Ristilkrabbamein er lúmskt, já og dýrt Friðbjörn Sigurðsson og Kristín Skúladóttir skrifar 1. júní 2011 06:00 Kristín Skúladóttir hjúkrunarfræðingur Krabbamein í ristli og endaþarmi er alvarlegur sjúkdómur, en með skimun er hægt að greina forstig sjúkdómsins og fækka dauðsföllum. Á árabilinu 1955-2004 varð þreföldun á nýgengi krabbameins í ristli og endaþarmi hjá körlum og tvöföldun hjá konum. Sjúkdómurinn er nú þriðja algengasta dánarorsök af völdum krabbameina og fimm ára lifun sjúklinga sem greinst hafa með ristilkrabbamein er aðeins um 60%. Nú greinast að meðaltali 136 einstaklingar á ári með krabbamein í ristli og endaþarmi. Á hverju ári deyja að meðaltali 50 einstaklingar úr þessum sjúkdómi, 26 karlar og 24 konur. Að jafnaði deyr því einn einstaklingur í viku hverri af völdum sjúkdómsins. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að unnt er að skima fyrir sjúkdómnum og lækka dánartíðni af völdum hans. Skimun greinir sjúkdóminn á fyrri stigum, fækkar dauðsföllum og er kostnaðarlega hagkvæm. Í Bandaríkjunum hefur skimun verið ráðlögð um árabil og frá árinu 1998 hefur nýgengi krabbameins í ristli og endaþarmi minnkað þar. Evrópuráðið hefur mælt með því að aðildarþjóðir þess taki upp skimun. Þá mælir National Health Service (NHS) í Bretlandi með skimun og Finnar hófu skimun árið 2004. Á Íslandi hefur umræða staðið í um aldarfjórðung um hvort hefja eigi skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi. Á árunum 1986-1988 var gerð forkönnun á fýsileika þess að skima með því að leita eftir blóði í hægðum. Árið 2002 gaf landlæknir út klínískar leiðbeiningar um skimun. Þar er ráðlögð skimun með leit að blóði í hægðum á hverju ári hjá einstaklingum 50 ára og eldri. Þessar leiðbeiningar landlæknis eru enn í gildi. Alþingi Íslendinga hefur fjallað alloft um skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi og samþykkti þingsályktunartillögu þess efnis árið 2002. Málið var tekið upp aftur 2005. Árið 2007 fól Alþingi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í samráði við landlækni að hefja undirbúning fyrir skimun þannig að skipuleg leit myndi hefjast á árinu 2008. Þessi ákvörðun Alþingis hefur ekki verið felld úr gildi. Síðast var málið rætt á Alþingi í febrúar 2008 í kjölfar fyrirspurnar um hvað liði undirbúningi fyrir skimun. Þrátt fyrir það er enn ekki hafin formleg skimun hér á landi. Árangur meðferðar við ristilkrabbameini hefur batnað mikið að undanförnu. Lyfjameðferð við langt gengnum og ólæknandi sjúkdómi lengir og bætir líf. Ný lyf bæta árangur enn frekar, en með umtalsverðum kostnaði. Lyf, sem algengt er að nota, kosta meira en 700 þúsund krónur á mánuði fyrir hvern sjúkling og sumir fá slíka meðferð í nokkur ár. Við höfum rannsakað kostnað við meðferð á krabbameini í ristli og endaþarmi. Beinn kostnaður vegna meðferðarinnar var áætlaður um 684 milljónir króna á landsvísu árið 2008. Ljóst er að meðferð sjúkdómsins er mun dýrari nú. Í rannsókninni var ekki gerð tilraun til að meta kostnað vegna ýmissa þátta svo sem greiðsluþátttöku sjúklinga, vinnutaps, miska, eða ótímabærra dauðsfalla. Ef sá kostnaður er meðtalinn yrði þessi tala mun hærri. Kostnaður við skimun skilar sér því fljótt í sparnaði þar sem þeim einstaklingum fækkar sem þurfa á dýrri meðferð við sjúkdómnum að halda, svo ekki sé talað um þær þjáningar og ótímabæru dauðsföll sem sjúkdómurinn veldur. Flest vestræn ríki eru að takast á við efnahagsþrengingar. Þá er mikið rætt um að tækifæri geti legið í kreppunni. Bandaríska krabbameinsmiðstöðin (National Cancer Institute, NCI) benti nýlega á leiðir til að flýta baráttunni við krabbamein á krepputímum og var ein af megináherslunum að auka þátttöku í skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi. Á Íslandi næst einn besti árangur í heiminum við meðferð brjóstakrabbameina. Fimm ára lifun er nú um 86% og hefur stórbatnað á undanförnum áratugum. Sennilega má rekja þann árangur til skimunar fyrir brjóstakrabbameinum, sterkra sjúklingasamtaka og góðrar vitundar í samfélaginu um sjúkdóminn ásamt góðri heilbrigðisþjónustu. Á það sama ekki að gilda fyrir krabbamein í ristli og endaþarmi? Unnt er að fækka ótímabærum dauðsföllum af völdum krabbameina í ristli og endaþarmi. Á tímum sem þessum höfum við ekki efni á að skima ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Kristín Skúladóttir hjúkrunarfræðingur Krabbamein í ristli og endaþarmi er alvarlegur sjúkdómur, en með skimun er hægt að greina forstig sjúkdómsins og fækka dauðsföllum. Á árabilinu 1955-2004 varð þreföldun á nýgengi krabbameins í ristli og endaþarmi hjá körlum og tvöföldun hjá konum. Sjúkdómurinn er nú þriðja algengasta dánarorsök af völdum krabbameina og fimm ára lifun sjúklinga sem greinst hafa með ristilkrabbamein er aðeins um 60%. Nú greinast að meðaltali 136 einstaklingar á ári með krabbamein í ristli og endaþarmi. Á hverju ári deyja að meðaltali 50 einstaklingar úr þessum sjúkdómi, 26 karlar og 24 konur. Að jafnaði deyr því einn einstaklingur í viku hverri af völdum sjúkdómsins. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að unnt er að skima fyrir sjúkdómnum og lækka dánartíðni af völdum hans. Skimun greinir sjúkdóminn á fyrri stigum, fækkar dauðsföllum og er kostnaðarlega hagkvæm. Í Bandaríkjunum hefur skimun verið ráðlögð um árabil og frá árinu 1998 hefur nýgengi krabbameins í ristli og endaþarmi minnkað þar. Evrópuráðið hefur mælt með því að aðildarþjóðir þess taki upp skimun. Þá mælir National Health Service (NHS) í Bretlandi með skimun og Finnar hófu skimun árið 2004. Á Íslandi hefur umræða staðið í um aldarfjórðung um hvort hefja eigi skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi. Á árunum 1986-1988 var gerð forkönnun á fýsileika þess að skima með því að leita eftir blóði í hægðum. Árið 2002 gaf landlæknir út klínískar leiðbeiningar um skimun. Þar er ráðlögð skimun með leit að blóði í hægðum á hverju ári hjá einstaklingum 50 ára og eldri. Þessar leiðbeiningar landlæknis eru enn í gildi. Alþingi Íslendinga hefur fjallað alloft um skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi og samþykkti þingsályktunartillögu þess efnis árið 2002. Málið var tekið upp aftur 2005. Árið 2007 fól Alþingi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í samráði við landlækni að hefja undirbúning fyrir skimun þannig að skipuleg leit myndi hefjast á árinu 2008. Þessi ákvörðun Alþingis hefur ekki verið felld úr gildi. Síðast var málið rætt á Alþingi í febrúar 2008 í kjölfar fyrirspurnar um hvað liði undirbúningi fyrir skimun. Þrátt fyrir það er enn ekki hafin formleg skimun hér á landi. Árangur meðferðar við ristilkrabbameini hefur batnað mikið að undanförnu. Lyfjameðferð við langt gengnum og ólæknandi sjúkdómi lengir og bætir líf. Ný lyf bæta árangur enn frekar, en með umtalsverðum kostnaði. Lyf, sem algengt er að nota, kosta meira en 700 þúsund krónur á mánuði fyrir hvern sjúkling og sumir fá slíka meðferð í nokkur ár. Við höfum rannsakað kostnað við meðferð á krabbameini í ristli og endaþarmi. Beinn kostnaður vegna meðferðarinnar var áætlaður um 684 milljónir króna á landsvísu árið 2008. Ljóst er að meðferð sjúkdómsins er mun dýrari nú. Í rannsókninni var ekki gerð tilraun til að meta kostnað vegna ýmissa þátta svo sem greiðsluþátttöku sjúklinga, vinnutaps, miska, eða ótímabærra dauðsfalla. Ef sá kostnaður er meðtalinn yrði þessi tala mun hærri. Kostnaður við skimun skilar sér því fljótt í sparnaði þar sem þeim einstaklingum fækkar sem þurfa á dýrri meðferð við sjúkdómnum að halda, svo ekki sé talað um þær þjáningar og ótímabæru dauðsföll sem sjúkdómurinn veldur. Flest vestræn ríki eru að takast á við efnahagsþrengingar. Þá er mikið rætt um að tækifæri geti legið í kreppunni. Bandaríska krabbameinsmiðstöðin (National Cancer Institute, NCI) benti nýlega á leiðir til að flýta baráttunni við krabbamein á krepputímum og var ein af megináherslunum að auka þátttöku í skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi. Á Íslandi næst einn besti árangur í heiminum við meðferð brjóstakrabbameina. Fimm ára lifun er nú um 86% og hefur stórbatnað á undanförnum áratugum. Sennilega má rekja þann árangur til skimunar fyrir brjóstakrabbameinum, sterkra sjúklingasamtaka og góðrar vitundar í samfélaginu um sjúkdóminn ásamt góðri heilbrigðisþjónustu. Á það sama ekki að gilda fyrir krabbamein í ristli og endaþarmi? Unnt er að fækka ótímabærum dauðsföllum af völdum krabbameina í ristli og endaþarmi. Á tímum sem þessum höfum við ekki efni á að skima ekki.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar