Handbolti

Ernir Hrafn markahæstur í tapleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ernir Hrafn í leik með Val á síðustu leiktíð.
Ernir Hrafn í leik með Val á síðustu leiktíð.
Ernir Hrafn Arnarson skoraði í dag sex mörk fyrir lið sitt, Düsseldorf, sem tapaði fyrir Erlangen á heimavelli í þýsku B-deildinni í handbolta.

Lokatölur voru 26-23 fyrir Erlangen sem hafði tveggja marka forystu í hálfleik.

Eisenach, lið Aðalsteins Eyjólfssonar, vann fjögurra marka sigur á Norhorn-Lingen á útivelli í sömu deild, 30-26.

Eisenach og Düsseldorf eru bæði með fjögur stig í neðri hluta deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×