Andri Berg til FH - miklar breytingar hjá Íslandsmeisturunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2011 14:15 Andri Berg svífur í gegnum vörnina í bláklæddum búningi Framara. Mynd/Anton Handboltakappinn Andri Berg Haraldsson er genginn í raðir Íslandsmeistara FH. Andri er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Fimleikafélagsins á undanförnum vikum en félagið hefur einnig misst lykilmenn í atvinnumennsku. Andri Berg, sem skrifaði undir þriggja ára samning, hefur leikið með Fram undanfarin ár. Hann þekkir þó vel til í Hafnarfirði en hann lék með FH á árum áður. Hann spilaði mestmegnis í stöðu vinstri skyttu á síðustu leiktíð en þykir ennfremur fastur fyrir í vörninni. Andri Berg er fjórði leikmaðurinn sem gengur til liðs við FH á skömmum tíma. Hægri skyttan Ragnar Jóhannsson, markahæsti leikmaður N1-deildarinnar í fyrra, kom til liðsins frá Selfossi og Hjalti Þór Pálmason er kominn úr Gróttu. Þá er Daníel Hansson kominn úr Stjörnunni en hann spila í hægra horninu. Einar Andri Einarsson þjálfari Íslandsmeistaranna segist mjög ánægður með hópinn í augnablikinu. Hann reiknar með litlum breytingum á hópnum úr þessu. Óvíst sé þó hvenær Logi Geirsson verði klár í slaginn á nýjan leik eftir vélhjólaslysið sem hann lenti í á dögunum. „Hann var búinn að æfa frábærlega í sumar og kominn í líkamlegt stand eins og var þegar hann var upp á sitt besta. Búinn að leggja sig fram við að laga öxlina. Þetta er leiðinlegt bakslag fyrir hann,“ sagði Einar Andri. FH-ingar hafa misst máttarstólpa úr Íslandsmeistaraliði sínu undanfarnar vikur. Ásbjörn Friðriksson, Ólafur Guðmundsson og Sigurgeir Árni Ægisson eru farnir í atvinnumennsku. Þá er hornamaðurinn Benedikt Reynir Kristinsson farinn í Gróttu og markvörðurinn Sigurður Ólafsson í Val. Olís-deild karla Mest lesið Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Handboltakappinn Andri Berg Haraldsson er genginn í raðir Íslandsmeistara FH. Andri er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Fimleikafélagsins á undanförnum vikum en félagið hefur einnig misst lykilmenn í atvinnumennsku. Andri Berg, sem skrifaði undir þriggja ára samning, hefur leikið með Fram undanfarin ár. Hann þekkir þó vel til í Hafnarfirði en hann lék með FH á árum áður. Hann spilaði mestmegnis í stöðu vinstri skyttu á síðustu leiktíð en þykir ennfremur fastur fyrir í vörninni. Andri Berg er fjórði leikmaðurinn sem gengur til liðs við FH á skömmum tíma. Hægri skyttan Ragnar Jóhannsson, markahæsti leikmaður N1-deildarinnar í fyrra, kom til liðsins frá Selfossi og Hjalti Þór Pálmason er kominn úr Gróttu. Þá er Daníel Hansson kominn úr Stjörnunni en hann spila í hægra horninu. Einar Andri Einarsson þjálfari Íslandsmeistaranna segist mjög ánægður með hópinn í augnablikinu. Hann reiknar með litlum breytingum á hópnum úr þessu. Óvíst sé þó hvenær Logi Geirsson verði klár í slaginn á nýjan leik eftir vélhjólaslysið sem hann lenti í á dögunum. „Hann var búinn að æfa frábærlega í sumar og kominn í líkamlegt stand eins og var þegar hann var upp á sitt besta. Búinn að leggja sig fram við að laga öxlina. Þetta er leiðinlegt bakslag fyrir hann,“ sagði Einar Andri. FH-ingar hafa misst máttarstólpa úr Íslandsmeistaraliði sínu undanfarnar vikur. Ásbjörn Friðriksson, Ólafur Guðmundsson og Sigurgeir Árni Ægisson eru farnir í atvinnumennsku. Þá er hornamaðurinn Benedikt Reynir Kristinsson farinn í Gróttu og markvörðurinn Sigurður Ólafsson í Val.
Olís-deild karla Mest lesið Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira