Hagnast um 66% á kaupum ríkisbréfa með aflandskrónum 9. febrúar 2011 11:26 Greining Arion banka hefur sett upp ímyndað dæmi um hvernig hægt er að hagnast um 66% með því að kaupa íslensk ríkisskuldabréf með aflandskrónum. Slíkt er hægt samkvæmt gjaldeyrishöftunum. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum eru í dag um 200 milljarðar aflandskróna inn á svonefndum VOSTRO reikningum erlendra bankastofnanna. Þar að auki eru 200 milljarðar bundnir í íslenskum ríkisskuldabréfum og húsbréfum. Þetta kom fram í fréttum visir.is og Stöðvar 2 í gærdag. „Aflandsgengi evru stendur í dag í kringum 258/288 (kaup/sala) kr. en gengið hefur hækkað nokkuð síðustu misseri en það fór lægst í 200 kr. sumarið 2010. Hér verður látið liggja á milli hluta um hversu marktækt aflandsgengið er og hvort hægt sé að eiga viðskipti á umræddu gengi. Erlendur aðili sem kaupir aflandskrónur á genginu 260 (gagnvart evru) má kaupa íslensk ríkisskuldabréf - í gegnum erlendan banka," segir í Markaðspunktum greiningarinnar. Dæmi greiningarinnar er eftirfarandi: Gert er ráð fyrir að fjárfestir kaupir aflandskrónur fyrir 100 evrur og kaupir HFF14 (Húsbréfaflokkur sem rennur út árið 2014, innsk. blm.) fyrir þá fjárhæð. Til einföldunar er hér gert ráð fyrir því að fjárfestingin eigi sér stað 16. mars 2011 og hér er horft framhjá ávöxtunarkröfu HFF14 og hún því sett jafnt og núll. Út frá þessu einfalda dæmi myndi slík fjárfesting skila ávöxtun upp á 66% í evrum. Í skrefi eitt kaupir fjárfestir aflandskrónur fyrir evrur sem síðan eru notaðar í skrefi tvö til að kaupa HFF14. Í skrefi þrjú eru krónur seldar á gjaldeyrismarkaði þegar greiðslur berast en síðasta greiðslan á sér stað 15. september 2014. Fjárfestir sem átti eina evru í upphafi tímabils á 1,656 evrur í lok tímabilsins (forsenda: gengi evru gagnvart krónu 157). Tengdar fréttir Staðfestir að leita álits EFTA dómstólsins um aflandskrónur Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að leitað verði ráðgefandi álitis hjá EFTA dómstólnum um innflutning á aflandskrónum til landsins. 8. febrúar 2011 12:46 Leita til EFTA vegna innflutnings á aflandskrónum Hæstréttur hefur samþykkt að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins vegna innflutnings á aflandskrónum til landsins. Um 200 milljarðar króna eru núna á reikningum í útlöndum. 8. febrúar 2011 19:33 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Greining Arion banka hefur sett upp ímyndað dæmi um hvernig hægt er að hagnast um 66% með því að kaupa íslensk ríkisskuldabréf með aflandskrónum. Slíkt er hægt samkvæmt gjaldeyrishöftunum. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum eru í dag um 200 milljarðar aflandskróna inn á svonefndum VOSTRO reikningum erlendra bankastofnanna. Þar að auki eru 200 milljarðar bundnir í íslenskum ríkisskuldabréfum og húsbréfum. Þetta kom fram í fréttum visir.is og Stöðvar 2 í gærdag. „Aflandsgengi evru stendur í dag í kringum 258/288 (kaup/sala) kr. en gengið hefur hækkað nokkuð síðustu misseri en það fór lægst í 200 kr. sumarið 2010. Hér verður látið liggja á milli hluta um hversu marktækt aflandsgengið er og hvort hægt sé að eiga viðskipti á umræddu gengi. Erlendur aðili sem kaupir aflandskrónur á genginu 260 (gagnvart evru) má kaupa íslensk ríkisskuldabréf - í gegnum erlendan banka," segir í Markaðspunktum greiningarinnar. Dæmi greiningarinnar er eftirfarandi: Gert er ráð fyrir að fjárfestir kaupir aflandskrónur fyrir 100 evrur og kaupir HFF14 (Húsbréfaflokkur sem rennur út árið 2014, innsk. blm.) fyrir þá fjárhæð. Til einföldunar er hér gert ráð fyrir því að fjárfestingin eigi sér stað 16. mars 2011 og hér er horft framhjá ávöxtunarkröfu HFF14 og hún því sett jafnt og núll. Út frá þessu einfalda dæmi myndi slík fjárfesting skila ávöxtun upp á 66% í evrum. Í skrefi eitt kaupir fjárfestir aflandskrónur fyrir evrur sem síðan eru notaðar í skrefi tvö til að kaupa HFF14. Í skrefi þrjú eru krónur seldar á gjaldeyrismarkaði þegar greiðslur berast en síðasta greiðslan á sér stað 15. september 2014. Fjárfestir sem átti eina evru í upphafi tímabils á 1,656 evrur í lok tímabilsins (forsenda: gengi evru gagnvart krónu 157).
Tengdar fréttir Staðfestir að leita álits EFTA dómstólsins um aflandskrónur Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að leitað verði ráðgefandi álitis hjá EFTA dómstólnum um innflutning á aflandskrónum til landsins. 8. febrúar 2011 12:46 Leita til EFTA vegna innflutnings á aflandskrónum Hæstréttur hefur samþykkt að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins vegna innflutnings á aflandskrónum til landsins. Um 200 milljarðar króna eru núna á reikningum í útlöndum. 8. febrúar 2011 19:33 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Staðfestir að leita álits EFTA dómstólsins um aflandskrónur Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að leitað verði ráðgefandi álitis hjá EFTA dómstólnum um innflutning á aflandskrónum til landsins. 8. febrúar 2011 12:46
Leita til EFTA vegna innflutnings á aflandskrónum Hæstréttur hefur samþykkt að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins vegna innflutnings á aflandskrónum til landsins. Um 200 milljarðar króna eru núna á reikningum í útlöndum. 8. febrúar 2011 19:33