Loksins góðar fréttir frá Palestínu Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 2. maí 2011 06:00 Það var stór dagur fyrir Palestínu í gær þegar gengið var frá samkomulagi milli Fatah, Hamas og annarra pólitískra afla í Palestínu um sættir, bráðabirgðastjórn og kosningar. LOKSINS, LOKSINS góðar fréttir frá Palestínu. Ég leyfi mér að gleðjast innilega, enda ástæða til, en á hinn bóginn held ég í mér andanum þar til samkomulagið hefur verið undirritað og séð verður fram á heiðarlega framkvæmd. Vonbrigðin hafa of oft og of lengi verið hlutskipti okkar sem fylgjumst með fréttum frá þessum heimshluta. Nú er lítið annað að gera en leggjast á hnéskeljarnar eða hvað? Jú, það er hægt að gera kröfur til okkar stjórnvalda um að þau grafi ekki undan sjálfsákvörðunarrétti og sjálfstæði palestínsku þjóðarinnar, heldur hafni stefnu Ísraels og Bandaríkjanna, hótunum þeirra og hefndarverkum gegn einingu Palestínumanna. Einangrunarstefna gegn Hamas og PLOEvrópusambandið hefur einnig fylgt þeirri stefnu og neitað að viðurkenna á borði rétt Palestínumanna til að kjósa sér ríkisstjórn. Evrópusambandið styður og tekur þátt í einangrunarstefnu Ísraels og Bandaríkjanna gagnvart Hamas, og stimpla þau sem hryðjuverkasamtök. Það er sama stefna og sneri að Fatah og PLO, Frelsissamtökum Palestínu, undir forystu Yassers Arafat, einmitt á þeim tíma sem PLO viðurkenndi tilvistarrétt Ísraelsríkis með sjálfstæðisyfirlýsingunni árið 1988. Þá fékk „hryðjuverkamaðurinn“ Arafat ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna og flytja þurfti Allsherjarþingið frá New York til Genfar svo að Arafat gæti ávarpað það. Hin sögulega eftirgjöfPalestínska þjóðin og öll stjórnmálaöfl hennar, þar með talin Hamas, hafa lýst yfir vilja til að stofna sjálfstætt ríki innan landamæranna frá 1967. Í því felst söguleg eftirgjöf á 78% af landi Palestínu undir Ísraelsríki. Sjálfstæð Palestína á Gaza og Vesturbakkanum með Austur-Jerúsalem sem höfuðborg nær aðeins yfir 22% upphaflegrar Palestínu. Eftirgjöfin jafngildir viðurkenningu á ÍsraelsríkiÍ þessu felst að sjálfsögðu viðurkenning á Ísraelsríki, þótt áróðursmeistarar þess virðist treysta á aðferðir Göbbels, að fólk trúi því á endanum sem er endurtekið nógu oft. Þannig er áróðurinn endurtekinn aftur og aftur, um að Hamas-samtökin vilji Ísraelsríki burt af landakortinu, þótt viðurkenning þeirra hafi í raun verið komin fram árið 2003 hjá Sheik Yassin, leiðtoga Hamas-samtakanna, ári áður en hann var myrtur í sínum hjólastól með loftárás í mars 2004. Þegar Hamas-samtökin hófu stjórnmálaþátttöku í sveitarstjórnarkosningum árið 2005 og tóku þátt í kosningum til löggjafarþings á herteknu svæðunum árið 2006 staðfestu þau þessa afstöðu. Þessar kosningar byggja á Óslóarsamningnum við Ísrael frá árinu 1993 sem setur ramma fyrir þessa stjórnskipan. Þátttaka í þeim felur því líka í sér viðurkenningu á tilvist Ísraelsríkis. Viðurkenning á sjálfstæði PalestínuÞað reynir á ríkisstjórn Íslands og sérstaklega utanríkisráðherrann, hvort fylgt verður samhljóða stefnu Alþingis, sem mótuð var í maí 1989 og áréttuð síðan, þar sem kveðið er á um viðurkenningu á sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar, eða hvort farið verður í gamla farið að láta Ísrael og Bandaríkin ráða ferðinni í samskiptum við Palestínumenn. Það er sú leið sem Evrópusambandið hefur því miður fylgt, þrátt fyrir mörg góð orð og ályktanir á Evrópuþinginu. Það eru hins vegar ýmis merki þess að mörg Evrópusambandsríki séu búin að fá meira en nóg af framferði Ísraelsríkis og breytt stefna sé í uppsiglingu hjá ESB. Þannig hefur heyrst að jafnvel Bretland og Frakkland muni viðurkenna sjálfstæði Palestínu í haust, eins og meirihluti Sameinuðu þjóðanna gerði strax um 1988 og á síðasta ári bættust mörg Suður-Ameríkuríki við sem losað hafa sig undan ofurvaldi Bandaríkjanna. Danmörk, Noregur og fleiri ríki hafa verið að hækka stjórnmálasambandið á hæsta stig, næst viðurkenningu sjálfstæðis. Verður Ísland fyrst?Ísland hefur áður sýnt frumkvæði í að viðurkenna nýfrjáls ríki í Eystrasaltinu, en ekki hefur heyrst nú af slíku. Enn gæti þó Ísland orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæða Palestínu. Þann 1. júní 2010 í kjölfar árása Ísraelshers á hjálparskip á leið til Gaza og níu sjálfboðaliðar voru myrtir af ísraelskum sérsveitarmönnum á alþjóðlegu hafsvæði, brást Alþingi við með meirihlutasamþykkt utanríkismálanefndar. Þar var meðal annars kveðið á um að utanríkisráðherra skyldi fara til Gaza með hjápargögn. Ráðherra hafði áður lýst hug sínum á sama veg í þessu sambandi mánuði áður á aðalfundi Félagsins Ísland-Palestína. Enn hefur ekki orðið af þessari ferð. Það er alls ekki of seint fyrir Össur Skarphéðinsson að fara til Gaza. Segja má að ferðin sé brýnni nú en áður og kæmi enn frekar út sem jákvæður og mikilvægur stuðningur við það sáttaferli sem er að hefjast og ráða mun úrslitum fyrir palestínsku þjóðina. Lifi frjáls Palestína! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Það var stór dagur fyrir Palestínu í gær þegar gengið var frá samkomulagi milli Fatah, Hamas og annarra pólitískra afla í Palestínu um sættir, bráðabirgðastjórn og kosningar. LOKSINS, LOKSINS góðar fréttir frá Palestínu. Ég leyfi mér að gleðjast innilega, enda ástæða til, en á hinn bóginn held ég í mér andanum þar til samkomulagið hefur verið undirritað og séð verður fram á heiðarlega framkvæmd. Vonbrigðin hafa of oft og of lengi verið hlutskipti okkar sem fylgjumst með fréttum frá þessum heimshluta. Nú er lítið annað að gera en leggjast á hnéskeljarnar eða hvað? Jú, það er hægt að gera kröfur til okkar stjórnvalda um að þau grafi ekki undan sjálfsákvörðunarrétti og sjálfstæði palestínsku þjóðarinnar, heldur hafni stefnu Ísraels og Bandaríkjanna, hótunum þeirra og hefndarverkum gegn einingu Palestínumanna. Einangrunarstefna gegn Hamas og PLOEvrópusambandið hefur einnig fylgt þeirri stefnu og neitað að viðurkenna á borði rétt Palestínumanna til að kjósa sér ríkisstjórn. Evrópusambandið styður og tekur þátt í einangrunarstefnu Ísraels og Bandaríkjanna gagnvart Hamas, og stimpla þau sem hryðjuverkasamtök. Það er sama stefna og sneri að Fatah og PLO, Frelsissamtökum Palestínu, undir forystu Yassers Arafat, einmitt á þeim tíma sem PLO viðurkenndi tilvistarrétt Ísraelsríkis með sjálfstæðisyfirlýsingunni árið 1988. Þá fékk „hryðjuverkamaðurinn“ Arafat ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna og flytja þurfti Allsherjarþingið frá New York til Genfar svo að Arafat gæti ávarpað það. Hin sögulega eftirgjöfPalestínska þjóðin og öll stjórnmálaöfl hennar, þar með talin Hamas, hafa lýst yfir vilja til að stofna sjálfstætt ríki innan landamæranna frá 1967. Í því felst söguleg eftirgjöf á 78% af landi Palestínu undir Ísraelsríki. Sjálfstæð Palestína á Gaza og Vesturbakkanum með Austur-Jerúsalem sem höfuðborg nær aðeins yfir 22% upphaflegrar Palestínu. Eftirgjöfin jafngildir viðurkenningu á ÍsraelsríkiÍ þessu felst að sjálfsögðu viðurkenning á Ísraelsríki, þótt áróðursmeistarar þess virðist treysta á aðferðir Göbbels, að fólk trúi því á endanum sem er endurtekið nógu oft. Þannig er áróðurinn endurtekinn aftur og aftur, um að Hamas-samtökin vilji Ísraelsríki burt af landakortinu, þótt viðurkenning þeirra hafi í raun verið komin fram árið 2003 hjá Sheik Yassin, leiðtoga Hamas-samtakanna, ári áður en hann var myrtur í sínum hjólastól með loftárás í mars 2004. Þegar Hamas-samtökin hófu stjórnmálaþátttöku í sveitarstjórnarkosningum árið 2005 og tóku þátt í kosningum til löggjafarþings á herteknu svæðunum árið 2006 staðfestu þau þessa afstöðu. Þessar kosningar byggja á Óslóarsamningnum við Ísrael frá árinu 1993 sem setur ramma fyrir þessa stjórnskipan. Þátttaka í þeim felur því líka í sér viðurkenningu á tilvist Ísraelsríkis. Viðurkenning á sjálfstæði PalestínuÞað reynir á ríkisstjórn Íslands og sérstaklega utanríkisráðherrann, hvort fylgt verður samhljóða stefnu Alþingis, sem mótuð var í maí 1989 og áréttuð síðan, þar sem kveðið er á um viðurkenningu á sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar, eða hvort farið verður í gamla farið að láta Ísrael og Bandaríkin ráða ferðinni í samskiptum við Palestínumenn. Það er sú leið sem Evrópusambandið hefur því miður fylgt, þrátt fyrir mörg góð orð og ályktanir á Evrópuþinginu. Það eru hins vegar ýmis merki þess að mörg Evrópusambandsríki séu búin að fá meira en nóg af framferði Ísraelsríkis og breytt stefna sé í uppsiglingu hjá ESB. Þannig hefur heyrst að jafnvel Bretland og Frakkland muni viðurkenna sjálfstæði Palestínu í haust, eins og meirihluti Sameinuðu þjóðanna gerði strax um 1988 og á síðasta ári bættust mörg Suður-Ameríkuríki við sem losað hafa sig undan ofurvaldi Bandaríkjanna. Danmörk, Noregur og fleiri ríki hafa verið að hækka stjórnmálasambandið á hæsta stig, næst viðurkenningu sjálfstæðis. Verður Ísland fyrst?Ísland hefur áður sýnt frumkvæði í að viðurkenna nýfrjáls ríki í Eystrasaltinu, en ekki hefur heyrst nú af slíku. Enn gæti þó Ísland orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæða Palestínu. Þann 1. júní 2010 í kjölfar árása Ísraelshers á hjálparskip á leið til Gaza og níu sjálfboðaliðar voru myrtir af ísraelskum sérsveitarmönnum á alþjóðlegu hafsvæði, brást Alþingi við með meirihlutasamþykkt utanríkismálanefndar. Þar var meðal annars kveðið á um að utanríkisráðherra skyldi fara til Gaza með hjápargögn. Ráðherra hafði áður lýst hug sínum á sama veg í þessu sambandi mánuði áður á aðalfundi Félagsins Ísland-Palestína. Enn hefur ekki orðið af þessari ferð. Það er alls ekki of seint fyrir Össur Skarphéðinsson að fara til Gaza. Segja má að ferðin sé brýnni nú en áður og kæmi enn frekar út sem jákvæður og mikilvægur stuðningur við það sáttaferli sem er að hefjast og ráða mun úrslitum fyrir palestínsku þjóðina. Lifi frjáls Palestína!
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar