Allir þurfa sitt olíufélag Tryggvi Þór Herbertsson skrifar 2. maí 2011 06:00 Í tvö og hálft ár höfum við Íslendingar burðast með þær þungu byrðar sem fjármálahrunið lagði á herðar okkar – hrunið sem stafaði af eftirlitsleysi stjórnvalda á Vesturlöndum og fífldirfsku fjármálamanna sem nýttu sér glufurnar. Flestum þykir nóg um en það á víst ekki af okkur að ganga. Alvarleg staða blasir nú við á ný í efnahagsmálum þjóðarinnar. Enn á að þyngja byrðarnar, ekki af nauðsyn heldur vegna tækifærismennsku ófyrirleitinna stjórnmálamanna. Bjarni heitinn Benediktsson hélt því eitt sinn fram að síðasta ráð stjórnmálamanns sem kominn er upp að vegg vegna málefnaskorts sé að ráðast á olíufélögin og fordæma þau fyrir gróðafíkn og okur. Eldsneytisverð snerti alla og því gætu allir sameinast um að leggja fæð á þau. Athygli almennings væri beint frá vanda stjórnmálamannsins að olíuverðinu. Bjarni lýsti þarna því sem kallað er lýðskrum. Skrumið felst í að leita uppi frumstæðar tilfinningar hjá almenningi – hræðslu, reiði, öfund eða afbrýðisemi – og spila síðan á þær sér til framdráttar. Að ala á óbeit á olíufélögunum kann að hafa dugað á tímum Bjarna heitins en í dag eru svokallaðir sægreifar og kvótakerfið betri skotmörk. Umræðan um fiskveiðistjórnun hérlendis hefur lengi verið á miklu flugi. Í þeirri orrahríð hafa mörg stór orð fallið og ýmsum staðhæfingum verið varpað fram. Þetta er ekki aðeins eðlilegt, heldur nauðsynlegt því opin og fjörleg umræða er ómissandi í lýðræðisþjóðfélagi. Hins vegar hefur málefnagrundvöllurinn ekki verið mjög sterkur. Hafa ber í huga að sjávarútvegur er höfuðatvinnugrein landsmanna og því miklir, en oft ólíkir, hagsmunir í húfi. Þessi togstreita hefur sett sitt mark á umræðuna sem virðist oft og tíðum vera meira í ætt við manntafl einstakra hagsmunahópa fremur en óvilhöll og yfirgripsmikil umfjöllun sem veltir upp öllum hliðum málsins. Stjórnarsáttmáli ríkistjórnarinnar kveður á um að endurskoða skuli fiskveiðistjórnunarkerfið. Í þeirri viðleitni að skapa sem mesta sátt um kerfið var fulltrúum allra þeirra aðila sem hagsmuni hafa af sjávarútvegi boðið að borðinu. Þetta var klókt því sáttin er grundvöllur fyrir góðum varanlegum lausnum. Sáttanefndin setti fram tillögu, svokallaða samningaleið, sem allir hagsmunaaðilar nema einn stóðu að og allar stjórnmálahreyfingar nema Hreyfingin samþykktu. Nú hefði eftirleikurinn átt að vera auðveldur. Stjórnvöldum hefði verið í lófa lagið að byggja breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á samningaleiðinni og ná þannig fram langþráðri sátt um kerfið. En nei, ef stríð er í boði þá skal friðurinn rofinn. Hugsanlega er þetta röng greining hjá mér. Kannski var meiningin með því að hafa sáttanefndina skipaða jafn ólíkum hagsmunum og raun bar vitni til að koma í veg fyrir sátt. Að sáttin hafi orðið óvænt. Allir þurfa jú sín olíufélög. Forsætisráðherra þarf sitt LÍÚ. Núverandi fiskveiðastjórnunarkerfi er ekki hafið yfir gagnrýni né heldur er það meitlað í stein. Framfarir í fiskvísindum og breytingar á pólitískum áherslum munu án efa verða til þess að fiskveiðistjórnun við landið mun breytast á næstunni. En breytingarnar verða að vera gerðar á réttum forsendum. Margt af þeirri gagnrýni sem nú er varpað fram er ekki réttmætt og umræðan um meinta galla kvótakerfisins virðist að miklu leyti snúast um staðleysur sem virðast víða teknar sem viðurkenndar staðreyndir. Næstu vikuna ætla ég í nokkrum greinum hér í blaðinu að fara yfir íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið með tólum hagfræðinnar – kosti þess og galla. Ég ætla í þessum greinum mínum að höfða til skynsemi lesenda fremur en tilfinninga. Málið er of mikilvægt fyrir efnahagslega framtíð okkar til að hægt sé að spila með það í ómerkilegri pólitík. Í þeirri baráttu sem nú fer fram um fjöregg þjóðarinnar ætla ég að láta öðrum eftir lýskrumið. Ég mun m.a. fjalla um hagrænan grunn þess að takmarka aðgang að fiskveiðum, um hagkvæmni kvótakerfisins og áhrif þess á byggðaþróun, um auðlindarentu og skattlagningu hennar og um tækniframfarir og hagkvæmni. Í lokagreininni mun ég draga saman helstu niðurstöður og lýsa því sem einkenna ætti gott fiskveiðistjórnunarkerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í tvö og hálft ár höfum við Íslendingar burðast með þær þungu byrðar sem fjármálahrunið lagði á herðar okkar – hrunið sem stafaði af eftirlitsleysi stjórnvalda á Vesturlöndum og fífldirfsku fjármálamanna sem nýttu sér glufurnar. Flestum þykir nóg um en það á víst ekki af okkur að ganga. Alvarleg staða blasir nú við á ný í efnahagsmálum þjóðarinnar. Enn á að þyngja byrðarnar, ekki af nauðsyn heldur vegna tækifærismennsku ófyrirleitinna stjórnmálamanna. Bjarni heitinn Benediktsson hélt því eitt sinn fram að síðasta ráð stjórnmálamanns sem kominn er upp að vegg vegna málefnaskorts sé að ráðast á olíufélögin og fordæma þau fyrir gróðafíkn og okur. Eldsneytisverð snerti alla og því gætu allir sameinast um að leggja fæð á þau. Athygli almennings væri beint frá vanda stjórnmálamannsins að olíuverðinu. Bjarni lýsti þarna því sem kallað er lýðskrum. Skrumið felst í að leita uppi frumstæðar tilfinningar hjá almenningi – hræðslu, reiði, öfund eða afbrýðisemi – og spila síðan á þær sér til framdráttar. Að ala á óbeit á olíufélögunum kann að hafa dugað á tímum Bjarna heitins en í dag eru svokallaðir sægreifar og kvótakerfið betri skotmörk. Umræðan um fiskveiðistjórnun hérlendis hefur lengi verið á miklu flugi. Í þeirri orrahríð hafa mörg stór orð fallið og ýmsum staðhæfingum verið varpað fram. Þetta er ekki aðeins eðlilegt, heldur nauðsynlegt því opin og fjörleg umræða er ómissandi í lýðræðisþjóðfélagi. Hins vegar hefur málefnagrundvöllurinn ekki verið mjög sterkur. Hafa ber í huga að sjávarútvegur er höfuðatvinnugrein landsmanna og því miklir, en oft ólíkir, hagsmunir í húfi. Þessi togstreita hefur sett sitt mark á umræðuna sem virðist oft og tíðum vera meira í ætt við manntafl einstakra hagsmunahópa fremur en óvilhöll og yfirgripsmikil umfjöllun sem veltir upp öllum hliðum málsins. Stjórnarsáttmáli ríkistjórnarinnar kveður á um að endurskoða skuli fiskveiðistjórnunarkerfið. Í þeirri viðleitni að skapa sem mesta sátt um kerfið var fulltrúum allra þeirra aðila sem hagsmuni hafa af sjávarútvegi boðið að borðinu. Þetta var klókt því sáttin er grundvöllur fyrir góðum varanlegum lausnum. Sáttanefndin setti fram tillögu, svokallaða samningaleið, sem allir hagsmunaaðilar nema einn stóðu að og allar stjórnmálahreyfingar nema Hreyfingin samþykktu. Nú hefði eftirleikurinn átt að vera auðveldur. Stjórnvöldum hefði verið í lófa lagið að byggja breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á samningaleiðinni og ná þannig fram langþráðri sátt um kerfið. En nei, ef stríð er í boði þá skal friðurinn rofinn. Hugsanlega er þetta röng greining hjá mér. Kannski var meiningin með því að hafa sáttanefndina skipaða jafn ólíkum hagsmunum og raun bar vitni til að koma í veg fyrir sátt. Að sáttin hafi orðið óvænt. Allir þurfa jú sín olíufélög. Forsætisráðherra þarf sitt LÍÚ. Núverandi fiskveiðastjórnunarkerfi er ekki hafið yfir gagnrýni né heldur er það meitlað í stein. Framfarir í fiskvísindum og breytingar á pólitískum áherslum munu án efa verða til þess að fiskveiðistjórnun við landið mun breytast á næstunni. En breytingarnar verða að vera gerðar á réttum forsendum. Margt af þeirri gagnrýni sem nú er varpað fram er ekki réttmætt og umræðan um meinta galla kvótakerfisins virðist að miklu leyti snúast um staðleysur sem virðast víða teknar sem viðurkenndar staðreyndir. Næstu vikuna ætla ég í nokkrum greinum hér í blaðinu að fara yfir íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið með tólum hagfræðinnar – kosti þess og galla. Ég ætla í þessum greinum mínum að höfða til skynsemi lesenda fremur en tilfinninga. Málið er of mikilvægt fyrir efnahagslega framtíð okkar til að hægt sé að spila með það í ómerkilegri pólitík. Í þeirri baráttu sem nú fer fram um fjöregg þjóðarinnar ætla ég að láta öðrum eftir lýskrumið. Ég mun m.a. fjalla um hagrænan grunn þess að takmarka aðgang að fiskveiðum, um hagkvæmni kvótakerfisins og áhrif þess á byggðaþróun, um auðlindarentu og skattlagningu hennar og um tækniframfarir og hagkvæmni. Í lokagreininni mun ég draga saman helstu niðurstöður og lýsa því sem einkenna ætti gott fiskveiðistjórnunarkerfi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun