Erum við tilbúin að ganga í ESB? Árni Sigfússon skrifar 11. júlí 2011 06:00 Til að meta kosti þess að ganga í ESB þurfum við að vita hvaða aðra kosti við höfum. Fæstir Íslendingar geta svarað því í dag. Engin ítarleg vinna fer fram á slíku mati. Við erum samt að fjalla um stærstu ákvörðun þjóðarinnar frá stofnun lýðveldis. Valið er ekki um stöðnun eða ESB þótt ríkisstjórnin hegði sér þannig. Ofurtrú stjórnvalda, ýmissa forystumanna atvinnulífs og fræðimanna á kostum inngöngu virðist hafa útilokað að fram fari raunsætt og vandað mat á öðrum kostum. Jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki einhent sér í slíka vinnu. Slík vinna var hafin fyrir Landsfund 2009 en henni lauk ekki. Þar talar stór hópur reiðilega gegn ESB en fámennari hópur situr þögull hjá fylgjandi ESB eða með vangaveltur um að ef til vill geti verið skynsamlegt að ganga í ESB. Raunar er það svo að við sem höfum talið ástæðu til að halda viðræðum við ESB áfram og kanna hverjir kostirnir eru, bíðum enn eftir að aðrir kostir séu metnir. En það virðist enginn ætla að gera það; ekki ríkisstjórnin, ekki Sjálfstæðisflokkurinn, ekki fræðasamfélagið, ekki samtök atvinnulífs eða launþega. Eru þá ekki til aðrar lausnir varðandi gjaldmiðlaupptöku en evran? Er fastgengisstefna Dana eitthvað til að læra af? Er algerlega víst að innganga í ESB sé skilyrði fyrir upptöku evru? Er ekki til betri leið en að ESB annist samninga við viðskiptaheildir fyrir okkar hönd? Eru raunhæfir möguleikar á sterkum beinum viðskiptasamningum við Bandaríkin, Kanada og Kína, sem gerðu aðild utan ESB vænlegri kost fyrir okkur? Ég var annar tveggja er leiddi vinnu Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins fyrir landsfund 2009, til að meta stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu. Niðurstaða þeirrar vinnu gaf ekki til kynna að innganga væri augljós. Hún sýndi fyrst og fremst að það var nauðsynlegt að skoða valkostina betur. Jafn vel þótt samninganefnd okkar um ESB aðild kæmi heim með samningsdrög sem sýndu lausnir á helstu efasemdum okkar um aðild s.s. sjávarútveg, þarf að svara spurningum um valkostina áður en þjóðin getur tekið afstöðu. Ef valkostirnir liggja ekki skýrir fyrir er vissara að segja NEI. Við erum daglega minnt á gríðarlegar auðlindir okkar í orku og sjávarútvegi. Vitneskja okkar, sem höfum barist fyrir fjölbreyttum atvinnutækifærum, tekið á móti tugum erlendra fyrirtækja m.a. frá Bandaríkjunum, Kanada og Kína, sem sækjast eftir sköpun stórra og vel launaðra atvinnutækifæra hér á landi, hrópar á okkur um að við getum átt skýra valkosti án ESB. En mat á því hvort er farsælla til lengri tíma er varla til. Ef lausn væri í sjónmáli á gjaldmiðilsmálum okkar og samningsumhverfi við Kína, Kanada og Bandaríkin væri fastmótaðra, gætum við tekið opnum örmum á móti fjölbreyttum og vel launuðum atvinnutækifærum. Við gætum styrkt velferð okkar og aukið kaupmátt sérhvers Íslendings. Þessa valkosti þarf að meta. Ég er því óánægður með þá fátækt sem einkennir alvarlega skoðun á möguleikum okkar. Ríkisstjórnin, Samfylking og Vinstri grænir hafa aldrei leitað valkosta, eða fljótt gefist upp í leit að valkostum. Menn hafa bitið í sig að ESB sé eina lausnin. Óttast menn virkilega að standa í viðskiptaviðræðum við aðrar þjóðir og stærstu viðskiptasamsteypur heims, Kína eða Bandaríkin? Ég hef talið rétt að við höldum viðræðum áfram við ESB og skoðum aðra kosti. Ég vil alls ekki útiloka að ESB sé valkostur. En ég fullyrði að aðrir kostir bjóðast. Við eigum fólk með þekkingu sem getur unnið úr valkostum. Þetta er ákall um að við hefjumst strax handa við slíka vinnu. Auðvitað ætti ríkið að vera reiðubúið að kosta til sambærilegum upphæðum við það og fara nú í aðildarviðræður vegna ESB. Allir stjórnmálaflokkar ættu að leggja slíkt til á Alþingi. Við verðum sjálf að taka af skarið. Við þurfum samtakamátt alþingismanna, atvinnurekenda, verkalýðsforystu og háskólasamfélags til að fara skipulega í þessa vinnu. Hóp sem opnar á tækifærin og útilokar heldur ekki fyrirfram að leið ESB geti verið fær. Er ég einn um að telja þetta vera nauðsynlegt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Til að meta kosti þess að ganga í ESB þurfum við að vita hvaða aðra kosti við höfum. Fæstir Íslendingar geta svarað því í dag. Engin ítarleg vinna fer fram á slíku mati. Við erum samt að fjalla um stærstu ákvörðun þjóðarinnar frá stofnun lýðveldis. Valið er ekki um stöðnun eða ESB þótt ríkisstjórnin hegði sér þannig. Ofurtrú stjórnvalda, ýmissa forystumanna atvinnulífs og fræðimanna á kostum inngöngu virðist hafa útilokað að fram fari raunsætt og vandað mat á öðrum kostum. Jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki einhent sér í slíka vinnu. Slík vinna var hafin fyrir Landsfund 2009 en henni lauk ekki. Þar talar stór hópur reiðilega gegn ESB en fámennari hópur situr þögull hjá fylgjandi ESB eða með vangaveltur um að ef til vill geti verið skynsamlegt að ganga í ESB. Raunar er það svo að við sem höfum talið ástæðu til að halda viðræðum við ESB áfram og kanna hverjir kostirnir eru, bíðum enn eftir að aðrir kostir séu metnir. En það virðist enginn ætla að gera það; ekki ríkisstjórnin, ekki Sjálfstæðisflokkurinn, ekki fræðasamfélagið, ekki samtök atvinnulífs eða launþega. Eru þá ekki til aðrar lausnir varðandi gjaldmiðlaupptöku en evran? Er fastgengisstefna Dana eitthvað til að læra af? Er algerlega víst að innganga í ESB sé skilyrði fyrir upptöku evru? Er ekki til betri leið en að ESB annist samninga við viðskiptaheildir fyrir okkar hönd? Eru raunhæfir möguleikar á sterkum beinum viðskiptasamningum við Bandaríkin, Kanada og Kína, sem gerðu aðild utan ESB vænlegri kost fyrir okkur? Ég var annar tveggja er leiddi vinnu Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins fyrir landsfund 2009, til að meta stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu. Niðurstaða þeirrar vinnu gaf ekki til kynna að innganga væri augljós. Hún sýndi fyrst og fremst að það var nauðsynlegt að skoða valkostina betur. Jafn vel þótt samninganefnd okkar um ESB aðild kæmi heim með samningsdrög sem sýndu lausnir á helstu efasemdum okkar um aðild s.s. sjávarútveg, þarf að svara spurningum um valkostina áður en þjóðin getur tekið afstöðu. Ef valkostirnir liggja ekki skýrir fyrir er vissara að segja NEI. Við erum daglega minnt á gríðarlegar auðlindir okkar í orku og sjávarútvegi. Vitneskja okkar, sem höfum barist fyrir fjölbreyttum atvinnutækifærum, tekið á móti tugum erlendra fyrirtækja m.a. frá Bandaríkjunum, Kanada og Kína, sem sækjast eftir sköpun stórra og vel launaðra atvinnutækifæra hér á landi, hrópar á okkur um að við getum átt skýra valkosti án ESB. En mat á því hvort er farsælla til lengri tíma er varla til. Ef lausn væri í sjónmáli á gjaldmiðilsmálum okkar og samningsumhverfi við Kína, Kanada og Bandaríkin væri fastmótaðra, gætum við tekið opnum örmum á móti fjölbreyttum og vel launuðum atvinnutækifærum. Við gætum styrkt velferð okkar og aukið kaupmátt sérhvers Íslendings. Þessa valkosti þarf að meta. Ég er því óánægður með þá fátækt sem einkennir alvarlega skoðun á möguleikum okkar. Ríkisstjórnin, Samfylking og Vinstri grænir hafa aldrei leitað valkosta, eða fljótt gefist upp í leit að valkostum. Menn hafa bitið í sig að ESB sé eina lausnin. Óttast menn virkilega að standa í viðskiptaviðræðum við aðrar þjóðir og stærstu viðskiptasamsteypur heims, Kína eða Bandaríkin? Ég hef talið rétt að við höldum viðræðum áfram við ESB og skoðum aðra kosti. Ég vil alls ekki útiloka að ESB sé valkostur. En ég fullyrði að aðrir kostir bjóðast. Við eigum fólk með þekkingu sem getur unnið úr valkostum. Þetta er ákall um að við hefjumst strax handa við slíka vinnu. Auðvitað ætti ríkið að vera reiðubúið að kosta til sambærilegum upphæðum við það og fara nú í aðildarviðræður vegna ESB. Allir stjórnmálaflokkar ættu að leggja slíkt til á Alþingi. Við verðum sjálf að taka af skarið. Við þurfum samtakamátt alþingismanna, atvinnurekenda, verkalýðsforystu og háskólasamfélags til að fara skipulega í þessa vinnu. Hóp sem opnar á tækifærin og útilokar heldur ekki fyrirfram að leið ESB geti verið fær. Er ég einn um að telja þetta vera nauðsynlegt?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar