Arnarnes fyrir alla Jóhannes Kári Kristinsson skrifar 21. maí 2011 10:00 Þann 31. mars sl. var haldinn fundur í Garðabæ, þar sem fyrsti áfangi að deiliskipulagi Arnarness var kynntur. Vil ég hér með þakka það vandaða starf sem arkitektastofan Hornsteinar vinnur í tengslum við þessa þróun. Fundurinn var áhugaverður, m.a. var gaman að fá kynningu á hinum ýmsu menningarverðmætum sem eru á nesinu, hversu vel skipulagt Arnarnes var á sínum tíma og mikil vinna lögð í að skapa þessa vel heppnuðu byggð. Mesta athygli vakti þó umræða um útivistarmál í Arnarnesi. Garðbæingur steig á svið og studdi þá hugmynd að leggja tvo stíga á Arnarnesi til að beina umferð fólks, hvort sem er hjólamanna eða gangandi, frá umferðargötum. Annar stígurinn yrði lagður austan hljóðmanar við Hafnarfjarðarveg, einkum fyrir hraða hjólaumferð. Hinn stígurinn yrði strandstígur í kringum nesið. Þessi stígur yrði mikil framför, þar sem allir íbúar Garðabæjar fengju jafnan aðgang að stórkostlegu útsýni og náttúru á nesinu. Nokkrir eldri Arnarnesbúar hafa sagt möguleikana á því að sjá fallegt sólarlagið nú enga þar sem trén byrgja víða sýn. Þeir komast ekki niður torfæran sjávarkambinn og í fjöruna og má það sama auðvitað segja um hreyfihamlaða. Arnarnesbúi á fundinum lýsti því yfir að hann vildi ekki hrófla við neinu á Arnarnesinu, síst af öllu opna fyrir verslun eða aðra þjónustu á Arnarnesinu, þar sem Arnarnesbúar gætu sótt þá þjónustu annars staðar í Garðabæinn. Hér koma nokkrar spurningar til íbúa Arnarness: Eiga nokkrar sjávarlóðir í Garðabæ einkarétt á útsýni yfir Arnarnesvoginn? Þó að fullfrískt fólk geti klöngrast niður í Arnarnesfjöru eins og ástandið er nú, er þar víða erfitt yfirferðar og útsýnispunktar eða stikur sem eiga að þjóna sem einhver millibilslausn koma engan veginn í staðinn fyrir útsýnisstíg, þar sem fólk getur valið sjálft hvar það staldrar við. Önnur spurning: Finnst Arnarnesbúum það sanngjarnt að sækja alla þjónustu, hvort sem er til verslunar, mennta, útiveru eða menningar, í aðra hluta Garðabæjar og á sama tíma neita öðrum Garðbæingum um að njóta strandarinnar og útsýnis þaðan í sínu eigin byggðarlagi? Og í framhaldinu: Myndi það ekki auðga Arnarnesið að fá til sín líf frá öðrum hverfum bæjarins, líf sem hefur auðgað önnur nes sem hafa verið í svipaðri stöðu, s.s. Kársnes. Að lokum þetta: Á fundinum steig fuglaáhugamaður á svið, sem hefur auðgað fuglalíf í kringum sig í fjölda ára með framkvæmdum við hús sitt, m.a. með stórum krana í fuglslíki, og lýsti yfir áhyggjum sínum yfir samlífi fugla og manna yrði slíkur stígur lagður. Þessi hugulsemi er þó óþörf þar sem í næsta hverfi, Sjálandinu, njóta íbúar hins fjölbreytta fuglalífs sem þar ríkir með greiðum aðgangi strandstígsins sem þar er. Kannski er mannlífið ekki síður mikilvægt en fuglalíf ef út í það er farið. Á fundinum kom fuglaáhugamaðurinn jafnframt fram með niðurstöður framhaldsrannsókna sinna um að mun minna fuglalíf væri í Kársnesi en í Arnarnesi. Gæti ekki bara verið að fuglunum þyki jafnvel ennþá betra að búa í Garðabæ? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 31. mars sl. var haldinn fundur í Garðabæ, þar sem fyrsti áfangi að deiliskipulagi Arnarness var kynntur. Vil ég hér með þakka það vandaða starf sem arkitektastofan Hornsteinar vinnur í tengslum við þessa þróun. Fundurinn var áhugaverður, m.a. var gaman að fá kynningu á hinum ýmsu menningarverðmætum sem eru á nesinu, hversu vel skipulagt Arnarnes var á sínum tíma og mikil vinna lögð í að skapa þessa vel heppnuðu byggð. Mesta athygli vakti þó umræða um útivistarmál í Arnarnesi. Garðbæingur steig á svið og studdi þá hugmynd að leggja tvo stíga á Arnarnesi til að beina umferð fólks, hvort sem er hjólamanna eða gangandi, frá umferðargötum. Annar stígurinn yrði lagður austan hljóðmanar við Hafnarfjarðarveg, einkum fyrir hraða hjólaumferð. Hinn stígurinn yrði strandstígur í kringum nesið. Þessi stígur yrði mikil framför, þar sem allir íbúar Garðabæjar fengju jafnan aðgang að stórkostlegu útsýni og náttúru á nesinu. Nokkrir eldri Arnarnesbúar hafa sagt möguleikana á því að sjá fallegt sólarlagið nú enga þar sem trén byrgja víða sýn. Þeir komast ekki niður torfæran sjávarkambinn og í fjöruna og má það sama auðvitað segja um hreyfihamlaða. Arnarnesbúi á fundinum lýsti því yfir að hann vildi ekki hrófla við neinu á Arnarnesinu, síst af öllu opna fyrir verslun eða aðra þjónustu á Arnarnesinu, þar sem Arnarnesbúar gætu sótt þá þjónustu annars staðar í Garðabæinn. Hér koma nokkrar spurningar til íbúa Arnarness: Eiga nokkrar sjávarlóðir í Garðabæ einkarétt á útsýni yfir Arnarnesvoginn? Þó að fullfrískt fólk geti klöngrast niður í Arnarnesfjöru eins og ástandið er nú, er þar víða erfitt yfirferðar og útsýnispunktar eða stikur sem eiga að þjóna sem einhver millibilslausn koma engan veginn í staðinn fyrir útsýnisstíg, þar sem fólk getur valið sjálft hvar það staldrar við. Önnur spurning: Finnst Arnarnesbúum það sanngjarnt að sækja alla þjónustu, hvort sem er til verslunar, mennta, útiveru eða menningar, í aðra hluta Garðabæjar og á sama tíma neita öðrum Garðbæingum um að njóta strandarinnar og útsýnis þaðan í sínu eigin byggðarlagi? Og í framhaldinu: Myndi það ekki auðga Arnarnesið að fá til sín líf frá öðrum hverfum bæjarins, líf sem hefur auðgað önnur nes sem hafa verið í svipaðri stöðu, s.s. Kársnes. Að lokum þetta: Á fundinum steig fuglaáhugamaður á svið, sem hefur auðgað fuglalíf í kringum sig í fjölda ára með framkvæmdum við hús sitt, m.a. með stórum krana í fuglslíki, og lýsti yfir áhyggjum sínum yfir samlífi fugla og manna yrði slíkur stígur lagður. Þessi hugulsemi er þó óþörf þar sem í næsta hverfi, Sjálandinu, njóta íbúar hins fjölbreytta fuglalífs sem þar ríkir með greiðum aðgangi strandstígsins sem þar er. Kannski er mannlífið ekki síður mikilvægt en fuglalíf ef út í það er farið. Á fundinum kom fuglaáhugamaðurinn jafnframt fram með niðurstöður framhaldsrannsókna sinna um að mun minna fuglalíf væri í Kársnesi en í Arnarnesi. Gæti ekki bara verið að fuglunum þyki jafnvel ennþá betra að búa í Garðabæ?
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar