Mýtan hrakin - skapandi greinar hafa ótvírætt hagrænt gildi Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 2. maí 2011 06:00 Þriðjudaginn 3. maí nk. verður skýrsla sem nefndist „Hagræn áhrif skapandi greina" kynnt á málstofu í Háskóla Íslands. Þetta er tímamótaskýrsla þar sem skapandi greinar eru í fyrsta sinn skilgreindar á Íslandi sem atvinnuvegur með ótvírætt hagrænt gildi. Hagræn áhrif af starfssemi skapandi greina hafa aldrei áður verið tekin saman. Af vanþekkingu hafa margir, þar á meðal sumir framámenn þjóðarinnar, búið til mýtu og fullyrt að listamenn séu afætur á samfélaginu. Sú mýta hefur nú verið hrakin. Menning og listir gefa af sér verðmæti í víðum skilningi en í þessari skýrslu er einungis leitast við að leggja mat á efnahagsleg verðmæti, byggð á skilgreiningu sem Unesco, Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur innleitt. Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt og ritað um vöxt skapandi greina í heiminum. Í Grænbók Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar, sem gefin var út í lok árs 2007, er talað um hraðan vöxt í skapandi greinum og að í þeim fælist vaxtarsproti sem gefa beri gaum. Í Grænbók sem kom út á vegum Evrópusambandsins í apríl 2010 er atvinnuvegurinn skilgreindur sem „Culture and Creative Industries (CCI)" og jafnframt talað um að stefnumótandi aðilar þurfi að veita þessari atvinnugrein meiri athygli og skilning. Umræðan á Íslandi hefur þróast í eðlilegu samhengi við þetta. Keðjuverkandi áhrif leikjagerðar, kvikmyndaframleiðslu, ritstarfa, sviðslista, tónlistar, hönnunar og myndlistar, mega nú vera öllum ljós. Skapandi greinar á Íslandi velta að minnsta kosti 189 milljörðum króna á ári. Með þessar upplýsingar í farteskinu vitum við að skapandi greinar eru einn stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar og verðskuldar athygli og skilning í framtíðar atvinnuuppbyggingu á Íslandi. Það er brýnt að vel verði haldið utan um áframhaldandi mælingar. Stefnumótun í atvinnu- og menntamálum þarf að skoða í samhengi við þann styrk sem hlýst af því að Íslendingar eru skapandi þjóð og allar skapandi greinar eru mikilvægir hlekkir í þeirri keðju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 3. maí nk. verður skýrsla sem nefndist „Hagræn áhrif skapandi greina" kynnt á málstofu í Háskóla Íslands. Þetta er tímamótaskýrsla þar sem skapandi greinar eru í fyrsta sinn skilgreindar á Íslandi sem atvinnuvegur með ótvírætt hagrænt gildi. Hagræn áhrif af starfssemi skapandi greina hafa aldrei áður verið tekin saman. Af vanþekkingu hafa margir, þar á meðal sumir framámenn þjóðarinnar, búið til mýtu og fullyrt að listamenn séu afætur á samfélaginu. Sú mýta hefur nú verið hrakin. Menning og listir gefa af sér verðmæti í víðum skilningi en í þessari skýrslu er einungis leitast við að leggja mat á efnahagsleg verðmæti, byggð á skilgreiningu sem Unesco, Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur innleitt. Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt og ritað um vöxt skapandi greina í heiminum. Í Grænbók Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar, sem gefin var út í lok árs 2007, er talað um hraðan vöxt í skapandi greinum og að í þeim fælist vaxtarsproti sem gefa beri gaum. Í Grænbók sem kom út á vegum Evrópusambandsins í apríl 2010 er atvinnuvegurinn skilgreindur sem „Culture and Creative Industries (CCI)" og jafnframt talað um að stefnumótandi aðilar þurfi að veita þessari atvinnugrein meiri athygli og skilning. Umræðan á Íslandi hefur þróast í eðlilegu samhengi við þetta. Keðjuverkandi áhrif leikjagerðar, kvikmyndaframleiðslu, ritstarfa, sviðslista, tónlistar, hönnunar og myndlistar, mega nú vera öllum ljós. Skapandi greinar á Íslandi velta að minnsta kosti 189 milljörðum króna á ári. Með þessar upplýsingar í farteskinu vitum við að skapandi greinar eru einn stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar og verðskuldar athygli og skilning í framtíðar atvinnuuppbyggingu á Íslandi. Það er brýnt að vel verði haldið utan um áframhaldandi mælingar. Stefnumótun í atvinnu- og menntamálum þarf að skoða í samhengi við þann styrk sem hlýst af því að Íslendingar eru skapandi þjóð og allar skapandi greinar eru mikilvægir hlekkir í þeirri keðju.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun