Yfirvald...staldra aðeins við og hlusta Nichole Leigh Mosty skrifar 25. febrúar 2011 06:45 Ég skrifa enn og aftur sem bæði foreldri og stjórnandi í leikskóla. Ég geri grein fyrir þessu þar sem flestir hafa nú heyrt um þær breytingar sem liggja fyrir í leikskólum Reykjavíkur. Oddný Sturludóttir hefur gert sitt besta til þess að verja stöðu borgarfulltrúa og starfshópsins. Staðan er sú að tillögur eru nú þegar komnar upp á borð og við sem stjórnendur þurfum að ákveða ef við erum með eða á móti. Svolítið í anda George Bush… Það er að mínu mati augljóst að tillögurnar eru ekki lagðar fram með faglegan ávinning að leiðarljósi. Það lítur út fyrir að þær hafi verið settar fram eingöngu vegna þess að þær líta vel út á blaði. Ég sé fyrir mér mikla vinnu, álag og bakslag í leikskólum ef þessar tillögur verða að veruleika. Mér sýnist þetta vera nákvæmlega þær hugmyndir sem kynntar voru í upphafi, ég sé engin merki þess að hlustað hafi verið á fólk sem hefur tjáð sig um málið. Ég spyr; hvers vegna var farið af stað með þennan starfshóp til greiningar á tækifærum um bættan rekstur skóla og frístundar? Var hlustað á skólastjórnendur? Var hlustað á foreldra? Var hlustað á fulltrúa starfsfólks frá leikskólunum, grunnskólunum og frístundarheimilum? Það er ekki þannig að ég sjái engin tækifæri í sumum tillögunum, en þau tækifæri liggja alls ekki í því að segja upp faglærðum og reyndum stjórnendum sem hingað til hafa leitt það góða leikskólastarf sem við þekkjum. Leikskólinn sem ég vinn í verður slegið saman við leikskólann þar sem mín eigin börn eru nemendur, og ég segi nemendur vegna þess að þau læra þar á hverjum degi; þar er skóli en ekki daggæsla. Fyrstu viðbrögð hjá mér voru að segja við sjálfa mig: "Andaðu djúpt Nichole, nú þarft þú að sækjast eftir að fá vinnuna þína aftur. Þú verður að gera allt sem þú getur til þess að tryggja gæði, fagleg vinnubrögð og metnað í starfi skólanna bæði fyrir börnin og samstarfsmennina í Öspinni og einnig fyrir mín eigin börn og starfsmennina sem sinna þeim daglega í þeirra leikskóla. Og þó Nichole, þú ert bara ein manneskja og getur ekki gert svo svo mikið meira en þú gerir í dag". Þetta sagði ég við sjálfa mig og síðan hlustaði ég á umræður sem áttu sér stað í kringum mig og í dag er viðhorf mitt þetta að borgafulltrúar þurfa að tryggja gæði, fagleg vinnubrögð og metnað í starfi skólanna í Reykjavík. Þeir gera það með því að halda fagfólki í vinnunni þó að þau vilji sameina skóla. Þeir ættu að gera það með því að treysta stjórnendum til þess að meta kosti breytinga og innleiða þær. Ég spyr einnig; hversu miklum peningum hefur nú þegar verið eytt í þetta könnunarferli? Er fólk í starfshópnum að vinna kauplaust? Hver sinnir hefðbundnum störfum þeirra meðan þeir sinna þessu nefndarstarfi? Í starfi mínu er ég þessa dagana að vinna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með börnunum. Ísland hefur samþykkt sáttmálann og ég held að það væri gott fyrir yfirvöld hér á landi bæði sveitarfélög og ríki að staldra aðeins við og hugsa um það sem stendur í 3. grein sáttmálans: "Allir sem taka ákvarðanir fyrir börn eiga alltaf að taka mið af því sem börnum eru fyrir bestu. Setja lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velfreð þeirra krefst. Aðildarríki eiga að sjá til þess að stofnanir sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett, sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfmannanna og yfirumsjón". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ég skrifa enn og aftur sem bæði foreldri og stjórnandi í leikskóla. Ég geri grein fyrir þessu þar sem flestir hafa nú heyrt um þær breytingar sem liggja fyrir í leikskólum Reykjavíkur. Oddný Sturludóttir hefur gert sitt besta til þess að verja stöðu borgarfulltrúa og starfshópsins. Staðan er sú að tillögur eru nú þegar komnar upp á borð og við sem stjórnendur þurfum að ákveða ef við erum með eða á móti. Svolítið í anda George Bush… Það er að mínu mati augljóst að tillögurnar eru ekki lagðar fram með faglegan ávinning að leiðarljósi. Það lítur út fyrir að þær hafi verið settar fram eingöngu vegna þess að þær líta vel út á blaði. Ég sé fyrir mér mikla vinnu, álag og bakslag í leikskólum ef þessar tillögur verða að veruleika. Mér sýnist þetta vera nákvæmlega þær hugmyndir sem kynntar voru í upphafi, ég sé engin merki þess að hlustað hafi verið á fólk sem hefur tjáð sig um málið. Ég spyr; hvers vegna var farið af stað með þennan starfshóp til greiningar á tækifærum um bættan rekstur skóla og frístundar? Var hlustað á skólastjórnendur? Var hlustað á foreldra? Var hlustað á fulltrúa starfsfólks frá leikskólunum, grunnskólunum og frístundarheimilum? Það er ekki þannig að ég sjái engin tækifæri í sumum tillögunum, en þau tækifæri liggja alls ekki í því að segja upp faglærðum og reyndum stjórnendum sem hingað til hafa leitt það góða leikskólastarf sem við þekkjum. Leikskólinn sem ég vinn í verður slegið saman við leikskólann þar sem mín eigin börn eru nemendur, og ég segi nemendur vegna þess að þau læra þar á hverjum degi; þar er skóli en ekki daggæsla. Fyrstu viðbrögð hjá mér voru að segja við sjálfa mig: "Andaðu djúpt Nichole, nú þarft þú að sækjast eftir að fá vinnuna þína aftur. Þú verður að gera allt sem þú getur til þess að tryggja gæði, fagleg vinnubrögð og metnað í starfi skólanna bæði fyrir börnin og samstarfsmennina í Öspinni og einnig fyrir mín eigin börn og starfsmennina sem sinna þeim daglega í þeirra leikskóla. Og þó Nichole, þú ert bara ein manneskja og getur ekki gert svo svo mikið meira en þú gerir í dag". Þetta sagði ég við sjálfa mig og síðan hlustaði ég á umræður sem áttu sér stað í kringum mig og í dag er viðhorf mitt þetta að borgafulltrúar þurfa að tryggja gæði, fagleg vinnubrögð og metnað í starfi skólanna í Reykjavík. Þeir gera það með því að halda fagfólki í vinnunni þó að þau vilji sameina skóla. Þeir ættu að gera það með því að treysta stjórnendum til þess að meta kosti breytinga og innleiða þær. Ég spyr einnig; hversu miklum peningum hefur nú þegar verið eytt í þetta könnunarferli? Er fólk í starfshópnum að vinna kauplaust? Hver sinnir hefðbundnum störfum þeirra meðan þeir sinna þessu nefndarstarfi? Í starfi mínu er ég þessa dagana að vinna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með börnunum. Ísland hefur samþykkt sáttmálann og ég held að það væri gott fyrir yfirvöld hér á landi bæði sveitarfélög og ríki að staldra aðeins við og hugsa um það sem stendur í 3. grein sáttmálans: "Allir sem taka ákvarðanir fyrir börn eiga alltaf að taka mið af því sem börnum eru fyrir bestu. Setja lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velfreð þeirra krefst. Aðildarríki eiga að sjá til þess að stofnanir sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett, sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfmannanna og yfirumsjón".
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar