„Segðu frá“ Sigrún Sigurðardóttir skrifar 7. desember 2011 06:00 Heilsufar okkar og heilsufarsleg vandamál geta sagt mikla sögu, sögu um það sem við höfum upplifað á lífsleiðinni og það sem markað hefur spor í tilfinningar okkar og heilsufar. Rekja má marga sjúkdóma og heilsufarsleg vandamál til fyrri sálrænna áfalla eða erfiðleika í lífinu, áfalla eins og ofbeldis. Þessi saga okkar getur verið sérstaklega mikilvæg ef erfið lífsreynsla er bæld niður í mörg ár, jafnvel margra áratugi, ekki sagt frá og ekki unnið úr þeim tilfinningum sem geymdar eru innra. Þá tekur líkaminn að sér að „segja frá“ með því að þróa alls konar einkenni út frá sársaukafullu reynslunni og bældu minningunum. „Líkaminn kvartar“Til að skilja betur hvað gerist í líkamanum þegar erfiðleikar og áföll eins og ofbeldi dynja yfir getum við hugsað okkur barn sem verður fyrir alvarlegu sálrænu áfalli eins og kynferðislegu ofbeldi, einelti, býr við heimilisofbeldi eða óreglu. Barnið getur ekki rætt um þetta við neinn, treystir engum, byrgir því inni mikinn ótta, vanmáttarkennd, skömm, sjálfsásökun og reiði. Þar með er vandamála snjóboltinn byrjaður að rúlla og ef ekki er gripið inn í stækkar hann bara. Barnið hættir að geta sofið um nætur út af áhyggjum og til að vera á varðbergi gagnvart ofbeldinu, og kvíðir því að takast á við nýjan dag. Við vitum hvað gerist ef við fáum ekki svefninn okkar, við verðum úrvinda, líkaminn verður stöðugt á varðbergi, í viðbragðsstöðu, stífnar upp og nær ekki að hvílast. Ef allir vöðvar eru í stöðugri spennu og ná ekki að hvílast fáum við vöðvabólgu og útbreidda verki. Oft fylgir einnig kvíði, depurð og jafnvel þunglyndi. Viðbragðskerfi líkamans nær ekki að slaka á og líkaminn þolir ekki slíkt til langs tíma, hann fer að „kvarta“. Álagið til langs tíma fer að hafa áhrif á hjarta- og æðakerfi, meltingarfæri, stoðkerfi, hormónastarfsemi sem hefur síðan áhrif á öll önnur kerfi líkamans. Ofbeldi getur valdið mikilli streitu til langs tíma og nú er það vitað að streita veikir ónæmiskerfið og gerir okkur berskjölduð fyrir alls kyns sjúkdómum. Oft koma afleiðingar og einkenni ekki fram fyrr en mörgum árum eða áratugum seinna og fólk er jafnvel með einkenni áfallastreituröskunar án þess að fá viðeigandi meðhöndlun við slíku. Einstaklingar með slíka sögu eru oft með mjög brotna sjálfsmynd sem hefur áhrif á allt líf þeirra ef þeir fá ekki aðstoð. Barn sem verður til dæmis fyrir miklu einelti hlýtur oft af því brotna sjálfsmynd og einangrun sem gerir það auðsæranlegt og berskjaldað gagnvart endurteknum áföllum eins og t.d. kynferðislegu ofbeldi, því barn sem er með brotna sjálfsmynd, á enga vini og hefur engan til að tala við er mjög ákjósanlegt fórnarlamb barnaníðinga. Við erum ein heild, líkami, hugur, tilfinningar og sál. Það sem brýtur niður sálina brýtur líka niður líkamann og öfugt, við verðum því að líta á okkur heildrænt. „Berum ábyrgð“Við megum því ekki líta undan og láta eins og okkur komi ofbeldi ekki við því okkur kemur það við. Einstaklingar sem fá ekki tækifæri til að segja frá vegna þess að enginn er til að hlusta, geta haft áhrif á allt samfélagið með heilsufarsvandamálum, hegðunarvandamálum, áfengisneyslu, fíkniefnaneyslu, afbrotum, sjálfskaðandi hegðun og það sem er alvarlegast að lokum, með sjálfsvígum. Slíkir einstaklingar eiga oft í erfiðleikum með að tengjast börnum sínum og maka sem getur leitt af sér fleiri brotna einstaklinga og þannig heldur það áfram. Hvernig getum við litið undan? Við verðum að opna augu okkar, við verðum að brjóta upp keðjuna því annars heldur þetta áfram, kynslóð fram af kynslóð og þetta er ekki einkamál þolandans, við berum öll ábyrgð með afneitun og þögn. Ég verð líka oft alveg rosaleg þreytt á allri umræðunni í þjóðfélaginu um ofbeldi, klingjandi í fjölmiðlum daginn út og daginn inn, fréttir um ofbeldi hér og þar, annað væri óeðlilegt, auðvitað verður fólk þreytt á þessu. En þó svo að við fáum stundum nóg verðum við að gæta að því hvernig við bregðumst við umræðunni. Ef við sitjum heima í stofu og fussum og sveium yfir endalausum fréttum af ofbeldi og börnin okkar sitja fyrir framan okkur og hlusta á okkur, eru mjög litlar líkur á að þau komi til með að leita til okkar ef þau verða fyrir ofbeldi. Þau hafa þá fengið þau skilaboð frá okkur að við séum komin með nóg af allri þessari umræðu um ofbeldi. Það er nógu erfitt fyrir barn að þurfa að burðast með þær erfiðu tilfinningar sem fylgja því að verða fyrir ofbeldi, þau vilja ekki líka láta okkur líða illa ef við bregðumst þannig við umræðunni. Það minnkar ekki afleiðingar ofbeldisins að þegja það í hel, einstaklingurinn sem fyrir því verður situr samt sem áður uppi með skaðann. Hjálpum þeim sem eru fastir í þögulli þjáningunni. Bæling og afneitun gerir illt verra. SEGÐU FRÁ! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Heilsufar okkar og heilsufarsleg vandamál geta sagt mikla sögu, sögu um það sem við höfum upplifað á lífsleiðinni og það sem markað hefur spor í tilfinningar okkar og heilsufar. Rekja má marga sjúkdóma og heilsufarsleg vandamál til fyrri sálrænna áfalla eða erfiðleika í lífinu, áfalla eins og ofbeldis. Þessi saga okkar getur verið sérstaklega mikilvæg ef erfið lífsreynsla er bæld niður í mörg ár, jafnvel margra áratugi, ekki sagt frá og ekki unnið úr þeim tilfinningum sem geymdar eru innra. Þá tekur líkaminn að sér að „segja frá“ með því að þróa alls konar einkenni út frá sársaukafullu reynslunni og bældu minningunum. „Líkaminn kvartar“Til að skilja betur hvað gerist í líkamanum þegar erfiðleikar og áföll eins og ofbeldi dynja yfir getum við hugsað okkur barn sem verður fyrir alvarlegu sálrænu áfalli eins og kynferðislegu ofbeldi, einelti, býr við heimilisofbeldi eða óreglu. Barnið getur ekki rætt um þetta við neinn, treystir engum, byrgir því inni mikinn ótta, vanmáttarkennd, skömm, sjálfsásökun og reiði. Þar með er vandamála snjóboltinn byrjaður að rúlla og ef ekki er gripið inn í stækkar hann bara. Barnið hættir að geta sofið um nætur út af áhyggjum og til að vera á varðbergi gagnvart ofbeldinu, og kvíðir því að takast á við nýjan dag. Við vitum hvað gerist ef við fáum ekki svefninn okkar, við verðum úrvinda, líkaminn verður stöðugt á varðbergi, í viðbragðsstöðu, stífnar upp og nær ekki að hvílast. Ef allir vöðvar eru í stöðugri spennu og ná ekki að hvílast fáum við vöðvabólgu og útbreidda verki. Oft fylgir einnig kvíði, depurð og jafnvel þunglyndi. Viðbragðskerfi líkamans nær ekki að slaka á og líkaminn þolir ekki slíkt til langs tíma, hann fer að „kvarta“. Álagið til langs tíma fer að hafa áhrif á hjarta- og æðakerfi, meltingarfæri, stoðkerfi, hormónastarfsemi sem hefur síðan áhrif á öll önnur kerfi líkamans. Ofbeldi getur valdið mikilli streitu til langs tíma og nú er það vitað að streita veikir ónæmiskerfið og gerir okkur berskjölduð fyrir alls kyns sjúkdómum. Oft koma afleiðingar og einkenni ekki fram fyrr en mörgum árum eða áratugum seinna og fólk er jafnvel með einkenni áfallastreituröskunar án þess að fá viðeigandi meðhöndlun við slíku. Einstaklingar með slíka sögu eru oft með mjög brotna sjálfsmynd sem hefur áhrif á allt líf þeirra ef þeir fá ekki aðstoð. Barn sem verður til dæmis fyrir miklu einelti hlýtur oft af því brotna sjálfsmynd og einangrun sem gerir það auðsæranlegt og berskjaldað gagnvart endurteknum áföllum eins og t.d. kynferðislegu ofbeldi, því barn sem er með brotna sjálfsmynd, á enga vini og hefur engan til að tala við er mjög ákjósanlegt fórnarlamb barnaníðinga. Við erum ein heild, líkami, hugur, tilfinningar og sál. Það sem brýtur niður sálina brýtur líka niður líkamann og öfugt, við verðum því að líta á okkur heildrænt. „Berum ábyrgð“Við megum því ekki líta undan og láta eins og okkur komi ofbeldi ekki við því okkur kemur það við. Einstaklingar sem fá ekki tækifæri til að segja frá vegna þess að enginn er til að hlusta, geta haft áhrif á allt samfélagið með heilsufarsvandamálum, hegðunarvandamálum, áfengisneyslu, fíkniefnaneyslu, afbrotum, sjálfskaðandi hegðun og það sem er alvarlegast að lokum, með sjálfsvígum. Slíkir einstaklingar eiga oft í erfiðleikum með að tengjast börnum sínum og maka sem getur leitt af sér fleiri brotna einstaklinga og þannig heldur það áfram. Hvernig getum við litið undan? Við verðum að opna augu okkar, við verðum að brjóta upp keðjuna því annars heldur þetta áfram, kynslóð fram af kynslóð og þetta er ekki einkamál þolandans, við berum öll ábyrgð með afneitun og þögn. Ég verð líka oft alveg rosaleg þreytt á allri umræðunni í þjóðfélaginu um ofbeldi, klingjandi í fjölmiðlum daginn út og daginn inn, fréttir um ofbeldi hér og þar, annað væri óeðlilegt, auðvitað verður fólk þreytt á þessu. En þó svo að við fáum stundum nóg verðum við að gæta að því hvernig við bregðumst við umræðunni. Ef við sitjum heima í stofu og fussum og sveium yfir endalausum fréttum af ofbeldi og börnin okkar sitja fyrir framan okkur og hlusta á okkur, eru mjög litlar líkur á að þau komi til með að leita til okkar ef þau verða fyrir ofbeldi. Þau hafa þá fengið þau skilaboð frá okkur að við séum komin með nóg af allri þessari umræðu um ofbeldi. Það er nógu erfitt fyrir barn að þurfa að burðast með þær erfiðu tilfinningar sem fylgja því að verða fyrir ofbeldi, þau vilja ekki líka láta okkur líða illa ef við bregðumst þannig við umræðunni. Það minnkar ekki afleiðingar ofbeldisins að þegja það í hel, einstaklingurinn sem fyrir því verður situr samt sem áður uppi með skaðann. Hjálpum þeim sem eru fastir í þögulli þjáningunni. Bæling og afneitun gerir illt verra. SEGÐU FRÁ!
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun