Landsmenn vilja kjósa Helgi Magnússon skrifar 21. september 2011 06:00 Tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið þannig að unnt verði að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þetta kom fram í marktækri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birtist þann 12. september. Þessi niðurstaða er þvert á það sem ýmsir ákafir andstæðingar aðildarviðræðna hafa haldið fram í ræðu og riti. Algengt er að þeir hafi leyft sér að fullyrða að „þjóðin og þingið" séu á móti aðildarviðræðum og því sé við hæfi að slíta þeim hið fyrsta. Slíkur málflutningur fellur um sjálfan sig ef marka má þessa skoðanakönnun. Samkvæmt henni vilja landsmenn ljúka samningum með sem bestri niðurstöðu fyrir okkur og kjósa svo um málið í heild. Vandi Grikkja er agaleysiPhilippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE, heimsótti Ísland um miðjan mánuðinn. Margt merkilegt kom fram í máli hans um stöðu ESB og evrunnar. Meðal annars að vandi Grikklands er stór fyrir Grikki – en ekki á mælikvarða Evrópu í heild. Vandi Grikkja er ekki vegna evrunnar eða ESB. Hann er vegna agaleysis þeirra sjálfra. Það er eitt af því sem við Íslendingar verðum að átta okkur á. Við munum ekki leysa agavandamálin í íslensku efnahagslífi með inngöngu í ESB. Það er á ábyrgð okkar sjálfra að taka fyrst til heima. Trúlega hrýs einhverjum hugur við því. Ef við Íslendingar göngum í ESB og tökum upp evru verður núverandi vandi á evrusvæðinu væntanlega löngu leystur enda nokkur ár til stefnu. Andstæðingar ESB á Íslandi hafa fagnað heils hugar þeim erfiðleikum sem steðja að í sumum löndum ESB um þessar mundir. Þeir virðast meta það þannig að erfiðleikarnir muni hræða Íslendinga frá því að ljúka samningaferlinu og leggja niðurstöðuna í dóm kjósenda með þjóðaratkvæðagreiðslu. Fyrrgreind skoðanakönnun sýnir að landsmenn virðast vera á öðru máli. Vert er að hafa í huga að það hefur verið órói um allan hinn vestræna heim. Menn mega ekki gleyma því sem gengið hefur á í Bandaríkjunum þar sem pólitísk átök urðu til þess að sjálft stórveldið var fellt niður um flokk hjá alþjóðlegum matsfyrirtækjum sem fram að því hafði verið talið nær óhugsandi. Króna og höft til framtíðar?Það eru alltaf vandamál í hagkerfum heimsins. Það verður aldrei friður og ró á fjármálamörkuðum iðnríkjanna. Menn munu áfram taka á viðfangsefnunum og leysa þau. Þeir sem reyna að segja okkur að ekki sé rétt að semja um aðild að ESB nema allt sé með ró og spekt á öllum vígstöðvum vita sem er að það jafngildir því að ljúka aldrei samningum. Ef Íslendingar velja að hætta við að ná hagstæðum samningum við ESB þá þurfa þeir að gera sér ljóst að með slíkri ákvörðun væri verið að ákveða að standa utan við Evrópusamstarfið næstu árin eða áratugina. Við þurfum að svara því hvort framtíðarsýnin sé sú að notast við íslenska krónu og þá væntanlega gjaldeyrishöft af einhverju tagi til fyrirsjáanlegrar framtíðar. Fátt bendir til þess að krónan muni standa ein og óvarin eftir þær tilraunir sem hafa verið gerðar með hana. Tilraunir sem tókust ekki vel. Veik staða krónunnar átti sinn þátt í hruninu árið 2008. Eða trúa menn því að krónan geti dugað okkur til frambúðar – óvarin? Ætla má að valið sé um íslenska krónu og væntanlega gjaldeyrishöft eða að efla samstarf við aðrar þjóðir í gjaldmiðlamálum og horfa til alþjóðlegra viðskipta og alþjóðlegs samstarfs í auknum mæli. Gleymum því ekki að Íslendingar hafa óhræddir efnt til samstarfs við stórþjóðir heimsins á vettvangi NATO, Sameinuðu þjóðanna, Norðurlandaráðs, EFTA og EES svo eitthvað sé nefnt. Ástæða er til að vara við þjóðernishyggju sem stafar af þröngsýni, þekkingarleysi og vantrausti á nútímann og framtíðina. Smáþjóðir hafa áður gengið í ESB og una þar hag sínum vel eins og Lúxemborg, sem hefur verið með frá upphafi, og Malta sem gekk inn fyrir nokkrum árum. Ég tel að við eigum að ljúka umsóknarferlinu en vil þó taka fram að ég skil áhyggjur þeirra sem óttast um hagsmuni starfsgreina sinna. Enda tel ég einsýnt að við samþykkjum ekki aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu nema að Íslendingar nái sem bestum og hagstæðustum samningum fyrir einstakar atvinnugreinar, neytendur og samfélagið allt. Stefna SI er skýrÍ þessum anda er stefna Samtaka iðnaðarins sem t.d. kemur fram í ályktun Iðnþings frá í mars sl. Stefnan var áréttuð í tilkynningu frá samtökunum þann 18. ágúst. Þar sagði m.a.: „Ísland hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. Samtök iðnaðarins telja mikilvægt að umsóknarferlinu sé haldið áfram af fullum heilindum og í náinni samvinnu við atvinnulíf og aðra hagsmunaaðila." Ennfremur: „Samtök iðnaðarins telja engar líkur til að samningur, þar sem veigamiklum hagsmunum verður fórnað, verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Af þessum sökum er mikilvægt að ljúka ferlinu með það að markmiði að tryggja hagsmuni þjóðarinnar með sem hagstæðustum samningum til langs tíma." Forsjárhyggju hafnaðÞann 25. ágúst sl. birti Egill Ólafsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, ágætan pistil í blaði sínu og sagði m.a.: „Ég vil fá að taka ákvörðun um hvort við göngum í ESB eða ekki. Ég vil ekki láta Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson ákveða þetta fyrir mig. Ég vil fá að sjá samninginn og meta hann sjálfur en ekki láta Jóhönnu Sigurðardóttur, Össur Skarphéðinsson, Unni Brá Konráðsdóttur eða Ásmund Einar Daðason segja mér hvernig hann komi til með að líta út. Ég tel mig, eftir 20 ára vinnu við að mynda mér skoðun á þessu máli, hafa jafn mikið vit á þessu máli og þau." Ég tek undir þessi viðhorf og vil fá að leggja mat á þetta gríðarstóra hagsmunamál sjálfur án þess að láta stjórnmálamenn segja mér fyrir verkum. Það örlar reyndar á því hjá ýmsum stjórnmálamönnum – núverandi og fyrrverandi – að það þurfi að hafa vit fyrir landsmönnum því þetta sé svo flókið mál að ekki sé óhætt að setja það í hendurnar á þjóðinni enda geti hún þá farið sér að voða. Það þurfi að hafa vit fyrir fólkinu. Ég hafna forsjárhyggju af því tagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið þannig að unnt verði að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þetta kom fram í marktækri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birtist þann 12. september. Þessi niðurstaða er þvert á það sem ýmsir ákafir andstæðingar aðildarviðræðna hafa haldið fram í ræðu og riti. Algengt er að þeir hafi leyft sér að fullyrða að „þjóðin og þingið" séu á móti aðildarviðræðum og því sé við hæfi að slíta þeim hið fyrsta. Slíkur málflutningur fellur um sjálfan sig ef marka má þessa skoðanakönnun. Samkvæmt henni vilja landsmenn ljúka samningum með sem bestri niðurstöðu fyrir okkur og kjósa svo um málið í heild. Vandi Grikkja er agaleysiPhilippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE, heimsótti Ísland um miðjan mánuðinn. Margt merkilegt kom fram í máli hans um stöðu ESB og evrunnar. Meðal annars að vandi Grikklands er stór fyrir Grikki – en ekki á mælikvarða Evrópu í heild. Vandi Grikkja er ekki vegna evrunnar eða ESB. Hann er vegna agaleysis þeirra sjálfra. Það er eitt af því sem við Íslendingar verðum að átta okkur á. Við munum ekki leysa agavandamálin í íslensku efnahagslífi með inngöngu í ESB. Það er á ábyrgð okkar sjálfra að taka fyrst til heima. Trúlega hrýs einhverjum hugur við því. Ef við Íslendingar göngum í ESB og tökum upp evru verður núverandi vandi á evrusvæðinu væntanlega löngu leystur enda nokkur ár til stefnu. Andstæðingar ESB á Íslandi hafa fagnað heils hugar þeim erfiðleikum sem steðja að í sumum löndum ESB um þessar mundir. Þeir virðast meta það þannig að erfiðleikarnir muni hræða Íslendinga frá því að ljúka samningaferlinu og leggja niðurstöðuna í dóm kjósenda með þjóðaratkvæðagreiðslu. Fyrrgreind skoðanakönnun sýnir að landsmenn virðast vera á öðru máli. Vert er að hafa í huga að það hefur verið órói um allan hinn vestræna heim. Menn mega ekki gleyma því sem gengið hefur á í Bandaríkjunum þar sem pólitísk átök urðu til þess að sjálft stórveldið var fellt niður um flokk hjá alþjóðlegum matsfyrirtækjum sem fram að því hafði verið talið nær óhugsandi. Króna og höft til framtíðar?Það eru alltaf vandamál í hagkerfum heimsins. Það verður aldrei friður og ró á fjármálamörkuðum iðnríkjanna. Menn munu áfram taka á viðfangsefnunum og leysa þau. Þeir sem reyna að segja okkur að ekki sé rétt að semja um aðild að ESB nema allt sé með ró og spekt á öllum vígstöðvum vita sem er að það jafngildir því að ljúka aldrei samningum. Ef Íslendingar velja að hætta við að ná hagstæðum samningum við ESB þá þurfa þeir að gera sér ljóst að með slíkri ákvörðun væri verið að ákveða að standa utan við Evrópusamstarfið næstu árin eða áratugina. Við þurfum að svara því hvort framtíðarsýnin sé sú að notast við íslenska krónu og þá væntanlega gjaldeyrishöft af einhverju tagi til fyrirsjáanlegrar framtíðar. Fátt bendir til þess að krónan muni standa ein og óvarin eftir þær tilraunir sem hafa verið gerðar með hana. Tilraunir sem tókust ekki vel. Veik staða krónunnar átti sinn þátt í hruninu árið 2008. Eða trúa menn því að krónan geti dugað okkur til frambúðar – óvarin? Ætla má að valið sé um íslenska krónu og væntanlega gjaldeyrishöft eða að efla samstarf við aðrar þjóðir í gjaldmiðlamálum og horfa til alþjóðlegra viðskipta og alþjóðlegs samstarfs í auknum mæli. Gleymum því ekki að Íslendingar hafa óhræddir efnt til samstarfs við stórþjóðir heimsins á vettvangi NATO, Sameinuðu þjóðanna, Norðurlandaráðs, EFTA og EES svo eitthvað sé nefnt. Ástæða er til að vara við þjóðernishyggju sem stafar af þröngsýni, þekkingarleysi og vantrausti á nútímann og framtíðina. Smáþjóðir hafa áður gengið í ESB og una þar hag sínum vel eins og Lúxemborg, sem hefur verið með frá upphafi, og Malta sem gekk inn fyrir nokkrum árum. Ég tel að við eigum að ljúka umsóknarferlinu en vil þó taka fram að ég skil áhyggjur þeirra sem óttast um hagsmuni starfsgreina sinna. Enda tel ég einsýnt að við samþykkjum ekki aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu nema að Íslendingar nái sem bestum og hagstæðustum samningum fyrir einstakar atvinnugreinar, neytendur og samfélagið allt. Stefna SI er skýrÍ þessum anda er stefna Samtaka iðnaðarins sem t.d. kemur fram í ályktun Iðnþings frá í mars sl. Stefnan var áréttuð í tilkynningu frá samtökunum þann 18. ágúst. Þar sagði m.a.: „Ísland hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. Samtök iðnaðarins telja mikilvægt að umsóknarferlinu sé haldið áfram af fullum heilindum og í náinni samvinnu við atvinnulíf og aðra hagsmunaaðila." Ennfremur: „Samtök iðnaðarins telja engar líkur til að samningur, þar sem veigamiklum hagsmunum verður fórnað, verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Af þessum sökum er mikilvægt að ljúka ferlinu með það að markmiði að tryggja hagsmuni þjóðarinnar með sem hagstæðustum samningum til langs tíma." Forsjárhyggju hafnaðÞann 25. ágúst sl. birti Egill Ólafsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, ágætan pistil í blaði sínu og sagði m.a.: „Ég vil fá að taka ákvörðun um hvort við göngum í ESB eða ekki. Ég vil ekki láta Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson ákveða þetta fyrir mig. Ég vil fá að sjá samninginn og meta hann sjálfur en ekki láta Jóhönnu Sigurðardóttur, Össur Skarphéðinsson, Unni Brá Konráðsdóttur eða Ásmund Einar Daðason segja mér hvernig hann komi til með að líta út. Ég tel mig, eftir 20 ára vinnu við að mynda mér skoðun á þessu máli, hafa jafn mikið vit á þessu máli og þau." Ég tek undir þessi viðhorf og vil fá að leggja mat á þetta gríðarstóra hagsmunamál sjálfur án þess að láta stjórnmálamenn segja mér fyrir verkum. Það örlar reyndar á því hjá ýmsum stjórnmálamönnum – núverandi og fyrrverandi – að það þurfi að hafa vit fyrir landsmönnum því þetta sé svo flókið mál að ekki sé óhætt að setja það í hendurnar á þjóðinni enda geti hún þá farið sér að voða. Það þurfi að hafa vit fyrir fólkinu. Ég hafna forsjárhyggju af því tagi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun