Seki skuldarinn Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 24. júní 2011 11:00 Orðið skuldari er mjög gildishlaðið orð og hefur á sér afar neikvætt yfirbragð og merkingu. Merking orðsins hefur komist í nýjar hæðir í kjölfar bankahrunsins. Nú er keppst við að endurskilgreina lántakendur í lánþega og skuldara. Það er allt í lagi að vera lánþegi sérstaklega ef þú hefur komist yfir kúlulán og þarft ekki að borga skuldirnar eða hefur góð tengsl og getur fengið skuldir þínar felldar niður eftir að hafa hlaupið burt með gróðann. En þorri fólks þarf að borga skuldir sínar upp í topp með ofurálagningu verðbóta og vaxta og á sama tíma að taka á sig auknar álögur við að greiða niður skuldir sem óreiðumenn hafa varpað blygðunarlaust yfir á þjóðina. Við þessar efnahagsaðstæður reynist sífellt erfiðara fyrir fólkið í landinu að standa í skilum við lánardrottnana.Skuldarar og lánardrottnar Viðhorf til skuldara er nú eins og áður, það er litið niður á skuldara. Þeir fá annars flokks þjónustu og meðferð og verða smám saman annars flokks þjóðfélagsþegnar. Skuldarar njóta t.d. ekki sömu réttinda og aðrir viðskiptavinir bankanna. Öll framkoma og viðskipti einkennast af því að viðskiptavinurinn er skuldari. Og þó hann sé viðskiptavinur bankans á hann enga vini í bankanum lengur. Skuldarinn reynir að semja en lánardrottnar vilja fá sitt. Ef ekki í peningum þá taka þeir heimilið, griðastað fjölskyldunnar og skjól barnanna. Smám saman fer viðskiptavinur sem ekki getur staðið við lánaskuldbindingar að upplifa sig sem skuldara og framkoman breytist í auðmýkt og undirgefni gagnvart lánardrottnara sínum sem allt vald hefur. Hann beygir sig í duftið og biður auðmjúkur um lausnir þó samningsviljinn sé enginn. Og smám saman fer samfélagið að upplifa þennan samborgara sinn sem skuldara, óreiðumann og annars flokks borgara.Umboðsmaður skuldara Ríkisstjórn Íslands setti á fót heila stofnun í nafni þessara annars flokks þegna sinna undir heitinu: Umboðsmaður SKULDARA. Nafnið gefur strax vísbendingu um viðhorfið, innihaldið og nálgunina. Maður skyldi ætla að það væri vænlegur kostur að fá mál sín leyst þar þegar ekkert gengur að semja við óviðráðanlega lánardrottna í bankakerfinu. Sá sem leitar aðstoðar Umboðsmanns skuldara þarf aftur á móti að byrja á að gera ótrúlega grein fyrir einkalífi sínu í smáatriðum og missir jafnframt mikið af þeim réttindum og sjálfstæði sem aðrir þegnar hafa. Síðan kemur í ljós að af þeim þúsundum sem þangað hafa leitað, og það er sannarlega síðasta úrræðið fyrir marga, hafa einungis 22 fengið viðunandi úrlausn mála. Þetta er niðurlægjandi. Þetta er niðurbrjótandi. Þetta er skammarlegt. Þetta er ósanngjarnt og ömurlegt. Ég hvet ríkisstjórnina til að skoða þetta því á þeim bænum virðist vinstri höndin ekkert vita hvað sú hægri gerir.Tilbúið efnahagskerfi Efnahagskerfið er kerfi sem maðurinn hefur búið til. Mannanna verk. Það hefur því miður þróast þannig að sumir geta grætt óeðlilega mikið á kostnað annarra sem aðallega er gert að halda þessu skelfilega kerfi uppi fjárhagslega. Einstaklingshyggjan og gróðahyggjan er alls ráðandi. Misskiptingin eykst dag frá degi. Allt miðast við hámarksgróða kerfisins og þeirra sem stjórna því og gildir þá einu þó aðrir missi vinnuna, heimilin og heilsuna í baráttunni við að taka þátt í kerfinu og halda því uppi. Þetta kerfi er líka andstætt lífsviðhorfum margra sem gerir þeim erfitt fyrir að taka þátt í því. Þeim sem ekki geta spilað með kerfinu og gefast upp eru skaffaðar bætur til að hægt sé að viðhalda kerfinu áfram. Gróðinn er oftast notaður til að umbuna þeim sem stjórna kerfinu og hafa nóg fyrir á kostnað þeirra sem leitast við að laga sig að því oft við ómögulegar aðstæður eins og nú er. Félgshyggjuríkisstjórnin? Meira að segja félagshyggjuríkisstjórnin hefur gleypt þetta kerfi hrátt og ekki er að sjá annað en að þar séu flestar ákvarðanir teknar á efnahagslegum forsendum. Félagshyggjan kemur helst fram í tillögum um bætur fyrir „aumingjana“ sem fjölgar stöðugt. „Aumingjarnir“ eru venjulegt fólk sem getur illa fótað sig í kerfinu og lendir m.a. í skuldavanda. Enginn virðist ráða við að breyta kerfinu sem er að breyta þjóðinni enda líklega ekki vilji til þess hjá þeim sem ráða og stjórna. Fyrir heiðarlegt fólk er skuldavandi grafalvarlegt mál. Það heldur fólki föngnu og dregur smám saman úr því mátt til orðs og athafna. Það er bæði tímafrekt og niðurlægjandi að ganga milli almáttugra lánardrottna og reyna að semja um skuldir. Lánardrottnarnir vilja nefnilega fá sitt og gildir þá einu þó þeir séu að taka heimilin af samborgurum sínum og setja þá á götuna. Miskunnarleysið er allsráðandi í nafni hagnaðar, hagvaxtar, gróða, arðs og einka- þess og hins. það eru viðmiðin og gildin sem ráða för og stjórnendum er umbunað ríkulega fyrir árangurinn.Hagnaður Arionbanka Arionbanki skilaði t.d. tæplega 13 milljarða hagnaði eftir skatta árið 2010. Þessu er slegið upp í feitri fyrirsögn í fjölmiðlum. Þetta þykir til fyrirmyndar. Þeim hefur greinilega tekist vel að þjarma að lántakendum sínum og halda þeim við efnið. Þeir vita nefnilega að flestir lántakendur leggja metnað í að greiða skuldir sínar hversu vonlaust og óréttlátt sem það er. Óttinn við að missa heimilið, athvarf fjölskyldunnar, rekur marga áfram. Þá eru bankarnir látnir ganga fyrir grunnþörfum fjölskyldunnar sem þarf að leita á náðir hjálparstofnana til að eiga sér til matar eins og aukin ásókn í matargjafir ber nú glöggt vitni. Ekkert er talað um að lántakendur Arionbanka sem greiða himinháa vexti á stökkbreytt lán fái að njóta gróðans af hagnaði bankans að einhverju leyti. Nú fá stjórnendurnir með ofurlaunin líklega launahækkun og bónuskerfið verður tekið upp að nýju.Húmanistar í Landsbanka Einhverjir húmanistar virðast hafa ratað inn í Landsbankann nýlega. Í viðtali á dögunum kom fram að þeir hafa áttað sig á að það þjónar ekki hagsmunum bankans að þjarma svo að fólki að það missir bæði getu og vilja til að standa í skilum með lánin sín. Þeir hafa áttað sig á því að róðurinn hjá fjölskyldunum í landinu er stöðugt að þyngjast og fólk getur ekki lengur staðið í skilum þó viljinn sé fyrir hendi. Það gæti líka verið að þeir hafi velt fyrir sér að ofurgróði bankanna er m.a. tilkominn vegna afborgana af stökkbreyttum lánum og ofurvöxtum sem fjölskyldurnar í landinu greiða og að það sé ekki sanngjarnt að gróðinn og bónusinn renni einungis í vasa stjórnenda og lykilstarfsmanna bankanna sem hafa nóg fyrir. Kannski hefur líka runnið upp fyrir þeim að við erum ein þjóð í einu landi og berum samfélagslega ábyrg á velferð hvert annars og íslensku þjóðinni í heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Sjá meira
Orðið skuldari er mjög gildishlaðið orð og hefur á sér afar neikvætt yfirbragð og merkingu. Merking orðsins hefur komist í nýjar hæðir í kjölfar bankahrunsins. Nú er keppst við að endurskilgreina lántakendur í lánþega og skuldara. Það er allt í lagi að vera lánþegi sérstaklega ef þú hefur komist yfir kúlulán og þarft ekki að borga skuldirnar eða hefur góð tengsl og getur fengið skuldir þínar felldar niður eftir að hafa hlaupið burt með gróðann. En þorri fólks þarf að borga skuldir sínar upp í topp með ofurálagningu verðbóta og vaxta og á sama tíma að taka á sig auknar álögur við að greiða niður skuldir sem óreiðumenn hafa varpað blygðunarlaust yfir á þjóðina. Við þessar efnahagsaðstæður reynist sífellt erfiðara fyrir fólkið í landinu að standa í skilum við lánardrottnana.Skuldarar og lánardrottnar Viðhorf til skuldara er nú eins og áður, það er litið niður á skuldara. Þeir fá annars flokks þjónustu og meðferð og verða smám saman annars flokks þjóðfélagsþegnar. Skuldarar njóta t.d. ekki sömu réttinda og aðrir viðskiptavinir bankanna. Öll framkoma og viðskipti einkennast af því að viðskiptavinurinn er skuldari. Og þó hann sé viðskiptavinur bankans á hann enga vini í bankanum lengur. Skuldarinn reynir að semja en lánardrottnar vilja fá sitt. Ef ekki í peningum þá taka þeir heimilið, griðastað fjölskyldunnar og skjól barnanna. Smám saman fer viðskiptavinur sem ekki getur staðið við lánaskuldbindingar að upplifa sig sem skuldara og framkoman breytist í auðmýkt og undirgefni gagnvart lánardrottnara sínum sem allt vald hefur. Hann beygir sig í duftið og biður auðmjúkur um lausnir þó samningsviljinn sé enginn. Og smám saman fer samfélagið að upplifa þennan samborgara sinn sem skuldara, óreiðumann og annars flokks borgara.Umboðsmaður skuldara Ríkisstjórn Íslands setti á fót heila stofnun í nafni þessara annars flokks þegna sinna undir heitinu: Umboðsmaður SKULDARA. Nafnið gefur strax vísbendingu um viðhorfið, innihaldið og nálgunina. Maður skyldi ætla að það væri vænlegur kostur að fá mál sín leyst þar þegar ekkert gengur að semja við óviðráðanlega lánardrottna í bankakerfinu. Sá sem leitar aðstoðar Umboðsmanns skuldara þarf aftur á móti að byrja á að gera ótrúlega grein fyrir einkalífi sínu í smáatriðum og missir jafnframt mikið af þeim réttindum og sjálfstæði sem aðrir þegnar hafa. Síðan kemur í ljós að af þeim þúsundum sem þangað hafa leitað, og það er sannarlega síðasta úrræðið fyrir marga, hafa einungis 22 fengið viðunandi úrlausn mála. Þetta er niðurlægjandi. Þetta er niðurbrjótandi. Þetta er skammarlegt. Þetta er ósanngjarnt og ömurlegt. Ég hvet ríkisstjórnina til að skoða þetta því á þeim bænum virðist vinstri höndin ekkert vita hvað sú hægri gerir.Tilbúið efnahagskerfi Efnahagskerfið er kerfi sem maðurinn hefur búið til. Mannanna verk. Það hefur því miður þróast þannig að sumir geta grætt óeðlilega mikið á kostnað annarra sem aðallega er gert að halda þessu skelfilega kerfi uppi fjárhagslega. Einstaklingshyggjan og gróðahyggjan er alls ráðandi. Misskiptingin eykst dag frá degi. Allt miðast við hámarksgróða kerfisins og þeirra sem stjórna því og gildir þá einu þó aðrir missi vinnuna, heimilin og heilsuna í baráttunni við að taka þátt í kerfinu og halda því uppi. Þetta kerfi er líka andstætt lífsviðhorfum margra sem gerir þeim erfitt fyrir að taka þátt í því. Þeim sem ekki geta spilað með kerfinu og gefast upp eru skaffaðar bætur til að hægt sé að viðhalda kerfinu áfram. Gróðinn er oftast notaður til að umbuna þeim sem stjórna kerfinu og hafa nóg fyrir á kostnað þeirra sem leitast við að laga sig að því oft við ómögulegar aðstæður eins og nú er. Félgshyggjuríkisstjórnin? Meira að segja félagshyggjuríkisstjórnin hefur gleypt þetta kerfi hrátt og ekki er að sjá annað en að þar séu flestar ákvarðanir teknar á efnahagslegum forsendum. Félagshyggjan kemur helst fram í tillögum um bætur fyrir „aumingjana“ sem fjölgar stöðugt. „Aumingjarnir“ eru venjulegt fólk sem getur illa fótað sig í kerfinu og lendir m.a. í skuldavanda. Enginn virðist ráða við að breyta kerfinu sem er að breyta þjóðinni enda líklega ekki vilji til þess hjá þeim sem ráða og stjórna. Fyrir heiðarlegt fólk er skuldavandi grafalvarlegt mál. Það heldur fólki föngnu og dregur smám saman úr því mátt til orðs og athafna. Það er bæði tímafrekt og niðurlægjandi að ganga milli almáttugra lánardrottna og reyna að semja um skuldir. Lánardrottnarnir vilja nefnilega fá sitt og gildir þá einu þó þeir séu að taka heimilin af samborgurum sínum og setja þá á götuna. Miskunnarleysið er allsráðandi í nafni hagnaðar, hagvaxtar, gróða, arðs og einka- þess og hins. það eru viðmiðin og gildin sem ráða för og stjórnendum er umbunað ríkulega fyrir árangurinn.Hagnaður Arionbanka Arionbanki skilaði t.d. tæplega 13 milljarða hagnaði eftir skatta árið 2010. Þessu er slegið upp í feitri fyrirsögn í fjölmiðlum. Þetta þykir til fyrirmyndar. Þeim hefur greinilega tekist vel að þjarma að lántakendum sínum og halda þeim við efnið. Þeir vita nefnilega að flestir lántakendur leggja metnað í að greiða skuldir sínar hversu vonlaust og óréttlátt sem það er. Óttinn við að missa heimilið, athvarf fjölskyldunnar, rekur marga áfram. Þá eru bankarnir látnir ganga fyrir grunnþörfum fjölskyldunnar sem þarf að leita á náðir hjálparstofnana til að eiga sér til matar eins og aukin ásókn í matargjafir ber nú glöggt vitni. Ekkert er talað um að lántakendur Arionbanka sem greiða himinháa vexti á stökkbreytt lán fái að njóta gróðans af hagnaði bankans að einhverju leyti. Nú fá stjórnendurnir með ofurlaunin líklega launahækkun og bónuskerfið verður tekið upp að nýju.Húmanistar í Landsbanka Einhverjir húmanistar virðast hafa ratað inn í Landsbankann nýlega. Í viðtali á dögunum kom fram að þeir hafa áttað sig á að það þjónar ekki hagsmunum bankans að þjarma svo að fólki að það missir bæði getu og vilja til að standa í skilum með lánin sín. Þeir hafa áttað sig á því að róðurinn hjá fjölskyldunum í landinu er stöðugt að þyngjast og fólk getur ekki lengur staðið í skilum þó viljinn sé fyrir hendi. Það gæti líka verið að þeir hafi velt fyrir sér að ofurgróði bankanna er m.a. tilkominn vegna afborgana af stökkbreyttum lánum og ofurvöxtum sem fjölskyldurnar í landinu greiða og að það sé ekki sanngjarnt að gróðinn og bónusinn renni einungis í vasa stjórnenda og lykilstarfsmanna bankanna sem hafa nóg fyrir. Kannski hefur líka runnið upp fyrir þeim að við erum ein þjóð í einu landi og berum samfélagslega ábyrg á velferð hvert annars og íslensku þjóðinni í heild.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun