er mann-, tækja-, húsnæðis- og efnafrek. Lykilatriði er þó að, ólíkt annarri heilbrigðisþjónustu, birtist allur tannlæknakostnaðurinn þiggjandanum á reikningi tannlæknis og hann greiðir hann úr eigin vasa. Hann er einungis í fáum tilvikum niðurgreiddur og þá skv. gjaldskrá úr fornritum. Tannlækningar virðast því dýrar samanborið við aðra heilbrigðisþjónustu en þar er kostnaður flestum, ef ekki öllum, hulinn. Hann er þarna samt, heldur betur, til staðar en er greiddur af okkur skattborgurum eftir krókaleiðum. – Og 143.000 þykir lág upphæð þegar laga á beyglu á bíl! Önnur skýring er ef til vill sú að fyrir áratugum voru tannlæknar með mjög góðar tekjur. Fæstir tannlæknar er starfa í dag muna þá tíð. En goðsögnin lifir og sumir óttast mjög að tannlæknar hafi enn há laun. Það hefur löngum verið hefð hjá landanum að andskotast í þeim sem hann heldur að gangi vel. Nú ganga stjórnvöld á undan með fordæmi þar. Rýni menn í „tekjublöð“ blasir við að tekjur almennra tannlækna eru mjög í lægri kantinum meðal heilbrigðisstétta. Það er staðreynd. Ég vona að þessi skrif verði til þess að einhverjir fái sér saltkorn með, er þeir lesa um óstjórnlega glæpahneigð íslenskra tannlækna. Einnig til hins að skjólstæðingar sem eiga rétt á endurgreiðslu frá SÍ geri sér grein fyrir því að það eru þeirra hagsmunir en ekki tannlækna að ríkið hækki endurgreiðslur vegna tannlækninga. Þeir peningar sem ríkið leggur til tannlækninga renna nefnilega ekki til tannlæknastofanna. SÍ endurgreiðir jú skjólstæðingunum útlagðan kostnað. Það er kominn tími til að þeir öðlist rödd.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun