Handbolti

Róbert flopp ársins samkvæmt handball-planet.com

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Róbert Gunnarsson hefur ekki fengið mörg tækifæri i vetur.
Róbert Gunnarsson hefur ekki fengið mörg tækifæri i vetur.
Landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson fær þann vafasama heiður að vera valinn flopp ársins í handboltaheiminum samkvæmt úttekt handball-planet.com. Þetta er topp tíu listi yfir leikmenn sem fundu sig ekki hjá nýjum félögum í Evrópu.

Í umsögn um Róbert segir að hann hafi aðeins skorað 35 mörk í vetur sem sé þrisvar sinnum minna en hann hafi skorað á síðustu leiktíð. Það á sér líka útskýringar þar sem Guðmundur Guðmundsson hefur lítið sem ekkert notað Róbert í vetur.

Róbert mun væntanlega kveðja Rhein-Neckar Löwen í sumar og ganga í raðir AGK í Danmörku.

Topp tíu listinn:

1. Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen

2. Carlos Prieto, Celje Lasko

3. Luka zvizej, Celje Lasko

4. Michal Jurecki, Vive Targi Kielce

5. Milutin Dragicevic, Kiel

6. Daniel Kubes, Kiel

7. Alin Sania, Melsungen

8. Josep Valcic, Gummersbach

9. Barna Putics, Gummersbach

10. Borge Lund, Rhein-Neckar Löwen




Fleiri fréttir

Sjá meira


×