MR er ekki besti skólinn Auðunn Lúthersson skrifar 1. júní 2011 12:43 Ég heiti Auðunn Lúthersson og ég er átján ára MR-ingur. Í lopapeysu. Og grænmetisæta. Og í Morfís. Það eina sem gæti gert mig meira óþolandi væri að vera úr Vesturbænum. Í kjölfar niðurstöðu könnunar sem tímaritið Frjáls Verslun birti nýverið um að MR væri besti skólinn fóru netheimarnir á fullt. Lopapeysurnar hömpuðu niðurstöðunum óspart en aðrir kvörtuðu undan könnuninni, gæðum hennar og bentu á ýmsa vankanta hennar. Margir í hópi þeirra síðarnefndu vildu meina að enginn skóli gæti mælst betri en einhver annar. En eru skólarnir allir jafngóðir? Skiptir það nokkru máli hvert þú sækir nám þitt? Getur þú ekki allt eins farið í þann sem er næst þér? Í sjálfu sér er ég er sammála því að könnunin sé að mörgu leyti gölluð. Það eru mikilvægari hlutir til þess að taka inn í reikninginn en gengi framhaldsskólanema í Morfís hvað gæði menntastofnunarinnar varðar. Engu að síður er þörf umræða fyrir mati á íslenskum framhaldsskólum. Sérstaklega í ljósi laga um hverfisskóla sem nýverið voru tekin í gildi. Þau kveða á um að 45 % allra nemenda sem skólar taka inn skulu vera úr nágrenni þeirra menntastofnunnar. Í kjölfarið urðu þeir skólar sem hlutu mikla aðsókn að samþykkja nemendur með lægri einkunnir á þeim forsendum að þeir byggju í því tiltekna hverfi. Og um leið hafna námsmönnum með hærri einkunnir. Auðvitað er það persónubundið mat hvers og eins að einhver skóli sé „betri“ en aðrir, til dæmis fíla margir sig betur í FG en í MH og öfugt. Þar af leiðandi er fyrirsögnin býsna villandi. En afstæði gæða á menntaskólum er engu að síður ótrúleg ofureinföldun. Sannleikurinn er sá að sumir skólar bjóða upp á meiri (og ef ég gerist svo djarfur, betri) menntun en aðrir. Þeim einstaklingum, sem vilja stunda kröfumikið bóklegt nám, hlýtur því að finnast MR betri skóli en til dæmis Iðnskólinn í Hafnarfirði. Í skólum á borð við MR, VÍ og MH eru hreinlega gerðar meiri kröfur á bóklegum sviðum til nemenda en annars staðar. En það er líka gott og gilt. Annar galli á þessari fyrirsögn er sá að ekki er tekið tillit til þeirra framfara nemenda sem geta átt sér stað. Framhaldsskólaganga er kjörið tækifæri fyrir nemendur til þess að velja sér nám við sitt hæfi á sínu áhugasviði. Nemendum með námsörðugleika ber að gefa kost á námi sem er sérsniðið að þeirra þörfum. Þeim á ekki að steypa í sama mót og öðrum nemendum heldur veita tækifæri til þess að blómstra á sviði við þeirra hæfi. En til þess að slíkir nemendur geti gert það verða þeir að leita utan síns afmarkaða hverfis. Þeir sem eiga auðvelt með bóklegt nám eiga að fá að blómstra á sínu sviði rétt eins og þeir sem eru öðrum hæfileikum gæddir. Deilur um hvaða gáfur eru ágætastar gæti tekið heila eilífð, eða tvær. En sú staðreynd að munur sé á framhaldsskólum er óumdeilanleg. Framhaldsskólar landsins eru misgóðir, allir á sínu sviði, en muninn þeirra á milli á ekki að hræðast heldur að fagna. Rétt eins og litrófi nemendanna sem í skólana munu ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Auðunn Lúthersson og ég er átján ára MR-ingur. Í lopapeysu. Og grænmetisæta. Og í Morfís. Það eina sem gæti gert mig meira óþolandi væri að vera úr Vesturbænum. Í kjölfar niðurstöðu könnunar sem tímaritið Frjáls Verslun birti nýverið um að MR væri besti skólinn fóru netheimarnir á fullt. Lopapeysurnar hömpuðu niðurstöðunum óspart en aðrir kvörtuðu undan könnuninni, gæðum hennar og bentu á ýmsa vankanta hennar. Margir í hópi þeirra síðarnefndu vildu meina að enginn skóli gæti mælst betri en einhver annar. En eru skólarnir allir jafngóðir? Skiptir það nokkru máli hvert þú sækir nám þitt? Getur þú ekki allt eins farið í þann sem er næst þér? Í sjálfu sér er ég er sammála því að könnunin sé að mörgu leyti gölluð. Það eru mikilvægari hlutir til þess að taka inn í reikninginn en gengi framhaldsskólanema í Morfís hvað gæði menntastofnunarinnar varðar. Engu að síður er þörf umræða fyrir mati á íslenskum framhaldsskólum. Sérstaklega í ljósi laga um hverfisskóla sem nýverið voru tekin í gildi. Þau kveða á um að 45 % allra nemenda sem skólar taka inn skulu vera úr nágrenni þeirra menntastofnunnar. Í kjölfarið urðu þeir skólar sem hlutu mikla aðsókn að samþykkja nemendur með lægri einkunnir á þeim forsendum að þeir byggju í því tiltekna hverfi. Og um leið hafna námsmönnum með hærri einkunnir. Auðvitað er það persónubundið mat hvers og eins að einhver skóli sé „betri“ en aðrir, til dæmis fíla margir sig betur í FG en í MH og öfugt. Þar af leiðandi er fyrirsögnin býsna villandi. En afstæði gæða á menntaskólum er engu að síður ótrúleg ofureinföldun. Sannleikurinn er sá að sumir skólar bjóða upp á meiri (og ef ég gerist svo djarfur, betri) menntun en aðrir. Þeim einstaklingum, sem vilja stunda kröfumikið bóklegt nám, hlýtur því að finnast MR betri skóli en til dæmis Iðnskólinn í Hafnarfirði. Í skólum á borð við MR, VÍ og MH eru hreinlega gerðar meiri kröfur á bóklegum sviðum til nemenda en annars staðar. En það er líka gott og gilt. Annar galli á þessari fyrirsögn er sá að ekki er tekið tillit til þeirra framfara nemenda sem geta átt sér stað. Framhaldsskólaganga er kjörið tækifæri fyrir nemendur til þess að velja sér nám við sitt hæfi á sínu áhugasviði. Nemendum með námsörðugleika ber að gefa kost á námi sem er sérsniðið að þeirra þörfum. Þeim á ekki að steypa í sama mót og öðrum nemendum heldur veita tækifæri til þess að blómstra á sviði við þeirra hæfi. En til þess að slíkir nemendur geti gert það verða þeir að leita utan síns afmarkaða hverfis. Þeir sem eiga auðvelt með bóklegt nám eiga að fá að blómstra á sínu sviði rétt eins og þeir sem eru öðrum hæfileikum gæddir. Deilur um hvaða gáfur eru ágætastar gæti tekið heila eilífð, eða tvær. En sú staðreynd að munur sé á framhaldsskólum er óumdeilanleg. Framhaldsskólar landsins eru misgóðir, allir á sínu sviði, en muninn þeirra á milli á ekki að hræðast heldur að fagna. Rétt eins og litrófi nemendanna sem í skólana munu ganga.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar