Björgvin Páll gæti verið á leið undir hnífinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2011 08:30 Björgvin Páll gat ekki æft með landsliðinu í gær og gaf því ungum Seltirningum eiginhandaráritanir í staðinn. Mynd/Anton Íslenska landsliðið stóð uppi nær markvarðalaust á æfingu í gær. Björgvin Páll Gústavsson er alvarlega meiddur á öxl og meiðslin gætu gert það að verkum að hann missi af Evrópumótinu í Serbíu sem fram fer í janúar. „Þetta eru álagsmeiðsli sem ég hef verið að glíma við í um mánuð. Þetta hefur verið að versna með hverri viku og varð virkilega vont þegar ég spilaði um helgina. Ég fékk síðan slæman sting í öxlina á fyrstu tveimur æfingunum með landsliðinu og eftir það gat ég ekki meir," segir Björgvin Páll sem hefur síðan farið í meðferð hjá Brynjólfi Jónssyni, lækni landsliðsins. „Binni sprautaði mig og ég þarf að hvíla alveg í heila viku til þess að byrja með. Hann segir að meiðslin séu það slæm að ég verði að fara í aðgerð. Það þarf að fara inn í öxlina og skafa til þess að þetta verði gott," segir Björgvin en hann er eðlilega ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að fara í aðgerð því þá yrði hann frá í tvo mánuði. „Það er erfitt að finna tvo mánuði til þess að hvíla sig miðað við allt sem er í gangi. Það er hægt að halda þessu gangandi með sprautum en algerlega er óvíst hversu lengi og hvort það dugi. Fái ég einhverja hvíld gætu bólgurnar minnkað en það er ekkert öruggt í þessu. Þetta verður því bara að koma í ljós," sagði Björgvin Páll en meiðslin eru á kasthöndinni og hann treystir sér ekki alveg til þess að kasta með vinstri. „Ég var að prófa það á æfingunum. Það verður að viðurkennast að hún er ekki jafn öflug. Ég er ekkert að negla langa bolta yfir völlinn með vinstri hendinni." Björgvin Páll spilar með Magdeburg í Þýskalandi og forráðamenn félagsins fylgjast eðlilega vel með stöðu mála. Markvörðurinn hárprúði mun fara í ítarlegar skoðanir í Þýskalandi í næstu viku og í kjölfarið verður væntanlega tekin ákvörðun um hvort Björgvin fari strax undir hnífinn eða hvort hann fari síðar. „Þjóðverjarnir vilja eðlilega skoða þetta ítarlega. Ég verð að krossleggja putta og vona það besta því ég vil alls ekki missa af Evrópumótinu." Það þarf vart að fjölyrða um hversu mikið áfall það yrði fyrir landsliðið að missa Björgvin Pál úr liðinu. Hann hefur verið algjör lykilmaður hjá strákunum okkar og frábær markvarsla hans á stóran þátt í því að landsliðið vann í tvígang til verðlauna á stórmóti. Síðast þegar Björgvin Páll missti af leik tapaði íslenska liðið með ellefu mörkum gegn Þjóðverjum ytra. Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira
Íslenska landsliðið stóð uppi nær markvarðalaust á æfingu í gær. Björgvin Páll Gústavsson er alvarlega meiddur á öxl og meiðslin gætu gert það að verkum að hann missi af Evrópumótinu í Serbíu sem fram fer í janúar. „Þetta eru álagsmeiðsli sem ég hef verið að glíma við í um mánuð. Þetta hefur verið að versna með hverri viku og varð virkilega vont þegar ég spilaði um helgina. Ég fékk síðan slæman sting í öxlina á fyrstu tveimur æfingunum með landsliðinu og eftir það gat ég ekki meir," segir Björgvin Páll sem hefur síðan farið í meðferð hjá Brynjólfi Jónssyni, lækni landsliðsins. „Binni sprautaði mig og ég þarf að hvíla alveg í heila viku til þess að byrja með. Hann segir að meiðslin séu það slæm að ég verði að fara í aðgerð. Það þarf að fara inn í öxlina og skafa til þess að þetta verði gott," segir Björgvin en hann er eðlilega ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að fara í aðgerð því þá yrði hann frá í tvo mánuði. „Það er erfitt að finna tvo mánuði til þess að hvíla sig miðað við allt sem er í gangi. Það er hægt að halda þessu gangandi með sprautum en algerlega er óvíst hversu lengi og hvort það dugi. Fái ég einhverja hvíld gætu bólgurnar minnkað en það er ekkert öruggt í þessu. Þetta verður því bara að koma í ljós," sagði Björgvin Páll en meiðslin eru á kasthöndinni og hann treystir sér ekki alveg til þess að kasta með vinstri. „Ég var að prófa það á æfingunum. Það verður að viðurkennast að hún er ekki jafn öflug. Ég er ekkert að negla langa bolta yfir völlinn með vinstri hendinni." Björgvin Páll spilar með Magdeburg í Þýskalandi og forráðamenn félagsins fylgjast eðlilega vel með stöðu mála. Markvörðurinn hárprúði mun fara í ítarlegar skoðanir í Þýskalandi í næstu viku og í kjölfarið verður væntanlega tekin ákvörðun um hvort Björgvin fari strax undir hnífinn eða hvort hann fari síðar. „Þjóðverjarnir vilja eðlilega skoða þetta ítarlega. Ég verð að krossleggja putta og vona það besta því ég vil alls ekki missa af Evrópumótinu." Það þarf vart að fjölyrða um hversu mikið áfall það yrði fyrir landsliðið að missa Björgvin Pál úr liðinu. Hann hefur verið algjör lykilmaður hjá strákunum okkar og frábær markvarsla hans á stóran þátt í því að landsliðið vann í tvígang til verðlauna á stórmóti. Síðast þegar Björgvin Páll missti af leik tapaði íslenska liðið með ellefu mörkum gegn Þjóðverjum ytra.
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira